Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1982, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1982, Síða 23
DAGBLAÐIÐ & VISIR. FIMMTUDAGUR1. JULI1982. 23 Grýlurnar eru ein þeirra hljómsveita sem f ram koma í Rokki í Reykjavík. Rokkí Reykjavíktil Danmerkur , ,V iö vitum ekki enn hvort tap verður á kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. Nú eru þrjú eintök af kvikmyndinni í sýn- ingu á Islandi. Myndin hefur einnig verið seld til Danmerkur og verður sýnd í kvikmyndahúsi í Kaupmanna- höfn,” sagði Friðrik Þór Friðriksson, leikstjóri Rokks í Reykjavík, í samtali viðDV. Friðrik kvaðst ekki vera svartsýnn á að endar næðu saman í fjármálum Hugrennings, kvikmyndafélagsins sem stóð að gerð Rokks í Reykjavík. Plata með tónlist úr kvikmyndinni var gefin út og hefur sala hennar orðið drjúg búbót fyrir Hugrenning. Platan er nú uppseld hjá útgefanda. Ef til vill er þó enn hægt að fá hana keypta í hlj ómplötu verzlunum. Platan var aöeins gefin út í 2000 eintökum og verður að líkindum eftirsóttur safn- gripur. Forsvarsmenn Hugrennings hafa rætt við ýmsa umboðsmenn kvikmynda. Líkur eru á að takast muni að selja Rokk í Reykjavík til fleiri E vrópulanda en Danmerkur. -SKJ. Baraflokkurinn gefur í þessari viku út sína aðra plötu. Nefnist sú LIZT og inni- heldur tíu rokklög eftir meðlimi flokksins. Þeir halda í tónleikaför um landið i þessari viku. BARAFLOKK- URINNÍHUÓM LEIKAFÖR — kynnir nýja plötu sína—LIZT Norðlenzka rokksveitin Bara- flokkurinn er um þessar mundir að gefa út sína aðra hljómskífu. Ber hún nafniö Lizt. Nú í vikunni héldu félagamir í firði til að kynna verk sitt. A Seyðis- firði voru þeir í gær og í dag, annan júlí leika þeir fyrir íbúa Egilsstaða. Tónleikaförinni um Austurland lýkur loks laugardaginn þriðja júlí með hljómleikum á Neskaupstað. Baraflokkinn skipa um þessar mundir þeir Ásgeir Jónsson söngur, Þór Freysson gítar, Baldvin H. Jóns- son bassi, Jón Arnar Freysson hljóm- borð og Sigfús Örn Ottarsson sem Iemur húðir. Baraflokkurinn mun halda til Reykjavíkur um næstu helgi og leika þar á nokkmm tónleikum. Þeir verða nánar auglýstir síðar. FÁST UM ALLT LAIMD KVEN- OG HERRA STÆRÐIR Útsölustaðir Skóbúð Húsavíkur Álftakjör Súðavík Einar Guðfinnsson hf. Bolungarvík Staðarfell Akranesi Skóverzlun Kópavogs Skóbúðin Keflavík Kaupfélagið Þór Hellu Kaupfélagið Stykkishólmi Skóbúðin Selfossi Höfðasport Skagaströnd Verzlunarfélagið Grund Grundarfirði Verzlunin Vík Ölafsfirði Jenný Kjartansdóttir Blönduósi, Húnabraut 19 Verzlun Ara Jónssonar Patreksfirði Verzlun Gunnars Sigurðssonar Þingeyri Verzlun Jóns S. Bjarnasonar Bíldudal Kaupfélag Vopnfirðinga Vopnafirði Vörumarkaðurinn Ljónið ísafirði Verzlun Sigurðar Pálmasonar Hvammstanga Verzlunin Dröfn Seyðisfirði Merkúr Fáskrúðsfirði Fis Ártúni Reyðarfirði Esso skálinn Hofsósi Verzlunin Björk Sauðárkróki M.H. Lyngdal Akureyri Valberg hf. Ólafsfirði Verzlunin Báran Grindavík Kaupfélag N-Þingeyinga Kópaskeri Pöntunarfélag Eskfirðinga Eskifirði Verzlunarfélag Austurlands Egilsstöðum Kaupfélag N-Þingeyinga Raufarhöfn Skóverzlun Axels Ó. Lárussonar Vestmannaeyjum Axel Ó. Laugavegi 11 Rvk. Kaupfélag Borgfirðinga Hellissandi Kaupfélag Skaftfellinga Vík STÓRÚTSÖLUMARKAÐURINN LAUGAVEGI 20 (HORNINU Á LAUGAVEGI/KLAPPARSTÍG) Tízkufatnaður sumarsins á hreint ótrúlega lágu verði. Buxur—holir—pegsur—blússur— kjólar og margt fleira. Einstakt tœkifœri."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.