Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1982, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1982, Blaðsíða 3
DV. FÖSTUDAGUR 6. ÁGUST1982. 3 Japanir með Blöndu- ósingum í hvalskuröi — með þriðjung hrefnuveiðinnar undir hnífnum „Viö reiknum með því aö skera um 60 hrefnur í sumar og erum rúmlega hálfnaðir”, sagöi Kári Snorrason, framkvæmdastjóri Særúnar hf. á Blönduósi. Þar standa nú daglega tveir Japanir meö heimamönnum upp í klof í hrefnuskurði. Afuröirnar fara jafn-i óöum til kaupenda í Japan fyrir milli-' göngu Islenzku útflutningsmiöstöðvar- innarhf. Særún hefur verið þekktari fyrir frumkvæði í rækjuveiðum, skelveiðum og jafnvel þorskveiðum. Til skamms tíma voru aðrar veiðar en stangveiðar og smávegis netaveiöar úr landi svo til óþekktar frá þessum stað. Enda er bryggjan þar fyrir opnu hafi. Rækjuveiðar Særúnar hafa staöið allnokkur ár og fyrirtækið hefur nú 10% af úthlutun til Húnaflóahafna, 200 tonn á ári. Skelveiöamar viku núna fyrir hrefnunni, þar sem ekki er hægt að standa í nema einu í einu. Þá vom hengdupp250tonnískreiðí vetur. „Þetta hefur gengið mjög þokkalega hjá okkur”, sagði framkvæmdastjór- inn, „og við úthaldið hafa skapazt f jöl- breyttari möguleikar í atvinnulífinu hérna. Við erum yfirleitt með 10—15 manns í vinnu og stundum fleiri, en auk þess skapast töluverð hringrás í kringumþetta.” Auk vinnsluaöstöðunnar á Særún tvo báta. Sæborg var í þorskinum í vetur og er nú á úthafsrækju, sem lögð er upp og unnin á Skagaströnd. Nökkvi var hins vegar á flóarækjunni og er nú í hrefnuveiðunum. Við þær kljást raunar þrír aökomubátar til viðbótar, Sigurbjörg, Eygló og Faldur. „Það ætti að vera framtíð í hrefn- unni, alla vega er ekki skortur á henni hér úti í flóakjaftinum. Hún er jafnvel héma rétt fyrir utan”, sagði Kári Snorrason. Hrefnuskurðurinn á Blönduósi þykir forvitnilegur og undanfarið hafa ferða- menn fylgst náið með þeim. Heima- menn eru ekki eins uppnæmir, því Særún hefur stundað þessar veiðar síðustu sumur í smærri stíl, fyrir heimamarkað, sem Kári segir aö borgi sig ekki. Flestum hrefnunum er landaö á bryggjunni á Blönduósi enþegarverst er í sjó verður þó að landa í Skaga- strandarhöfn. Blönduósbúar hafa í hyggju að lengja bryggjuna og bæta hafnaraöstööuna bæði vegna þessarar útgerðar og stórvaxandi flutninga í kjölfar virkjunarframkvæmda við Blöndu. -HERB. Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra ásamt nokknun hiuta af Staðarvalsnefnd á fundi með fréttamönnum þar sem áfangaskýrlsa Staðarvalsnefndar um iðnrekstur var lögð fram. Talið frá vinstri er Bragi Guðbrandsson, Finnbogi Jónsson, Pétur Stefánsson, Hjörleifur Guttormsson og þá Þorsteinn Vilhjálmsson, formaður nefndarinnar. P DV-mynd Bjarnleifur. FAXAFLOASVÆÐK) OG EYJA- FJÖRÐUR ERU HENTUGUSTU STAÐIRNIR FYRIR ÁLVER Nökkvi þeirra Blönduósbúa kemur með eina meðalstóra til skurðar fyrir Japans- markað. Davíð Oddsson borgarstjóri: Sparnaður af niður- lagningu byggingarsjóðs „Það felst bæði sparnaður og ein- földun á stjórnkefinu í því að leggja niður Byggingarsjóð borgarinnar,” sagði Davíð Oddsson borgarstjóri í samtali við DV. Hann hefur lagt fram í borgarráði tillögu um aö Byggingarsjóöur Reykjavíkurborg- ar verði lagöur niður. Sjóöi þessum var í fyrstu ætlað að veita lán til ein- staklinga vegna bygginga og kaupa á húsnæði en hin síðari ár hefur verið veitt úr honum fé til byggingar á leiguhúsnæði borgarinnar. Davíð sagði að fyrir þrem árum hefði stjórn endurskoöunardeildar Reykjavíkurborgar lagt til að þessi sjóöur yrði lagður niður, en ekki var farið að ráðum endurskoðunar- deildarinnar. Byggingarsjóðurinn hefur aðeins verið einskonar milliliður því að f jár- magn sjóösins kom úr