Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1982, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1982, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ & VISIR. FÖSTUDAGUR18. JUNI1982. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Hvað á að kaupa í útlöndum? Hæpinngróðií verzlun erlendis Draumur margra Islendinga um aö fara til útlanda „til að verzla” er nú eiginlega aö engu oröinn. Vörur eru orönar ekki síöur dýrar í flestum löndum í grennd viö okkur en þær eru hér. Þegar búiö er að greiða alla skatta af gjaldeyrinum er mjög hæpiö að fara sérstaklega út til inn- kaupa. En farí menn utan aö skoöa sig um er auövitaö alltaf eitthvað keypt. Margir hafa það fyrir sið aö kaupa æfinlega alltaf eitthvað handa þeim sem heima sitja. Meö auknum feröa- lögumminnkar þessi vani þó líklega. En hvaö á að kaupa í útlöndum? Viö fengum nýlega yfirlit frá Danmörku um þaö hvaö Dönum er ráðlagt aö kaupa helzt. Þetta yfirlit fer hér á eftir staöfært. Tékkóslóvakía I Tékkóslóvakíu er sérlega gott að kaupa hvers konar listmuni. Eins og í öörum löndum fyrir austan tjald má líka finna plötur og bækur á ódýru verði. Fatnaö er stundum hægt að fá ódýrt. En hætt er viö aö ekki finni allir snið viö sitt hæfi. ísrael Þar er allt dýrt. Verðbólgan er ' nefnilega ennþá meiri en á Islandi. En fallega hluti er hægt aö kaupa úr eir og snyrtivörur á viöráöanlegu veröi. Frakkland Matur og drykkur er ódýr í Frakk- landi, en slíkt er ekki svo gott að taka meö sér heim. Ilmvötn og snyrtivör- ur eru aö vísu dýr en ekki alveg eins dýr og héma heima. Hægt er að rek- ast á leikföng á ódýru veröi ef vel er leitað. England Það land sem Islendingar flykkt- ust áöur til í hópum til aö verzla. Nú er allt orðiö dýrt í Englandi. En þar er helzt aö kaupa fatnaö á útimörk- uðum (hann er kannski ekki ódýrari en héma heima en altént öðru vísi) plötur og snældur og jafnvel snyrti- vörur og ilmvötn. Austur-Þýzkaland Eins og í öörum austantjaldslönd- um eru þaö plötur sem helzt er hægt aö fá ódýrar. Einnig má leita uppi bækur (á ensku), keramikvömr og trémuni. Síöast en ekki sízt má nefna hinar frægu glervörur og postulínið. Sérkennilegt og jafnvel ódýrara en hér heima. Sovétríkin I dollarabúðunum í Sovétríkjunum er hægt aö f á ódýrasta áfengi í heimi. Spuming er hvort ekki borgar sig aö kaupa skammtinn fremur þar en í tollinum. Listmunir eru mjög ódýrir í Sovétríkjunum. Einnig má nefna bækur og skinnhúfur sem oft á tíðum em mjög ódýrar. Belgía Belgía er oröin eitt af dýmstu lönd- um Evrópu. Fjærri höfuðborginni má þó fá ódýra knipplinga, sætindi og fleira í þeim dúr. Paradís bjór- drekkenda. Spánn Sá stóri hópur Islendinga sem komið hefur til Spánar veit aö þar er hægt aö fá eitt og annaö ódýrt. Eir- muni, trévörur og jafnvel fatnaö, þó aö hann henti oft á tíðum illa ís- lenzkri veöráttu. Á Kanaríeyjum má síöan fá ódýr segulbönd, útvörp og myndavélar. Luxemburg Þar má fá ódýra vefnaðarvöru, 'vmt' Það er f reistandi að kaupa sér eitt og annað í útlöndum. En hæpið að það borgi sig. Myndin er tekin í verzlun í Kaupmannahöfn. Raddir neytenda Neytendasíðan mætti vera stærri rafmagnstæki, listmuni og snyrti- vömr. Vín og tóbak er þar einnig ódýrt. Holland Utvörp, sjónvörp, keramíkvörur og vínföng eru í ódýrari flokknum. Annaö er svipaö og hér. Vestur-Þýzkaland Þar er fátt ódýrt nema þeirra eigin vín og pylsurnar. Eitt og eitt eldhús- áhald má líka grafa upp sem er ódýr- ara en hér. Ítalía Þar er hægt að fá svipaðar vörur ódýrt og á SpánL Leöurskór og töskur em ódýrari á Italíu en hér heima. Dýrast er í kringum Róm en ódýrara úti um land. Bandaríkin Mjög margt er dýrt í Bandarík jun- um. En þar má fá ódýr tæki