Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1982, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1982, Blaðsíða 28
28 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MIÐVIKUDAGUR 7. JULI1982. í gærkvöldi í gærkvöldi Kaupa sýningarréttinn — sýna þegar þeim þóknast Það þurfti auðvitaö að banna út- sendingar Videoson frá heimsmeist- arakeppninni í knattspyrnu á Spáni. Mig langar að spyrja hvers vegna í ósköpunum var Ríkisútvarpið að greiða rúmlega 450 þúsund krónur fyrir sýningarréttinn, en fara síðan í frí? Eiga landsmenn að bíða þangað til sjónvarpinu þóknast að hef ja störf á ný og sýna það sem lúrt hefur verið á? Það væri nær að fá sumarfólk til afleysinga eins og tíðkast á öðrum stofnunum og sýna leikina strax, ásamt öðru efni. Það kæmi sér illa ef fleiri tækju upp á þvi að loka stofnun- um á meðan f arið er í f rí eins og s jón- varpiö og bamaheimilin gera. Þátturinn á Vettvangi er bæði góð- ur og gagnlegur. Fleira af þessu tagi mætti heyrast en minna af aríum og sónötum. Þór Magnússon þjóöminja- vörður óskaði eftir hugmyndum um hvað gera mætti við Viðeyjarstofu. Þar þyrfti að vera eitthvaö meira en „draugasafn”. Sjálfsagt er að nota Viðey, reyna að byggja hana upp í hina upprunalegu mynd og hafa skipulagðar ferðir út í eyjuna. — Um selastofninn var mikiö rætt og væri nú gaman ef selkjötiö kæmi í verzl- anir, þaö líkist fuglakjöti og er mun betra en hvalkjöt. Ástæöulaust er að láta selinn afskiptalausan þó svo að Grænlendingum hafi ekki tekizt aö koma í veg fyrir hringorm í fiski með seladrápum. Þar sem daglega er lesin upp og birt í blöðum útvarpsdagskrá og tímasetningar mjög nákvæmar finnst mér að annaöhvort eigi að fara eftir því sem upp er gefið og láta þætti hefjast á réttum tíma eða að láta jafnt yfir alla þætti ganga og ljúka þeim áður en næsti dagskrár- liður hefst. Það hefur lengi borið á því að suma þætti er slökkt á svo næsti dagskrárliður geti hafizt, en Sinfóníuhljómsveitin í Vínarborg varð að ljúka verki sínu áöur en þátt- urinn Þegar ég eldist gat hafizt. Hann hófst síðan tíu minútum á eftir áætlun og aðrir dagskrárliðir færð- ust aftur sem því nam. Ragnhildur Ragnarsdóttir Andlát Áslaug Þóra Jóhannesdóttir lézt 1. júli. Hún var fædd 8. apríl 1949, dóttir hjón- anna Huldu Magnúsdóttur og Jó- hannesar Bjamasonar. Áslaug útskrif- aðist úr verzlunardeild Hagaskóla og hóf þá störf hjá Sambandi íslenzkra samvinnuféiaga og vann þar í 6 ár viö vélabókhald. Þaðan Iá leiðin til Loft- leiða, síöar Flugleiða, þar sem hún vann að hliðstæöum störfum. Áslaug var ein af fyrstu sýningarstúlkum Karonsamtakanna. Áslaug var ógift og barnlaus. Otför hennar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Bjarai Lúðviksson lézt 20. júní. Hann var fæddur í Neskaupstað 20. marz 1907. Bjarai lauk sveinsprófi í hús- málun og fékk síðan meistararéttindi. Hann rak sjálfstæðan atvinnurekstur á Neskaupsstað til ársins ’59 en þá flutti hann til Reykjavíkur og starfaði þar hjá málarafyrirtækinu Herði og Kjart- ani. Eftirlifandi kona Bjama er Laufey Arnórsdóttir, eignuðust þau 5 böm. Ot- för hans var gerð frá Fossvogskirkju í morgun kl. 10.30. Ragnar Ragnarsson lézt 27. júní. Hann var fæddur í