Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1982, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1982, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR14. AGUST1982. Skyggnu konunni, bls. 8: „Undirhin- um voldugu rafsjám visindamannsins lítur allt efni út gerólíkt því, sem við skynjum þaö daglega." Þetta er dæmigert viöhorf spiritista sem er leikmaöur á vísindalega sviö- inu. Ur því að ný sannindi koma í ljós á jarðneska sviðinu og samsetning efnis- ins skýrist i smásjánni, hvers vegna þá ekki að leita út fyrir hið jarðneska efni? Þannig gerir spíritisminn engan greinarmun á agaðri, vísindalegri rannsókn og sinum rannsóknum sem gefa öll svö'rin fyrirfram, samþykkja að minnsta kosti öll. Trú og vísindi Eitt er það sem spíritisminn hefur f engið aö láni frá nútima vísindum og á aðalþáttinn í að greina hann frá hefð- bundinnikristinni trú og flestumtrúar- brögðum öðrum. Það er hvernig látið er líta svo út sem trúin/fullvissan sé fengin með sönnunum, byggðum á til- raunum, og óyggjandi reynslu. Flest trúarbrögö sem við þekkjum byggja allt sitt á ævagömlum trúarsetningum, einhverju sem ekki má rengja. Flestar þessar trúarsetningar eru byggðar á eldgömlum frásögnum og ómögulegt að segja til um sagnfræðilegt gildi þeirra. Til þess að trúin haldi velli verður að skipa henni fulltrúa sem eru færir um að túlka hinn gamla arf svo að hann samræmist hugmyndaheimi hverrar kynslóðar (hvað gera spíritiskir prestar?), eða sveigja hug- myndir fólksins að hinum gamla arfi. Eg veit að þetta er allmikil einföldun en svona er það í stórum dráttum sem kristin kirkja hefur haldið velli gegnum aldirnar. Spiritisminn gerir í raun enga uppreisn gegn kristinni kirkju. Hann styður kenningar kirkj- unnar um eilíft líf og gengst undir öll hennar siðfræðUegu boð og bönn. Það er aðeins aöferðin og það sem með henni er uppskorið, hvort tveggja svo nauðahvunndagslegt og óhátiðlegt, sem fer fyrir brjóstið á mörgum þeim sem vilja kenna sig við rétttrúnað. Muninn á hefðbundinni kristni og spíritisma má ef til yill setja svona fram: Því sem kristnir menn trúa gegnum boðskap bibliunnar og guö- fræðinga trúa spiritistar af því að þeir telja sig hafa fengið fyrir því sannanir, byggðar á persónulegri reynslu, annaðhvort sinni eigin eða samtima- manna sinna. Spíritismi og samfélag Spiritisminn er sprottinn upp í borgaralegu samfélagi 19. aldar. Hann er andsvar bprgarastéttarinnar við fullyröingum efnishyggjumanna um að dauðinn sé cndalok mannsins. Hann gefur jákvæðari svör en kirkjan við spurningunni um dauðann og hjálp- ræðið. Þar tekur hann mið af þeirri bjartsýni sem haföi skapast á að vísindin gætu gefið svör við öllu og bættúröllu. Hér á landi verður ekki til borgara- legt samfélag fyrr en upp úr alda- mótunum. Reykviskt samfélag var fá- mennt og þröngt. Ný viðhorf áttu greiðan aðgang að f ólki hér í fásinninu, sérstaklega þegar haft er í huga hvað það voru í rauninni fáir menn sem stjórnuöu öllum hræringum í bæjarlíf- inu. Trúarlíf var mjög sundurleitt og prestar ósamstæðir. Nýguðfræðin svo- kallaöa sem hér kom