Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1982, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1982, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MIÐVIKUDAGUR 26. MAI1982. 3 Kaupmaður rænd ur fjármunum Kaupmaður utan af landi, sem var í innkaupa- og skemmtiferð í höfuðborg- inni með fullt veski af fé, hafði samband við lögregluna í gær og kærði nýjan félaga sinn fyrir þjófnað. Hafði hann og „félaginn” sem hann haföi hitt út á götu, setiö aö sumbli á hótelherbergi i borginni. Kaupmað- urinn sagðist aðeins hafa lagt aftur augun en vaknað aftur skömmu síöar en þá hafi „félaginn” verið horfinn og sömuleiðis drjúgur skammtur af peningum úr veskinu góða. Lögreglan kannaðist við lýsingu kaupmanns á kauða, og fann hann skömmu síðará Umferðarmiöstöðinni, þar sem hann sat og beið eftir ferð út á land. Var hann búinn að byrgja sig vel upp af áf engi og tóbaki og ætlaöi i langt ferðalag með fenginn en hinn langi armur laganna varða — kven- lögreglunnar í þetta sinn — kom í veg fyrir það. -klp- í snjó og hájku við komuna til íslands — Fjarðarheiðin rudd áður en farþegamir með Smyrii lögðu á hana Leiðindaveöur hefur veriö á Aust- f jörðum að undanförnu og grátt niður í miöjar hliðar þegar fólk hefur komið á fætur á morgnana. Snjóað hefur á f jallvegum og þurfti til dæmis aö senda tæki til að hreinsa snjó í Oddsskarði í gærmorgun. A Fjarðarheiði var snjór og hálka og þangað sendi Vegagerðin flokk í gær til að hafa allt í standi þegar Smyrill kæmi. Var Smyrill væntanlegur í gær- kvöldi til Seyðisfjarðar í fyrstu ferð- bramlað hjá BSRB I fyrrinótt var brotizt inn í skrif- stofuhús BSRB við Grettisgötu og þar unnar töluverðar skemmdir á hurðum og skúffum. Þjófarnir heimsóttu herbergi á öllum hæðum hússins en í morgun var ekki vitað hverju þeir höfðustolið. Búizt var við að þeir útlendingar sem meö honum kæmu væru ekki með útbúnað á bílum sinum til aksturs í snjó og hálku á fyrsta vegakaflanum á Islandi, og var því talið öruggara að ryöja og bera á alla hálkubletti á Fjarðarheiðinni. -klp- Hundruð barna í sveit Þá var í nótt einnig brotizt inn í Krána við Laugaveg og þar unnar skemmdirogeinhverjustolið. -klp- Kviknaði íkaffistofunni Eldur kom upp í nýbyggingu verka- mannabústaöa við Ástún í Kópavogi í fyrrakvöld. Lagöi mikinn reyk út úr byggingunni þegar slökkviliðið kom á vettvang og virtist eldurinn vera allur á sömu hæðinni. Enginn býr i húsinu og urðu slökkviliðsmenn því að brjóta upp úti- dyr en einnig fóru þeir upp vinnupalla utan á byggingunni. Þegar inn var komið reyndist eldurinn vera í herbergi sem þeir sem unnu við húsið notuðu fyrirkaffistofu. Eldurinn var í plasteinangrun og myndaðist því mikill reykur. Fljótt gekk að ráða niðurlögum eldsins og urðu skemmdir tiltölulega litlar nema afsótiogreyk. -klp- Ferðaþjónusta bænda, nýstofnað þjónustufyrirtæki í bændahöliinni, hef- ur nú ákveðið að hafa milligöngu um vistun bama á sveitaheimilum í sumar. Er athyglinni þar einkum beint aö heimilum sem tilbúin væru að taka að sér fjögur böm eða færri, gegn greiðslu. Sú þóknun er enn ekki ákveð- in en gera má ráð fyrir að kostnaður- inn verði 100—150 krónur á dag fyrir hvertbarn. Menntamálaráðuneytið hefur gefið út sérstakar reglur fyrir heimili sem taka vilja böm að sér og er þar meðal annars k veöiö á um eftirlit og meðmæli viðkomandi barnavemdamefndar og læknis. Um helgina var auglýst eftir heimil- um sem drýgja vildu tekjumar með þessum hætti. Hafa viðbrögðin verið góð og margir hringt til að afla upplýs- inga. Má reikna meö aö sá fjöldi barna, sem gefst kostur á slíkri vistun í sumar muni nema hundruðum ef ásóknin verður svipuð áfram. -JB JEPPAEIGENDUR VARADEKK OG BRÚSAFESTINGAR (DUALMATIC) DRÁTTARKRÓKAR (ACME) ^BLÆJUR MEÐ EÐA ÁN TOPPGLUGGA, 4 LITIR (DUALMATIC) GLUGGAFILMUR (GILA) VINYL-HLÍFÐARSVUNTUR Á TOYOTA HILUX DRIFLOKUR (DUALMATIC) (LE BRA) VELTIGRINDUR OG VELTIBÚR Á WILLYS (ACME) GÚMMÍ BRETTAKANTAR (DUALMATIC) TOPPLÚGUR (DALLAS) RAFMAGNSSPIL, 2 OG 4 TONNA(WARN) LJÓSKASTARAR(KC) PALLYFIRBREIÐSLUR ÁTOYOTA HILUX •2 '4 ▼ r ’ FELGUR Mkkev Thompson HJÓLBARÐAR MONSTER MUDDER HJÓLBARÐAR VATNAGARÐAR 14, RVÍK. SÍMI 83188 - SENDUM í PÓSTKRÖFU Vorum að taka upp vörur frá fyrirtækjum CLOTHING COIHPANY LIMITEQ Vorum að taka upp stóra skósendingu sími 11232 sfmi 92-3222 Laugavegi 54 Reykjavfk Hafnargötu 16 Keflavfk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.