Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1982, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR14. AGUST1982.
allt bæjarlífiö. Viö fáum svo inni í Fé-
lagsheimilinu fyrir ýmsa starfsemi
okkar, til dæmis þegar ráöstefnur
eru haldnar hér á vegum aöila er
gistahótelið."
Geta rennt sér
heim að dyrum
— Hvaö með reksturinn yfir vetr-
artímann?
„Hann er eölilega mun daufari en
yfir sumartímann. En til aö vega upp
á móti þessum mismun höfum viö
reynt aö brydda upp á nokkrum
nýjungum í starfseminni. Og flestar
þeirra hafa gef iö góða raun.
Þannig stofnuðum við til svo-
nefndrar heilsuviku á síðasta vetri.
Hún vakti geysilega athygli lands-
manna og var líka mjög vel sótt.
Vonandi skilar það sér i aðsókninni
næsta vetur því að sjálfsögðu verður
framhald á þessu hjá okkur. Einn
vinsælasti þátturinn í starfsemi okk-
ar yfir vetrartímann er hins vegar
skíðaferðirnar hingað. Hótelgestir
njóta nefnilega þeirra sérstöku fríð-
inda að geta rennt sér svo að segja
hingaö heim að dyrum að aflokinni
skiðaferð. Skíðasvæði Húsavíkur er
alveg við bæjardyrnar hjá okkur.
Einungis þriggja minútna gangur er
inæstuskiðalyftu.
Auðvelt að
halda utan um
hópinn
A síöasta vetri buðum viö lika upp
á leikferðir. Þetta voru þá svokallað-
ir helgarpakkar. Við eigum mjög
gott leikfélag hérna sem setur upp á
hverjum vetri eina eða fleiri leiksýn-
ingar og hafa langf lestar þeirra hlot-
ið mikið lof gagnrýnenda. Það má
segja aö þessar leikhúsferðir hafi
lukkazt þokkalega. Sunnlendingar
voru heldur tregir til að skella sér
norður fyrir heiðar. Það var því eðli-
lega fólk hér af Norðurlandi sem
nýtti sér þessar f erðir.
Einnig má geta þess að ýmis fyrir-
tæki og féiagasamtök sækja í æ rfk-
ari mæli hingað til Húsavfkur til að
halda ráðstefnur sínar og fundi. Það
eru mörg dæmi þess aö sömu aðilar
komi hingað aftur og aftur enda hafa
flestir þessir aðilar rómað mjög þá
aðstöðu sem hér býðst til ráðstefnu-
halds. Það er auðvelt að þeirra mati
að halda utan um hópinn þar eð bær-
inn er litill. Hér er lika að jafnaði
minna um að vera en fyrir sunnan
þannig að þaö er lítið sem leiðir hug-
ann að öðru en sjálfri fundasetunni.
Við teljum Hótel Húsavík því að
þessu leyti mjög heppilegan stað
fyrir hvers konar ráðstcf nuhuld."
Kemst ekki hjá því
að njóta Irfsins
— Hvernig finnst þér að umgang-
ast fólk á faraldsfæti allan árins
hring?
„Mér þykir það sérlega gaman,
annars væri ég náttúrlega ekki i
þessu starfi. Það er lika fólkið sem
við viljum fá hingað til okkar og því
fleira fólk sem kemur hingað til mín
því ánægðari verö ég. Sumarið er
vissulega skemmtilegast tíminn að
þessu leyti. Þá hefur maður varla við
að taka á móti nýjum gest-
um hvaðanæva úr heiminum. Og
þetta fólk kemur jafnan hingað til að
njóta tilverunnar sem mest það má
og þá kemst maður ekki hjá þvi að
njóta lífsins með því. Þetta erkostur-
inn við það að hafa mikið af fólki í
kringum sig. Og ég held að fólk sé al-
mennt ánægt með dvölina hjá okkur
því margir sem hér gista, koma aft-
ur næsta ár á eftir."
— Fólk verður ekkert hissa að sjá
hér svona stórt og veglegt hótel í
jafnlitlu bæjarfélagi og Húsavik er?
„Jú, vissulega verða margir
hvumsa. Það finnst mörgum mjög
skrítið að finna hér á hjara veraldar
hótel sem nýtur sín vel i samanburði
við það sem almcnnt gerist á mestu
ferðamannastöðum heimsins. En
þetta eykur vonandi á ánægju fólks-
ins að dvelja hér meðal okkar bæjar-
búa."
Ekkert fararsnið
á mér og
minni fjölskyldu
— Að lokum, Auður. Þú hefur búið
hér á Húsavík á sjötta ár. Ertu farin
aö líta á þig sem hvern annan Hús-
víking?
„Ég vil nú ekkert fullyrða í því
sambandi. En það er alla vega ekkert
fararsnið á mér og minni fjölskyldu.
Við unum okkur mjög vel, höfum
fjárfest í ágætis húsi hér á staðnum
sem óneitanlega tengir okkur staðn-
ummikið.
Mér finnst Húsavik vera mjög
þægilegur staður. Fólkið er samstillt
og hlýlegt í viðmóti og það tekur ekki
langan tíma að kynnast því vel.
Svo má ekki gleyma því að ég er
svo heppin að vera í starf i sem ég nýt
mín í til fullnustu. Þar held ég að
gæfan get ekki verið manni hliðholl-
ari."
— Og með þessum oröum Auðar
Gunnarsdóttur, hótelstjóra Húsvík-
inga, kveðjum við „The Town of The
MidnightSun".
-SER.
Auður Gunnarsdóttir
hótelstjórí fyrir utan
vinnustað sinn á Húsavík.
DV-myndir BJarnleifur
Bjamlaifssun.
AMSTERDAM
Borgin, sem kemurá óvart.
Amsterdam býdur upp á alltþað
sem hugur ferdamannsins
girnist, svo sem listasöfn, hljóm-
leika, frábœra veitingastaöi,
gódar verzlanir, litskrúdugt
skemmtana- og mannlíf.
4ra daga ferðir, 5 daga feröir og
vikuferdir.
Flug og bíll frá kr. 3.900,-
Flug og gisting frá kr. 4.500, -
Notfœrið gkkur þessi einstœöu
tilboð sem gilda aðeins út
þennan mánuð.
Ferðaskrifstofan Laugavegi 66,
Reykjavík, Sími: 28633.