Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1982, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1982, Blaðsíða 2
2 DV. FÖSTUDAGUR 6. AGUST1982. Félag bókasaf nsf ræöinga: Mótmælir ráðn- ingu í stöðu yfirbókavarðar Félag bókasafnsfræöinga hefur mótmælt ráöningu sagnfræðings í stööu yfirbókavaröar Bæjar- og hér- aðsbókasafns Árnessýslu, þar sem gengiö var framhjá eina bókasafns- fræöingnum sem sótti um stööuna. Það var bæjarráö Selfoss sem staöfesti ráðninguna hinn 23. júní, en staðan var veitt f rá 1. j úlí sl. Fjórir sóttu um yfirbókavaröar- stöðuna. Sá er hlaut hana er sagn- fræðingur aö mennt og hefur lokiö cand. mag. prófi frá Háskóla Is- iands. Auk þess las hann bókasafns- fræöi sem aukagrein til B.A. prófs. Hann hefur starfaö á Landsbóka- safni í fjóra mánuði, en vann þar áöur á Háskólabókasafni i f jögurár. Bókasafnsfræöingurinn, sem gengið var f ramh já, er meöB.A. próf í bókasafnsfræðum og hefur unniö viö bókasöfn í f imm ár. Hvorugur hinna sem sóttu um stööuna er meö háskólapróf. I lögum um almenningsbókasöfn er kveöiö á um aö forstöðumenn bæj- ar- og héraðsbókasafna skuli aö jafn- aði vera bókasafnsfræðingar. Þá segir ennfremur að bókasafnsfræö- ingar skuli að jafnaði hafa forgangs- rétt til bókavaröastarfa. I dag eru aðeins átta bókasafnsfræðingar i stööu forstöðumanna bæjar- og hér- aðsbókasafns en 40 slíkar stöður eru á landinu. I frétt frá Félagi bókasafnsfræö- inga um ráöninguna segir: ,,Bæjar- og héraösbókasafn Ámessýslu þjónar einu stærsta bókasafnsum- dæmi landsins og því mjög mikil- vægt aö þar hafi yfirstjóm maöur sem er bókasa&isfræöingur. I þessu tilfelli er ráöningin þeim mun furöu- legri þegar þess er gætt aö auglýst var sérstaklega eftir manni meö slíka menntun en síðan gengiö framhjá þeim eina sem uppfyllti þau skilyröi. Starfsreynsla þess umsækj- anda er einnig mun meiri en þess semráöinnvar.” Kristín Pétursdóttir, bókafulltrúi ríkisins, er vön að fá umsóknir um stöðu yfirbókavarðar til athugunar,, en aöspurö sagöist hún hafa verið er- lendis þá málið var tekið fyrir í menntamálaráðuneytinu. Kvaöst hún fyrst í gær hafa fengið gögn um umsækjendur í hendurnar. „Þaö voru vonbrigöi fyrir okkur, sem höfum hvatt til þess aö bóka- safnsfræðingar yröu ráönir í stööur yfirbókavaröa aö mál þetta skyldi fara svona,” sagöi Kristín. „Sagn- fræðingurinn sem fékk starfiö hefur veriö undirmaöur á þeim söfnum, sem hann hefur starfaö viö en bóka- safnsfræðingurinn hefur byggt upp bókasafnsþjónustu á nokkrum stööum.” Sagðist Kristín telja aö sá síöamefndi væri hæfari til að gegna starfi yfirbókavarðar þar sem hann þekkti betur til þeirrar alhliöa þjón- ustu sem almenningsbókasöfn ættu aö veita. -SA. Hjörtur Þórarin88on leiðir hér gradhest góðan á græn- lenzkri grund. Hrossið er gjöf frá Búnaðarsambandi ís- lands en það er einmitt Eskild Jeremiassen, formaður Búnaðarsambands Grœnlands, setn situr skepnuna. DV-símamgnd Þó. G. Bútasala Verksmiðjugallaðar buxur á mjög vægu verði Mittisjakkar unglinga kr. 29000"" kr. 199.00 peysur kr. 199*00- kr. 129.00 barna náttföt kr. 99*95""' kr. 69.95 unglingaskyrtur kr. 69-96-—' kr. 49.95 sjóliðapeysur kr. 79-95'"" kr. 49.95 dömublússur kr. 29000"" kr. 199.00 dömuanorakkar m/hettu kr. 49000— kr. 359.00 pils kr. 199-00— kr. 99.95 kjólar kr. 329-00--" kr. 199.00 herrajakkar kr. 49000"" kr. 399.00 herranáttföt kr. 12000-— kr. 79.95 pilotskyrtur kr. 119-00—' kr. 89.95 Verslanir í Reykjavíkeru í Skeifunni 15, Lækjargötu og Kjörgarði og á Akureyri að Norðurgötu 62. Sími póstverslunar er 30980. HAGKAUP Opið í kvöld til kl. 22 Hagkaup Skeifunni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.