Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1982, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1982, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ&V1SIR.MIÐVIKUDAGUR26. MAÍ1982. Utlönd Utlönd Utlönd Útlönd Kvislingurínn sem vann hylli þjóðar sinnar —Janos Kadar í Ungverjalandi sjötugur í dag Janos Kadar, kommúnistinn sann- trúaöi, sem komst til valda í Ung- verjalandsuppreisninni og hefur stýrt landinu frá blóðtjörnum þeirra daga til einnar mestu hagsældar, sem þekkist austantjalds í dag, veröur sjötugur í dag. Afmælisins vegna er jafn-lítið haft við í Ung- verjalandi í dag eins og jafnan hefur verið hljótt um flokksleiðtogann þennan ríflega aldarfjórðung, sem hann hefur verið við völd. Auðvitað munu honum berast hamingju- og heillaóskaskeyti frá leiðtogum kdmmúnistalanda og vafalaust einhverjar orður og aðrar viðurkenningar, en heima fyrir er aö ósk Kadars sjálfs eins lítið tilstand og komizt verður af með. Ungversk- um blaðamönnum hefur veriö fyrir- skipað að halda sig einvörðungu við opinberar tilkynningar varðandi til- efnið. Skýtur það nokkuð skökku viö hinn vanalega lofsorðaflaum, sem fylgir jafnan slikum tækifærum í lífi kommúnistaleiðtoga. Með hægðinni En þetta þykir mörgum dæmigert fyrir yfirbragðið á handleiðslu Kad- ars, sem eftir uppreisnina 1956 var hataður og fyrirlitinn af mörgum löndum sínum sem leppur og undir- lægja hins sovézka innrásarliðs. En einmitt þetta hæglæti er talið eiga mestan þátt í því, hversu vel honum hefur orðið ágengt í að snúa almenn- ingsálitínu heima fyrir sér í vil, þvi aö það fer ekki á rnilli mála aö í dag nýtur Kadar almennrar hylli ung- versku þjóðarinnar. Ur þessum yfirlætislausa bak- grunni hefur hann mótaö stefnuna og stýrt þjóðarskútunni til sáttar og ein- ingar, efnahagslegs afturbata og þeirrar pólitísku þíðu, sem grætt hef- ur sárin eftir hina blóðugu Ungverja- landsuppreisn 1956, þar sem meir en 2.500 Ungverjar létu líf ið og þúsundir flúðu land. Hann hefur stýrt landi og þjóö til betri og stöðugri lífskjara og um leið til meira frjálslyndis en al- mennt viðgengst í kommúnistaríkj- umaustantjalds. Lrtt foríngjalegur Það hefðu ekki margir trúað ör- lagaárið 1956 um þennan quisling Ungverjalands, eins og Kadar var kallaður þá, og eiga raunar bágt með að trúa enn í dag þeirri lýðhylli, sem þessi bóndasonur hefur áunnið sér. Fölleitur með pétursskarð í höku, þunnhærður og brúnamikill hefur Janos Kadar lítt af því foringjayfir- bragði, sem fleytir mörgum til þjóð- arforystu. Né heldur þykir hann hafa til að bera þá ræöusnilld, sem alla hrífur með sér og hefur verið aðal- kraftur margra leiðtoga. Þvert á móti sýnist hann kunna illa við sig í fjölmenni, þótt hann hafi oft flutt ágætis tækifærisræður og fengið við- stadda til þess aö skella upp úr meö góöri kímni, sem hann fylgir eftir með axlarypptingum og útbreiddum örmum. Byrjaði 14 ára gamall Janos Kadar er eins og áöur segir bændaættar, fæddur 26. maí 1912 í hafnarbænum Fiume viö Adríahafið. Fiume heyrði þá til Ungverjalandi, en fellur nú undir Júgóslavíu