Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1982, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1982, Blaðsíða 32
Frjádst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1982. noiorun JOhannsdóttir og FriOborg Hauksdóttir voru önnum kafnar við að mála staura á hátíðarsvæðinu i Herjólfsdal þegar Guðmund Sigfús- son, Ijósmyndara DV, bar að. Á litíu myndinni má sjá sölubúðirnar og —forseti Islands kemur heim ásamt f ylgdarliði á sunnudag Frá Þóri Guðmundssyni, frétta- manni DV á Grænlandi. Hátíðarhöldunum á Grænlandi lauk í gær með veizlu í Ququotoq. Allir gestir hátíðarinnar héldu ræðu í veizlunni og sagði Vigdís Finnboga- dóttir forseti síðustu setningarnar á grænlenzku. Gestirnir fóru flestir í gær en Vigdís mun dvelja á Grænlandi ásamt fylgdarliði sínu fram á sunnudagskvöld. I dag verður farið til Hvalseyjar og þar mun Jonathan Motzfeldt, landsstjómarformaður, sem er lærður prestur, halda guðsþjónustu. Síðan verður farið til Upemaviars- suq þar sem skoðað verður fjárbýli. Á laugardaginn verður síðan farið til Nanortalik þar sem heimsótt verður elliheimili og bóndabær og skoðuð sýning sem sett er upp í til- efni af hátíðarhöldunum og nefnist Kirkjan viðhafið. I veizlunni í gærkveldi færði Vig- dís Finnbogadóttir grænlendingum þjóðhátíöarútgáfu Landnámabókar aö gjöf. -OEF. ÞjOðhótðingjarnir skörtuðu þjóðbúningum i veizlunni i gærkvöldi. Margrót var i grænlenzkum þjóðbúningi sem enginn, að henni undanskilinni, fær að bera nema hann só búsettur á Grænlandi. D V-simamynd Þó. G. sviðið, en þakið fauk af þvl / heilu lagl nú mkm góðviðrisnóttína. Svo sem sjá má hefur ekkert verið tílsparað við undirbúninginn, og svæðið fyrir framan sölubúðirnar verið hellulagt. NYJA AGFAFILMAN ÓTRÚLEGA SKÖRP OG NÆM FYRIR LITUM W ÓDÝRARIFILMA SEM FÆST ALLS STAÐAR 86611 RITSTJÓRN SÍOUMÚLA 12—14 AUGLYSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR SKRIFSTOFA ÞVERHOLTI 11 27022 Þjódhátíðin settídag: Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum verður sett kl. 14 í dag með ávarpi Friðriks Karlssonar, formanns íþróttafélagsins Þórs, en Þórarar sjá um hátíðina i ár. Síöan taka skemmtiatriöin við hvert af öðru og Búizt við fjölda gesta til Eyja mun hátíðin standa linnulaust langt fram á mánudagsnótt. Hápunktur þjóöhátíðarinnar verður á miðnætti í kvöld, en þá kveikir Siggi Reim í bál- kestinum. Búizt er við að 5—6000 manns muni sækja hátiðina og streymdu gestir í gær til Eyja. Stöðugar flug- ferðir verða í dag frá Reykjavík og Herjólfur siglir tvívegis til Eyja frá Þorlákshöfn. 1 Herjólfsdal er risin mikil byggð hústjalda og eru tjöld heldur fleiri en venja er. I morgun var hægviöri í Eyjum, skýjað en hlýtt. Er vonandi aö veörið haldistgott umhelgina. -SA. HÁTÍÐARHÖLDUNUM Á GRÆNLANDILOKH) Þeyr fær frábæra dóma í Bretlandi Hljómplata hljómsveitarinnar Þeys, As Above, sem kom út í Bretlandi fyrir skömmu, fékk frábæra dóma í brezka tónlistarblaðinu Record Mirror. Hlaut hún fjórar stjömur af fimm möguleg- um. 1 umsögninni segir að platan sé stór- kostlegt framlag til alls þess sem fag- urt er. Hún sýni áhrif frá Bowie, pönki og Joy D en samt sé hljómsveitin sér á báti. Einnig séu textarnir við lögin hnitmiöaðir og skemmtilegir. Aöeins á laginu Wolf gætir áhrifa frá móður- máiinu, „sem ekki er ætlazt til að sé sungiö,” segir í dómnum. 1 lokaoröum umsagnarinnar segir að Þeyr virðist ætla að verða fyrsta ís- lenzka hljómsveitin til að slá í gegn á erlendri grund, hvort sem Bretamir tveir úr hljómsveitinni Killing Joke verði með áfram eður ei. Hér sé um einstaka hæfileikamenn að ræða frá landi sem þekktara er fyrir þorsk og goðsagnir. Á sömu síðu í Record Mirror fá hljómsveitirnar Fleetwood Mac, Reo Speedwagen og Kansas, tvær stjömur hver fyrir nýlegar plötur. Crosby, Stílls & Nas fá eina stjömu. Af þessu má sjá að árangur Þeysaranna er frá- bær. __________________-GSG Farmenn: Frekari aðgerðir tilkynntar fdag Enginn nýr fundur hefur verið boðaður i vinnudeilu yfirmanna á kaupskipum og skipafélaganna, en upp úr viðræðum slitnaöi snemma í gær- morgun. Stranda viðræðurnar á tveimur málum, bótum vegna fækkunar i áhöfnum kaupskipa og auknum frídagarétti fyrir y firmenn. Að sögn Bolla Héðinssonar, hag- fræöings Farmanna- og fiskimanna- sambandsins, verða frekari aðgerðir farmanna tilkynntar í dag. Yfir- vinnubann farmanna er enn í gildi en tveggja daga verkfalli yfirmanna á kaupskipum lauk á miðnætti í fyrrinótt. -SA. LOKf Kvalræðið er rétt að byrja hjá Kristjáni Lofts- syni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.