Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1982, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MIÐVIKUDAGUR 26. MAl 1982. Á þessari mynd Sveins sist hlutí þess stóra hóps sem hjólaði i Laugardalinn á sunnudaginn. „Hjólreiðadagurinn gekk afskaplega vel” 500 þúsund krónur söf nuðust „Hjólreiöadagurinn gekk afskap- lega vel,” sagöiSiguröurMagnússon formaöur, Sjálfsbjargar, styrktar- félags lamaöra og fatlaöra. Félagiö gekkst fyrir hjólreiðadegi öðru sinni á sunnudaginn var. Sams konar dag- ur var haldinn í fyrra og tók þá mikill f jöldi þátt í honum. Þátttakan nú fór hins vegar enn fram úr því. Rúmlega 5000 menn hjóluðu frá ýmsum stöö- um í Reykjavík og nágrenni niöur í Laugardal. Þar fór skemmtun fram á Laugardalsvelli. nl-xuo ci i ijioto onipu ociu ivirv ui nágrannabyggöum Reykjavíkur tek- ur þátt í þessu. Þátttakan þaðan var alstaöarágæt,” sagði Siguröur. Hjólreiðamenn söfnuðu áheitum fyrir daginn og skiluöu á Laugar- dalsvelli. Alls söfnuðust 500 þúsund krónur sem nota á til styrktar öldruöum. En fleiri söfnuöu fé en þeir sem hjóluðu. Þannig söfnuöu unglingar í Fellahelli 8 þúsund krón- um í maraþondansi sem fram fór á sama tíma. Siguröur var spuröur aö því hvort til stæöi að halda hjólreiöadag aftur í sumar eöa næsta sumar. Hann sagöi aö ekki yröi hann haidinn aftur í sumar, en næsta sumar líklega. „Þetta viröist strax vera oröin hefö. Næst þurfum viö hins vegar að skoða hvernig við getum virkjaö þá full- orönu ennþá meira meö. Mikiö af fullorðnu fólki stundar oröiö hjól- reiðar bæði í sambandi viö vinnu og sér til hressingar. En Laugardals- völlurinn sem er okkar stærsta sam- komusvæði er bara varla nógu stór til aö rúma fleira fólk en nú kom, ef þaö á aö rúmast eins og viö viljum hafa þaö,” sagöi Siguröur. Hann baö aö lokum fyrir þakklæti til allra þeirra sem geröu sitt til aö koma hjólreiðadeginum á. Fyrst og fremst auðvitað þeim sem hjóluöu, kennurum barnanna og skólastjór- um, lögreglunni og ótal sjálfboöalið- um. DS Reykjavíkurfélag Neytendasamtaka .dMarkmið félagsins er aö gæta hagsmuna félagsmanna á svæðinu. Þaö á aö gera meö útgáfu- og fræðslu- starfi. Félagiö á aö vaka yfir því aö sjónarmiö neytenda séu virt. Síðast en ekki sízt á þaö svo aö veita félags- mönnum sínum fyrirgreiöslu þegar þeir hafa oröiö fyrir tjóni,” sagöi Jóhannes Gunnarsson fulltrúi Verðlagsstjóra sem nýkjörinn er for- maður Reykjavíkurfélags Neytenda- samtakanna. Félagiö var stofnað á þriöjudaginn. Auk Jóhannesar voru kosin í stjórn Anna Kristbjörnsdóttir eftirlitsfóstra, Bergþóra Gísladóttir sérkennslu- fulltrúi, Björn Hermannsson flugvirki, Ema Hauksdóttir viöskiptafræöinemi, Gyöa Jóhannsdóttir húsmóðir, Jóhanna Thorsteinsson fóstra, Jón Ásgeir Sigurösson blaöamaöur, Lára V. Júlíusdóttir lögfræðingur, Sigrún Ágústsdóttir kennari, Sigurður Sigurösson ritstjóri og Teitur Jensson verzlunarmaöur. Stjórnin hittist á miö- vikudaginn og skipti meö sér verkum. DS Barnaskólinn á aldaraf mæli Barnaskóli Seyöisfjaröar á 100 ára afmæli um þessar mundir. Þeirra tímamóta verður minnzt í dag meö sýningum og miklum hátíðahöldum í og viö skólann. -klp- Hverfékk ferðavinning? Síöasta Sólarkvöld Samvinnuferöa- Landsýnar var haldiö fyrir skömmu. Var Súlnasalur Hótel Sögu þéttsetinn það kvöld, uppselt í matinn mörgum dögum áöur og mikil stemmning meöalgesta. I hinni vinsælu spurningakeppni aöildarfélaganna sigraöi Starfs- mannafélag Akranesbæjar eftir haröa úrslitakeppni viö tollverði. Einnig var dregiö í aðgöngumiðahappdrættinu sem staöiö hefur yfir í allan vetur upp kom númeriö 1.609 og er handhafi þess nú eigandi 20.000 króna ferðavinnings til sólarlanda. Er sá hinn sami beðinn um aö vitja vinningsins á skrifstofu Samvinnuferða-Landsýnar aö Austur- stræti 12. Alls hafa um 6.000 manns sótt skemmtanir og feröakynningar Sam- vinnuferða-Landsýnar í vetur. Á þeim var boðið upp á fjölmörg skemmti- atriöi, spiluö feröabingó og stiginn dans, auk þess sem hinn glæsilegi feröabæklingur lá frammi og kvik- myndir frá helztu áfangastöðum voru sýndar. