Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1982, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1982, Blaðsíða 32
32 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MIÐVIKUDAGUR 7. JUU1982. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Henry Fonda að hressast Henry Fonda sem nú er orðinn 76 ára Oskarinn fyrir frábæra frammistöðu í er á batavegi eftir langa sjúkrahús- kvikmyndinni „On Golden Pond”. legu. Gamli maðurinn er farinn að Shirley kona hans segir að ekki sé úti- geta gengið og er allur óðum að hress- lokaö að hann leiki í fleiri kvikmyndum ast eftir síðasta hjartaáfall. í framtíðinni. Fer það allt eftir því Eins og flestir víst muna fékk hann hversu vel hann mun ná sér á strik. Díana komin í mussu? Hún prinsessa Díana varð 21 árs 1. júlí sl. Hún er alltaf jafn vinsælt um- talsefni í kokkteilboðum Englands og núna er hún loksins orðin fullorðin og fjárráða. Fylgst er vandlega með hverju fót- máli hennar og allt sem hún segir og gerir greyið er umsvifalaust sett á prent. Hún þykir vera glæsipía hin mesta og fötin hennar vekja alltaf umtal. Nú er það nýjasta nýtt hjá þessu fatafríki aö hætta að ganga í þröngum gallabuxum og aðskornum peysum. llún er nefnilega oröin leið á öllu þessu umtali um útlit sitt, hversu glæsilegan vöxt hún hafi o.s.frv. Brjóst hennar eru stöðugt til umræðu og kennir hún klæðskera sínum um það vegna þess að það var jú hann sem saumaði alla þessa aö- skornu brjóstasýnandi kjóla á hana. Aftur á móti held ég að það sé ein skýring til viðbótar sem í sjálfu sér er ósköp eðlileg. Díana er nýbúin að eignast bam og líkaminn breytist eftir bamsfæöingu og tekur það tíma þar til öll mál eru komin á sama staö og áður. Það er ósköp eölilegt og fallegt. Ryan O'Neal er yfir sig hrifinn af stórstjörnunni og vinkonu sinni, henni Farrah Fawcett, en hann sættir sig þó ekki við að fá sömu laun og hún. Kærustuparinu var boðið fullt af dollurum fyrir aö skrifa undir þriggja ára samning við sjón- varpsfyrirtæki eitt. Þar eiga þau að leika spæjarahjón. Ryan segist vera til í þetta ef hann fái nokkrum doUurum meira en Farrah. Kappinn virðist ekki líta svo á að stjömur eigi að fá sömu laun fyrir sömu vinnu. Hann er greini- lega karlremba hin mesta. Katharine Hepburn sem fékk Oskarinn fyrir leik sinn á móti Henry Fonda í kvikmyndinni „On Golden Pond” kemur til með að leika ættmóður Kennedyanna, hana Rósu gömlu, í samnefndri kvikmynd. Eina skilyrðið sem hún setur fyrir leik sínum er að ættingjar hennar, leikkon- urnar Katharine Hoghton og Schuyler Grant fái að vera með í kvikmyndinni. Þær koma til með að leika Rósu Kenne- dy sem barn og unga konu. Katherme Hepburn mun síðan leika Rósu eins og hún hefur verið undanf arin ár. LINDA BLAIR FARIN AÐ BÚA Ameríska ungpíustjarnan Linda Blair sem m.a. varð fræg fyrir leik sinn í Særingamanninum er nú yfir sig ástfangin af Scott Nederlander. Þau eru byrjuö að búa saman og er ótrú- legt að heimili ungu hjónanna sé fátæk- legt því Scott þessi er milli og eiga for- eldrar hans fullt af leikhúsum víðs veg- ar um Ameríkuna. Robert de Niro Hann Robert De Niro Hollywood stjarna er flæktur í hneykslismál og vinur hans Robin Williams (sem ég kann engin deili á) líka. Þeirtengjastá einhvern dularfullan hátt dauöa grín- istans John Belushis. Þeir eiga að mæta í yfirheyrslu til löggunnar því einhver ókunn kona viðurkenndi að hafa gefiö grinistanum of stóran skammt af heróíni og kókaíni á hóteli Belushis. Þessi ónefnda kona segir aö Robert De Niro og hinn Róbertinn hafi báðir verið á þessu sama hóteli þegar Belushi dó. Ohuggulegt mál þetta. Barbara Streisand Barbara Streisand skilur ekkert í því hversu illa henni gengur að halda í karlmótleikara sína. Síðastliðin ár hefur hún misst af ótal mörgum góðum hlutverkum vegna þess að karlarnir neita að leika á móti henni. Þeim finnst hún vera allt of frek og eru pirraðir yfir því aö Barbara vilji fá að ráða ein- hverju. Clint Eastwood og Burt Reyn- olds eru meöal þessara kappa sem neita að leika á móti henni. Og Robert Redford er sömuleiöis búinn að neita henni um að leika meö henni í mynd sem hún ætlaöi að gera í framhaldi af kvikmyndinni „Okkar beztu ár”. Strákarnir eru greinilega orðnir nokkuð gamlir í hettunni og vita ekki að nútímafólk, alla vega nútímakonur, hafa bein í nefinu og láta ekki vaða ofan í sig. ÆVI BERGMAN KVIKMYNDUÐ Nastassa Kinski líkist Ingrid Bergman eins og hún var á yngri árum, óneitan- lega mikið. ;rid Bergm ¥ Ingrid Bergman rétt náði því að leika í kvikmyndinni um líf og starf ísraelska forsætisráðherrans Goldu Meir áöur en líf hennar sjálfrar verður fest á filmu. Hún er nú farin til Los Angeles til þess aö ræöa við sjónvarps- fyrirtækið NBC sem ætlar að gera kvikmynd um ævi hennar. Kvikmyndin verður gerð sérstak- lega fyrir sjónvarp og er ætlunin að senda hana út í tveim hlutum. Hver sýning mun taka tvo klukkutíma. Ingrid Bergman hefur Iýst því yfir að hún muni ekki koma til með aö leika sjálfa sig. Því bendir allt til þess að Nastassa Kinski komi til með að leika Ingrid á yngri árum og Liv Ullman leiki Ingrid miðaldra og uppúr. Nastassa sem þekkt er fyrir leik sinn í kvikmynd Polanskis, Tass, þykir líkj- ast Ingrid mikið eins og hún var héma áður fyrr á árunum. Ekki þykir það heldur saka að Nastassa hefur þennan sjarmerandi útlenzka hreim sem Ing- rid Bergman hefur líka. Um þessar mundir er Nastassa þessi afar vinsæl leikkona í Bandaríkjunum, hún þykir góð leikkona og svo er það náttúrulega útlitiö sem hún hefur líka meö sér. Mary Osmond gengin út Ameríska poppsöngkonan hún Maria Osmond er gengin í þaö heil- aga. Brúðarkjóllinn var úr glitrandi silki og tafti. Hún giftist körfubolta- spilara, Stephen Craig að nafni. Söngkonan er 22 ára og Stephen er 25 ára. Ungu brúöhjónin héldu brúð- kaupsveizlu, eina stóra og mikla, og buöu 4.000 manns í hana. Þau ætla síðan að fara í lítinn fjallakofa og vera þar í þrjá daga, sennilega aö taka upp allar brúðargjafirnar, síðan fara þau með fjölskyldu hennar í sumarfrí. Lítið er vitað hvaða náungi þetta er sem hún giftist utan það aö hann er mormóni eins og hún og ætlar sér að taka B.A. próf í samskiptafræðum, þaö er ef hann fellur ekki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.