Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1982, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1982, Blaðsíða 1
151. TBL. — 72. og 8. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 7. JULl 1982. ftjálsl, úháð dagblað Þorsteinn Thoraransen, fulltrúi borgarfógeta, réttir Jóhannesi Reykdal, fúMtrúa Vkfeoson, lögbannsúrskurðinn i gær. Lengst tii vinstri srtur Baki- ur Guðlaugsson iögfræöingur, sem mætti fyrir Videoson, en fyrir miðri myndsitur Bergur Guðnason, lögfræðingur Ríkisútvarpsins-sjónvarps. DV-mynd: GVA Lögbann sett á sýningar Videoson á leikjum frá Hli/I á Spáni: Otakmarkaöur einka- réttur sjónvarpsins —segirHóröur Vilhjálmsson, fjármálastjóri Ríkisútvarpsins —„Ríkisútvarpið duglegra við að siga lögfræðingum en að hugsa um viðskiptavinina/' segja forráðamenn Videoson „Viö höföum samband við lögfræðideild Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, CBU, í gær og ráðamenn þar hvöttu okkur mjög til þessara aðgerða. Einnig vitum við að Danir fylgjast með þessu máli af miklum áhuga enda leikimir teknir upp í Danmörku,” sagði Hörður Vil- hjálmsson, fjármálastjóri Ríkisút- varpsins-sjónvarp, í samtali við DV í morgun, en í gær lét Ríkisútvarpið setja lögbann á sýningar Vídeoson á leikjum frá HM í knattspyrnu á Spáni í kaplakerfum fyrirtækisins. Voru því engir leikir sýndir í gær- kvöldi. „Ríkissjónvarpið hefur staðið sig eins og aumingi í sjálfsögðu réttinda- máli áhugamanna um heimsmeist- arakeppni í knattspymu,” sagði Jóhannes Reykdal, fulltrúi Videoson í samtali við DV í morgun. „Það er duglegra við að siga lögfræðingum en að hugsa um viðskiptavinina. Ráðamönnum þess væri nær að hafa hægt um sig og skammast sín fyrir frammistöðuna, í stað þess að vera að abbast með lögbönnum upp á aöra, sem era við mun verri aöstæö- ur að reyna að vinna verkin þeirra,” sagði Jóhannes Reykdal, fulltrúi Vídeóson. Að sögn Harðar Vilhjálssonar, fjármálastjóra Ríkisútvarpsins, sömdu Samtök evrópskra sjónvarps- stöðva um sýningarréttinn frá HM fyrir öll sín aðildarríki og borgaði ríkisútvarpið jafnvirði um 450.000 kr. fyrir ótakmarkaðan einkarétt til sýn- inga á þeim. „Videoson lét hins vegar taka þessa leiki upp í heimild- arleysi í Danmörku. Dönum er heim- ilt að sýna þessa leiki á sínum einka- heimiium, en ekki er leyfiiegt að taka leikina upp og flytja þá síðan til ann- arra landa og sýna þá þar,” sagði Hörður Vilhjálmsson, fjármálastjóri Ríkisútvarpsins. -SA Viðbörðumst viðkonurog böm Bandaríski flotinn úti fyrir Líbanonströnd — sjá erlendar fréttir bls. 8-91 70% verðbólga\ á heimilum — sjá Neytendur b!s. 6og7 FréttirfráHM áSpáni — sjá íþróttir íopnu Hverjir greidduhæstu skattana? — sjábls.4og5 „Líztljómandi veláþetta" — segir Páll Guðjónsson nýráðinn sveitarstjóri íMosfellssveit I — sjá bls. 11 Hér gefur að líta bifreið þá sem stolið var frá Hljómveri á Akureyri um helgina. Hún fannst i Akureyrarhöfn í gær- morgun, tiltölulega lítið skemmd. Ekki hefur tekizt að hafa upp á þjófunum. Rekstrarerfiðleikar i ullarvöruiðnaöinum —samdrátturinn á bilinu 30 til 40%, segir f ramkvæmdastjóri Pólarprjóns á Blönduósi „Það eru víða rekstrarerfiðleikar í ullarvöruiðnaðinum um þessar mundir og útflutningurinn hefur að likindum minnkað um 30—40%,” sagði Zophonías Zophoníasson fram- kvæmdastjóri Pólarprjóns h/f á Blönduósi I samtali við DV. Pólarprjón er stærsta fyrirtækið á Blönduósi, með um 80 manns í vinnu. Það hefur þurft að draga úr fram- leiðslu sinni sem nemur minnkandi útflutningi. Tekizt hefur að selja alla þá vöra sem framleidd hefur veriö en á lægra verði en verið hefur, þannig að reksturinn stendur í járn- um. Að sögn Zophoníasar hefur ekki þurft að grípa til uppsagna starfs- fólks, en ekkert nýtt fólk hefði verið ráöið til starfa, enda væra sumarfrí að hefjast og yröi að sjá til hver staöan y rði að þeim loknum. „Það er samdráttur í viðskiptalíf- inu erlendis sem kemur niður á þess- ari vöru. Verðlagið á henni er of hátt < og gengið hefur ekki verið skráð i takt við þá verðbólgu sem veriö hefur. Útgerðin, sem stjómar gengis- skráningunni, hlýtur að fara að kalla eftir því að genginu verði breytt. Við verðum því að bíða og sjá hvað setur,” sagði Zophonías Zophonias- son. ÖEF D V-mynd GS/Akureyri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.