Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1982, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1982, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ & VISIR. MIÐVDCUDAGUR 26. MAl 1982. 17 Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Til forráðamanna Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs: Látið hvorki mála skipid néþvoí farþegaferöum ,JVIig langar til þess að koma þeim ábendingum til forráðamanna Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs að láta hætta þeim leiða vana að mála skipið eða þvo, þegar það er í farþega- ferðum. Það hlýtur að mega finna annan tima til þeir ra starfa. Ég er kennari og hef oft farið með hópa bama i Vestmannaeyjaferöir. Það hefur margoft komið fyrir að böm og fullorönir hafa fengið málningu f fötin sín, vegna þess að góðviðris- dagarnir, þegar fólkið er úti á dekkj- um, em einmitt notaöir til málningar- starfa,”sagði 0473-5742. Sportvöruverslun Ingélfe Öskarssoi Klapparstíg 44 — Sími 11783 Nauðungaruppboð auglýst þrátt fyrir samkomulag Baldvin skrifar: Elías Arason, Keflavik, Að standa við gefin loforð, samninga, að efna sin heit og bera virðingu fyrir orði og æði samborgara sinna er einn af stærstu kostum hvers manns í samskiptum við aðra. Mánudaginn 10. þ.m. birtist i DV heilsíöudálkur um nauðungaruppboð fasteigna og fyrirtækja í Keflavík og nágrenni, frá sýslumanninum í Gull- bringusýslu og bæjarfógetanum í Keflavík. Éin af auglýsingum þessum birtist mér undirrituðum óvænt og vænti ég nú heimsóknar geröarmanna, vegna uppboðs og sölu skuldlausrar fasteign- ar þeirrar sem ég er eigandi að. En hvað veldur undrun og furðu minni? Þegar ungt fólk stendur i þeim stór- ræðum aö festa kaup á fasteignum til að búa í leitar það oft aðstoöar ann- arra, bæöi opinberra aöila og ein- staklinga. Það er vitað mál að fasteignasalar, bankar, lifeyrissjóöir og fleiri benda þessu fólki á að verða sér úti um tryggingu fyrir þeim, lánum sem það þarf að taka í þessum til- gangi. Þetta fólk hefur kannski ekki þá tryggingu, sem þessar lánastofnanir taka góða og gilda, og leitar því veð- ueimilda hjá einhverjum nákomnum. Þeir veita oft slíkan greiða, sem ég og gerði, er til min var leitað, og víst er það aö við slíkt tekur maður á sig mikla ábyrgö. I byrjun apríls sl. fær undirritaður tilkynningu frá bæjarfógetanum í Keflavík, vegna kröfu lögfræðings i Ábending til Bara-flokksins og Steina hf HUÓMSVEIHN UZT KOMIN TIL SÖGUNNAR — hef ur starfað á Seltjamamesi í tvö ár rBant^f^!mbStí' I Væntanleg b^^una (í i0k mai). | koma utumhv Motið en 1 Hefur hun íWawmp ^„niiduml i samkvæmt AnUmWg'p aö —nirómantid,u lv«t „Hljómsveit með nafninu Lizt hefur starfað á Seitjarnarnesi undanfarin tvö ár og teljum við okkur eina hafa siðferðisiegan ritt tH þess að nota það nafn, "segir Þorsteinn Jónsson m.a. og iót þennan greinarstúf fúr DV, 15. þ.m.) fyigja brófisínu. Þorsteinn Jónsson skrifar, f.h. hljóm- sveitarinnar Lizt: Ég vil koma þeirri ábendingu til akureyrsku hljómsveitarinnar Bara- flokksins og útgáfufyrirtækisins Steina hf., vegna greinar sem birtist í DV þann 15. maí sl., að hljómsveit meö nafninu Lizt hefur starfað á Sel- tjarnamesi undanfarin tvö ár og telj- um við okkur eina hafa siðferðislegan rétt til að nota það nafn. Hefur hljóm- sveitin spilaö m.a. í nokkrum fram- haldsskólum — undir nafninu Lizt — og flutt frumsamda tónlist i anda Yes ogGenesis. Hér er því ekki um að ræða pönk- hljómsveit eða annað stundargaman heldur hljómsveit sem hefur hugsað meira um gæöi tónlistar en auglýsing- ar, í algjörri andstööu við flestar sam- timahljómsveitir islenzkar. Þvi von- umst við til þess aö þessi annars ágæta hljómsveit noti ekki nafn annarrar hljómsveitar, þótt óþekkt sé, á sina plötu. Keflavík um lögtak og nauðungarupp- boð fasteignarinnar sem veðleyfið var stílaö á. Þá strax haföi ég samband viö lög- fræðiskrifstofuna og var mér þar tjáð að ég gæti verið rólegur; það væri ver- ið aö ná samkomulagi um greiðslu á þeim kröfum, sem gerðar voru vegna vanskila veðleyfishafa á greiðslum, og væri þar um óverulegar upphæðir að ræða. Lét ég það gott heita. Síðar var mér tjáð af veðleyfishafa að samkomulag heföi náðst og þaö að sjá auglýsingu um nauðungaruppboð myndi ekki ske aftur, þar sem það hafði áðurkomiö fyrir. Nauðungaruppboð tílkynnt að ástæóulausu I samtali á skrifstofu lögfræðingsins kom í ljós að rétt var aö slíkt sam- komulag haföi veríð gert og fallizt á mánaöarlegar greiðslur og hafði greiðsla verið innt af hendi rúmri viku áður en auglýsingin birtist í DV. Geri ég ráð fyrir að lögfræðingar hafi heim- ild kröfuhafa til þess aö leita samninga og gera þá svo sem fram kemur í mörgum áskorunum þeirra til málsað- iia. Kom þar einnig fram að birting auglýsingarinnar væri mistök. Til afsökunar þessu var tilgreint að mál þau er lögfræðiskrifstofan hefði til meöferðar skipti hundruöum og ekki væri hægt að komast hjá mistökum. sem þessum. Vil ég því benda á mjög einf alt atriöi, að samkomulag sem gert er viö aðila í svona málum sé skrifað og haft meö viökomandi skjölum tií aö fyrirbyggja mistök sem þessi. Það er öllum vitað aö okkar ágæti bæjarfógeti Jón Eysteinsson hefur all- an vara á um birtingu slikra auglýs- inga og leitar jafnan staðfestingar lög- fræðinga og kröfuhafa áöur en ákveðið er að viðkomandi auglýsing skuli birt. Mun svo einnig hafa verið gert í þetta sinn, en viökomandi lögfræðingur mun hafa krafizt aö auglýsingin yrði birt, þrátt fyrir áðurnefnt samkomulag viö hann. . Það sem hvetur mig til þess að skrifa um þetta er að benda á, að vinnubrögö sem þessi auka ekki traust almennings á þeim er hann felur mál sín til meö- ferðar og svo það að minna lögfræð- inga á, aö það er mjög særandi að sjá auglýsingar sem þessar að ósekju birt- ar í fjölmiölum þótt lögboöin inn- heimtuaðferð sé. Erfitt er að sitja und- ir slíkri vansæmd, ef ég má kalla það svo, fyrir fólk sem hefur það að tak- marki að standa við sitt eftir beztu getu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.