Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1982, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1982, Blaðsíða 16
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MIÐVIKUDAGUR 26. MAl 1982. 16 • Spurningin Hvers vegna heldur þú að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið meirihluta? Gunnar Guðmundsson húsvörður: Eg veit ekki, fólk hefur viljað breyta aftur tU. Mér finnst þeir hafa fengið fuUmik- ið. tvar Steindórsson Matsveinn: Viö eruih svo sterkir í Reykjavík. Ég er mjög ánægður með úrslitin, reiknaði alveg með þessum 12, jafnvel 14. Ólafur Andrésson, sérfrsðingur á Keldum: Er það ekki bara sveiflan eins og venjulega? Andrés Hannesson sjómaöur, Þorláks- höfn: Eg get ekki svarað þvi ég er svo lítið í stjórnmálum. Ætli fólk vUji ekki barabreytatU. Inglbjörg VeturUðadóttir: Eg hef ekki hugmynd um það.en ég er ánægö með úrslitin, sérstaklega kvennafram- boðið. Ebba Ragnarsdóttir: Ég hef ekki hug- mynd um það, ég er ekkert inni í þessu. Lesendur Lesendur Lesendur IVIIKIIIIKI „Er viO horfOum á þessa mynd i sjónvarpinu, um dvöi sjúkiings ó Land- I stærsta vinnustaO iandsins?" — spyr Hulduharinn i heilbrigOisþjónustunni spitala, heyrOum viO aldrei minnzt 6 sjúkraliOa, eru þeir ekki starfandi ó I (nokkrir sjúkraliOar, sem hafa sitthvaO ti!mólanna aO leggjal. Vegna kjaradeilu hjúkrunarfræðinga: £r sjúkraliðastéttin ekki tiI á hjartadeild Landspítalans? — Hulduherinn í heilbrigðisþjónustunni? Frá Hulduhernum í heUbrigðisþjón- ustunni (sjúkraUðum): Er sjúkraUðastéttin ekki til á hjarta- deUd Landspitalans — samanber mynd er sýnd var í sjónvarpi nú á dögunum, og í þessari kjaradeUu hjúkrunarfræðinga? Er viðhorfðumá þessa mynd í sjón- varpinu, um dvöl sjúkUngs á Land- spítaia, heyröum við aldrei minnzt á sjúkraUða, eru þeir ekki starfandi á stærsta vinnustaö landsins? Það eru ekki margir sjúklingar sem eingöngu njóta aöhlynningar hjúkrunarfræð- inga, því víða eru það sjúkraUðar sem búa um sjúklinga og hlynna aö á marg- víslegan hátt. Oft kynnast sjúklingar sjúkraUöum og starfsstúlkum við störf þeirrainniá stofunum— en hjúkrunar- fræðingum é stofugangi og með lyfja- bakka í hönd. I þessari kjaradeUu virðist okkur hjúkrunarfræðingar halda fast i gamla og úrelta reglugerð um störf sjúkra- liða. Samkvæmt henni á sjúkraliöi hvorki aö kunna aö hugsa né skipta á kodda og má helzt ekki tala við sjúk- Unga nema við hUð hjúkrunarfræð- ings. Fram hefur komiö í fjölmiðlum að hjúkrunarfræðingar standi aleinir á vakt, með svo og svo marga sjúkUnga, og undrar engan þótt þeir beri sig iUa. Varðandi almenning í Iandinu er þetta rangtúlkun. TU er heilbrigðisstétt sem heitir SJUKRALIÐAR; fjölmenn stétt sem veitir margvíslega þjónustu, og kemur í veg fyrir að hjúkrunarfræð- ingar standi aleinir á vakt. Egó-tónleikar fHafnarbíói: Anægjulegir —frábært—alveg f rábært Linda Steingrímsdóttir, Egóisti, skrifar: Frábært. Alveg frábært, var það fyrsta sem mér flaug í hug, er ég steig út úr Hafnarbíói laugardaginn 15. maí síðastliðinn, eftir að hafa þar hlýtt á hljómsveitina Egó. Um klukkan 4 hafði ég komið mér þægilega fyrir á öðrum bekk fyrir aftan gangveginn og beið eftir að giggiö byrjaði. TónleUtarnir byrjuðu aðeins u.þ.b. tíu mínútum eftir auglýstan tíma, á því að grænlenzki vísnasöngvarinn söng þrjú lög og spilaði undir á kassagítar, við mikinn fögnuð áhorfenda, sjálf klappaöi ég og stappaöi niöur fótunum og fannst mér mikiö varið í þennan tónUstarmann. Síöan dró Per sig í hlé og áhorfendur klöppuðu upp Egóið með miklum látum og mikil stemmn- ing þá þegar komin í hópinn. Síðan komu hinir langþráöu svo fram á svið- ið og þrumuðu sér beint inn í lagið Móð- ir. Prógrammið hjá Egóinu var skemmtilegt, kraftmikil blanda af nýj- um lögum og lögum af breiðskifunni ; ;Breyttir tímar” og meira að segja einu af Isbjarnarblúsinum gamla! Sérstaklega haföi ég gaman af ljóöinu sem þeir f élagamir fluttu. Og að vanda sendi Bubbi nokkrum þjóöfélagsöflum tóninn á viöeigandi hátt. Meðlimir Egósins voru allir í essinu sínu, virtist mér; Bubbi var að vísu ekki eins agressívur og venjulega en söngur hans kraftmikill og góður. Beggi var alveg hreint frábær á Fenderinn og sömu sögu er að segja um Magnús á trommunum og Þorleif á bassanum, og hann bætti manni sannarlega upp aggression-leysið hjá Bubba. Mesta gamaniö hafði ég þó af því að svipast um í salnum og sjá fjölbreytn- ina í áhorfendahópnum. Þar sátu (og stóðu) allt frá skrautlegum pönkurum upp í miöaldra mömmu með ungan son sinn, og allt þar á milli. Þessir tónleikar voru mjög ánægju- legir í alla staði; þeir byrjuðu tíman- lega, sándiö var mjög gott og engar tafir urðu á neinu, sem sagt vel 70 króna virði! Til hamingju Ego, svona á að halda tónleika!! í alla staöi „MeOlimir Egósins voru allir i essinu sinu," segir hrifinn aOdóandi um af- staOna hljómleika Egós i Hafnarbiói.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.