Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1982, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1982, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. IÆÍÐVIKUDAGUR 7. JULÍ1932. frjálsi, úháð daghlað Útgáfufólog: Frjáls fjölmlðlun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjótfsson. Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Hörflur Einarsson. Ritstjórar: Jónas Krístjánsson og Ellert B. Schram. Aflstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjórí: Jónas Haraldsson. Auglýsingastjórar: Páll Stefánsson og Ingólfur P. Steinsson. Ritstjórn: Síðumúla 12—14. Sími 86611. Auglýsingar: Síflumúla 33. Sími 27022. Afgreiðsla, áskríftir, smáauglýsingar, skrífstofa: Pverholti 11. Simi 27022. Simi ritstjórnar 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerfl: HUmir hf., Sfflumúia 12. Prentun: Arvakurhf., Skeifunni 10. ____ Áskríftarverð é ménufli 120 kr. Verfl i lausasöiu 9 kr. Helgarblaö 11 kr. Veikurþráöur Ríkisstjórnin hefur lengi lafað á bláþræði. Nú liggur við, að þráðurinn slitni. Eggert Haukdal alþingismaður reit forsætisráðherra bréf vegna undirskriftar á efnahagssamningnum við Sovétríkin. Eggert mun í bréfinu hafa andmælt samningnum og sagt, að ríkisstjórnin geti ekki hér eftir treyst á stuðning sinn. Fleira mun hafa verið í bréfinu. Eggert mun hafa getið mála, sem koma við kjördæmi hans, og óskað eftir stuðningi ríkisstjórnar við þau, jafn- vel gert framgang þeirra að skilyrði fyrir stuðningi sín- um. Meðal þeirra mun hafa verið brúargerð við Ölfusár- ósa. Ríkisstjórnin hefur til þessa ekki getaö treyst á stuðn- ing Eggerts Haukdal í öllum málum. Er þar skemmst að minnast, að hann stöðvaði góöu heilli framgang frum- varps um nýjan skyldusparnað. Ríkisstjórnin hefur ekki meirihluta í neðri deild Alþingis, nema til komi stuðning- ur annaðhvort Eggerts eða Alberts Guðmundssonar. Al- bert greiddi á síðasta þingi fremur atkvæði gegn stjórnar- málum en hitt. Nú lætur Eggert að því liggja, að hann muni veröa andvígari málum stjórnarinnar en áður — nema þá að stuöningur hans verði keyptur með því, að prívat áhugamál þingmannsins gangi fram. Því má spyrja: Er meirihluti stjórnarliðsins í neðri deild nú þegar úr sögunni? Sé svo, ber ríkisstjórninni að fara frá. Á þetta reynir strax á næstunni. Stórmál eru til umfjöllunar í stjórnarherbúðunum. Taka þarf ákvörðun í togaramálinu. Róttækar, almennar efnahagsaðgerðir eru nauðsynlegar strax í sumar. Öljóst er enn, hvernig stjómarliðið vill taka á þessum málum. Um þau er nú einkum fjallað í nefnd þriggja manna, eins frá hverjum aðila ríkisstjórnarinnar. Þar sitja Þórður Friöjónsson fyrir Gunnarsmenn, Þröstur Ólafsson fyrir Alþýðubandalagið og Halldór Ásgrímsson fyrir Framsókn. Nefndin er þannig þokkalega saman sett. Vel má vera, að þessir menn leggi gott til mála. Hitt er annað, hvort stjórnarliðiö mun fara eftir því, sem þeir leggja til. Áður hefur starfað efnahagsnefnd í tíð þessarar ríkisstjórnar. Hún benti á nokkur sæmileg úrræði. En ríkisstjómin fór í engu eftir tillögum hennar. Þeim var stungið í skúffu, þar sem þær hafa rykfallið síðan. En hvaö svo sem stjórnar- liðið kemur sér niður á að lokum, verður að líta sérstak- lega til Eggerts Haukdal. Stórmálin verða að afgreiðast með bráðabirgöalögum. Til þess er ætlazt, að þingmeiri- hluti sé tryggöur, er bráðabirgðalög eru sett. Alþingi þarf aö staðfesta bráðabirgðalög, þegar það kemur næst saman. Bréf Eggerts Haukdal til forsætisráðherra hlýtur að leiða til þess, að sérstaklega verði að tryggja jáyrði hans við hverju, sem gert verður. Helzt þyrfti þingmaðurinn að leggja fram skriflegt fyrirheit um stuðning við slík bráðabirgðalög. Ella eru hendur stjómarinnar bundnar. Hún getur þá af siðferðilegum ástæðum ekki gefið út bráðabirgðalög um aðgerðir í stórmálunum. Við slíkar aðstæður er það eitt rökrétt, að stjórnin fari frá, svo að aðrir geti reynt að leysa vandamálin. Meðan þessu fer fram á stjórnarheimilinu, er stjórnar- andstaðan í algerri hvíld. Hún bíður þess eins, að ríkis- stjórnin verði sjálfdauð. Haukur Helgason. Stefns ísienskrar f riðaríireyf ingar MÓTUNBREHF FYLKINGAR Á föstudaginn birti Dagblaöið og Vísir tvær greinar, sem f jölluöu um þróun friðarhreyfingarinnar á Is- landi. önnur haföi aö geyma skarpar athugasemdir og jákvæðar ábend-. ingar. Höfundur hennar var ungur maöur, sem spuröi í alvöru og ein- lægni, hvaö þyrfti aö gerast til aö hér þróaöist friöarhreyfing meö svipaöa breidd og í