Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1982, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1982, Blaðsíða 31
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MIÐVIKUDAGUR 7. JULI1982. 31 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Ekki eru allir auralausir Starfsmenn Fossvlrkis, stærsta verktakans við' Hrauneyjafossvirkjun, fá 272 krónur á dag í bónus ofan á hin venjulegu laun. Er óhstt að samgleðjast þeim. Hins vegar er hstt við að mörgum öðrum launþegum 'þyki skrýtið að Fossvirki skuli vera svona rausnarlegt. Einn helzti eignaraðQi Foss- virkis er nefnilega verktaka- fyrirtækið ístak en forstjóri þess heitir Páll Sigurjónsson. Páll þessi er sá sami Páll og nú er formaður Vinnuveit- 'endasambandsins. Á opin- 'berum vettvangi hefur Páll lýst því yfir að fyrirtækin í landinu geti ekki greitt hærra kaup. Með það í huga tók Páll þátt í nýafstöðnum samn- ingaviðræðum. Þrátt fyrir eymdina og vol- æðið tekst Fossvirki einhvem veginn að aura saman í bónusinn. Páll ætti nú kannski að segja félögum sínum í VSÍ frá því hvemig fariðséað. Norðlendingar og Sunnlendingar rffast nú um franskar kartöflur Norðlendingar og Sunn- lendingar slást ekki aðeins um steinullarverksmiðju. Nú em þeir farnir að slást um franskar kartöflur. Á Svalbarðseyri við Eyja- fjörð hafa, sem kunnugt er, um nokkurt skeið verið fram- leiddar franskar kartöflur með góðum árangri. En nú em Sunnlendingar einnig búnir að koma sér upp verk- smiðju til að gera franskar kartöflur. Norðlendingar em að vonum óhressir með að fá þarna aukna samkeppni. Saka þeir nú Sunnlendinga um undirboð á markaðnum og segja þá selja frönsku kar- töfluraar undir framleiðslu- kostnaði. Svartolían hækkar meira Margir útgerðarmenn þóttust framsýnir er þeir iögðu út í dýrar breytingar á skipum sínum til að þau brenndu svartolíu. Vantaði reyndar ekki hvatninguna frá opin- beram aðilum. Nú em hins vegar margir útgerðarmannanna að vakna upp við vondan draum. Breytingarnar hafa ekki reynzt éins arðvænlegar og í fyrstu var talið því svartolíu- verð hefur hækkað töluvert meira en verð annarra olíu- tegunda. Jón Jónsson, f ramkvæmda- stjóri Rækjuvinnslunnar á Skagaströnd, segir þessa þróun minna á það sem gerðist þegar bileigendur ætl- uðu að vera sniðugir og skipta yfir í dísilbíla. Stjóm- völd hafi þá séð fram á tekju- missi og því einfaidlega hækkað þungaskattinn. Níu atkvæði á klukkustund Talning í sveitarstjómar- kosningunum, bæði þeim fyrri og síðari, gekk yfirleitt fljótt og vel fyrir sig. Þeir í Svarfaðardalnum tóku lifinu bins vegar með ró og spekt. Þar lá mönnum ekk- ertáaðfá úrslit. - í Svarfaðardalshreppi hófst talning klukkan 23. Áttu menn von á þvi að hún tæki ekki langan tima því at- kvæðin vom ekki nema 151. En það fór á annan veg. Talningu lauk ekki fyrr en klukkan 15.30 næsta dag, eftir sextán og hálfa klukkustund. Gárungar hafa reiknað út að afköstin hafi verið níu at- kvæði á klukkustund. Enn- fremur að með sama hraða komist talningarmenn yfir tæp áttatíu þúsund atkvæði á heilu ári. 15 ára gamall blaðamaður Dagblaðið Timinn, málgagn samvinnu- og ungmennafé- lagshreyfingarinnar, hefur nú gengið vasklega fram fyrir skjöldu fyrir ungu kyn- slóðina og ráðið til sin 15 ára gamla stúlku í starf blaða- manns. Menn velta því fyrir sér hvort spamaðarsjónarmið ráði þarna ferðinni og hvort Tíminn ætli sér með þessu að rétta við fjárhagsstöðuna með því að fá blaðamenn sem þiggja laun eftir taxta ungl- ingavinnunnar. Sagt er að Elías Snæland Jónsson ritstjóri Timans ætli sér að ala barnið upp í faginu og byrjað því snemma eins og gert er við íþróttafólk fyrir austan tjald. Með þeim aðferðum ætti framsóknar- meybamið að verða góð framsóknarmaddama með ámnum. Umsjón: Kristján Már Unn- arsson. