Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1982, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1982, Page 21
DAGBLAÐIÐ & VISIR. FIMMTUDAGUR1. JULl 1982. m Framarar nýttu færin en ísfirðingar ekki ■ þegar Reykjavíkurliðið sigraði 2:0 í baráttu neðstu liðanna í 1. deildinni Frá Val Jónatanssyni á Isafirði: — Neðstu iiðin í 1. deildinni í knatt- spymu, ísaf jörður og Fram, mættust í fjöragum leik í gærkvöldi hér á ísa- firði. Því einvígi lauk með sigri Fram og á ísafirði. Því einvígi lauk með sigri Fram og er ísafjörður því á botninum í 1. deildinni þessa stundina — eða í það minnsta þar til endanlegur úrskurður er kominn úr kærunum á Val. Isfirðingar voru mjög sprækir fyrstu 30 mínútur leiksins en ekkert gekk hjá þeim aö skora frekar en fyrri daginn. Hafa þeir ekki skoraö nema eitt mark í síöustu þrem leikjum, þrátt fyrir mörg og góö tækifæri til þess. Bezta tækifærið þeirra í fyrri hálf- leik kom eftir að Jón Oddsson haföi komizt upp aö endamörkum og gefið fyrir markiö. Þar skoppaöi boltinn eft- ir línunni þegar örnólfur bróöir Jóns kom á fullri ferð, en hann náöi ekki að pota honum inn. Var þaö svo tæpt hjá honum aö jafnvel skór einu númeri stærri heföi trúlega dugaö honum til þess að skora þar. Mark Fram var ekki í hættu næstu mínútumar eftir þetta en aftur á móti markið hjá IBI og hlaut aö koma aö þvi aö Framarar kæmu boltanum þar inn. Það gerðist lika á 41. mínútu. Guömundur Torfason sendi þá boltann inn í teiginn og þar stökk Hafþór Sveinjónsson hæst af öllum og skallaöi hann efst í markhornið — sérlega glæsilegtmark. 1. deíld kvenna: Blikastelpurnar voru í banastuði Einn leikur var í 1. deild kvenna í knattspyrau í gærkvöldi. Meistarar Breiðabliks sóttu þá dömuraar á Akra- nesi heim og sýndu þeim hveraig á að spila góða og árangursríka knatt- spyrau. Þær sigraðu í leiknum 6:0 og er Breiðablik nú eina liðið í deildinni sem ekki hefur tapað stigi. Staða í 1. deildinni eftir leikinn í gær- kvöldierþessi: Breiðablik Valur Akranes KR Víkingur FH 0:10 0 Næstu leikir verða á föstudagskvöldið en þá leika Valur-Víkingur og FH-KR í 4. umferðinni. -klp- Isfiröingar byrjuðu með sömu látun- um í síðari hálfleiknum og í þeim fyrri, en þessi sprettur dugði þó ekki nema í rétt 15 mínútur. Á þessum kafla átti Haraldur Stefánsson m.a. skot í sam- skeytin á markinu — þaöan hrökk bolt- inn í Guðmund markvörö Fram, út á völl og síðan í horn. Guömundur Torfason komst einn upp aö marki IBI eftir þetta en skot hans fór fram hjá markinu. Honum brást aftur á móti ekki bogalistin þeg- ar hann komst einn upp aö marki eftir aö hafa leikiö á eina þrjá varnarmenn IBI — þá fann hann miðið á markið mjög svo léttilega og skoraði þar meö gottmark. Isfiröingar reyndu aö sækja eftir þetta, en þær sóknir báru engan árang- ur frekar en fyrri. Þeir áttu engu minna í leiknum, sem var oft skemmti- lega spilaður, en munurinn á liðunum lá aöallega í því aö Framararnir nýttu sín færi en Isfiröingarnir ekki. Guömundur Torfason var bezti maður Fram í þessum leik. Trausti Haraldsson var einnig góður, svo og Guðmundur Baldursson í markinu. Hjá IBI voru þeir einna beztir, Harald- ur Stefánsson, örnólfur Oddsson og Halldór Olafsson. Dómari leiksins var Kjartan Tómasson og dæmdi hann vel. VJ/-klp- Tindastóll sigraði KS Einn leikur var háður í B-riðli 3. deildar tslandsmótsins í knattspyrau í gær. Tindastóll sigraði Knattspyraufé- Iag Siglufjarðar 2—1 á Sauðárkróki. Staðan er nú