Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1982, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1982, Síða 1
135. TBL. 72 og 8.ÁRG. FÖSTUDAGUR18. JUNÍ1982. fijálst, óháð dagblað Gamla Heydalakirkjan brann tilgrunna ígærdag: GRUNSEMDIR ERU UPPIUM ÍKVEIKiU —Einn maður handtekinn, hefur ekki játað verknaðinn Um klukkan 3 í gærdag kviknaði í eldri kirkjunni í Heydölum í Breiðdalshreppi og brann hún til grunna á skammri stundu. Slökkvi- bíll kom fljótt á staðinn en kirkjan var þá alelda og varð ekki við neitt ráðið. Kirkjan var tæplega 130 ára gömul, byggö árið 1856, en hafði ekki verið í notkun frá árinu 1976 er ný kirkja var vígð á staðnum. Gamla kirkjan var í eigu Þjóminjasafnsins. Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða þar sem rafmagn var ekki tengt við kirkjuna. Lögregl- an handtók í gær Helga Hóseasson húsasmið úr Reykjavík en hann var þá staddur á Breiðdalsvík hjá bróður sínum, sóknarprestinum. Var hann fluttur til Reykjavíkur og er í vörzlu lögreglunnar. Játning liggur ekki fyrir. Að sögn Þórs Magnússonar þjóð- minjavarðar var í kirkjunni prédikunarstóll og altari, jafngamalt byggingunni, og tvær gamlar kirkju- klukkur, báðar að líkindum frá 17. öld. Á aðra klukkuna var steypt ártalið 1672. Sagði þjóöminjavörður að mikil eftirsjá væri að þessum gripum svo og kirkjunni sjálfri sem hefði þótt mjög falleg bygging á sinum tíma. Hún hefði að vísu verið illa farin, en inýlega sett á fornleifaskrá og fyrir- hugað aö - gera hana upp á næstu árum. ÖEF MA útskrifaði 116 nýstúdenta ÚtskríftnýstúdontB frá MenntaskóJanumá Akureyrihefur verið fastur tiöur Selma Hauksdóttir sem var „duxinn"6 stúdentsprófimeð 9,55iaðaleink- ihátiðarhöidunum þar ibm iáratugi. Hór má sjá nokkra hressa stúdenta úr unn. hópi 116 nýstúdenta aó loknum skólaslitum igær. Á innfelldu myndinni er (DV-mynd GS/Akureyri) Tryggvi Gíslason skólameistari sleit 102. skólaári Menntaskólans á Akureyri í Akureyrakirkju í gær þegar hann hafði útskrifað 116 nýstúdenta frá skólanum. Tæplega 700 nemendur voru við Menntaskólann á Akureyri í vetur, þar af um 120 öldungadeild. Af þeim út- skrifuðust aðeins 3 stúdentar. Sagði Tryggvi Gíslason, að einungis 40% þeirra sem létu innrita sig í öldunga- deild lykju prófi. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Selma Hauksdóttir, 1. ágætiseinkunn 9,55. Fékk Selma bókaverðlaun fyrir frábæran námsárangur í ensku, dönsku, þýzku og frönsku. „Starfið í vetur hefur gengið mjög vel en ný námsskrá og nýjar reglur um lágmarkseinkunnir hafa gert okkur erfitt um vik,” sagði TryggviGíslason skólameistari í stuttu spjalli við DV aö lokum skólaslitunum. Sagöi hann aö ástæða væri til að breyta reglum á þann veg að gleggri munur yrði gerður á bóklegu námi og starfsnámi sem veitir lögvemduð starfsréttindi. GS/Akureyri Evrópuþing Kiwanis í Reykjavík: Þátttakendur á sjötta hundrað Evrópuþing Kiwanishreyfingar- innar hefst í Reykjavík í dag. Þingið sækja um 550 manns, þar af helming- ur erlendir gestir. Síðdegis í dag munu þingfulltrúar sitja boð borgarstjómar að Kjar- valsstööum en formlega verður þó þingið ekki sett fyrr en í Háskólabíói í fyrramálið. Mun Reinhold Grazt, forseti Evrópusambands Kiwanis, flytja setningarræðuna. Sérstakt pósthús verður opið í Há- skólabíói á morgun. Póst- og síma- málastjórnin hefur látið gera sér- stakan póststimpil í tilefni þingsins og verða umslög merkt þinginu til sölu á staðnum. Þá verður gefinn út minnispeningur í tilefni þingsins. Evrópuþinginu lýkur svo á sunnu- dag. -KÞ AnnaKolbrún Jónsdóttirerá fóstudags- myndinniídag — sjá bls. 2 Hátíðarhöldin 17. júní: Mikil þátttaka ogfáóhöpp Að sögn lögreglunnar í Reykjavík fóru hátíðarhöldin í miðbænum óvenju vel fram. Mjög mikill mannfjöldi var samankominn í bænum og var þama fólk á öllum aldri, enda veður mjög gott. ölvun var ekki tiltakanlega mikil og urðu engin meiri háttar slys á fólki. Flestir voru famir heim um fjögurleytið. Starfsmenn borgarinnar voru mættir um fimmleytið til aö hreinsa til en umgengni var ekki verri en um venjulega helgi. Frá öðrum stöðum á land- inu berast þær fréttir að há- tíðarhöld þjóðhátíðardagsins hafi farið vel fram. Víöast var veður gott og þátttaka góö i hátíðarhöldunum. -JGH — sjábls8—9 Galtierisagði afsérínótt — sjá erlendar fréttir bls. 10-11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.