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Hvaða tíu bækur voru lánaðar? Þaö viröist komin skýrsla frá bókafulltrúa ríkisins um útlán úr bókasöfnum á síöastliðnu ári. Kemur þar fram að útlán námu tíu bókum á hvert mannsbarn í landinu. Þrátt fyrir að til sé svonefndur Rithöfunda- sjóður íslands, sem fær fé sitt vegna útlána úr bókasöfnum, sem sumpart fer til reksturs skrifstofu Rit- höfundasambands íslands, sem gegnir ekki lengur hlutverki sinu af því hluti félagsmanna er farinn, og þrátt fyrir að nokkrum upphæðum sé úthlutað árlega úr þessum sjóði til rithöfunda, þá er alveg ljóst aö ríkis- valdið rekur þarna stórfellda útlána- starsemi á hugverkum og eignum rithófunda, án þess að eðlilegt gjald komi fyrir. Þetta hefur verið látið kyrrt liggja af valdaklíkunni í Rit- höfundasambandinu, sem telur meira um vert að koma bókasöfnum landsins undir heppilega stjórn en sinna hagsmunum rithöfunda. Það er alveg ljóst að bókaútgáfa hefur dregist töluvert saman á undanförnum árum m.a. vegna þess hve auðvelt er aö nálgast bækur í gegnum söfn — fyrir ekkert. Þessi samdráttur hefur valdið útgef endum rithöfundum miklum erfiöleikum, þótt Launasjóður rithöfunda hafi komið þar á móti, m.a. til að létta undir með einstöku útgáfufyrir- tækjum, sem hafa gefist upp á því aö hafa rithöfunda á launum, en láta nú Launasjóöinn annast þá fyrir- greiðslu að einhverju leyti. Launasjóðurinn er þó aðeins brot af söluskattstekjum af bókum. Forsjá bókasafna að töluverðu leyti svo og forsjá Launasjóðs eru í höndum aðila, sem hafa fyrst og fremst í huga að efla pólitískar bókmenntir í landinu. Og þótt þessi sömu pólitísku öfl séu í stöðugum launahemaði meðal verkalýðsstéttanna, þykir þeim meira um vert að koma pólitík sinni á framfæri í bókum en gera réttmætar kröfur um greiðslur tU rit- höfunda. í samræmi viö þaö, hafa samtök rithöfunda talið sér skylt að flokka höfunda niður í góða og vonda höfunda og talsmenn valdaklikunnar jafnvel talaö um „undirmálsmenn” í því sambandi. Fjármunir eru sóttir í hendur rikissjóðs i nafni aUra höfunda, en er síðan úthlutaö tii þeirra, sem reka pólitísk erindi í bók- um og eru þar með taldir til snUlinga (sumir gera það sjálfir). Þekktur gagnrýnandi, Leon Edel, talar að vísu um menn af þessu tagi sem „ófuUgerða snUlinga”, og má það tU sannsvegar færa. Hluti af þessu samsæri felst í þvi að tiunda aðeins útlán en sleppa að geta þess hvaða bækur eru lánaðar. Þannig vitum við ekki lengur hvaða rithöfundar eru útlánshæstir, ef það mætti verða tU að rétta kompásinn hjá hinum ófullgeröu snUIingum. Borið er við að slík flokkun sé of dýr. Það getur nú varla verið fyrst ríkið hefur tekið á sína ábyrgö aö lána bækur fritt með þcim afleiðingum að bóksala hefur dregist saman um helming á skömmum tima. Ætli plötusalan i landinu yrði ekki minni ef hægt væri að fá plötur lánaðar fyr- ir ekkert beint úr pressuuni. Samt er vitað að fáeinir höfundar standa und- ir hinum miklu útlánum, sem nema tiu bókum á hvert mannsbarn á ári. En samsærið leyfir ekki að þeir séu nefndir. Það heitir þjófnaður að taka hug- verk og lána þau út ár eftir ár, án sérstakrar greiðslu. Og hann batnar ekkert við það, þótt valdaklíka meðal rithöfunda veiti samþykki sitt með þögninni af pólitiskum ástæð- um. Sú var tíöin þegar Guðmundur G. Hagalín var bókafulltrúi, að út kom listi ár hvert yfir útlánahæstu höfunda. Þar voru hann, Guðrún frá Lundi og Halldór Laxness gjarnan fremst í flokki og voru vel að því komin. Þetta þoldu ekki hinir ófull- gerðu snillingar í rithöfundastétt og létu loka fyrir birtingu nafna. Síðan hafa þeir haldið því fram að þeir ættu að sitja að öllum fjármunum, sem veittir eru til höfunda. Það verður að fara að taka fyrir þennan opinbera þjófnað á bókum. Fólk er að hneykslast á videoi, en klúðrið þar er aðeins smámál, hjá því stórfellda og langvarandi mis- ferli, sem rithöfundar verða fyrir af hálfu ríkisvaldsins og eigin valda- kliku. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.