Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1982, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1982, Blaðsíða 14
14 DV. FÖSTUDAGUR 6. ÁGUST1982. Spurningin Tekurðu oft leigubfl? Guðriður Guðjónsdóttir, vinnur hjá Póstinum: Nei, það geri ég ekki. Reyndar mjög sjaldan. Það er svo dýrt að ég timi því hreinlega ekki. En tek þá þó þegar ég fer út að skemmta mér. Lillý Guðmundsdóttir húsmóðir: Nei. Hef einfaldlega ekki þörf fyrir þá. Geng og nota strætisvagnana mikið. 1 þau fáu skipti sem ég fer út að skemmta mér kemst ég þó ekki hjá aö aötakaþá. Hildigunnur Hjáimarsdóttir, vinnur á skrifstofu ríkisspítalanna: Nánast aldrei. Er bæði með bíl og svo tek ég strætisvagnana talsvert. Þá er ág svo heppin að ég er keyrð þegar ég fer út að skemmta mér. Leifur Þorsteinsson ijósmyndari: Aldrei. Hef enga þörf fyrir þá. Ég geng talsvert svo á ég bíl. Neyddist þó til aö taka mér leigubíl þegar bíllinn minn bilaði nýlega. Sigurður Þorleifsson kaupmaður: Nei, það get ég ekki sagt. Finnst þeir svo hroðalega dýrir. Heizt að maður noti þá þegar skroppiö er á árshátíðir og dansiböll. Guðmundur Bjarnason skrifstofu- maður: Já, nokkuö oft. Bý úti á landi. þannig að ég tek þá oft þegar ég er í bænum. Finnst þeir þó dýrir. Lesendur Lesendur Lesendur „Bréfþitt er viðurstyggð” — segir Þorieif ur M. Magnússon um skrif Lofts Jónssonar í DV þann 27.7. sl. Þorleifur M. Magnússon skrifar: Elsku Loftur, ég las bréf þitt vand- lega og sá mig tilneyddan tU að leyfa þér og öllum öörum sem áhuga hafa á kynvillu, öfgum og fordómum, aö heyra álit mitt á umræddu bréfi. Ég hélt satt að segja að menn eins og þú væru ekki til hér á landi, menn sem fara samvizkusamlega eftir „guðsorö- inu” og þola ekki að út af beri í barátt- unni viðhið illa. En alla vega fannst mér bréf þitt viðurstyggð, sú sama viðurstyggö og þú talar sjálfur um. Ég er ekki að tala um blóðsök, þó þess konar athafnir séu þér mjög ofarlega í huga, heldur aö þú skulir leyfa þér að kalla manneskjur hórur án þess að þekkja nokkuö til og að skreyta þetta svo með guösorði. Hvílíkskömm! Viötalið sjálft fannst mér ágætt, komu þar jákvæðar hliðar á kynvillu í ljós. Andlega og líkamlega samstilltir menn sem eru ekkert að abbast upp á fólk, eru eins og þeir vilja vera. Þeir eru ekki á höttunum eftir ungum strákum. Aftur á móti eru „heilbrigð- ir” menn oft hlaupandi á eftir smá- stelpum rrieð munnvatnstaumana lekandi niður munnvikin. Þeir eru ekki tákn hins illa, hórur sem stuöla að heimsendi. 1 Mósesbók 20:13 (Ekki 20:11 eins og þú segir) stendur: „Leggist maður með karimanni sem kona væri þá fremja þeir báöir viöurstyggð; þeir skulu líflátnir veröa.” Þessu hampar þú og þykir til heyra. I sömu bók HI Mósesbók 20:27 segir „Og hafi maður eöa kona særingaanda eða spásagnaranda, þá skulu þau líf- látin veröa; skal lemja þau grjóti; blóðsök hvílir á þeim:” Þessu ert þú sennilega sammála líka svona bókstaf- lega, eða hvaö? Ofsóknir eru leiöindamál og finnst mér Loftur hafa gert illa að fordæma náungann á þennan veg. M Þorleifi fannst viötalið við Guðna Bald- ursson um Samtökin ’78 gott því að þar hefðu jákvæðar bliðar kynvillu komið í ljós. r~ > Lélegt og leiðinlegt íslenzkt sjónvarp Metaxa skrifar: Jæja, þá er komiö sjónvarp á ný. Aldrei aftur sjónvarpslokun í júlí — segja þeir sem vit eiga að hafa á málum innan útvarpsráðs, eins og t.d. Eiður Guðnason, sem skrifaöi grein um þetta allt í DV. Mín persónulega skoðun er hins vegar sú, að eftir ár verði allt gleymt um sumarlokun sjónvarps og þá verði því einfaldlega lokað vegna sumarleyfa starfsfólks, eins og það er orðað. Orð og upphrópanir ein- stakra alþingismanna hafa hingaö til dugað skammt, þegar þjónusta við almenning er annars vegar. En hvað um það. Nú er sjónvarpiö byr jað á ný, og hvílík hörmung. Þeir hjá sjónvarpinu reikna sennilega með því, að hægt