Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1982, Qupperneq 1
Þessar myndir voru teknar í Mjóafirði við /saf/arðardjúp og
sýna hvernig sefveiðimenn hafa skilið við eftír að hafa hirt
kjammana. Á stærri myndinni er Finnbogi Hermannsson að
skoða verksummerki og á innfettdu myndinni sóst hvernig
fugiar hafa étið sig inn í hræið.
DV-mynd GG
Keppnin um Sumarmynd DV1982:
GLÆSILEG VERDLAUN FYRIR
BEZTU SUMARMYNDIRNAR
—allirlesendurgeta tekið þáttíkeppninni
Keppnin um Sumarmynd DV 1982
hefst í dag. Allir lesendur blaðsins
geta tekið þátt í keppninni, sent inn
sínar beztu sumarmyndir og átt kost
á glæsilegum verðlaunum. Keppn-
inni er skipt í tvo f lokka, litmyndir og
svart-hvítar myndir. Þrenn verðiaun
verða veitt í hvorum flokki. Verð-
launin eru hin sömu í báðum flokk-
um, Olympus myndavélar frá
verzluninni Gevafoto.
Fyrstu verðlaun í báðum flokkum
eru Olympus OM 10 myndavélar.
önnur verðlaun eru Olympus XA
myndavélar og þau þriðju Olympus
XA2myndavélar.
Þátttakendur í keppninni verða að
merkja allar sínar myndir á bakhiið
með nafni og heimilisfangi. Heimilt
er að senda fleiri en eina ljósmynd.
Myndirnar skulu sendar ritstjóm
DV, Síöumúla 12—15,105 Reykjavík,
merktar „Sumarmynd”. Áríðandi er
að hverri sendingu fylgi frímerkt
umslag með utanáskrift til send-
anda, svo hægt verði að endursenda
allarmyndir.
Dómnefnd skipa Gunnar V.
Andrésson ljósmyndari DV, Gunnar
Kvaran listfræðingur og myndlistar-
gagnrýnandi DV og Ragnar Th.
Sigurðsson ljósmyndari Vikunnar.
Nefndin velur í sumar myndir til
birtingarí blaðinu.
Sumarmyndakeppni DV stendur út
ágústmánuö, en skilafrestur siðustu
mynda er til 10. september. Grípið
því myndavélina sem fyrst og sendið
blaðinu myndir. Ljósmyndun er
skemmtilegt áhugamál og til veg-
legra verðlauna er að vinna.
-JH
HalldórÞór
á batavegi
Halldór Þór Guðmundsson, 19 ára,
er nú óðum að ná sér eftir að hafa
legið hryggbrotinn úti undir berum
himni í þrjá sólarhringa á sunnan-
verðri Heimaey. Myndina tók
Guðmundur Sigfússon á sjúkrahús-
inu í Eyjum í gær. Stúlkan, sem
stendur við rúm Halldórs, heitir
Klara Tryggvadóttir.
— sjánánarábls.2
Víða á Vestfjörðum má nú sjá mork-
in selshræ liggja á f jörum. Ástæðan er
sú ákvörðun hringormanefndar, sem
skipuö er og kostuö af fyrirtækjum í
sjávarútvegi, aö greiða 500—700 krón-
ur fyrir selskjammann til að stuðla að
fækkun selastofnsins við landiö.
Að sögn Finnboga Hermannssonar,
sem nýlega var á ferö um Isafjarðar-
djúp, er aðkoman víða heldur óræsti-
leg. Menn kæmu á hraðbátum til sel-
veiðanna, skæru kjammana af seln-
um en létu hræin liggja í fjörunni. Þar
læki úr þeim grúturinn og væri þar
mikil vá á ferðum fyrir fuglalíf. Þeim
fugli sem lendir í grútnum er ekki lífs
auðið. Sagði Finnbogi að bændur við
Djúpið, einkum þeir sem væri með æð-
arvarp, hefðu af þessu miklar áhyggj-
ur.
Egill Olafsson bóndi á Hnjóti í
Patreksfirði, sem sæti á í náttúru-
vemdarráði Barðstrendinga, sagði í
samtali við DV í morgun að menn væru
mjög óánægðir með hvemig að þessum
veiðum væri staðið. „Það viröist ekki
vera farið eftir neinum reglum eða lög-
um við veiöamar og þær eru þeim sem
að þessu standa ekki til mikils sóma.”
Sagöi Egill að selalátur væri alfriðuð
en skotmenn virtust ekki hirða um það.
Seladráp á Breiðafirði hefur nú verið
kært til sýslumanns Barðstrendinga.
ÓEF
Af leiðingar verðlaunaveitinga hringormanef ndar:
Óræstileg aðkoma
að selahræjunum
selveiði
menn
skera
kjammana
af og láta
hræin
liggja