borgarsjóði og Byggingarsjóði ríkissins.a Borgar- ráð og byggingardeild borgarverk- fræðingsembættisins á samkvæmt tillögunni að gegna hlutverki sjóðs- ins er lýtur aö byggingum og kaupum á húsnæði. -SKJ. Fimm staðir, fjórir á Faxaflóa- svæðinu og einn í Eyjafirði eru taldir væniegastir fyrir byggingu álvers hér á landi. Eru staðimir Vatnsleysuvík, Vogastapi, Helguvík, Geldinganes og Arnameshreppur (innan við Hjalteyri). Allir standa þeir miðað viö núverandi athuganir nokkuö jafnt að vígi meö tilliti til kostnaöar vegna landfræöilegra at- riða og viðhlítandi mengunarvama. Þetta er niðurstaða áfangaskýrslu Staðarvalsnefndar um iðnrekstur. Þaö aö fimm staöir skuli standa svo jafnt að vígi kom Staðarvals- nefnd mest á óvart. Nefndin vann á þá leið að hún valdi tíu staði, miðað við þá ákveðnar f orsendum um fólks- fjölda. Auk fyrrnefndra staða valdi nefndin Straumsvík (vestanveröa), Grundartanga, Arskógsströnd, Glæsibæjarhrepp og Þorlákshöfn. Athugaði nefndin alla staðina meö tilliti til hafnarskilyrða, landrýmis, fólksfjölda á viðkomandi stöðum, vinnumarkaðar, veðurfars, náttúru- fars og mengunarvarna. Var síðan reiknað út hver áhrif þessara þátta væm á stofn- og rekstrarkostnað hugsanlegs álvers á viðkomandi stöðum. Með þessu fékkst yfirlit um það hvaða staðir væm hagkvæmast- ir. Þess má geta að enginn staður kom til greina á Austurlandi vegna lítils fólksfjölda þar. Nefndin telur að Arskógsströnd komi ekki til greina sem bygginga- staður fyrir álver vegna þess að vinnumarkaður þar sé of lítill. I Þorlákshöfn er vinnumarkaður og hafnarskilyrði talin ófullnægjandi. Gmndartangi er ekki talinn koma til greina þar sem vinnumarkaöur er þar við lágmark. Glæsibæjarhreppi er hafnað vegna landfræðilegra at- riða. Þá hafnaði nefndin Straumsvík, því að þar er talið enn hagkvæmara aö stækka núverandi verksmiðju. Þá er líka talið of áhættusamt að hafa tvö álver saman á stað þar sem nokkur hætta er talin á náttúruham- fömm. Ein af aðalforsendum nefndarinn- ar er um vinnumarkaðinn. Telur nefndin að forðast beri myndun nýrra verksmiðjuþorpa og einhæfra iðnaðarbæja. Er þessi skoðun rök- studd með hagrænum og félagsleg- um ástæðum, sem fengizt hafa bæði af rekstri álverksmiöja erlendis og álverksmiðjunni í Straumsvík. Þannig leggur nefndin til að starfs- menn nýs fyrirtækis verði að jafnaöi ekki fleiri en 20% af þeim vinnumarkaði sem fyrir er á svæð- inu. Sem dæmi má nefna að álver fyrir 130 þús. tonn meö skautsmiðju er talin þurfa um 600 starfsmenn. Slíkt fyrirtæki þyrfti því um 3000 manna vinnumarkað. Ohætt er að fullyröa að vinna Staðarvalsnefndar sé nauðsynleg og skili miklum hagnaöi, því að rekstrarkostnaður álvers af áðurnefndri stærðargráðu er um 2,2 milljarðar. Það er því ljóst að rétt staöarval skiptir öllu máli. Staðarvalsnefnd leggur til aö unnið verði áfram aö athugunum á þeim stöðum sem hún telur álitlegasta. Þannig verði hægt að fá endanlegan samanburð. Vonazt er til að sú vinna verði búin í haust og að hægt verði að skýra frá hagkvæmasta kostinum í lokársins. -JGH. VIÐ TELJUM að notaðir VOLVO bflar séu betri en nýir bflar af ódýrari gerðum VOLVO 244 DL '82 ek. 15.000, sjálfsk. Verð kr. 200.000 VOLVO 244 GL '81 ek. 36.000, beinsk. Verö kr. 185.000. LAPPLANDER '81 ek. 25.000, beinsk. Verðkr. 195.000. VOLVO 245 GL '80 ek. 43.000, beinsk. Verð kr. 185.000. VOLVO 245 GL '79 ek. 38.000, beinsk. Verð kr. 165.000. VOLVO 244 GL'80 ek. 27.000, beinsk. Verö kr. 170.000. VOLVO 244 DL '79 ek. 50.000, beinsk., Verð kr. 130.000. VOLVO 244 DL '78 ek. 62.000, sjálfsk. Verðkr. 125.000. lOpið laugardaga frá kl. 10—16 1 ■ 1 I I í 35200 VELTIR SUÐURLANDSBRAUT16 1 .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.