Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1982, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1982, Side 15
Blrgir Olafsson skrifstofustjóri ásamt starfsstúlkum á söluskrifstofu Flugleiða í Lækjargötu. Eins og sjá má hafa oröiö verulegar breytingar á húsnæðinu. DV-mynd: Einar Olason. DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FIMMTUDAGUR1. JULI1982. Breytt söluskrif stofa Flugleiða Breytingar hafa veriö gerðar á sölu- skrifstofu Flugleiöa í Lækjargötu. Hún hefur verið innréttuð á nýjan og smekklegan hátt. 14 afgreiðsluborð eru nú á skrifstofunni sem mun vera sú stærsta hér á landi. Aðstaöa öll er mun betri en áöur — bæði fyrir viðskipta- viniog starfsfólk. Blaðamönnum var boðið að skoða söluskrifstofuna eftir að breytingum var lokiö. Þar kom fram í máli Björns Theodórssonar, framkvæmdastjóra markaðssviös, að húsnæðiö í Lækjar- götu væri mjög tengt sögu íslenzks miililandaflugs. Hann gat þess aö Loft- leiðir hefðu opnað skrifstofu þarna árið 1948. Flugfélag Islands hóf síðan rekst- ur á húsnæðinu árið 1962. Frá því að fyrmefnd félög voru sameinuð hafa Flugleiöir haft þama aðsetur. Nýju innréttingarnar em hannaöar af vinnustofunni Klöpp. -GSG Ný skýrsla um vinnuslys: Frumhlaup í túlkun og engar nýjar niðurstöður —segir forstjóri Vinnuef tirlits ríkisins 15 BIFREIÐAVARAHLUTIR: . Eigum fyrirliggjandi á hagstæðu verði í eftirtaldar tegundir: FRAMBRETTI GRILL STUÐARAR Citroen GS, GSA Citroen GS, GSA. Citroén GSA Datsun 120Y, 160J, Datsun 120Y, 160J Datsun 120Y, 140,160J 220C, Pick-up, 230 C 220C, 180B 220C, Pick-up Escort’75 —up Ford Cortina ’77 — up Ford Cortina Honda Civic ’76—'79 Ford Granada, Taunus Ford Taunus Toyota Celica ’77 Honda Civic Ford Escort ’75 Toyota Hilux. Peugeot 305,504,505 Honda Civic Toyota Hilux HÚDD Citrocn GS, GSA Datsun 120Y, 160J Stefnuljós, DRIFÖXLAR Pick-up Toyota Hilux afturljós FRAMHJÓLADRIFS númeraljós Citroén GS, CX. SVUNTUR Citroén GS, GSA VW Golf Citroen GSA Datsun 120Y, 220C VW Passat Datsun 120Y Ford Cortina Austin Mini Toyota Hilux Ford Taunus 850/1000 C ÖSKARIIOn. SKEIFUNNI 5 - SÍffll 33510 OG 34504 REYKJflVÍK LÉTTAR HANDHÆGAR STEYPUHRÆRIVÉLAR Verð aðeins kr. 3.955.- „Til að takast á við rætur þess vanda sem mikil streita, atvinnusjúkdómar og vinnuslys eru, virðist nærtækast að bæta ástand vinnustaða, vinna að úr- bótum í öryggismálum vinnustaða og stytta vinnutímann. Urbætur á þessum sviðum krefjast vafalaust mikils átaks, en það mun væntanlega leiða til betri andlegrar og líkamlegrar liöanar verkafólks.” Þessi orð eru meðal þess sem fram kemur í niðurlagi nýrrar skýrslu um vinnuslys. Hún er byggð á niðurstöðum vinnuverndarrannsóknar iðnaðar- mannafélaganna árið 1981. Að rann- sóknum þessum vann sérstök nefnd sem kostuð var að mestu af verkalýðs- félögum, en undir skýrsluna skrifa fjórir einstaklingar, þau Heiðbrá Jóns- dóttir, Jónas Gústafsson, Einar Bald- vin Baldursson og Gylfi Páll Hersir. I niðurstöðunum kemur fram aö mikil fylgni sé milli langs vinnutíma, afkastahvetjandi launakerfa og slæms aöbúnaöar annars vegar