Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1982, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1982, Blaðsíða 6
6 DV. FÖSTUDAGUR 6. AGUST1982. Þrívíddarmyndin Ógnvaldurinn Auglýsing um aðalskoðun bifreiða i lögsagnar- umdæmi Reykjavíkur í ágústmánuði 1982. Mánudagur 9. ágúst R—42401 til R—43000 Þriðjudagur 10. ágúst R—43001 til R—43500 Miðvikudagur 11. ágúst R—43501 til R—44000 Fimmtudagur 12. ágúst R—44001 til R—44500 Föstudagur 13. ágúst R—44501 til R—45000 Mánudagur 16. ágúst R—45001 til R—45500 Þriðjudagur 17. ágúst R—45501 til R—46000 Miðvikudagur 18. ágúst R—46001 til R—46500 Fimmtudagur 19. ágúst R—46501 til R—47000 Föstudagur 20. ágúst R—47001 til R—47500 Mánudagur 23. ágúst R—47501 til R—48000 Þriðjudagur 24. ágúst R-r-48001 til R—48500 Miðvikudagur 25. ágúst R—48501 til R—49000 Fimmtudagur 26. ágúst R—49001 til R—49500 Föstudagur 27. ágúst R—49501 til R—50000 Mánudagur 30. ágúst R—50001 til R—50500 Þriðjudagur 31. ágúst R—50501 til R—51000 Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sínar til Bifreiðaeftirlits ríkisins, Bíldshöfða 8, og verður skoðun framkvæmd þar alla virka daga kl. 08.00 til 16: C0. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoöun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því að bifreiðaskattur sé greiddur og vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Athygli skal vakin á því að skráningarnúmer skulu vera vel læsileg. Samkvæmt gildandi reglum skal vera gjald- mælir í leigubifreiðum sem sýnir rétt ökugjald á hverjum tíma. Á leigubifreiðum til mann- flutninga, allt að 8 farþegum, skal vera sérstakt merki með bókstafnum L. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tíma verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og bif- reiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. I skráningarskírteini skal vera áritun um það að aðalljós bifreiðarinnar hafi verið stillt eftir 31. júlí 1981. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 3. ágúst 1982. Neytendur Neytendur Fáeinar verzlanir hafa nú þegar lækkaö verö á eggjum vegna offramleiðslu. Nú gefst neytendum tækifæri á að birgja sig upp, því að eggin má frysta, séu þau hrærð áður. Egg lækka vegna offramleiðslu Vegna offramleiðslu á eggjum hefur eggjaverð nýlega lækkaö í 35 krónur kílóiö. Leyfilegt útsöluverð er krónur 63.50 á kg. Þarna er því um aö ræöa tæplega helmings lækkun. Eggjum hefur veriö fleygt á öskuhauga, en slikt ætti aldrei aö eiga sér staö, skynsam- legri er því sú ákvöröun eggjabænda aölækka eggin. Þessi lækkun er nýtilkomin og er þaö óákveðið hvenær og hvort eggin lækka í þeim verzlunum sem hringt var í. Af tíu verzlunum voru eggin ódýrust í verzluninni Kostakaup í Hafnarfiröi. 'Þar kostar kílóiö 35 krónur og í verzluninni Víöi voru einnig ódýr egg, þó heldur dýrari eöa krónur 39.50 hvert kíló. I Hagkaup kostar eggjakílóið 44 krónur en kostaði áöur rúmlega 50 krónur. Næsta eggjasending í Vöru- markaðnum mun lækka úr 51.30 í 44 krónur. I Kjötmiðstöðinni Laugalæk kosta eggin 46 krónur en voru á 54.1 Kjöthöllinni 47 krónur, í Kaupfélagi Hafnfiröinga kostar eggjakíló 48 krón- ur, 58 krónur í SS —> Austurveri, 59 krónur í verzluninni Matval hf. og 60 krónurí kjötverzlun Tómasar. Þess ber aö geta aö þaö er óhætt að frysta egg vilji menn birgja sig upp fyrir jólabakstur eöa aörar hátíöir. Eggjarauöu og eggjahvítu er þá hrært saman og látið í jógúrt dósir, eöa önnur ílát, ýmist eitt eða fleiri egg saman. Umbúöirnar eru merktar og frystar, eggin eru ekkert verri fyrir vikiö. Lækkun á eggjaverði er neytendum mjög í hag það er því tvímælalaust vert aö birgja sig upp af eggjum, þar sem auövelt er aö frysta þau. -RR. Utgjöld hjá tveggja manna fjölskyldu fyrirsex mánuði — Upplýsingaseðill að austan Þeir upplýsingaseölar sem okkur berast eru afar mismunandi. Stundum eru þeir mjög ítarlegir og grein gerð fyrir öllum útgjöldum viö heimilis- reksturinn. Á öörum seðlum er aöeins fyllt út í dálkinn — matur og hrein- lætisvörur, enda er þaö sá þáttur sem við vinnum okkar tölur um meöaltal úr og nægir þaö okkur fyllilega. En þegar fólk fyllir út báða dálkana á upplýsingaseðlinum og sendir okkur síöan bréf meö til skýringar á g jöldum undú- liönum annað, er þaö vissulega þakkarvert. Stundum höfum viö líka unnið úr þeim tölum og getað gert grein fyrir samanburöi á heimilis- rekstri á breiöari grundvelli (ekki ein- ungis matarkostnaöi). I síöasta mán- uöi barst okkur bréf aö austan og er greinilegt aö sendandi hefur fært sitt heimilisbókhald af mikilli kostgæfni. Þar eru gefnar upp nákvæmar tölur yf- ir allan rekstur heimilisins í hálft ár. Á því heimili eru tveir heimilismenn og meðaltal á mánuöi fyrir hvorn aöila tæpar níu þúsund krónur. Eins og sést á meðfylgjandi seöli eru gjöld heimilisins fyrir sex fyrstu mán- uöi ársins komin í rúmar hundraö þús- und krónur (10 milljónir g ,kr.). -ÞG. LIMMIÐAR AF GLERIOG HJÓLFÖR EFTIR VAGNA Dagbjört Garðarsdóttir hringdi: Þiö hafiö oft birt góö ráö á neytenda- síöunni og þess vegna datt mér í hug aö benda ykkur á ráö sem ég las í tímarit- inu Hendes Verden. Þar er bent á gott ráö til þess aö ná límmiðum af gleri. Algengasta lausnin er að nota rakblað, en leifar af límmið- um renna af meö naglalakkseyði sem leysir upp naglalakk. Þá er maöur einnig laus viö þær rispur sem kunna aö myndast, þegar rúðan er skafin meö hníf. Annaö ráö sá ég í sama blaði. Þaö er stundum sem svalavagnar eru teknir inn í stofur og koma þá oft hjólför eftir þá. Þaö er góö lausn aö sauma baöhett- ur og smeygja þeim yfir hjólin áöur en vagninn er tekinn inn. Þaö er virðingarvert þegar fólk hringir og vill miöla öörum af þekk- ingu sinni. Viö þökkum fyrir þessi góöu ráö og vonum að fleiri muni fylgja í kjölfarið og hringja. -RR. í-IA GiUf/IISJUS fíii fii UJIÝJ UJÖ®

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.