Reykjavík 2. október 1948, sonur Ingibjargar Jónsdóttur og Ragn- ars Guðmundssonar. Föður sinn missti Ragnar ungur en ólst upp með móður sinni og síðar fósturföður sínum Ingv- ari Sigurðssyni. Ragnar lauk námi í dýralækningum. Síðustu árin rak hann dýraspítala Watsons í Víðidal, einnig , var hann oddviti á Þórshöfn um tíma. Eftirlifandi kona hans er Halla Bergs- dóttir og eignuðust þau 4 böm. Otför Ragnars verður gerð frá Hafnarfjarð- arkirkju í dag kl. 13.30. Þorbjöra Guðbjörnsson málari, Flúöa- seli 66 Reykjavík, lézt af slysförum mánudaginn 5-júlí. Milda Eivira Ólafsson lézt aðfaranótt 6. júlí. Jón Þorleifsson vélstjóri frá Isafirði, Merkurgötu 4 Hafnarfirði, lézt 5. júli á Landakotsspítala. Kristín Klingbeil, Karlagötu 19, fædd 30. júli 1911, lézt 24. júní 1982. Otförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinn- ar látnu. Svanur Guömundsson frá Bilduhóli, nú Árgötu 12 Húsavík, verður jarösunginn að Breiðabólstað, Skógarströnd, laug- ardaginn 10. júlí kl. 14. Ragnheiður Aradóttir, Baröaströnd 1 Seltjamamesi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 8. júlí kl. 10.30. Sigfús Sigfússon málari, Lokastíg 8,verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unni fimmtudaginn 8. júlí kl. 10.30. Tilkynningar GOOLE: Arnarfell..........................12.7. Arnarfell...........................26.7. Arnarfell...........................9.8. Arnarfell...........................23.8. ROTTERDAM: Arnarfell...........................28.6. Arnarfell...........................14.7. Arnarfell...........................28.7. Arnarfell..........................11.8. Arnarfell...........................25.8. ANTWERPEN: Arnarfell..........................29.6. Arnarfell..........................15.7. Arnarfell..........................29.7. Arnarfell..........................12.8. Amarfell...........................26.8. HAMBORG: Pia Sandved ..................... 29.6. Helgafell..........................12.7. Helgafell..........................30.7. Helgafell ........................ 19.8. Hvassafell.........................16.8. GAUTABORG: Hvassafell..........................6.7. Hvassafell.........................20.7. Hvassafell..........................3.8. Hvassafell.........................17.8. KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell..........................7.7. Hvassafell.........................21.7. Hvassafell..........................4.8. Hvassafell.........................18.8. SVENDBORG: PiaSandved ........................29.6. Hvassafell..........................8.7. Helgafell .,.......................14.7. Dísarfell .........................21.7. Helgafell...........................2.8. ARHUS: Helgafell .........................15.7. Dísarfell .........................22.7. HelgafeU............................3.8. Dísarfell .........................18.8. CLOUCESTER, MASS.: Skaftafell.........................27.7. Skaftafell....................... 