Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1982, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1982, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ & VlSIE. MIÐVKUDAGUR 26. MAl 1982. 15 Aðeins fáarsýningar verða 6 þessu verkisem er lokaverkefni ótta ungra leikara. Fnimsýning Nemendaleikhússins: Þórdís þjófamóðir, böm, tengdaböm og bamaböm nýtt verk eftir Böðvar Guðmundsson Nemendaleikhús Leiklistarskóla Is- lands frumsýnir miövikudaginn 26. máí, nýtt íslenzkt leikrit eftir Böövar Guömundsson, Þórdís þjófamóðir, börn, tengdabörn og barnaböm. Leikrit þetta er skrifaö útfrá atburö- um sem gerðust á Snæfellsnesi áriö 1749 og greinir frá fátæklingum, lífs- baráttu þeirra og samskiptum viö yfir- völd. Leikstjóri er Hallmar Sigurðsson, leikmynd og búninga gerir Messína Tómasdóttir en tónlist og leikhljóð semur Karóbna Eiríksdóttir. Aðeins fáar sýningar veröa á þessu verki sem er þriðja viðfangsefni Nemendaleikhússins á þessu leikári og jafnframt lokaverkefni átta ungra leikara sem nú útskrifast frá Leikbstarskóla Islands en þeir eru: Arnór Benónýsson, Ellert A. Ingi- mundarson, Erla B. Skúiadóttir, Kjartan Bjargmundsson, Pálmi Á. Gestsson, Ragnheiöur Tryggvadóttir, Sólveig Pálsdóttir og örn Ámason. Stjórn sjúkrahússins íKeflavík: Harmar uppsagnir —og lýsir fyllsta trausti á I jósmóðurina Ráöning deildarstjóra viö fæðingar- deUd sjúkrahússins í Keflavík varð til- efni frétta í fjölmiðlum fyrir skömmu þar sem allmikil mótmæli bárust vegna þeirrar ákvörðunar sem tekin var. Meðal annars skrifuðu 1019 konur undir mótmælaUsta og kröfðust skýr- ingaá áhverjusúákvörðunbyggðist. Stjórn sjúkrahússins hefur sent frá sér greinagerð vegna þessa máls. Þar kemur fram að á fundi stjómarinnar 14. ágúst 1981 var samþykkt, vegna eindreginna óska, að fela yfirlækni, hjúkrunarforstjóra og forstöðumanni aö koma á einhvers konar deildaskipt- ingu á sjúkrahúsinu og ráða fólk í störf deildarstjóra um stundarsakir. Þetta kom þó ekki til framkvæmda strax en 25. janúar 1982 upplýsti Erna Bergmann að auglýsa þyrfti í tvær stöður, deildarstjóra sjúkradeUdar og fæðingardeUdar. Á fundi 24. febrúar er málið enn tekið fyrir og þar lesiö upp handrit að aug- lýsingu. I henni er meðal annars tekiö fram að aðeins starfandi hjúkrunar- fræðingar og ljósmæður við sjúkrahús- ið komi til greina í þessar stööur. Frek- ar var ekki fjaUað um mál þetta fyrr en 16. apríl sL en þá lá fyrir ráöning í stööu deUdarstjóra á fæðingadeild. Tvær umsóknir bárust, frá Ragnheiöi Brynjólfsdóttur ljósmóöur og Sólveigu Þórðardóttur ljósmóður og hjúkrunar- fræðingi. Umsögn hjúkrunarforstjóra var á þá lund að báðir umsækjendur væru hæfir til að gegna starfinu en ekki væri óeðiUegt að Ragnheiður fengi tækifæri tU að gegna starfinu vegna langrar reynslu í starfi og farsælni. Við afgreiðslu málsins koma fram ósk frá fuUtrúum starfsfólks í stjórn sem voru þær Sólveig Hólm aöalfuU- trúi og Elísa B. Magnúsdóttir, fyrsti varafuUtrúi, að atkvæðagreiðsla um umsóknina yrði leynUeg. Fór hún svo á þá lund að Ragnheiður fékk 1 atkvæði, Sólveig 3 atkvæði og einn seöiU var auður. I greinagerð stjómarinnar segir enn- fremur um hlutverk deUdarstjóra að það sé í stórum dráttum að vera hjúkmnarstjóra til aðstoðar við dag- lega stjórnun á viðkomandi deild og hafa umsjón og eftirlit með deildinni. Sjúkrahús Keflavikur er ódeddaskipt, samkvæmt lögum, en eftir stækkun sjúkrahússins þ.e. 30 rúm á legudeUd og 8 rúm á fæðingargangi, þótti brýn þörf á einhverri deUdaskiptingu. Þá kemur fram að fæðingarúmin 8 em sjaldnast fuUnýtt óg því einnig notuð fyrir aöra kvensjúkUnga. Þrátt fjrir þetta hefur ekki fengizt leyfi ráðuneyt- is til að ráða kvensjúkdóma- og fæðingarlækni við sjúkrahúsið. Þar