og heit- ir í dag Rijeka. Hann gekk í skóla í Kapoly, sem er í suðvestur Ung- verjalandi, en fluttist síðan með móður sinni til Búdapest. Þar bjuggu þau við þröngan kost og Janos hinn ungi var ekki nema fjórtán ára gamall, þegar hann þurfti að byrja að vinna í j árniðnaöinum. Kadar gekk í kommúnistaflokkinn tvítugur að aldri, og þar með hófst stjórnmálaferill hans, sem lá í gegn- um fangelsanir, pyndingar og ákær- ur um föðurlandssvik, áður en hann varö það, sem hann er í dag, þjóðar- leiðtogi í góðu áliti meðal landa sinna. Stýrði hreinsunum oglentíí hreinsunum Hann yar innanríkismálaráöherra í stjórn stalínistans, Matyas Rakosi, eftir að Rauði herinn „frelsaöi" Ung- verjaland undan hernámi nasista í siðari heimsstyrjöldinni. Kadar réð því yfir lögreglunni þegar Laszlo Raik, utanrikisráðherra var hand- tekinn, dreginn fyrir dóm og tekinn af lífi 1949 fyrir föðurlandssvik. Þetta markaði byrjunina á hreinsun- um þeim, sem gengu yfir forystulið kommúnistalanda Austur-Evrópu, eftir að Tító, forseti Júgóslavíu, skarst úr tengslum við Kreml og neit- aði að lúta allsherjargoðanum, Josef Stalín, einvaldinum, sem byggöi upp „gulagið" í Sovétríkjunum og stend- ur í sízt minni blóðpolli en Adolf Hitl- er. Þessi hreinsunaralda skolaði Kad- ar sjálfum með sér, því að hann var handtekinn í maí 1951, pyndaður og fangelsaður, en hlaut síðan uppreisn æru 1954 og var endurkjörinn í flokksforystuna eftir að Rakosi var velt úr stóli tveim árum síðar. Gekkílið með innrásarliðinu Sem aðalritari ungverska kommúnistaflokksins hefur Kadar verið æðstráðandi i Ungverjalandi síðan sovézkir bryndrekar möluðu undir skriöbeltum sínum uppreisn- ina í október og nóvember 1956, þeg- ar kommúnistum var velt frá völd- um. Þær úrbætur, sem hann hefur síð- an komið til leiðar í lífskjörum hins almenna Ungverja, hafa máö út það hatur, sem þeir báru til Kadars vegna svikanna við uppreisnina, þegar hann gekk í lið stalinista og innrásaraflanna og sneri baki við hinum umbótasinnaða Imre Nagy, forsætisráðherra, sem síöar var tek- inn af lifi fyrir föðurlandssvik. Kad- ar myndaði aðra ríkisstjórn í keppni við Nagy og í skjóli sovézkra skrið- dreka. — I dag mundu margir Ungverjar harma fráhvarf Janosar Kadars af stjórnmálasviðinu, en hugga sig viö það, að það ö'rlar ekki á neinum áformum hjá Kadar um að draga sig í hlé. Fyrir tíu árum sagöist hann gjarnan vilja setjast í helgan stein, áður en langt um liði, en á þaö hefur aldrei heyrzt minnzt síöan. Traustur ísessi A síðasta f lokksþingi 1980 var Kad- ar eina ferðina enn endurkjörinn aðalritari kommúnistaflokks Ung- Janos Kadarhefur é aldarf/órðungitokizt að græða sér Ungverjalands- uppreisnarinnar að mestu. verjalands, og svo fremi sem heilsan ekki bilar, koma leiðtogaskipti naumast til umræðu fyrr en í fyrsta lagi 1984, þegar næsta flokksþing verður haldið, en kjörtimabilið er f jögur ár. Og ekki er annað að heyra en Kadar sé við hestaheilsu og hress miðað við aldur. Vestrænir frétta- menn, sem sáu hann í heimsókninni til Vestur-Þýzkalands í síðasta mán- uði, þar