27.8. HALIFAX, CANADA: Skaftafell ........................29.7. Skaftafell.........................29.8. HELSINKI: Disarfell .........................16.7. Dísarfell .........................12.8. LARVIK: Hvassafell..........................5.7. HvassafeU..........................19.7. Hvassafell..........................2.8. Seljendur kartaflna og aðrir sem hlut eiga að máli Með stoð í lögum nr. 85/1968 um eiturefni og hættuleg efni og lögum nr. 50/1981 um Hollustuvernd rUcisins hefur ráðuneytið gefiö út reglugerð um markgildi (hámarksmagn) tíabendazóls í markaðskartöflum. A nýjum lista um skráö eiturefni og hættuleg efni til nota í landbúnaði og garðyrkju er til- greint útrýming:. fni TECTO L, er inniheld- ur hið virka efr t.íaijendazðl og ætiað er til varnar sveppasýkingu í kartöflum í geymslu. Umrædd reglugerð öðlast gildi 1. ágúst nk. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Framkvæmdastjóri Félags íslenzkra iðnrekenda Stjórn Félags íslenzkra iðnrekenda hefur ráð- ið Olaf Davíðsson, hagfræðing og forstööu- mann Þjóðhagsstofnunar, framkvæmda- stjóra félagsins frá næstu áramótum, en í haust lætur Valur Valsson af því starfi og tek- ur við starfi bankastjóra Iðnaöarbanka Is- Iands. Olafur Davíðsson er fæddur árið 1942, en hann Iauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1962 og síðan hagfræðiprófi frá há- skólanum í Kiel í Vestur-Þýzkalandi árið 1968. Olafur réðst til Efnahagsstofnunar árið 1969, sem síðar varð Hagrannsóknadeild Fram- kvæmdastofnunar ríkisins. Ariö 1974 réöst Olafur til Þjóðhagsstofnunar, sem þá var stofnsett, og í nóvember 1980 var Olafi falið að gegna starfi forstjóra Þjóðhagsstofnunar um tveggja ára skeið. Olafur Davíðsson er giftur Helgu Einarsdótt- ur viðskiptafræðingi. Stýrimannaskólinn í Reykjavík Endurmenntunarnámskeið fyrir starfandi skipstjórnarmenn Endurmenntunamámskeið fvrir starfandi skipstjórnarmenn, stýrimenn og skipstjóra var haldið í Stýrimannaskólanum í Reykjavík 7,—12. júnísl. A námskeiðinu var kennt: 1. Veðurfræði og þá sérstaklega val siglinga- leiðar meö tilliti til veðurs (weather routeing) og notkun veðurkortarita. 2. Stöðugleiki, gerð stööugleikalinurita, dýna- mískur stöðugleiki fyrir kornflutninga, kröfur Alþjóðasiglingamalastotnunar (IMO) um stöðugleika skipa o.fl. 3. Stórflutningar (shipping) og farið í Haag- reglur, ferðareikninga og farmskírteini skipa. 4. Ratsjárútsetningar og sigling í dimmviðri með ratsjá æfð í samliki (Radar-simulator). Aö loknu námskeiði fengu þátttakendur sam- líkisskírteini (Radar Observers’s Certi- ficate). 5. Vaktrcglur(Watch Procedure). Kynntar vaktreglur Alþjóðasiglingamálastofnunar (IMO), aðgreindar, aðskildar siglingaleiðir ognýtt baujukerfi (IALA-kerfi). Þetta fyrsta endurmenntunamámskeið Stýri- mannaskólans var vel sótt og tóku 18 yfir- menn úr verzlunar- og fiskiskipaflotanum þátt i námskeiöinu sem þótti takast mjög vel. Hugmyndin er að halda þannig vikunámskeið á hverju vori viö Stýrimannaskólann í Reykjavík. Borgarspítalinn, Fossvogi Heimsóknartími: Mánud.—föstud. kl. 18.30-19.30. Laugard.—sunnud. kl. 15—18 eða eftir sam- komulagi. Fyrirlestrar Opið hús í IMorræna húsinu — sumarið 1982 Dagskrá með fyrirlestrum og tónlist. Eftir hlé er sýnd kvikmynd eftir Osvald Knudsen. Dag- skráin er aðallega ætluð ferðamönnum frá Norðurlöndunum. Okeypis aðgangur. Opið hús á hverju fimmtudagskvöldi kl. 20.30 frá 1. júlí til 19. ágúst. Fimmtud. 