þannig: Tindastóll Huginn KS HSÞ, B. Austri Magni Árroðinn Sindri 6 4 2 0 5 3 2 0 5 3 0 2 5 14 0 6 13 2 6 12 3 6 114 5 10 4 Heimir Karlsson, lengst til vinstri, sendir þrumufleyg sinn í mark Akureyringa á Laugardals velli. Glæsilegt mark. DV-mynd Friðþjófur. Víkingur í efsta sætið —eftir sigur á KA í 1. deild á Laugardalsvelli í gærkvöld Víkingar skutust upp í efsta sætið í hinni jöfnu 1. deildarkeppni í knatt- spymunni þegar þeir unnu sanngjam- an sigur á KA á Laugardalsvellinum í gærkvöld. Lokatölur 2—1 og Víkingar vora því i hættu undir lokin að tapa stigi í leik sem þeir hefðu átt fyrir löngu að vera búnir að tryggja sér sig- ur í. Þeir fengu færin í leiknum en nýttu þau heldur illa. Sigurmark Ovett vann íBudapest Enska ólympíumeistarinn, Steve Ovett, sigraði í 2000 m hlaupi á frjáls- íþróttamóti í Búdapest í gær. Hljóp á 5:05,75 mín. Craig Masbach, USA, varð annar á 5:06,43 min. Steve Scott, USA, sigraði í 1500 m á 3:35,75 mín. John Walker, N-Sjálandi, annar á 3:36,13 og Ray Flynn, Írlandi, þriðji á 3:36,99 min. Keith Connor, Bretlandi, sigraði i þrístökki 17,29 m. Bela Bakosi, Ungverjalandi, annar með 17,10 og Vasilij Griscsenko, Sovét, þriðji, 17,08 m. Vikings var svo mikið slysamark hjá Aðalsteini Jóhannessyni, markverði KA, sem var langbezti maður KA i leiknum og varði hvað eftir annað snilldarlega. En hann missti knöttinn klaufalega frá sér á 57. min. eftir skot Heimis Karlssonar. Aðalsteinn Aðal- steinsson fylgdi fast á eftir og renndi knettinum i autt KA-markið. Það var annað mark Víkings i leiknum, staðan þá 2—0. En KA-menn minnkuðu mun- inn í 2—1 á 65. mín. og talsverð spenna i lokin hvort þeim tækist að jafna. Víkingur lék undan strekkingsgolu af austri í fyrri hálfleiknum. Knöttur- inn meira á vallarhelmingi norðan- manna og einu færin í hálf leiknum áttu sér staö við KA-markið. A16. mín. átti Gunnar Gunnarsson hörkuskalla á mark KA. Aðalsteinn varði mjög vel og á 29. mín. komst Þórður Marelsson frír aö marki KA eftir snjalla sendingu Aöalsteins Aðaisteinssonar. Þóröur lék upp að markteig en Aöalsteinn mark- vöröur stóö kyrr á marklínunni. Þórður skaut knettinum beint í hann. Þá náöu Víkingar góöu upphlaupi á 40. mín. Gunnar átti skot á markið og enn einu sinni sýndi Aöalsteinn mark- vöröur snilldartakta. En hann réð ekki viö þrumufleyg Heimis Karlssonar tveimur mín. síðar. Víkingar fengu aukaspymu á hægri kantinum, sem Ragnar Gislason tók. Spyrati fyrir markiö og af vam- armanni fór knötturinn til Heimis, sem afgreiddi hann viðstöðulaust í markiö. Glæsimaik. 1-0 í hálfleik og leikmenn KA voru heldur daprir, þó þeir næðu nokkrum sæmilegum samleiksköflum um miðjan hálfleikinn. Þaö gekk þó ekki lengra en upp aö vítateignum. Á móti vindinum náöu Víkingar oft góðum samleiksköflum. Léku vörn KA stundum grátt eins og áöur nýttu þeir færin illa. Heimir komst frír í gegn á 47. mín. Aðalsteinn varöi gott skot hans og á 51. mín. komst Gunnar í dauöafæri. Skot hans smaug framhjá stöng KA-marksins. Svo kom slysa- mark Aöalsteins markvaröar og nafni hans í Víkingsliðinu nýtti mistök hans vel, 2—0. Á 59. mín. átti KA raunverulega sitt fyrsta skot á Víkingsmarkið í leiknum. Ormar örlygsson með þrumufleyg, sem ögmundur Kristinsson varði vel. Sló knöttinn yfir en á 65. mín. réö ögmundur ekki við annað gott skot HS 14—5 10 7—4 8 18—5 6 6—4 6 6—6 5 9—10 4 4—11 3 2—30 2 -hsím. Ormars. Hann fékk að athafna sig frí á vítateigslínunni og skoraði meö glæsi- legu