og tíðni vinnuslysa hins vegar. Tölur eru nefndar um að rúmlega fimmti hver iðnaðarmaður á Stór-Reykjavíkur- svæðinu og á Akureyri hafi orðið fyrir vinnuslysi á tólf mánaða tímabili. Þar af hafi helmingur þeirra verið frá vinnu í viku eða meira vegna vinnu- slysa. Þá er í skýrslunni tafla sem sýn- ir að tæp 9% þeirra sem vinna minna en 40 stundir á viku lendi í slysum, en af þeim sem vinna 59 stundir eða meira er hlutfallið 28,3%. „Þessi skýrsla er okkur algjörlega óviðkomandi og kemur í raun spánskt fyrir sjónir sumt af því sem þar er sett fram,” sagði Eyjólfur Sæmundsson for- stjóri Vinnueftirlits ríkisins, í samtali við DV. „I henni er til dæmis ekkert fjallað um þaö umfangsmikla starf sem okkar stofnun hefur með höndum og þær aðgerðir sem stöðugt er unnið að til að fyrirbyggja vinnuslys.” Eyjólfur nefndi sem dæmi að vitnað væri í skýrslu frá öryggiseftirliti ríkis- ins frá árinu 1978 og mikið klifað á, að þar væru um 80% vinnuslysa rakin til yfirsjóna í starfi eða nánar tiltekið mistaka hins slasaöa. Kvað hann hér vera um algera rangtúlkun að ræða, því að undir þessa tölu væru flokkuð öll þau slys sem rekja mætti til mann- legra þátta. Þar mætti nefna mistök í skipulagningu, stjómun og fræöslu, mistök af hálfu innflytjenda eða fram- leiðenda vél og fleira í þeim dúr. Sagö- ist hann álíta það mikiö frumhlaup þeirra sem skýrsluna unnu að mis- skilja svo þessar forsendur. „Skýrslan er unnin af ákveðnum hópi, sem gefur sér ákveðnar forsend- ur, en sleppir veigamiklum þáttum. Viö sendum hér frá okkur áriega um 3000 beiðnir um aukiö öryggi og bættan aðbúnaö á vinnustöðum og á ári hverju eru hér rannsökuð ofan í kjölinn 150 til 200 vinnuslys. Samkvæmt þessum rannsóknum er svo unniö áfram aö fyrirbyggjandi aðgerðum. Þetta hefur alveggleymzt.” „Ég vil ekki tjá mig um einstaka tölulega liöi sem þama koma fram, því að við höfum ekki enn fengið endanleg- ar niðurstöður á rannsóknum iðnaðar- mannafélaganna til athugunar. Eg get þó ekki séð í fljótu bragði að í þessari umræddu skýrslu sé neitt nýtt á ferð- inni. Þessar niðurstöður hafa verið mönnum ljósar lengi. En ef við rekum augun í eitthvað, sem kæmi okkur til góða hér, munum viö að sjálfsögðu nýta okkur það,” sagði Eyjólfur. Hann bætti við að ekki væri vitað til þess aö heildartíðni vinnuslysa hefði aukizt á síðustu árum, þrátt fyrir mikla byltingu í vélvæðingu og breyt- ingar á vinnuháttum. Hins vegar virt- ist sem alvarlegri slysum hefði fjölg- að. Afleiðingar slysa í dag væru alvar- legri en verið heföi áður og mætti með- al annars rekja það til þess að þjálfun, fræðsla og aðbúnaður við vinnu hefði ekkifylgt eftiraukinni tækniþróun. -JB. Skeljungsbúðin SíÖumúla33 simar 81722 og 38125 / VERÐLÆKKUIM! Ktmball verksmiðjumar í Bandaríkjunum halda upp á 125 ára afmæli sitt um þessar mundir. Við bjóðum þesst fallegu og vönduðu píanó á sérlega hag- stceðu verði. 10 ára ábyrgð á p||U hljómbotni og bekkur í stíl fylgir öllum píanóum. Allar nánari upplýsingar FRAKKASTÍG 16 - SÍM117692

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.