8. júlí — kl. 20.30 Eyþór Einarsson grasafræðingur: Flóra ts- lands. Kvikmynd: Smávinir fagrir (12 min.) og Þórsmörk (11 mín.). Fimmtud. 15. júlí — kl. 20.30. Dr.JónasKristjánsson: Islenzkuhandritin. Kvikmynd: Hornstrandir (33mín.). Fimmtud. 22. júlí — kl. 20.30 Ölafur Halldórsson handritafræðingur: Fyrirlestur um Grænland. Kvikmynd: Frá Eystribyggð í Grænlandi (18 mín.). Fimmtud. 29. júlí— kl. 20.30. Vésteinn Olason lektor: Halldór Laxness og Island. Kvikmynd: Halldór Kiljan Laxness (32 mín.). Fimmtud. 5. ágúst — kl. 20.30. Dr. Sigurður Þórarinsson: Eldvirkni á Is- landi. Kvikmynd: Jörð úrÆgi (24. mín.). Fimmtud. 12. ágúst — kl. 20.30. Kvikmyndasýning: Eldur í Heimaey (31 min.) ogSveitinmilli sanda (29mín.). Fimmtud. 19 ágúst — kl. 20.30. Nanna Hcrmannsson borgarminjavörður: Reykjavík fyrr og nú. Kvikmynd: Reykjavík 1955 ( 35mín.). Kaffistofan er opin daglega frá kl. 9.00—19.00, fimmtudagskvöld til kl. 23. Sunnudaga 12—19. I anddyri er sýning á Flóru íslands, sem Nátt- úrufræðistofnun Islands setur upp. I bókasafni eru bækur um Island á Norður- landamálunum ásamt þýðingum á íslenzkum bókum. Bókasafnið er opið daglega kl. 13—19, sunnud. 14—17. Minningarkort Hjarýaverndar fást á eftirtöldum stöðum: Reykjavik: Skrifstofa Hjártaverndar, Lágmúla 9, simi 83755. Reykjavíkur Apótek, Austurstræti 16. Skrifstofa DAS, Hrafnistu. Dvalarheimili aldraöra viö Lönguhbð. Garðsapótek, Sogavegi 108. Bókabúöin Embla, Völvufelli 16. Árbæjarapótek, Hraunbæ 102 a. Bókabúð Glæsibæjar, Álfheimum 74. Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20—22. KEFLAVlK: Rammar og gler, Sólvallagötu 11. Samvinnubankinn, Hafnargötu 62. HAFNARFJÖRÐUR: Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31. Sparisjóður Hafnarfjarðar, Strandgötu 8—10. KÖPAVOGUR: Kópavogs Apótek, Hamraborg 11. AKRANES: Hjá Sveini Guðmundssyni, Jaðarsbraut 3. ÍSAFJÖRÐUR: Hjá Júlíusi Helgasyni rafvirkjameistara. AKUREYRI: Bókabúðin Huld, Hafnarstræti 97. Bókaval, Kaupvangsstræti 4. VESTMANNAEYJAR: Hjá Arnari Ingólfssyni, Hamratúni 16. 50 ára er í dag Ölafur G. Einarsson alþingismaöur. Um árabil var hann sveitarstjóri Garðahrepps sem nú nefnist Garðabær. Olafur hefur gegnt trúnaðarstörfum í þingflokki Sjálf- stæðisflokksins, hefur hann verið á mörgum þingum og er nú formaður þingflokksins. Eiginkona Olafs er Ragna Bjarnadóttir, þau eiga eina dóttur og búa á Stekkjarflöt 14 Garöabæ. Tapað -fundið Þessi 3 mánaÖa ljósbröndótti köttur tapaöist í gærkvöldi frá heimili sínu, Hvassaleiti 46. Þeir sem séð hafa köttinn frá því í gær hafi vinsamlegast samband í sima 26900 (vinnu- simi) eða 39456. Kötturinn var ómerktur. Samkomur Húsmæðravika samvinnu- manna að Bifröst Hin árlega húsmæðravika Sambandsins og kaupfélaganna var haldin að Bifröst í Borgar- firði dagana 4.—11. júní sl. Þátttakendur voru 61 frá 14 kaupfélögum víðs vegar um landið. Forstöðumaður vikunnar var Guðmundur Guðmundsson fræðslufulltrúi Sambandsins. Húsmæðravikan að Bifröst er fræðslu-, skemmti- og hvíldarvika og voru á dagskrá hennar fræðsluerindi, kynnisferöir, vöru- kynningar, kvöldvökur o.m.fl. Þátttakendur lýstu mikilli ánægju með hús- mæðravikuna svo og aðbúnað að Bifröst. 