Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1982, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1982, Page 18
18 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MIÐVIKUDAGUR 7. JULl 1982. DAGBLAÐIÐ & VISIR. MIÐVIKUDAGUR 7. JULl 1982. 19 íþróttir íþróttir íþrótt íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir „Ég er aö ná góðum tökum á stifari stöng og hef nú stokkið yfir fimm metrana í keppni eftir að hafa náð þeim árangri nokkrum sinnum á æfingum. Gaman að verða annar ísl. stangarstökkvarinn til að ná þessu draumamarki stangarstökkvara,” sagði Kristján Gissurarson og á myndinni sést að hann er óhræddur við að beygja stöngina. Tveir sveifla sér yf ir f imm metrana Miklar framfarir hafa orðið i stangar- stökki hér á landi siðustu 3 árin. Aðstaða fyrir stangarstökk á Laugardalsvelli er nú i góðu Iagi og innanhússaðstaða i KR-búsinu er til fyrirmyndar. Með lagningu gervi- brauta í Kópavogi og á Selfossi er aðstaða þar einnig á framfaraleið. Fáir stunda betur æfingar en fremstu stangarstökkvarar landsins, jafnt vetur sem sumar. Þeir Sigurður T. Sigurðsson og Kristján Gissurarson hafa náð frábærri tækni á trefjastönginni. Þeir hafa báðir stokkið yfir 5 metra á æfingum undanfarna daga. Athyglisvert er að þeir stökkva báðir um 1 metra yfir griphæð og er þaö eins og bezt gerist í heiminum. Þeirra möguleikar á framförum liggja í því að ráða við stífari stengur og hækka gripið á stönginni. Einnig að keppa meira erlendis. Þeir félagar eru nú betri en bestu stangarstökkvarar Dana og Norðmanna. Bestu afrek í stangarstökki frá upphafi. 20. júníl982 5.20 Sigurður T. Sigurðsson KR 81 5,00 KristjánGissurarsonKR 82 4,60 GísliSigurðssonUMSS 82 4,50 Valbjöm ÞorlákssonlR 61 4,40 ElíasSveinssonKR 77 4,35 TorfiBryngeirssonKR 52 4.30 StefánHallgrímssonKR 74 4,26 Guðmundur Jóhannesson UBK 74 4.20 HeiðarGeorgssonlR 59 4,20 Karl WestFrederiksenUBK 74 4,10 ValgarðurSigurðssonlR 59 4,10 Þráinn Hafsteinsson IR 80 4.10 EggertGuömundssonHSK 81 4,05 Sigurður Magnússon.lR 82 4,00 PálIEiríkssonKR 66 4,00 ÞorsteinnÞórssonUMSS 79 4,00 OskarThorarensenKR 82 Stangarstökk Beztu afrek í frjálsum íþróttum innanhúss. 1. júní 1982 5.10 SigurðurT.SigurðssonKR 82 4,81 KristjánGissurarsonKR 82 4,37 Valbjörn Þorláksson KR 66 4.31 Guðmundur Jóhannesson UBK 74 4,30 ElíasSveinssonKR 76 4,30 Gísli Sigurðsson UMSS 82 4,20 StefánHallgrímssonKR 82 4,07 OskarThorarensenKR 82 4,05 SigurðurMagnússonlR 82 4,00 ValgarðurSigurðssonlR 82 4,00 ValgarðurSigurðssontR 58 4,00 PállEiríkssonKR 64 4,00 Karl WestFrederiksenUBK 74 Ölafur Unnsteinsson „Eg ætla að bæta íslandsmet mitt í sumar og reyna að ná lágmarkinu fyrir Evrópu- meistaramótið í Aþenu. Það er 5,30 metrar,” sagði Sigurður T. Sigurðsson. Á myndinni á hann góða tilraun við 5,30 m á Laugardals- velli. Frábær tækni að standa á höndum á | stönginni í þessari hæð. Allt íhííut vTð landamæri Spánar — ítalir, Frakkar og Vestur-Þjóðver jar streyma nú til Spánar til að sjá sína menn Frá Siemundi O. Steinarssvni á HM ina. en um 300 beirra munu ekki snúa vel hér. en sh'kt verður ekki saet um Ríiia or ah álrvofta hvoriir Hæma íoii Frá Sigmundi O. Steinarssyni á HM í knattspymu á Spáni: — Nú þegar séð er að fjórar Evrópu- þjóðir verða í undanúrslitum keppn- innar hér á Spáni streymir þangað fólk frá þrem þeirra landa sem þar eiga fulltrúa. Er stanzlaus bílalest til Barcelona og Madrid frá Vestur- Þýzkalandi, Frakklandi og Italíu og er þegar komiö algjört umferðaröng- þveiti á vegum og við landamærin. Aft- ur á móti er ekki búizt viö að Pólverj- um