Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1982, Blaðsíða 2
DV. LAUGARDAGUR14. ÁGOST1982.
Húsavík — the town of the mid-
night sun — eins og staðurinn hefur
veriö nefndur meö réttu — sækja
flestir þeir feröamenn sem eiga leiö
um Noröurland. Og þeir hijóta að
vera ófáir á sumrí hverju. I nálægð
bæjarins er enda að f inna marga feg-
urstu reíti íslenzkrar náttúru. Nægir
þar að nefna Ásbyrgi, Hljóðakletta,
Mývatn og Dimmuborgir og er þá
raunar aðeins f átt eitt taliö.
Það sem setur svo einna mestan
svip á sjálfan miöpunkt þessa alls —
Húsavík — er vafalítið hótelbygging
staðarins og sú starfsemi sem þar er
innt af hendi. Miðað við íbúatölu bæj-
arins má telja nær fullvíst aðhóteliö
sé með því stærsta og veglegasta
sem gerist hér á landi.
Þá fékk ég
stöðuhækkun
Við náðum tali af hótelstjóranum á
leiö okkar um bæinn í síðastliðinni
viku. Auður Gunnarsdóttir heitir hún
og tók viö starfinu um síðustu ára-
mót.
„Nei, ég er ekki Húsvíkingur. Ég
er fædd og uppalin i Reykjavik og
flutti hingað norður með fjölskyldu
mína fyrir fimm árum. Þar tók ég
við starfi á skrifstofu hótelsins og
gegndi því þangað til á aðventunni í
fyrra. Þá fékk ég sem sagt stöðu-
hækkun. Og auðvitað kann ég vel við
starf hótelstjórans. Þó þetta sé óneit-
anlega mikil vinna þá er hún bæði líf-
leg og fjölbreytt, sem bætir álagið
upp," segir Auður létt í bragði.
— Er nýtingin á hótelrýminu góð?
„Hún mætti vissulega vera meiri.
Þetta sumar hefur verið óvenjulega
lítið að gera hérna hjá okkur sem má
eflaust heimfæra á flest hótel lands-
ins. Það hafa veriö miklar afpantan-
ir og þá sérstaklega vegna erlendra
hópa. Þar eð þessir þrír sumarmán-
uðir hafa ávallt verið okkar aðalver-
tíð kemur þessi lægð til með að hafa
mjög slæm áhrif á rekstur hótelsins
þegar á heildina er litið."
Stórhugur
Húsvíkinga
— Hótel Húsavík er um
þessar, mundir níu ára /
gamalt. Farið var að
huga að byggingu þess
fyrir tólf árum, eftir aö
gamla hótelið brann,
en það stóð við hlið
kaupfélagsbygging- .¦"
arinnar tiræðu niðri i
á sjávarkambin- /
um. Mörgum £%
þóttiíofmikið /
ráöizt er
þeir fréttu að í nýja hótelinu ættu aö
vera þrjátíu og fjögur tveggja
manna herbergi og umfang fyrir-
tækisins eftir því. En stórhugur Hús-
vfkinga er orðlagður, enda þing-
eyska loftið á sveimi allt í kring, og
það hefur komið á daginn aö hótel-
byggingin er sízt of stór fyrir þann
mikla áningarstað ferðamanna sem
Húsavik er oröin. En hvað er það við
Húsavfk sem f erðamenn eru að sæk j-
ast eftir?
Má ekki gleyma
miðnætursólinni okkar
„Ég býst við að það sé nálægðin við
ein mestu náttúruundur landsins,"
segir Auður og heldur áfram:
„Héðan er mjög stutt til margra fail-
egra staða eins og þú bentir á hér að
framan. Húsavik er lfka nær eini
staöurinn á leiðinni Akureyri —
Austfirðir sem býður upp á verzlun
og þjónustu í einhverjum mæli. Svo
má ekki gleyma miðnætursólinni
okkar sem við erum injög stolt af.
Við bjóðum f erðamönnum sem hótel-
ið gista upp á ferðir út á Héöinshöf ða
sem er hér skammt frá bænum í því
augnamiði að sýna þeim mikilfeng-
leik sólsetursins. Þar bjóðum við
þeim upp á heimatilbúinn kokkteil
sem við að sjálfsögöu nefnum „The
Midnight Sun Cocktail". Þessar
ferðir hafa gefizt alveg ljómandi vel.
Þeim sem áhuga hafa bjóðum við
síðan út í Flatey eða jafnvel á sjó-
stöng hér í flóanum þegar vel viörar.
Allt hefur þetta gefið góða raun og
aukið á ánægju þeirra sem hjá okkur
hafadvalið."
Við misstum mikið
ef hótelið starfaði ekki
— Hvernig gengur svo að reka
hótelnorðurílandi?
„Það er að minnsta kosti ekki arð-
bært að reka hótel sem starfar allt
árið á landsbyggöinni. Ef vel gengur
má segja að reksturinn sleppi svona
nokkuð slysalaust fyrir horn. En það
er heldur aldrei neitt umfram það.
En Húsvfkingar misstu mikið ef
ekki starfaði hótel hér í bænum. Það
setur óneitanlega mikinn svip á stað-
inn. Félagsheimili Húsavfkur er
svo hérna í einni álmu hússins.
Það er raunar ekki rekið á vegum
hótelsins sjálfs heldur ýmissa
félagasamtaka og hefur komið
sér ákaflega vel fyrir
„Auðvitað kann óg vel við
mig sem hótelstjóri hér á
Húsavík. Þótt þetta sé
óneitanlega mikil vinna þá
er hún bæöi lífíeg og fíöl-
breytt sem bætir álagið
upp," segir Auður Gunn-
arsdóttir meðal annars í
viðtalinu, sem þú, lesandi
góður, ert hér með byrjað-
ur að glugga íl
„EhM hlaupið að Jwt að
reha hútel útiá landi"
—segír Anður Gunnarsdöttir mn hótelrekstur
slnn á Húsavík