upp rétt um alda- mótin átti hér nokkurn þátt. Hún var bæði nokkuð frjálslynd gagnvart öðr- um truarbrögðum og hafði krítískara viðhorf til biblíunnar en áður haföí þekkst. Á þessum tíma er nýkomin til sög- unnar innlend stétt sem ekki hefur lif i- brauð sitt beint af framleiðslugrein- um. Þetta er fólk sem á sér tómstund- ir. Og allir vita hversu rík tilhneiging er til þess í smábæjum aö klíkur mynd- ist. Allt þetta til viðbótar því að enn lifði hjátrúin góðu lifi hefur skapað spíritismanum svo góð skilyrði sem raunbervitni. Spíritisminn var i fáum atriðum byltingarkenndur. Félagslega séð var hann íhaldssamur. Þar er litið á stétta- skiptingu sem sjálfsagðan hlut. Þetta kemur viða fram. Við þurfum ekki annaö en að lita á hvernig bækur um miðla og annað fólk á snærum spírit- ista eru saman settar. Það eru rit- höfundar og menntamenn sem eru fengnir til að lýsa hæfileikum miðl- anna. Alþýðufólk er svo fengið til að lýsa reynslu sinni af störfum þeirra, það hefur „fræðin" ekkiá valdi sinu. Niðurstaða tilraunanna I kenningunni sjálfri er viða að finna hálfgerða ótrú á manninum en jafn- framt að breytnin ráðist fyrst og fremst af einstaklingnum sjálf um, lítið eða ekkert af aðstæöum hans. Einar H. Kvaran dró saman þá vitneskju sem hann hafði aflað sér um afleiðingar þessa lífs í hinu á þessa leið: „Við and- látið flytzt maðurinn á það tilverustig, sem er við hans hæfi, eftir þeim and- legum þroska sem hann hefur náð. Of- ar getur hann ekki verið. Honum væri ókleift að lifa ofar, á sinn hátt eins og fiskinum er ókleift að lifa á þurrlendi. . .. Sé tilverustigið hátt, er lífið yndis- legt. Ofarsæli maðurinn á þess enn kost að taka nýja stefnu, láta lifið verða sér til blessunar, en ekki virðist það auðveldara þar en í þessu lífi. Hann á þess líka kost að firrast hið góða, og þá aukast þrautir hans. Hann hvað mestum blóma voru þeir Þór- bergur Þórðarson og Halldór Laxness upp á sitt besta. Og þeir lögðu silthvað til málanna, en með býsna ólfkum hætti. Þórbergur var sannfærður spíritisti að því leiti aö hann trúði þvi að líf væri til eftir dauðann og dauðir menn gætu gert vart við sig. Eins og áður hefur komið f ram skrásetti hann sögu Indriöa miðils en í Bréfi til Láru gagnrýnir hann spiritismann harð- lega: „Hann er þur fræðistefna. Uppi- staða hans er draugasögur, flestar leiðinlega sagðar og svo Ukar hver annarri, að þegar maður hefir lesið nokkrar þeirra, hefir maður lesið þær aUar. Þetta harðmeti reyna svo spiritistar að mýkja ofuriítið með tU- raunafundum og sálmasöng. „(1950, bls. 49 ) Um grundvöU spíritismans segirhann: „Vísindalegurmáef tUviU segja að grundvöUurinn sé að því leyti, fyrir sálvísindin. Einnig er það ein- kennilegt að sínu leyti, hvernig vanir raunhyggjumenn, menn, sem hver í sinni grein fyrirUta kák og flaustur, geta haft sig tU að „gera rannsóknir" í þessum efnum, án þess að kynna sér þær sérstöku starfsaðferðir, sem notaðar eru til að koma upp um miðla, en í þeirri grein eru tU slyngir sérfræð- ingar."