sé að sýna fólki hvað sem er, svona fyrsta kastið, þar sem búast megi við almennri ánægju fólks með að hafa nú fengið sjón- varpið í gang yfirleitt. En það er mikill misskilningur aö fólk taki þennan pól í hæðina. Menn halla sér frekar að „videói”, þeir sem slík tæki hafa. Og þeir sem enn hafa ekki myndböndin munu nú í enn ríkari mæii ákveða að fara þá leiðina og láta íslenzka sjónvarpið eiga sig, nema í þeim tilvikum, sem það sýnir alhliða, vinsæla þætti (fréttir og aðra þætti og myndir til afþreyingar). Prúðuleikararnir, Löður og aðrir bandarískir þættir og kvikmyndir eru meöal þessa vinsæla sjónvarps- efnis, eins og flestir vita, — nema þeir hjá sjónvarpinu. Þannig var um Dallas-þættina. Deilur um þá innan útvarpsráös, — almenn ánægja áhorfenda. Tökum nú dæmi af útsendingum sjónvarps fyrstu vikuna eftir lokun í heilan mánuð. Sunnudagur 1. ágúst: Uppistaðan HM í knattspymu — úr- eltir þættir — úrsiit löngu komin fram. — Síöan fyrir fjöiskylduna um kvöldið: einskonar fræðslumynd um hreinlæti og umhirðu Islendinga (allavega ekki skemmtiefni). Síöan kemur tónlist frá Spáni og Japan. Einkar dapurleg lög. Og loks brezk sjónvarpsmynd aftur úr fomeskju, mynd sem „viss atriði í eru ekki við hæfi bama”. Að sjálfsögöu ein af þeim myndum, — þegar fjölskyldan hefur tækifæri að horfa saman á sjónvarpiö! Lestina rekur svo aftur HM í knatt- spymu. Urslit vituö fyrirfram. En viö fáum þó allténd auglýsingarnar frá Winston og Carlsberg á skjáinn, sem ekki má auglýsa, — nema þaö séu útlendingar sem ætla að auglýsa. Á mánudag var svo tvennt á dag- skrá eða þrennt, ef hléið á eftir Tomma og Jenna er talið með, sýnt með klukkunni þeirra í sjónvarpinu. Þetta kvöld var brezk mynd aftur, og engin fjölskylduafþreying. Þriðjudagurinn er rýr: Bangs- inn Paddington, fimm mínútna þátt- ur, samkvæmt prentaðri dagskrá. Allt má nú kalla þætti. — Síðan sjón- varp vikunnar, hvað sem sá þáttur á nú að þýða. En hann er ávallt settur inn sem dagskrárþáttur! Þá þýzkur framhaldsmyndaþáttur. Sennilega til að vega upp á móti engilsaxneska efninu! Og loks fræðslumynd frá Sameinuðu þjóðunum um þær s jálfar sem heimslögreglu! — Allt fyrir f jöl- skylduna það k völdið! Miðvikudagur: Tvennt: Dægur- lagaþáttur með brezkri hljómsveit, sem var stofnuð fyrir 209 árum! og eitt til viöbótar: nýr sænskur fram- haldsmyndaþáttur í sex þáttum. Auðvitað spennandi afþreying eöa hvaö? Nei, ekki aldeilis. Þættimir gerast á sjúkrahúsi. Hjartaáfall og tilheyrandi! Föstudagur — laugardagur: Að- eins skal getið kvikmyndar frá árinu 1945! á föstudegi og myndar á laug- ardag, mynd um blóm af Loka- skeggsætt! Já, þetta er indælt og skemmtilegt sjónvarp! ■ ■ Okumenn: ,MK) VARLEGA Á NÝJUM VEGUM’ Hjálmar Jóhannsson hringdi: ,íig er búin aö aka vítt og breitt um landiö og mér blöskrar meðferðin á nýju vegunum. Það er eins og öku- menn átti sig ekki á því, að þar sem er verið að leggja nýja vegi, þar eru hraðatakmörk. Þessi hraðatakmörk eru alls ekki virt af meginþorra öku- manna. Það kostar mörg hundruð þús- und króna að gera upp nýja vegi og ég vil gjarna sjá peninga skattborgar- anna fara í eitthvaö annað. Það er t.d. núna verið að taka upp veginn frá ökrum í Húnavatnssýslu langleiöina að Blönduósi og þegar ég var aö koma vestan af Snæfellsnesinu um daginn þá sá ég að það var verið aö gera upp nýja veginn í Hvalfirði, hann er einnig orðinn skemmdur. Þaðkeyra flestir miklu hraðar en ieyfilegt er. Því geri ég það að tillögu minni að vegagerðin og lögregla hefji fyrir- byggjandi samstarf nú þegar. Lög- reglan ætti, í stað þess að sitja fyrir ökumönnum í bænum, að sitja fyrir þeim sem keyra of hratt á nýlögðum vegum. Hafa þarf einfaldlega einhver sektarákvæðifyrir of hraöan akstur. Ég er örugglega ekki einn um það að vilja aka um á góðum vegum. ”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.