fjölgi neitt þótt þeir séu komnir áfram. Um 600 Pólverjar komu til Spánar í upphafi til að horfa á keppn- ina, en um 300 þeirra munu ekki snúa heim aftur, aö sögn spönsku lögregl- unnar. Hver f ær að dæma úrslitaleikinn? Ekki er búið að ákveða hvaða dóm- ari á aö dæma úrslitaleikinn í HM- keppninni. Það verður ekki tilkynnt fyrr en á föstudaginn og einnig hver á að dæma leikinn um 3. sætið. Menn hallast aö því aö sá sem fái úrslitaleik- inn verði Englendingurinn Clive B. White, en hann dæmdi m.a. bikarúr- | slitaleikinn á milli Tottenham og QPR á Wembley í vor. Hann hefur staöið sig Bikarkeppni KSÍ: vel hér, en slíkt verður ekki sagt um alla dómarana sem hér hafa dæmt. Sumir halda þó að Abraham Klein frá Israel fái leikinn, en hann er einn bezti dómari heims, að talið er. Átti hann að dæma leik Argentínu og Hol- lands á siðustu HM-keppni, að allra áliti, en fékk hann ekki þegar til kom. SOS símarfrá Spáni Dómarinn hjálpaði Breiðablik áfram! Frá Guðmundi Svanssyni á Akureyri. Breiðablik úr Kópavogi komst áfram í 8-liða úrslit bikarkeppninnar í knatt- spymu með því að leggja 2. deildarlið Þórs aö velli á Akureyri í gærkvöldi. Til þessa afreks fengu Blikamir dygg- an stuðning frá furðulegu dómaratríói úr Reykjavík, þar sem Gísli Guð- mundsson dómari lék aðalhlutverkið. Hann gerði ýmsar rósir á vellinum í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari keyrði alveg um þverbak. Hann dæmdi þá m.a. löglega skorað mark af Þór, en neitaði að gefa bæði blaðamönnum og leikmönnum skýringu á því eftir Ieik- inn af hverju hann heföi dæmt það af. Þá gaf hann ein 6 „gul spjöld” í leikn- um — 4 á Þór og 2 á Breiöablik — og var það a.m.k. 5 spjöldum of mikið. Þór komst í 1:0 á 10. mínútu leiksins þegar Oskar Guömundsson gaf fyrir markið þar sem Nói Bjömsson tók boltann á lofti og afgreiddi hann við- stöðulaust í netið. Blikamir sóttu stíft eftir þetta og björguðu Akureyringam- ir þá m.a. á línu en þeir komust nálægt því að komast í 2:0 þegar Guðjón Guð- mundsson átti skot í þverslá. Blikarnir jöfnuðu á 31. minútu með marki Helga Bentssonar sém fékk boltann einn inn í vítateig. Staöan í hálfleik var því 1:1 og hún var þannig fram undir miðjan síðari hálfleikinn en þá missti Gisli loks endanlega tök á leiknum. Byrjaði það með því að Guðmundur Ásgeirsson, markvörður Breiðabliks, ætlaði að senda boltann til samherja en Bjarni Sveinbjörnsson úr Þór komst á milli og tók boltann og gaf hann fyrir markiö, þar sem Oskar Gunnarsson sendi hann í netið. Gísli dasmdi þetta mark — sem var fullkomlega löglega s< ex „útk indinga r” 1 íl landslið inu seir i 1 k< eppir vi ð Finnai na! skorað — af, og var það furðudómur. Þórsararnir kunnu að vonum illa við þennan dóm og voru að þusa en á meðan komu Blikarnir sér upp að vítateig Þórs og þar skoraði Sigurður Grétarsson sem þá var nýkominn inn á, gullfallegt mark. Eftir það var allt í vitleysu á vellinum, og Sigurður fékk svo til óáreittur að bæta öðru marki við skömmu síðar. Lokatölurnar uröu því 3:1 og var það mjög ósanngjamt miðað við gang leiksins. GS Akureyri/-klp- Búið er að ákveða hverjir dæma leik- ina á fimmtudaginn. Juan Cardellino frá Uruguay, sem dæmdi leik Chile og Austurríkis í 2. riðli og er með yfir 50 landsleiki að baki, mun dæma leik Pól- lands og Italíu. Charles Corver frá Hol- landi, með yfir 100 landsleiki að baki, og dæmdi leik Englands og Tékkó- slóvakíu verður með flautuna í leik Frakklands og Vestur-Þýzkalands. Ráðizt á heimili Santana Brasilíska liðið hélt heim í nótt og er ekki búizt við neinum fagnaöarlátum