(bls.l91) Dulræna hæfileika skoöar Halldór sem „bUun" en ekki „gáfu". Og ífram- haldi af því segir hann: „Það er sann- færing mín, að það komi yfirleitt ekki til mála að atvinnumiðlar séu bilaðir, m.ö.o. ekta. Á þeim andafundum, sem ég hef setið, bæði hér á landi og ann- arsstaðar, hefur miðillinn æfinlega verið eina persónan i hópnum, sem ég þóttist vera alveg viss um að væri með réttu ráði, enda þarf ekki aU-litla nákvæmni og þó töluverða aðgæzlu tU að f ramkvæma þær hundakúnstir, þótt h'tilsverðar séu í samanburði við meiri- háttar loddaraskap, sem miðiUinn framkvæmir, jafnvel á lélegum ,4íkamninga"fundi. (Bls. 192) „Bisk-ví" I skáldsögunni Heimsljós er að finna frábæra skopstælingu á miðilsfundi. Sá sem talar þar i gegnum miðUinn er „Friðrik huldulæknir í öðrum heimi". Ég er ekki grunlaus um að Halldór haf i fengið hann að „láni" hjá Margréti frá öxnafeUi. Hér er ekki rúm tU aö rekja lýsinguna nákvæmlega. En gripum niður þar sem Pétur ÞrUiross er oröinn þreyttur á annarra manna sönnunum og vUl sannanir sjálfur. A þeim stend- urekki: „Það stendur gömul kona við hliðina á framkvæmdastjóranum, sagði Frið- rik huldulæknir. Hún er farin að missa tennurnar. Það getur ekki verið hún móðir mín, svaraði framkvæmdastjórinn, því mér vitanlega var hún ekki f arin að missa eina einustu tönn þegar hún dó, og aUrasist framtennurnar." (Heimsljós 1,1967, bls. 229.) Það kemur upp úr kafinu að þetta er ekki móðir Péturs, heldur amma hans dönsk, Sofíe Sörensen, sem segir ekki Þórbergur var sannfsBrður spiritistiaO þvílayti að hann trúðiþvíað lif vmri til eftir dauðann og dauðír menn gætu gert vart við sig. er háöur freistingum þar, ekki síöur en hér; og lærist honum ekki að vinna bug á þeim, þá vex ófarsældin stöðugt." „(Skiptar skoðanir. RitdeUa Sigurðar Nordals og Einars H. Kvarans. Reykjavíkl960.) Samkvæmt þessu ætti aö vera hægt að halda sínu striki tU eUífðarnóns. Þarna viröist heldur langt í himna- ríkissæluna. En við sjáum af þessu að spíritisminn heldur að mönnum ósköp svipuðum hugmyndum um lífið eftir dauðann og kristindómurinn gerir. Satt að segja eru þessar niðurstöður Einars miklu svartsýnni en frásagnir af miðUsfundum gefa tU kynna, ef tU vUl af því að hann er að svara Sigurði Nordal. Af lýsingum miðilsfunda er ekki annað að ráða en flestir hafi það bærUegt og sé ekki svo, er því mjög fljótlcga kippt í lag. Það sem mér finnst ógeðfeUdast í hugmyndafræði spiritista er að við ein- beitingu sína að lífinu hinum megin geta þeir hreinlega misst aUan áhuga á að gera sér og ööruin jarðvistina bæri- legri. Þeir fara að líta á jarðUfiö ein- göngu sem dáUtla prófraun einstakl- ingsins á leiðinni upp. Spiritisminn get- ur líka hæglega ruglað dómgreind manna, þeir hætta að leita eðUlegra or- saka á ýmsu sem fyrir þá ber, klessa dulræna stimplinum á aUt. Hvað sögðu meistararnir? Þegar spíritisminn stóð hér með annað en „ja" og „gúmorin" og „galimæ". Þá birtist langamma Pét- urs sem var frönsk. Hér er samtal þeirra: „Bisk-ví, sagöi hin franska láng- amma Péturs Þríhross. Yes, sagði Pétur Þríhross. Sakaría malistua, sagði lángamm- an. Christ, sagði Pétur Þríhross á ensku. Bí-bi, sagði