er nú einungis lausráöinn sérfræðingur á þessu sviði, emn dag í viku. 1 framhaldi af fyrrgreindri ráðningu barst stjóminni uppsagnarbréf Ragnheiðar Brynjólfsdóttur og einnig Þóru ÞorgUsdóttur. Harmar stjórnin mjög uppsagnir þeirra og lýsir yfh- fyllsta trausti sínu á þeim sem starfs- mönnum. Em þær eindregið hvattar til aö endurskoða afstöðu sína og draga uppsagnimar til baka. -jb AðalfundurKEA: Lækkaði vöruverð um þrjár milljónir Hagnaður Kaupfélags Eyfirðinga í fyrra varð ríflega 800 þúsund krónur þegar búið var að reikna fymingar. Starfsemi féiagsins gekk líka mjög vel aUt árið, mun betur en árið 1980. Þetta kom fram á aðalfundi félags- ins sem haldinn var fyrr í mánuöinum. Sagði stjórnarformaðurinn, Valur Arn- þórsson, að efnahagur kaupfélagsins væri traustur og kaupfélagið vel í stakk búiö til áframhaldandi átaka. HeUdarvelta kaupfélagsins og sam- starfsfyrirtækja þess varð 1.010 mUlj- ónir króna og haföi aukizt um 56,3% f rá árinu 1980. Efnahagsstaðan batnaði um 2,3%. Hluti af tekjum kaupfélags- ins fór í að greiða niður vömverð. Sam- tals lækkaöi kaupfélagið verð á vörum um 2,9 mUljónir króna á árinu. Hagnaður var hinsvegar ekki greiddur af almennriverzlun. DS Megrunarnámskeið Vegna mjög mikiliar eftirspumar hefst nýtt megrunar- námskeið 27. maí (bandarískt megrunamámskeið sem hefur notið mikilla vinsælda og gefið mjög góðan árangur). Námskeiðið veitir alhliða fræðslu um hollar lífsvenjur og vel samsett mataræði, sem getur samrýmzt vel skipulögðu venju- legu heimiUsmataræði. Námskeiðið er fyrir þá: • sem vilja grennast • sem vUja koma í veg fyrir að vandamálið endurtaki sig. • sem vUja forðast offitu og það sem henni fylgir. Upplýsingar og innritun í síma 74204. Kristrún Jóhannsdóttir manneldisfræðingur Freeport-klúbburinn F’undur verður haldinn fimmtudag 27. maí kl. 20.30 í Bústaðakirkju. Gestir f undarins verða: Gli Ágústsson og f jölskyldan fimm. Freeportfélagar fjölmennið. Stjórnin. ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK — 82030 132 kV Suðurlína, slóðagerð, svæði 3. Verkið felst í lagningu vegslóða, ræsagerð og lagningu síudúks undir hluta af vegslóða. Verksvæðið er frá Prestbakka í V-Skafta- feUssýslu að Skaftá við LeiðólfsfeU, samtals um 32 km. Magn fyUingar er 63000 m3, útlagning síudúks 3 km og ýting á efni í námu 40000 m3. Verkið skal hefjast 1. júlí og ljúka 15. október 1982. Opnunardagur: mánudagur 14. júní 1982 kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins Laugavegi 118 105 Reykjavík fyrir opnunartima og verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Utboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins Laugavegi 118,105 Reykjavík, frá og með miðvikudegi 26. maí 1982 og kostar hvert eintak kr. 200.- Reykjavik 25.051982 Rafmagnsveitur ríkisins óskast í eftirfarandi notaðar vinnuvélar og tæki: VeghefUl BM—115 árg. 1962 VeghefUl BM—116 árg. 1967 VeghefiU Cat—12E árg. 1963 VefhefUlCat—12E árg. 1963 Borvagn Atlas-Copco Roc 600, ásamt loftþjöppu árg. 1967 VélskóflaBröytX-2 árg. 1964 VélskóflaBröytX-2 árg. 1965 VélskóflaBröytX-3 árg. 1967 Malarsigit Agdermaskin FSA-5 5 m2 rafdrifið árg. 1979 Matari Agdermaskin FSA-7 7 m3 rafdrif inn árg. 1975 Færiband Svedala Arbrá lengd 16 m, breidd 0,8 m, rafdrif ið Vökvakrani, FassiM-7 árg. 1976 Vatnstankur 190001 á festivagni Stjórnstöð fyrir fullkomna mulnings- eða malarsigtisamstæðu F’ramangreind tæki eru staðsett á ýmsum stöðum á landinu. TJpplýsingar veittar hjá Véladeild Vegagerðar ríkisins í Reykjavík, sími 21000. Skrifleg tilboð berist skrifstofu vorri fyrir kl. 16:00 e.h. fimmtudaginn 3. júní 1982. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum, sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.