Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1982, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1982, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ & VISIR. MIÐVIKUDAGUR 7. JUU1982. 11 Mosfellssveit: „Lízt Ijómandi vel á þetta” — segir Páll Guðjónsson, nýráðinn sveitarstjóri Sagt er aö eftirsóttasta sveitar- stjórastaöa hér á landi sé í Mosfells- sveitinni. Á dögunum réö hreppsnefnd- in Pál Guðjónsson bæjarritara í Vestmannaeyjum í starfiö. Hann var einn af nítján umsækjendum. Meiri- hluti sjálfstæöismanna stakk upp á Páli og þar sem engar aðrar tillögur komu fram var hann s jálfk jörinn. DV hafði samband við Pál og spuröi hann aö því hvemig honum litist á að flytja sig yfir í Mosfellssveitina. ,,Mér lízt ljómandi vel á það,” sagði Páll, „þaö var einkum tvennt sem hvatti mig til að sækja um stöðuna. Annars vegar var það áform okkar hjóna um að flytja upp á land og hins vegar var þetta spuming um að nýta mér þá reynslu sem ég hef aflað mér í fjögurra ára starfi sem bæjarritari í Vestmannaeyjum, en sú reynsla kemur beint og að fullu gagni í nýja starfinu.” Páll sagðist ekki kvíða því að hverfa til nýrra starfa, enda þótt hann þekkti ekki sérstaklega vel til í Mosfelissveit- inni. „Það lá nokkuð ljóst fyrir er við komum hér út til Vestmannaeyja fyrir 4 árum að það yrði allt eins úr eft- ir 3—4 ár að við flyttum. Konan mín var í námi þegar þetta var og það var fullt samkomulag okkar í milli aö það yrði ekki endir þar á. Það er alltaf gaman að breyta til. Maður á að gera það svona á ákveðnum tíma, á unga aldri. Nei, ég kvíði ekki að taka við nýju starfi. Þvert á móti hlakka ég til að hverfa til nýrra verkefna.” Hvemig hefur nýráðnum sveitar- stjóra líkað við Vestmannaeyjar. „Mér hefur líkað mjög vel við Vest- mannaeyjar. Þetta hefur verið nokk- uð spennandi tími. Hér hefur verið mikið að gerast svo sem hitaveitu- og skipalyftuuppbygging.” DV spurði Pál hvort það hefði komið honum á óvart að vera valinn í starfið úr hópi 19 umsækjenda. „Ég gat ekki reiknað þetta ömggt mér í hag fyrr en undir það síöasta. Aftur á móti reiknaði ég með að sú reynsla sem ég hef héðan úr Vest- mannaeyjum í sveitarstjórnarmálum yrði einhvers metin. Hér er um svipuð viðfangsefni að ræöa og ég hef glímt við í Eyjum og um sama kerfi sveitar- félags. Svo mun menntun mín sem við- skiptafræðingur koma mér til góða nú jafnt sem í starfi mínu í Vestmanna- eyjum.” Páll Guðjónsson hefur starfað um fjögurra ára skeið sem bæjarritari í Vestmannaeyjum. Hann var öldungis ekki ókunnur þeim bæ er hann tók við starfi bæjarritara þar. Þar er hann fæddur og uppalinn. Páll lauk stúdentsprófi árið 1971. Því næst lá leiðin í viðskiptafræði og lauk hann kandidatsprófi vorið 1975. Næstu ár vann hann hjá Pósti og síma við störf viðskiptafræðilegs eðlis auk þess sem hann fékkst við kennslu. Ferða- málin fengu sinn skerf er Páll starfaöi hjá ferðaskrifstofunni Sunnu og árið 1978 sneri Páll sér að sveitarstjórnar- málum í Vestmannaeyjum. Páll Guðjónsson er kvæntur Ingibjörgu Flygenring og eiga þau tvö börn. ás Auðvitað færStmadúkka fiitt til Köljen en ktakkamir fxirea 995.-kióiuir! í helgarferðunum okkar til Kaupmannahafnar í sumar hugsum við sérstaklega um börnin. Tívolí, dýragarðurinn og Bakkinn eru draumastaðir allra krakka og fullorðinna raunar líka. Við bjóðum þægilegt flug á föstudegi, gistingu á úrvals hótel- um í herbergi með baði, ásamt morgunverði og heimflug á mánudegi. Verðið er frá 3.980.00 kr. fyrir fullorðna en frá 995.00 kr. fyrir börn 11 ára og yngri í herbergi með foreldrum sínum og það kostar ekkert að láta Stínu dúkku fljóta með. Smellið þið nú krökkunum í strigaskóna og sjálf- um ykkur í stellingar og drífið í að kaupa miða strax því sætafjöldi er takmarkaður og ferðirnar fyllast óðum. Leitið upplýsinga hjá söluskrifstofum Flug- leiða, umboðsmönnum eða ferðaskrifstofun- um. Farpantanir eru einnig teknar í síma 25100. Háö samþykki viðkomandi stjómvaJda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.