Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1982, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1982, Blaðsíða 9
DV. FÖSTUDAGUR 6. AGUST1982. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umsjón: Gunnlaugur A.Jónsson vann sigur Ronald Reagan Bandaríkjaforseti vann sigur í bandaríska þinginu í gær er fulltrúadeild þingsins felldi ályktun þar sem hvatt var til aö Bandarikin og Sovétríkin hæfu viöræöur um aö „frysta” kjarnorkuvopnabúr sín á því stigi sem þau eru núna. Þingið féllst á beiöni frá f orsetanum, sem kom á síðustu stundu, um aö hafna ályktuninni um frystingu en styðja í þess staö tillögur forsetans um viöræöur Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna um aö dregið yröi úr kjarnorku- eldflaugum þjóöanna. Atkvæðin féllu 204 gegn 202 f orsetanum í hag. Lami Dozo erekki lengur ínáðinni Basilio Lami Dozo, yfirmaöur argentínska flughersins, hefur veriö lækkaður í tign, aö því er sagöi í til- kynningu frá argentínska flughernum í gærkvöldi. I tilkynningunni sagöi aö Augusto Jorge Hughes, hershöföingi myndi leysa Lami Dozo af hólmi 17. ágúst næstkomandi. Sex aörir af yfirmönnum flughersins munu einnig hverfa úr fyrri embættum sínum innan hersins. Lami Dozo vakti upp talsverðar deilur fyrr í vikunni er hann lýsti því yfir aö stofna ætti nýjan stjórnmála- flokk í Argentínu til að vinna sigur í þingkosningum sem heitið hefur veriö aö verði 1984 og halda áfram „endur- reisnarstarfi” hersins í argentínsku þjóðlífi. Bignone forseti hefur lýst sig and- snúinn hugmyndum Lami Dozo. Auknufé heitið fyrir dagbók Monroe F'undarlaun fyrir hina týndu dagbók leikkonunnar Marilyn Monroe voru hækkuö úr 10 þúsund í 100 þúsund doll- ara á miðvikudag, en þá voru liöin tuttugu ár f rá dauöa leikkonunnar. Milo Speriglio, einkarannsóknarlög- reglumaður í Los Angeles, sagðist á mánudag þeirrar skoöunar aö dagbók- in sem hvarf rétt eftir dauöa Monroe gæti sannaö aö leikkonan heföi verið myrt til aö koma í veg fyrir að hún ljóstraði því upp aö bandaríska leyni- þjónustan heföi i hyggju að ráöa Fidel Castro, leiötoga Kúbumanna, af dögum. MarUyn Monroe varð kyntákn í HoUywood vegna hlutverka sinna í kvikmyndum eins og Some Like it Hot og Gentlemen PreferBlondes. Hún lézt 36 ára gömul eftir aö hafa tekið of stór- an skammt af svefnly fj um. Æ síðan hafa verið uppi margs konar sögusagnir um dauöa hennar og vin- áttu hennar og Kennedy-bræöranna Johns forseta og Bobbys bróöur hans, sem báöir voru ráðnir af dögum. Hækkunin á fundarlaunum var tU- kynnt af listmunasalanum John Bowen, sem sagði aö auöugur viö- skiptavinur hans vUdi kaupa dagbók- ina í einkasafn sitt. ísraelsmenn vilja ekki friðargæzlumenn frá Sameinuðu þjóðunum: SOVETMENN KREFJAST VOPNABANNS Á ÍSRAEL Sovétmenn hafa hvatt Öryggisráö Sameinuöu þjóöanna til aö banna hernaðaraðstoð viö Israel og benda á aö ríkisstjóm Israels hafi aö engu haft síðustu ályktanir öryggisráös- ins um Líbanonmálið. Sovézki fuUtrúinn hjá Sameinuðu þjóöunum hvatti í gærkvöldi til að fundur yröi þegar í stað haldinn í öryggisráðinu í gærkvöldi eftir að Israel haföi hafnaö tUlögum öryggisráðsins um aö sendir yröu friöargæzlumenn frá Sameinuðu þjóöunum tU aö sjá um aö vopnahlé yröi haldiö í Beirút. Jehuda Blum, fulltrúi Israels hjá Sameinuöu þjóðunum, sagöi aö friðargæzlumenn frá SÞ gætu ekki haldiö aftur af starfsemi „hryðju- verkasamtakanna”, eins og Israels- menn eru vanir aö nefna Frelsissam- tök Palestínumanna. Hann sagði aö nærvera shkra friðargæzlusveita í Beirút myndi gefa „ hryöjuverkasam- tökunum” til kynna að þeim bæri engin skylda tU aö fara frá Beirút og Líbanon þrátt fyrir kröfu stjórnar Líbanons um þaö og þrátt fyrir kröfu forseta Bandaríkjanna um aö þeir yröu þegar í staö á brott. Blum sakaöi Palestínumenn um aö hafa tíu sinnum rofið vopnahléö í Beirút og nágrenni f rá því aö Israels- menn réðust inn í landið. I ályktun öryggisráösins á miövUcudag voru Israelsmenn var- aðir viö því að ef þeir færu ekki aö kröfum ráösins yröu „áhrifaríkar leiöh og aöferöir” ínugaöar tU aö þvinga þá til að framfylgja ályktun- unum. Bardagar héldu áfram í Beirút í nótt eftir að tUtölulega friösamlegt haföi veriö þar í gær. Bandarísk stjómvöld höföu í morg- un ekki enn tjáö sig um þá ákvörðun sem ríkisstjóm Israels tók á fundi sínum í gærkvöldi, aö hafa aö engu kröfu Bandaríkjastjómar um að Israelsmenn skiluöu aftur þeim svæðum sem þeir hafa náö á sitt vald i Beirút nú í vUcunni. Ekkert lát viröist vera á blóðbaðinu í Beirút og friðsamleg lausn er ekki í sjónmáll. Rikisstjóm tsraels hefur hafnað þeim tilmælum Oryggisráðs Samcin- uðu þjóðanna að friðargæzlusveitir frá SÞ verði sendar til Beirút. Einnig hafa tsraelsmenn hafnað kröfu Bandarikjastjóraar um að þeir skili aftur þeim svæðum sem þeir hafa tekið i Beirút frá því á sunnudaginn var. ■ TÖSKUOG HANZKABUÐIN HF SKÓLAVÖRÐUSTIG 7. S.15814 REYKJAVIK. ! :J II Hclly-Han! Líl_l* ríRIIRR HIÝ isen ÖRUGG HLY VATNSHELD Commandore flotjakkinn er jafnframt kuldajakki með innbyggðu gúmmilunga, sem blása má upp. Lipur vinnuflík eða veiðiflík. Stærðir 46- 58. * SeaandSki Kulda- og flotvesti með poliester Navigare vattfóðri og gúmmílunga. Litur Björgunarbelti með kraga. Litur appelsínugulur. Stærðir barna til fullorðinna. rauður og blár. Stærðir 46—59. Fást víða í verzlunum. Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Sími 9135200 i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.