sem hann átti viöræður við Helmut Schmidt kanslara, höfðu orð á því hversu hraustlegur Kadar væri í útliti, burtséð frá andlitsfölvanum, sem ávallt hef ur f ylgt honum. En jafnvel þótt menn velti fyrir sér þeim f jarlæga möguleika, að Kadar hverfi frá stjórnarforystu í náinni framtíð, þá þykir það enn óiQclegra að fráhvarf hans mundi leiða til stór- vægilegra breytinga í stjórnarstefn- unni í Búdapest. Um það eru allir sammála, hvort sem þeir standa austan tjalds eða vestan. Stefnan tryggð Flokksforystan virðist staðföst í frjálslyndisstefnu sinni í efnahags- málum, þar sem einkaframtakinu er veitt svigrúm meira en þekkist í kommúnistaríkjum og útflutningi hagáð til beinharðrar gjaldeyrisöfl- unar og lífskjörum haldið uppi þrátt fyrir alþjóðakreppu og verðbólgu- verki. — Afturhaldssömustu and- stæðingar þessarar rýmkunar á mið- stýringunni fengu hægt mjö'g á um- bótunum árin 1972 og 1973, en njóta ekki lengur í dag þeirra áhrifa, sem líkleg þættu til stefnubreytingar. Þegar menn líta þarna f ram á veg- inn, þykja næstu tvö eða þrjú ár vera mikilvæg og hugsanlega örlagarík varðandi framtiðarstefnuna. Menn sjá fram á efnahagsö'rðugleika og spurningin þykir vera hvort núver- andi stefna stendur af sér það veður án meiriháttar afturkipps. Gróðavonin ílagi Ekki alls fyrir löngu sagði Kadar í viðtali við austurriska sjónvarpið, að ungverskt efnahagslíf þyrfti meiri sveigjanleika og meiri hagkvæmni með. Hann var spurður um það sér- kenni ungversks kommúnisma, sem líður arðsemissjónarmið og veitir einkaframtakinu rými. Svar Kadars bar hin dæmigerðu einkenni hins sanntrúaða kommúnista: „Það krefst sósialiskrar meðvitundar og föðurlandstryggðar, en það þarf ekki að saka, þótt aðrir hvatar rói með." — Að hans mati þarf þá gróðavonin ekkiaðleiðatilills. Leiðarljós Kadars Um eigið hlutverk í ungversku stjórnmálalífi svaraði Kadar: „Eg er maður kommúnsitískrar lífsspeki, fylgi sósíalískum hugsjónum. Ég lít á sjálfan mig sem heiðarlegan ung- verskan borgara, son ungverskrar alþýðu. — Eilíft hef ég áhyggjur af því einu, hvernig haga megi málum og koma hlutum fyrir, þannig að fólk hafi sem minnstan baga af. Það er mitt leiðarljós í hinum ólíkustu ákvö'rðunum." Sjónvarpsfréttamennirnir inntu hann eftir því, hvernig honum f élli að komast á elliárin. Kadar svaraði: „Ég hugsa aldrei til þess. Þegar ég er að störfum, hef ég engan tíma til þess að hugsa um það. Og þegar ég er ekki að vinna, vil ég ekki hugsa umþað." Kadar bætti við: „Fólk segir stundum við mig: Þú verður að halda heilsu því að við þörfnumst þín. — Það hvetur mig til enn meiri eljuívinnunni. Lífskjör i Ungverialandi þykja með þeim beztu, sem þekkjast austan- tjalds idag, eins og m.a. má sjá á vöruúrvalii verzlunum. Enginn hefði trúað þvi eftir blóðsúthellingamar í uppreisninni i október og nóvember 1956, að „kvislingur- inn Kadar" yrði nokkurn tíma tekinn i sátt af löndum sinum, sem óhikað fleygðu sér fyrir skriðbelti sovézku bryndrekanna, en iskjóliþeirra komst Kadar til valda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.