nágrannalöndum. Hin greinin var pistill Svarthöfða, sem réöst á forheimskandi og of- stækisfullan hátt á íslenska presta, sem nýlega ákváöu aö gera barátt- una gegn kjamorkuvígbúnaði að meginverkefni kirkjunnar. Hleypi- dómarnir og fáviskan hafa löngum verið vörumerki Svarthöfða. Greinin á föstudag bar svo sannarlega þaö einkenni. Þaö er kaldhæöni íslensks vemleika, aö Dagblaðið og Vísir, sem hafnar fjárframlagi hins opin- bera til útgáfunnar, skuli engu aö síöur hampa Svarthöföa svo mjög, en hann er eini dálkahöfundurinn í ís- lenskum blööum, sem árum saman hefur veriö á framfæri ríkis og borg- ar. Fundur á Miklatúni Daginn eftir aö greinarnar birtust í Dagblaöinu og Vísi var haldinn á Ólafur Ragnar Grímsson Miklatúni baráttufundur gegn kjarn- orkuvigbúnaði. Á fundinum töluöu fulltrúar þriggja þingflokka — Alþýöuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks — og forystukon- ur úr Kvennaframboöinu, svo aö þar tóku höndum saman fólk úr rööum allra framboösaöila í Reykjavík í síöustu borgarstjómarkosningum nema eins. I hópi ræöumanna voru einnig forystumenn verkalýössam- taka, kirkjunnar og stúdenta. Þessi fundur sýndi þá breidd sem hér er aö skapast til stuönings þeim málstajj, sem friðarhreyfingarnar erlendis hafa gert aö stefnukröfu. Fundinum bámst stuðningskveðjur frá mörgum félagasamtökum innan Alþýöuflokksins, Framsóknarflokks- ins og Alþýðubandalagsins og frá samtökum áhugafólks sem berst gegn kjamorkuógnuninni. I kjölfar fundarins á Miklatúni er nauðsynlegt aö fram fari umræöa um stefnugrundvöll og starfshætti ís- lenskrar friöarhreyfingar. Til aö stuöla aö slíkri umræöu ætla ég aö birta hér þau sjónarmið, sem ég flutti á fundinum. Um leið er svarað ýmsum furðufullyröingum, sem komu fram í grein Svarthöföa og tek- iö undir nokkur sjónarmið í grein Karls Birgissonar, en báðar þessar greinar birtust daginn áöur en fund- urinnvarhaldinn. Ragnarök — Tæknileg mistök Mennimir hafa nú öölast vald, sem í fornum helgiritum var gefið guðun- UTIL FJOL- SKYLDA - STORJORÐ Nú hefir sumariö loks náð aö tylla támsinumá tinda okkarfagra lands. Sólin gyllir fjöll og dali og mannfólk- inu hlýnar á skinni og í sinni. „Nótt- laus voraldar veröld” ríkir stutta stund og allir sem vettlingi geta valdiö reyna aö notfæra sér hið stutta sumará einhvernhátt. Þó fólk þurfi oft lengi að bíða eftir sumrinu meö öll sín fyrirheit, kemur þaö þó ávallt að lokum og efnir þau. Hvergi er grasið grænna, hvergi er loftið hreinna né árnar og vötnin tær- ari. Sólarljósinu daprast ekki flugið af loftmengun og náttúran er óvíða eins ósnortin. Kolaryk og olíugufa ,liggur ekki eins og þak yfir þéttbýli okkar og byrgir okkur sýn til sólar og stjama. Landiö okkar er ekki eins og mauraþúfa. Fegurö himins og jaröar blasir viö okkur hvar sem augum er litiö. Samt leitar fjöldi okkar langt yfir skammt. Tugir þúsunda fara til út- landa til aö finna andstæöu alls þessa og flestir þeirra hafa ekki skoðað sitt eigiö land, svo nokkra nemi. Viö eigum ekki í ófriöi við neinn. Atvinnuleysi og fátækt þekkist varla. Viö eigum mál sem nær yfir „allt, sem er hugsaö á jörðu” og samt er- um viö óánægö og óhamingjusöm. Kjallarinn Páll Finnbogason Viö gleymum því aö viö erum aöeins lítil fjölskylda í samfélagi þjóöanna. Lítil fjölskylda, sem býr á stórri jörð, f jölskylda, sem gæti lifað í allsnægtum um alla framtíð ef hún væri ekki s jálfri sér sundurþykk. Fjölskylda, sem gleymir aö þakka Guöi fyrir aö hún skuli eiga þetta stóra og fagra land. Allan þennan stóra sjó meö öllu því sem í honum er. öll þessi vötn og ár og aflið, sem í þeim býr.Allan þennan hita ásamt ótal mörgu öðra og þá ekki síst aö hún fær aö ráöa sér sjálf. Baráttuhitinn og frelsið öllu þessu er gleymt í „hita baráttunnar”. Því er líka gleymt aö eitt sinn tapaði þjóöin þessu öllu í hendur útlendinga, einnig í „hita baráttunnar”! Og ef „baráttuhit- inn” kólnar ekki núna alveg á næst- unni er vísast að sagan endurtaki sig. Stór hluti þjóðarinnar hefir dansaö með bundiö fyrir bæði augu í yfir 40 ár og þeir sem ekki hafa viljaö dansa hafa neyðst til þess. Annars heföu þeir troðist undir. Vissulega hefir dansinn stundum gengiö vel, rétt eins og kjöftugum getur ratast satt á munn, en oftar en ekki hefir verið dansaö í ógöngur og öngstræti. Islendingar geta hvorki stjórnaö eöa látið að stjórn og því er nú komið sem komiö er. Þeir eru snillingar í því aö búa til vandamál en aular að leysa þau.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.