þegar það kemur til Rio de Janeiró. Þar varð lögreglan að kalla út aukalið til að verja heimili Tele Santana þjálf- ara í gær. Réðust tveir menn á heimili hans og eiginkona hans varð fyrir hót- unum í síma frá reiðum löndum sínum. Blöð í Brasilíu kenna Santana um tapiö fýrir Italíu. Segja þau að hann hafi heimtað að hafa Serginho í sókn- inni og þar með hafi kantarnir verið ónotaöir. Þessi mistök hans hafi kostað tapið í leiknum. Brassarnir vilja fara heim Yfir 15 þúsund Brasilíumenn fylgdu liöinu til Spánar og biðu þeir þúsund- um saman við ferðaskrifstofur þar í gær og heimtuðu að fá að fara strax heim aftur. Af yfir 400 blaðamönnum frá Brasilíu á HM er helmingurinn þegar farinn heim en þar vilja Brassarnir heldur sleikja sárin -klp- Það verða að minnsta kosti tveir stórleikir í knattspyrnu í heiminum á sunnudaginn kemur. Annar þeirra er úrslitalcikurinn í heimsmeistara- keppninni í Madrid á Spáni en hinn er landsleikur á milli Finnlands og ís- lands í Finnlandi. Leikur þessi er háöur í tilefni 75 ára afmælis finnska knattspymusam- bandsins. Hann á að vera á sunnudeg- inum, samkvæmt skrá KSI. Vera má að Finnamir færi hann eitthvað til vegna leiksins á Spáni, því búast má við að knattspyrnuáhugamenn í Finn- landi vilji heldur horfa á þann leik í beinni útsendingu í sjónvarpi en leik sinna manna viö Islendinga. Islenzka landsliðið sem keppir við Finna hefur ekki verið tilkynnt en það verður gert annaðhvort í dag eða á morgun. Við hér á DV vitum þó nokk- urn veginn fyrir víst að einir sex „út- íslendingur æf ir með sænska sundlandsliðinu Hinn bráöefnilegi sundmaður úr Njarðvík, Eðvarð Þ. Eðvarðsson, verður ekki meðal keppenda á ís- landsmótinu í sundi sem haldið verður í Laugardalslauglnni um helgina. Eðvarð var boðið að æfa með sænska sundlandsliðinu í Suður-Sví- þjóð fyrir Evrópumót unglinga sem verður haldið í Austurríki um miðjan ágúst, og þáði hann það boð. Guðrúnu Femu Ágústsdóttur, Ægi, hefur einnig verið boðið að æfa með sænska landsliðinu fyrir þetta mót. Eru miklar líkur á að hún taki þvi boði og fari utan síðari í þessum mánuði. Hún mun aftur á móti taka þátt í íslandsmótinu um helgina. -klp- lendmgar” veröa í hópnum sem fer til Finnlands. Þetta eru þeir Atli Eðvaldsson og Pétur Ormslev frá Fortuna Diisseldorf i Þýzkalandi, Sævar Jónsson frá CS Brugge, Lárus Guðmundsson frá Waterschei í Belgíu og Janus Guð- laugsson frá Fortuna Köln í Þýzka- landi. Ekki vitum við um aðra sem eru í hópnum, en reikna má fastlega meö að Jóhannes Atlason landsliösþjálfari verði með mjög áþekkt lið í þessari ferð og fór í hrakförina miklu til Sikil- eyjar á dögunum. Þó vantar þá Karl Þórðarson og Teit Þórðarson, sem leika í Frakklandi, og verður fróðlegt aö vita hvaða tveir menn koma í þeirra stað í Finnlandsferðina. -klp- Meistararnir þurftu ekki að fara í síðustu siglinguna Gunnlaugur Jónsson á f ullri f erð á Laserbáti sinum í keppninni um helgina. DV-mynd Sverrir Kr. Ragnheiður Ólafsdóttir. RAGNHEIDUR STEFNIR Á ÍS- LANDSMETIN í ÞÝZKALANDI — Athyglisverður árangur FH-inga í Þýzkalandi og Svíþjóð „ Fimmtán frjálsíþróttamenn og kon- ur úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar hafa að undanförnu stuudað æfingar í Vestur-Þýzkalandi í íþrótta- og menningarborginni Köln. Einnig keppt á nokkrum mótum,” sagði Haraldur Magnússon, hinn kunni íþróttafrömuð- ur í Hafnarfirði, þegar DV hitti hann að máli og fékk hjá honum helzta árangur FH-inga ytra. Kristjana Hrafnkelsdóttir stökk þar l, 60 m í hástökki og varpaði kúlu 9,52 m. Guðrún Gunnarsdóttir kastaði