Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1982, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1982, Page 7
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FIMMTUDAGUR1. JULl 1982. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Einhver tilbreytni í sósum er alveg nauðsynleg. Heimilisfólkið er eflaust orðið leitt á því að fá ýmist brúna eða hvíta sósu. Hér eru uppskriftir bæði af heitum og köldum sósum, sem nota má meö hinum ýmsu matarréttum. Talað er um einn skammt af mæjonesi, þá er um að ræða ca 4 dl. Uppskrift að einum skammti fylgir, fýrir þá sem ekki kaupa tilbúiö mæjones. I uppskriftunum er mælt með chili- sósu, en hún er ekkert annaö en sterk tómatsósa, jafnvel má notast við venjulega tómatsósu. En það eru til fá- einar tegundir af chili-sósum, monarch-chilisósa kostar 22,10, hún er með tómötum. Calvé-chilisósa er hollenzk, hún inniheldur vatn, sykur, sait, iauk, rauða papriku og fleira, sósan líkist mjög mildri tómatsósu. Kínversk sæt chilisósa er einna sterk- ust, hún er þunn og kostar flaskan krónur 28,35, góð sósa bæði á kjöt og fiskrétti. RÆKJUSÓSA: - A SOÐINN FISK 30 g smjörliki, 2 matsk. hveiti, 4—5 dl ljóst kjöt- eða fisksoð, 1/2 dl rjómi (mjólk), 200 g rækjur. Bræðið smjör- líkiö í potti og gætið þess vel, aö það brúnist ekki of mikið. Hrærið hveiti saman við og bætiö soðinu smám sam- an við. Hrærið vel í þar tii sósan er jöfn og bætið þá rækjum saman við. Þessi sósa er mjög góð með soðnum fiski. MÆJONES: (1 SKAMMTUR) 2 eggjarauður, 2—3 tsk. edik eða sítrónusafi, 1 tsk. salt, ca 3 dl matar- olía. Gætið þess ávallt, að allt það, sem nota á við að búa til mæjones verður að hafa sama hitastig. Hrærið eggja- Tilbreytni í sósugerð rauðurnar, salt og sítrónusafa saman. Bætið matarolíunni við, mjög hægt til að byrja með, en síðan hraðar. Mæjon- es er gott með steiktum fiski eöa kjöti. Ur mæjones er hægt að búa til ýmsar sósur, s vo sem chili-sósu og f leira. JHILI-SÓSA: 1 skammtur mæjones, 1—2 matsk. chilisósa, 1/2 piparávöxtur. Pipar- ávöxturinn er skorinn niður í mjög smáa bita og blandaö saman við mæjones og chilisósu. Boriöframmeð steiktum fiski eða kjöti. TÓMATMÆJONES: 1 skammtur mæjones, 2 matsk. tómatsósa, hökkuð persilja. Þessu er öliu blandað vel saman og borið fram með kjöti eða fiski. KARRY-SÓSA MEÐ EPLUM OG LAUK: 1 epli, 1 lítill laukur, 30 g smjör, 1 tsk. karry, 2 matsk. hveiti, 2—4 dl kjötsoð eða mjólk, salt. Afhýðið eplið og brytj- ið þaö i smá bita ásamt lauknum. Bræðið smjörið í potti og bætið eplum, lauk og karrýi út í. Látið brúnast vel. Karrý verður alltaf bragðbezt þegar það er brúnaö í smjöri. Setjið hveitið saman við og bætiö soðinu í smám saman. Hrærið vel í, þar til sósan er jöfn. Bætið karrýi saman við ef sósan er ekki nógu bragðsterk. Borið fram með soðnu kinda-, hænsna- og kálfa- kjöti. Þessi sósa er sérlega góð með steiktu beikonL STERK TÓMATSÓSA: 2 þunnar beikonsneiöar, 1 lítii gulrót, 3—4 matsk. sterk tómatsósa, 1 laukur, 30 g smjörlíki, 1 matsk. hveiti, 3—4 dl kjötsoð, salt og pipar. Skeriö beikonið í litla bita og brúniö það vel á pönnu. Bætið niöurskornu grænmetinu saman við. Látið smásteikjast við vægan hita í 5 mín. Bætið hveitinu saman við og siðan soðinu og tómatsósunni. Látið sósuna malla í 15 mín. Þessi sósa er mjög góðmeöfiski og spaghetti. -RR. TILBOÐ Tauskór litir: svart — beige rautt — blátt Kr. 99.00 Kvenstærðir. litir: hvitt — biátt — rautt Kr. 149.00 Kvenstœrðir. Domus Medica s* 18519. pÓS' Barónsstígur 19 s. 23566 *sen' TOPPSKÓRINN Vðltusundi s. 21212. Það er sjálfsagt að bera fram nýjar sósutegundir, láta epli í karrýsósuna og beikon í tómatsósuna. HÚSRÁÐ Klór hressir upp á gamalt leirtau Hrá kartafta I of heita feiti Þegar steikt er úr feiti verður að gæta þess að hún ofhitni ekki. Gott er að hafa hráar kartöQur við höndina og setja í feitina, þær koma í veg fyrir aðeldurkomiupp. Rjómaskeiðin í kalt vatn Tii þess að þeyttur rjómi tolli ekki um of á skeiðinni, er gott að setja hana í kalt vatn, rétt áður en rjóminn erlagðuráborðiö. Blekblöttir burt með srtrónusafa Blekblettum er hægt að ná burt meö sítrónusafa. Fari bletturinn ekki við þaö, er gott að sjóöa flíkina í sítrónusafa og þvó síöan á venjuleg- an hátt. Mjólk er einnig ágæt á sítrónubletti. Brún húð í Ijósum bollum Bæði kaffi og te mynda brúna húö í bolia, sem fer ekki við venjulegan þvott. Brúna litinn má leysa upp með því að hræra matarsóda í vatn og láta standa í bollunum. Einnig er hægt að nota klór, sé það óblandað, þá fer brúna skánin strax. Klór má ekki standa í drykkjaríláti, gæta þarf þess að þvo bollana vel á eftir. Þeir verða eins og nýir að innan. Sama gildir um glös sem eru orðin mött (oft eftir uppþvottavélar) þau er gott aö leggja i klór en aðeins í stuttastund. -RR. / K-BUXUR MEÐOGÁN TEYGJU! (Þ.e.a.s. ,,STRETCH“) BANKASTRÆTI 7 AÐALSTRÆTI4 Auövitað í öllum stœröum. Auðvitað í nýju sumarlitunum Auðvitað gott úrval efna. Auðvitað enn og aítur;með-og án „STRETCH"

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.