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Fjalakötturinn—Lestin: Enginn ærlegur hermaður stöðugt nærgöngulli. Ráðizt er á lest- ina sem þau ferðast meö og þrír af samferðamönnum þeirra láta lífið. Svarthvítum fréttamyndum af sprengingum og vígvélum er af og til skotiö inn í myndina og raunar mjög eftirtektarvert hversu vel tekst að tengja þær aðalsöguþræðinum. Sá áhorfandi sem ekki skynjar óttann og spennuna í lest flóttafólks- ins má aö líkindum heita dauöur úr öllum æðum. Stríðið er afkáralegt og hegöan fólksins í lestinni verður óeðlileg. Það hlýtur óneitanlega að ýta við mönnum að sjá óttann og skelfinguna grípa óbreytta borgara á flótta undan drápstækjunum og virða síðan Hitler gamla skellihlæj- andi fyrir sér nokkmm andartökum siðar. Julien og Anna lifa hverja minútu eins og hún kynni að verða sú síö- asta, enda er oft líklegt að svo sé á stríðstímum. Að lokum blasir tor- tímingin við þeim og það er striöið sem á sök á því hvemig komið er. Anna og Julien hittast vegna stríðs- ins, það er stríðið sem fær þau til að bregðast óeölilega viö og að lokum verða þau fómarlömb geösýkislegra ofsókna fasista. Le Train er einhver bezta mynd sem borizt hefur til Islands á þessu ári og hún kemur hingað á réttum tíma. Hér eins og annars staðar virð- ist fólk vera að vakna til vitundar um að stríðsæsingamenn og valdasjúkir stjómarherrar eru stööugt að brýna kutana og klambra saman nýjum vítisvélum. Auövitað er deginum ljósara að óbreyttir borgarar em manna fyrstir skornir niður við trog. Eða eins og gamli maðurinn í Le Train segir: „Eg hef aldrei vitað til þess að til væri ærlegur hermaður. ” Lestin er engin áróðursmynd. I henni er ekki að finna prédikanir heldur er því lýst á nærfærinn hátt hvemig beztu og fegurstu tilfinning- ar mannsins eru skrumskældar á stríðstímum. Þær geta jafnvel orðið banvænar. Lestin verður ekki sýnd nema einu sinni enn í Fjalakettinum. Það er slæmt því mörgum væri hollt aö sjá lífið í lestinni, glottið á Hitler og sprengjuregnið sem dynur á sak- lausu fólki. Margir Islendingar eru nefnilega svo ungir að ámm að fyrir þeim er stríð bara eitthvert havari úti i heimi. En það eru ekki nema rúmlega fjöratíu ár síðan hluti heimsstyrjaldar var háöur í túnfæt- inumhjá okkur. -Solveig K. Jónsdóttir. Romy Schneider fer með aðalhlut- verk í Lest- inni. Þessi ágæta leik- kona Iézt sl. vor. Fjalakötturinn: Le Train (Lestin). Sýningarstaður: Tjarnarbíó. Leikstjóri: Pierre Granier-Deferre. Handrít: Pierre Granier-Deferre og Pascal Jardin eftir skáldsögu Georges Simenon. Aöalleikarar: Romy Schneider og Jean-Louis Trintignant. Frönsk, árgerö 1973. Arið 1940 réöust Þjóðverjar inn í Frakkland og flóttamenn frá noröur- hluta Frakklands streymdu í stríð- um straumum suöur á bóginn. I hópi flóttamannanna er útvarpsvirkinn Julien (Jean-Louis Trintignant). Hann flýr ásamt dóttur sinni ungri og eiginkonu sem þá er þunguð. Allar lestir sem leggja í suöurátt eru drekkhlaðnar af fólki og farangri. Julien má hírast í gripavagni en eiginkonan og dóttirin fá að sitja á fyrstafariými. Ekki fer mörgum sögum af því sem fram fer á fyrsta farrými, en í gripavagninum gengur á ýmsu. Þar hefur safnazt saman fólk af ólíkum toga. Einn liöhlaupi er meö í förinni en í vagninum má einnig finna geð- sjúkling, kvenpersónu i lauslátara lagi, stúlkukind með bam á brjósti, gamla heiðursmenn og síöast en ekki sízt gyðingastúlkuna önnu (Romy Schneider). 1 gripavagninum ber sitthvað til tíðinda en mest er um vert að Julien, útvarpsvirkinn með óléttu frúna á fyrsta farrými, rennir hýra auga til önnu. Ástarævintýri Juliens og önnu er dauöadæmt frá upphafi. Þau vita bæði að Julien getur ekki yfirgefið eiginkonuna en þrátt fyrir það dragast þau hvortað öðru. Umgjörð- in um ástarævintýrið er ekki of glæsileg. Gripavagninn er troðfull og óskemmtileg vistarvera og yfir lest- inni heyrast gjarnan dmnumar í omstuflugvélum Þjóðverja. Pierre Granier-Deferre tekst meistaralega vel að magna upp spennu í kringum þau Julien og önnu. Hörmungar stríðsins gerast Kvíga ein og tarfur lögðu á haf út: SKÖTUHJÚIN SEn í TOG Fyrir skömmu brugðu kvíga ein og tarfur á það ráð að leggjast til sunds í Kollafirðinum. Voru þau komin 500 metra frá landi þegar eftir þeim var tekið. Myndimar sýna hvar starfsmenn laxeldisstöðvarinnar í Kollafirði vinna að björgun gripanna. Skepnumar voru hinar tregustu til aö snúa í átt til lands og varð að beita þær valdi. Skötuhjúin vom sett í tog og náðust að lokum á þurrt. Þeim mun ekki hafa verið meint af volkinu. Ekki var neinn viðstaddur sem ráðið gat í baul gripanna, en ekki er ólíklegt að þeir hafi tautað, ,,út vil ek”. Samkvæmt upplýsingum DV komu sundgarparnir f rá Hrísbrú í Kjós. GSG/DV-mynd Hringur Sigurðsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.