skoti, 2—1. Og talsverö spenna. Eki KA tókst ekki að fylgja maridnu eftir. Fékk ekki færi en hinum megin komst Jóhann Þorvaröarson í opið færi. Enn varði Aðalsteinn. Aðall Víkingsliðsins er hve mikið jafnræöi er með leikmönnum liösins. Enginn stjörnuleikmaöur beinlinis en allt traustir leikmenn. Heimir var KA- vörninni oft erfiður meö leikni sinni og útsjónarsemi. Mætti þó vera virkari á stundum. Aöalsteinn vex meö hverj- um leik og skoraöi sitt fyrsta mark i deildinni. Vömin traust þar sem Magnús Þorvaldsson haföi góð tök á Elmari Geirssyni. Viö sigurinn komst Víkingur í efsta sætiö í 1. deild, tveim- ur stigum á undan Vestmannaeying- um, sem leikiö hafa einum leik minna. Talsverð vonbrigöi meö leik KA að þessu sinni. Liðiö var allt annaö en sannfærandi og enginn bar af öðrum. Helzt aö Hinrik Þórhallsson tæki smá- rispur. Vörnin opnaðist oft illa en markvarzla Aðalsteins var mjög góð þrátt fyrir slysamarkiö. Dómari Villi Þór. -hsím. Urslitin ífor- riðlunum geta skipt máli Svo kann aö fara aö árangur liðanna úr forriðlunum sex í heimsmeistara- keppninni á Spáni hafi áhrif, þegar upp verður staöið eftir aöra umferðina. Það er keppnina í milliriðlunum fjór- um, sem nú stendur yfir. Veröi 1» jöfn að stigum og mörkum í efsta sæti í einhverjum milliriðlinum kemst það liðið í undanúrslit sem betri árangri náði í forriðlunum. Að þessu leyti standa Brasilíumenn og Englend- ingar betur að vigi en aðrir. Þeir unnu alla leiki sina í forriðlunum. -hsím. Tveirleikir áHMídag Tveir leikir verða á dagskrá í 2. um- ferð heimsmeistarakeppninnar á Spáni í dag. Á Calderson-leikvellinum í Madrid leika Norður-írar við Austurrikismenn i D-riðli. Leikurinn hefst kl. 15.15 að íslenzkum tíma. Hinn leikurinn verður milli Sovétrikjanna og Belgíu í A-riðli á Nou Camp leikvanginum mikla i Barcelona. Sá leikur hefst kl. 19. hsím. Jafntefli í Vopnafirði Einn leikur var háður í 2. deild í gær- kvöld. Einherji og Þróttur, Neskaup- stað, léku i Vopnafirði. Jafntefli varð 0—0. Staðan er nú þannig: Þróttur, R 7 Þór, Ak. 7 2 4 1 FH 6 3 2 1 Njarðvík 7 2 3 2 Völsungur 7 3 13 Fylkir 7 15 1 Reynir, S. 7 2 2 3 Þróttur, N. 7 13 3 Einherji 6 1 2 3 6—9 4 Skallagrímur 7 115 5—13 3 Tveir leikir verða í dcildinni á föstu- dag. Þór og Þróttur, Reykjavík, leika á Akureyri. Reynir og Njarðvik í Sand- gerði. Á laugardag verða þrír leikir. FH-Þróttur, Neskaupstað i Kaplakrika kl. 16, Fylkir-Völsungur á Laugardals- velli kl. 13 og Einherji-Skallagrímur á Vopnafirðikl. 14. -hsím. Staðaní l.deild Urslit í leikjunum i 8. umferð i 1. deild íslandsmótsins urðuþessi: KR-Keflavík 6-0 Vikingur—KA 2—1 Breiðablik—Valur 0—1 Isafjörður—Fram 0—2 Vestmannaeyjar-Akranes frestað. Staðan er nú þannig: Vikingur 8 4 3 1 12-8 11 Vestmeyjar 7 4 1 2 10-6 9 KR 8 2 5 1 5-4 9 Valur 9 4 1 4 8-10 9 Akrancs 8 3 2 3 8-6 8 KA 9 2 4 3 8-9 8 Keflavik 8 3 2 3 5-7 8 Breiðablik 9 3 2 4 11-14 8 Fram 8 2 3 3 8-9 7 ísafjörður 8 2 15 10-12 5 Markahæstu leikmenn era: Sigurður Grétarsson, Breiðabliki, 6 Heimir Karlsson, Víkingi, 5 GuðbjöraTryggvason, Akranesi, 3 Halldór Arason, Fram, 3 Níunda og lokaumferðin í fyrri hluta mótsins verður um helgina. Kl. 14 á laugardag leika Keflavík og ísafjörður í Keflavik, KA-Breiðablik á Akureyri. Kl. 14.30 leika Akranes og Vikingur á Akranesi og kl. 16 Fram og Vest- mannaeyjar í Laugardal. Á sunnudag leika Valur og KR á Laugardalsvelli kl. 20. -hsim.,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.