Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1982, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1982, Blaðsíða 29
DV. FÖSTUDAGUR 6. ÁGUST1982. 37 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Nordanvindur samkvæmt ósk — vel heppnaður f lugdagur haldinn á Akureyri Flugáhugamenn á Akureyri héldu sinn flugdag meö miklum elegans laugardaginn 24. júlí. Tókst flugdagur- inn meö ágætum og var aðstandendum til mikils sóma. Boðiö var upp á flug- minjasýningu, flugmódelsýningu og flugsýningu, auk þess sem sýningar- gestir gátu grandskoðaö ýmiss konar flugför, en rúmlega 40 slik, af ýmsum gerðum og stæröum, voru á sýningar- svæðinu. Sterk sunnanátt haföi veriö ríkjandi á Akureyri dagana fýrir flugdaginn. Héldist sú átt sáu aðstandendur flug- sýningarinnar fram á erfiöleika viö flugsýninguna, sem heföi þá þurft aö fara fram á noröurenda brautarinnar. Sjálft sýningarsvæðiö var hins vegar viö suöurendann. Var þvi lögð inn pönt- un fyrir noröanátt. Henni var sinnt, því 15 minútum áöur en dagskráin átti aö hefjast snerist í norðanátt. Henni fýlgdi aö visu rigning og kalsi en það gekk yfir. Sunnanáttin tók síðan aftur völdin aö flugsýningunni lokinni. Flugsýningin byrjaði meö því aö Omar Ragnarsson geröi ýmsar kúnstir á „Frúnni”. Sýndi hann, svo ekki var umaövillast aöhannhefur fulltvaldá sinni „Frú”. Síðan rak hvert atriöiö annaö. HúnnSnædalflaug á gírókopta, sem Akureyringar kalla venjulega „prik”, enda líkist Húnn einna helzt nom á priki á á þessu verkfæri. Einnig sýndi Húnn margs konar kúnstir á „Kauþfélaginu” sinu, TF—KEA, en það er vél sem hann smíðaöi sjálfur og er hún knúin áfram með mótor úr Fólksvagns „rúgbrauöi”. Þá heimsótti þyrla varnarliösins svæðiö og margt annaðmátti sjá. Meðal gripa á flugminjasýningunni var „Klemminn” svonefndi sem smíöaöur var 1935. Hann var keyptur til landsins 1938 og voru það Flug- mannafélagiö og ríkisstjórnin sem stóöu að kaupunum. Var Klemminn notaöur til aö leita aö heppilegum lendingarstööum vítt og breitt um landiö. Má því búast viö að þessi vél hafi lent víðar hér á landi en aörar f lugvélar sem nú em flughæfar. Klemminn var notaöur fram undir 1940, en á árunum 1971—1978 endur- byggöi Gísli Sigurösson vélina meö að- stoð góöra manna. Var henni flogiö í júní 1978 en ekki hef ur hún flogið siðan. Annar athuglisveröur gripur á sýningunni var Grunnau 9 rennifluga, sem félagar í Svifflugfélagi Akureyrar smíðuðu 1937. Er hún elzta svifflugan sem til er hérlendis og var hún notuö allt fram til ársins 1958. Var henni skotið á loft meö gúmmíkaöli, oft fram af brekkubrúninni fyrir ofan Fjömna á Akureyri. Fyrir kom að flugmennirn- ir nauðlentu í kirkjugaröinum á Höföanum. A.m.k. einu sinni endaöi Jóhannes Snorrason flugstjóri ferö á Omar Ragnarsson haföi fulla stjóra á sinni „Frú”. DV-myndir GS/Akureyri. Gísli Sigurðsson endursmiðaöi „Klemmann”. renniflugunni þar. Var hann fluttur á sjúkrahús. Þótti Guömundi Karli yfir- lækni kynlegt að fá sjúkling úr kirkju- garöinum. Sagöist hann vanari því aö þeir f æru f rá sér þangaö. -GS/Akureyri Brauð- og kökukælir fyrir veitingarekstur og pylsupottur óskast til kaups eöa leigu í stuttan tíma. Upplýsingar í síma 25712 á kvöldin. k\VV\\\S\VV?i\W\N>\\V\ EGG - EGG Skeggjastadabúid getur bœtt vid sig kaupendum ad eggjum. Upplýsingar í síma 66073. i\\^\\\\iSSX\\S.\SSS\\\\SSS\\\\\\\\\\\\\\^ Sumar flugf eröir á renniflugunni enduðu í kirkjugarðinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.