1 lokin færðu þátttakendur forstöðumanni hús- mæðravikunnar og starfsfólki sumarheimilis- ins að Bifröst sérstakar þakkir. Sambandið og kaupfélögin hafa haft slíka húsmæðraviku árlega, aUt frá 1960, og var þessi því sú 23. í röðinni. Happdrætti Reiðhjólahappdrætti Fram Drætti í reiðhjólahappdrætti handknattleiks- deildar Fram hefur verið frestað til 23. júli nk. Stjórnin. .............. ...Ji'J* Ferðalög Ferðaáætlun Útivistar 1982 Ferðaáætlun ferðafélagsins Utivistar er fyrir nokkru komin út. Þar er boðið upp á 100 styttri ferðir sem eru einsdagsferðir og kvöld- ferðir. Flestar þessar ferðú- eru um nágrenni höfuðborgarinnar. Sérstök áherzla er lögð á að kynna Reykja- nesfólkvang með styttri og lengri ferðum, en þangað eru farnar 24 einsdags- eða hálfsdags- ferðír. I Fólkvanginum er að finna flest þau djásn, í smækkaðri mynd, sem íslenzk öræfi hafa upp áaðbjóða. Helgarferðir eru 72, en þar af eru 8 bakpoka- ferðir, en í þeim er aUur feröabúnaðurinn bor- inn á bakinu. Tvær af bakpokaferðunum eru í Reykjanesfólkvang og eru það tveggja daga ferðir. Þá eru ráðgerðar í áætluninni 15 sumarleyfisferðir og af þeim eru 10 bakpoka- ferðir. Af einstökum sumarleyfisferðum má nefna þrjár Hornstrandaferðir 9,—18. júlí og svo ferð í Reykjafjörð 23. júlí til 2. ágúst. Ferðir eru einnig á öræfajökul, Esjufjöll, Máva- byggðir, Núpsstaðarskóg, Lakagíga, Eldgjá, Borgarfjörð eystri, Hvanngil, Gljúfurleit, Þjórsárver, ArnarfeU og svo að sjálfsögðu í Þórsmörk. Hringferð um hálendi íslends verður farin 5. tU 15. ágúst. Ekið verður norður Kjalveg um Auðkúluheiði og Blöndudal til Mývatns. Það- an verður farið til KverkfjaUa þar sem gengið verður á fjöUin, í íshellana og í Hveradalinn. Að svo búnu verður ekið til Mývatns og nestið endurnýjað og litið á Kröflu o.fl. Þá verður haldið til HerðubreiðarUnda og gengið á Herðubreið. Þaðan liggur svo leiðin í Dyngju- fjöU og Öskju og svo Gæsavatnaleið um Urðarháls í Gæsavötn og á Bárðarbungu í Grímsvötn og á GrímsfjaU á VatnajökU. Leiðin liggur svo um Nýjadal, Veiðivötn og Sigöldu tU Reykjavíkur. Af nýjungum, auk kynningarinnar á Reykjanesfólkvangi, skulu nefndar bakpokaferðirnar. Þar er um að ræða gönguferðir þar sem aUur útbúnaður er bor- inn á bakinu. Það er sérstök tilfinning að bera húsið sitt með sér eins og snigUlinn, með nest- ið í malnurn, og gangandi er snertingin við landið nánust. 1 áætluninni er gert ráð fyrir þremur úti- vistardögum fjölskyldunnar. Sá fyrsti var 9. maí og svo 13. júni og síðasti dagurinn verður 15. ágúst. Utivistardagar fjölskyldunnar eru þannig að farið er í léttar göngur á fögrum og söguleg- um stöðum. 1 ferðinni 15. ágúst er endastöðin í Krisuvík. Ferðin endar á pylsuveizlu við söng og hljóð- færaslátt. Ferðafélagið Utivist var stofnað 23. marz 1975. Markmið þess er að stuðla að útivist fólks í hollu og óspiUtu umhverfi. Ársrit Uti- vistar er innifaUð í félagsgjaldinu og kemur áttunda bókin út nú í ár. Upplag fyrstu árbók- anna er senn á þrotum. Gangið í Utivist og tryggið ykkur frumútgáfu árbókanna á fé- lagsmannaverði. Skrifstofa Utivistar er í Lækjargötu 6A, sími 14606. Formaður Utivistar er Þór Jðhanns- son.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.