Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1982, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1982, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MIÐVIKUDAGUR 7. JULI1982. ir Lesendur Lesendur Lesendur AUGLÝSINGADEILDIN AÐ SÍÐUMÚLA Vorum ádur í Síðumúla 8. rt\ AUGLÝSINGADEILD SÍMI 27022 - OPIÐ VIRKA DAGA 9-17.30. Njarðvíklngur segist sjaldan hafa orðið eins reiður og á þjððhátíðardaginn. Herþotumar yf ir- gnæfðu fjallkonuna og þjóðsönginn Kona búsett í N jarðvík skrifar: Við hér í Njarðvík héldum 17. júní hátíölegan eins og aðrir Islendingar. Tókust hátíðahöld nokkuð veL En þó var einn galli á gjöf Njarðar. Við uröum nefnilega fyrir miklu ónæði, svo ekki sé meira sagt. Þannig var að þegar fjallkonan flutti ávarp sitt flugu herþotur yfir byggðina með svo miklum hávaða og látum að þær yfirgnæfðu hana algjör- lega. En þó tók út yfir allan þjófabálk, þegar þær flugu yfir einmitt þegar þjóðsöngurinn var spilaður, þannig að maður hey rði ekkert. Eg held að ég hafi sjaldan orðiö eins máttvana af reiði. Mér finnst þetta svo mikil skömm og hneisa að maður á tæplega til orð um þetta. Eg spyr því þá, sem þessum málum ráða, hverjir sem það nú eru, hvort ekki sé hægt að koma í veg fyrir að svona atburðir endurtaki sig. Mér finnst það vægast sagt fyrir neðan allar hellur að erlend- ar herþotur séu í æfingaflugi hér yfir byggðinni á þjóðhátíðardegi okkar og hvað þá einmitt þegar hátíðahöldin standa yfir. Mér finnst nóg að hafa þennan ófögnuð yfir sér alla aðra daga og næturársins. Annars vil ég segja að hátíðahöldin hafi farið að öðru leyti vel fram. Fjöl- skyldudansleikurinn um kvöldið var vel heppnaður. Þar dönsuöu börnin, pabbar og mömmur, afar og ömmur og datt engum í hug að hafa vín um hönd, enda skemmtu allir sér alveg konung- lega. Á myndinni sjáum við fólk vera að þrifa bflana sína. Bréfritara finnst að bílstjórar eigi líka að hugsa um að halda land- inu hreinu. DDDDDnODDDDDDDDDOODODDDDDOnaDDQODDODDODDDDDDO □ FORD ECONOUNE VAN ÁRG. 1974 n □ n AUur nýinnréttaður. Rennandi vatn — gas o.fl. o.fl. Toppbíll. Til sýnis og sölu á Bílasölunni Blik — simi 86477. Á kvöldin i sima 92-1195. BÍLASALAN BLIK s/f SÍÐUMÚLA 3-5-105 REYKJAVÍK SÍM1: 86477 n n n n nnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnn Léttar handhægar steypu hrærivélar Vero aoeins kr. 3.955.- Skeljungsbúðin SíÖumúla33 símar 81722 og 38125 vantar í starf verkstjóra hjá Rafveitu Borgar- ness. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf þurfa aö berast Rafveitu Borgarness fyrir 19. júlí 1982. Allar upplýsingar gefur rafveitustjóri í síma 93-7292. Rafveita Borgarness.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.