spjóti 37,42 m í keppni en hefur oft kastaö yfir 40 m á æfingum. Linda B. Olafsdóttir setti Hafnarfjarðarmet í 100 m grindahlaupi, 17,8 sek. Hljóp 100 m á 13,9 sek. og 200 m á 28,41 sek. Hún erítelpnaflokki. Magnús Haraldsson hefur náð bezt 1:57,8 mín í 800 m og sigraöi í 1500 m hlaupi á móti í Þýzkalandi á 4:06,3 mín. Sigurður Haraldsson hljóp 800 m á 1:59,4 mín og er fjórði FH-ingurinn sem hleypur vegalengdina á innan við tveim mínútum. Viggó Þ. Þórisson keppti í 800 m hlaupi í flokki 18 ára og yngri. Varð í öðru sæti á 2:00,3 mín. Viggó er aðeins 15 ára og þetta er hans bezti árangur. Helgi Freyr Kristins- son, sem er í sveinaflokki, hljóp 400 m á 57,03 sek. 200 m á 26,04 sek. ogstökk 5,58mílangstökki. Á móti í Bonn stökk Linda B. Lofts- dóttir, sem er í telpnaflokki, 14 ára, 5,22 m. Átti hárfínt, ógilt stökk yfir 5,50 m. Dómurunum í Bonn fannst það glæsilegt stökk hjá svo ungri stúlku. Þá hefur hún hlaupið 200 m á 27,7 sek. og 400 m á 60,9 sek. Þá má geta þess, að Viggó á eitt ár eftir í sveinaflokki. Metið þar er 2:00,1 mín. sett af Olafi Þorsteinssyni KR1968. Omar Hólm hljóp 5000 m á 16:39,05 mín en hann er í sveinaflokki. Á þar eitt ár eftir en Islandsmetiö í flokknum er 16:11,8 mín. Einar Oskarsson, UBK, náði þeim tíma 1971. Hreiðar Gíslason, sem er í drengjaflokki, hljóp 200 m á 25,08 sek. Ragnheiður í formi Þekktasta frjálsíþróttakona FH, Ragnheiður Olafsdóttir, æfir einnig í Köln og er í góðu formi. Mun keppa þar nk. laugardag í 3000 m hlaupi. Hún hljóp nýlega 1000 m á æfingu á 2:48,00 mín en Islandsmet hennar á vega- lengdinni er 2:50,8 mín., sett fyrir tveimur árum á sama stað. Þá eru nokkrir FH-ingar í Svíþjóð. Einar P. Guðmundsson hljóp 800 m á 1:56,73 min. Guðmundur Rúnar Guðmundsson hefur stokkið 2,03 m í hástökki og Lára S. Halldórsdóttir 1,60. Valdimar Gunnarsson er í Noregi og hefur varpað kúlu 14 metra. hsím. Bikarslagir Aðalumferðin í bikarkeppni KSÍ í knattspymu hófst í gærkvöldi með leik Þórs og Breiðabliks á Akureyri. Fimm leikir verða leiknir í keppninni í kvöld ogem það þessir: Þróttur R—Akranes Véstmannaeyjar—Fram Þeir Baldvin Björgvins- son og Gunnlaugur Jónsson urðu ísiandsmeistarar á Topper og Laser-bátum á íslandsmótinu í siglingum sem haldið var á Skerja- firði um síðustu helgi. Voru þar mættir keppendur frá flestum siglingafélögum landsins og komu t.d. tveir keppendur með Laser-báta frá Akureyri. Laser-bátamir eru stærri og með stærri segl en Topper-bátarnir en mik- ið þarf til að stjórna þeim báöum. Á hverjum báti er aðeins einn maður. Á móti eins og þessu þurfa þeir að fara í sex ferðir og getur hver ferð eða keppni tekið allt aö tveim klukkustund- um. Þeir Baldvin og Gunnlaugur voru búnir að tryggja sér sigur eftir fimm fyrstu ferðirnar og þurftu því ekki að fara í þá sjöttu. Baldvin, sem þarna varð í fyrsta sinn Islandsmeistari á Topper-báti en hefir oft áöur orðið meistari á Optim- ist-bátum, sem eru minni, varð örugg- ur sigurvegari. Á Laser-bátunum var Gunnlaugur helzt til of léttur og varð því að þyngja sig aðeins með sérstökum pokum fyllt- um af vatni. Ekki háði það honum neitt því hann hlaut mun færri refsistig en næstu menn sem voru þeir Aöalsteinn Loftsson og Rúnar Steinsen. -klp-. Víðir Garði—Keflavík Huginn —Reynir Sandgerði Völsungur—Víkingur Tveir síðustu leikirnir verða svo á morgun en þá leika KR—Valur og KA—ísafjörður. -kln- Auðvitað ævingagal/a á alla verð frá 398L - póstsendum Sportvöruverslun jm Ingólfs Oskarssonar Klapparstíg 44. — Sími 11783

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.