eins og segulbönd og sjónvörp, snyrtivömr, vissa vefnaöarvöm, tóbak, áfengi og bíla. En þá er nú víst ekki svo gott að taka með sér heim í ferðatöskunni. Sérstakur vari skal tekinn fyrir því aö kaupa videótæki því aö í þeim er annaö Utakerf i en tíökast hér á landi. Aö síöustu skal þess getið að hver einstaklingur má ekki koma meö til landsins vörur fyrir meira en sem svarar 1400 krónum á útsölustaö. Þar af má verömæti sælgætis og matar ekki fara upp fyrir 350 krónur. Umframverðmæti er allt toliskylt. Koma má með eina flösku af sterku víni og eina af léttu eða þá eina vín- flösku (sterkt eöa veikt) og 12 flöskur afbjórmeösér. DS Verðlaunahafi marzmánaðar i heimilisbókhaldi DV Sigrún Sigurjónsdóttir valdi einmitt hina margumtöluðu Fissler potta í verðlaun. DV-mynd GVA Pottlokin með gufugati — ógallaðir pottar í Amaro Fyrir nokkru sögöum viö frá Fissler pottum sem voru á markaðinum, mjög góðum pottum en aö vísu voru þeir gallaðir. En gallinn átti ekki að vera til skaöa nema fyrir ferðuröarskynið, því að pottarnir voru útlitsgallaðir. En þessir umræddu Fissler pottar voru seldir í Reyk ja vík og víða um land með 30% afslætti. Frá Amaro á Akureyri fengum viö síðan þær fréttir aö þeir heföu flutt Fissler potta inn í fjölda mörg ár. Vildu þeir fyrir noröan vekja athygli á veröi pottanna, sem þeir bæöi selja í smásölu á Akureyri og umboössölu um land allt. Þeirra pottar væru ógallaðir en 20% dýrari en gölluöu pottarnir. Pottamir í Amaro hafa eitt fram yfir útlitsgölluðu pottana aö hvert pottlok ermeö gufugati. Fissler pottarnir eru frá Vestur- Þýzkalandi og í þeim gæöastál, höldumar þola 280 g hita og má því setja pottana í heita ofna. Sérstakur hitaleiönibotn er á öllum pottunum og pönnum líka (álþynnur í botni). Segja þeir er gjörzt þekkja til að suðutími matar í pottunum sé 40% styttri en i öörum pottum. Til samanburðar á veröi gölluöu pottanna og ógölluðu kostar t.d. einr pottur 3,3 1 623 krónur (ógallaðui meögufugati á loki) en útlitsgallaðui sama stærö krónur 525,- FÖSTUDAGSKVÖLD IJI5HUSINU11J15HUSINU OPIÐ DEILDUM TIL KL10 I KVOLD Hallóþið. Mér datt si svona í hug aö skrifa nokkrarlínurmeöseölinumnúna, því aö við eram fjögur en ekki þrjú í heimili núna. Sú yngsta á heimilinu sem hingaö til hefur eingöngu lifað af þurrmjólk, lenti óvart undir kostnaðarliðnum „annað” hjá mér. Ég byrjaði aö halda heimilisbók- hald þegar þiö byrjuöuö meö ykkar. Finnst mér þrælgott aö halda tölunum saman á einum staö því að nú sér maður í hvaö peningarnir fara. Aöur spuröi maður sjálfan sig — hvert fóru peningarnir — ? Kostnaðarliðurinn annaö er svolítið hár núna og á eftir aö hækka vegna þess aö við erum að kaupa hús, svo þetta er ekki bara eyöslusemi. Annars vil ég bara þakka góöa neytendasíðu, en hún mætti vera stærri. Kveðja Sv. Vestmannaeyjum Svar: Við erum sammála um aö heimilis- bókhaldiö er nauðsynlegt. Þú getur vel viö unaö með meðaltal matarkostnaö- ar en samkvæmt seðlinum er það kr. 849,- á mann. Er sú tala undir meöal- tali síöasta mánaöar, miðað við fjölskyldustærö, en þá er þurrmjólkin ekki meö í dæminu. Teljum viö aö vel sé sloppið meö rúmar tíu þúsund krónur eins og fært er á kostnaöarliðinn annaö á seðlinum. Afborganir af húsum setja alltaf stórt strik í allan heimilisrekstur. Svo þökk- um viö bréfiö og hólið, stærð síðunnar er ekki í okkar höndum. -ÞG Nýkomin sumarhúsgögn í miklu úrvali. Munið okkar hagstæðu greiðsluskilmála Lokafl laugardaga i sumar. / / / : i MATVÖRUR RAFLJÖS FATNAÐUR REIÐHJÓL HÚSGÖGN j5n Loftsson hf. _ RAFTÆKI Hringbraut 121 ^ A A A A A lZ Z3 ESiJdO' C lJ OiaQQiÍ^ L-ú L_J UlJ'OQi prrrtn Simi 10600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.