franska langamman. „(Samarit.bls. 230.) Þegar líður á fundinn biður Pétur Þríhross um samband við s jálfan f öður andanna og fær það. En boöskapur föð- urins reynist svo byltingarkenndur, að öllum kemur saman um að þetta geti ekki verið faðirinn heldur „einhver viUuráfandi andi, líklega úr undir- heimum". Hann er því sendur burt hið snarasta og „beðin nokkur faðirvor tU aðhreinsa loftið." Mér finnst þessi fundarlýsing í heUd sýna mjög vel hvernig spíritistar hliðra sér við að taka afstöðu til alvar- legra málefna. Á „alvöru-miðUsfund- um" verður vart alveg sömu vitleysis- legu spurninganna og „sannananna". Eini munurinn er aö HaUdór gæðir þetta sjálfvUjugur leiftrandi kímni, en spíritistarnir gera sínar lýsingar hlægilegarán þessaðvitaaf því. Að lokum Þá er komið að lokum þessara greina minna um spíritiskar bók- menntir. Það er langt í frá að hér hafi efninu verið gerð fuUkomin skil. Ég vona samt að mér hafi tekist að sýna fram á grunnhyggni kenningarinnar og hvernig henni er sullað saman úr ólíkustu hugmyndum. Islendingar eru einhver dultrúað- asta þjóö í heimi, en virðast samt nú á dögum komast bærUega af án miðils- funda og skyggnUýsinga. Skýringuna er e.t.v. að finha í fjölbreyttara skemmtanalífi, tilkomu sjónvarps og annarra f jölmiðla. Einmitt þessi skýring sýnir betur en margt annað í hverju gUdi spíritískrar starfsemi var fólgið; dægrastyttingu, skemmtun. sem rannsóknir þeirra eru reistar á verklegum tilraunum. En heimspeki- og " siða-kenningar spíritismans (ef leyfUegt er að komast svo að orði um þessi fræði) er hins vegar að miklu leyti eintóm hugmyndasmíði, að nokkru leyti kannski sjálfstæð, en á hinn bóginn tekin úr öörum fræði- og trúar-kerfum. „(Sama rit bls. 50 ) Það virðist vera lágkúran og mótsetning- arnar sem fara mest i taugarnar á Þórbergi. Og hann var aUt of mikUl stUisti og fagurkeri tU að geta haft gaman af „draugasögum" spíritista. „Séra Lára" I Timariti Máls og menningar, 3. hefti 1940 er greinarkoni eftir Ilalldór Laxness, sem ber heitið „Séra Lára," skrifað í tilefni af því að upp haf ði kom- ist um svik Láru miðils. Honum þykir það kátlegt að lögreglan skuU hafa orð- ið að skerast í leikinn tU að sanna svik- in. Síöan segirhann: „Enhvaðsem út- fryminu og andaröddunum Uður, og hvað skoðun sem f ógetinn kann að hafa á því máU, þá er þó eitt sem stendur stöðugt: hin dularfuUu fyrirbrigði kringum „séra Láru" voru mörg og merkUeg. Hið dularfyllsta og merki- legasta má tvímælalaust telja það að menn, sem bæði eru álitnir með fullri skynsemi og hafa jafnvel fengið há- skólamenntun, sækja samkomur af þessu tagi, ekki aöeins af forvitni, heldur sem sanntrúaðir menn.------ Andleg samsetning slíkra manna hlýt- ur að vera guUvægt rannsðknarefni Ótrúíega hagstæðir greiðsluskilmálar Allt niður í é1£U /O útborgun og eftirstöðvar allt að • FLISAR • HREINLÆTISTÆKI • • BLÖNDUNARTÆKI • BAÐHENGI • • BAÐTEPPI • BAÐMOTTUR • MÁLNINGARVÖRUR • VERKFÆRI • • HARÐVIÐUR • SPÓNN • • SPÓNAPLÖTUR • GRINDAREFNI • VIÐARÞILJUR • • PARKETT • PANELL • EINANGRUN • ÞAKJÁRN • ÞAKRENNUR • • SAUMUR • RÖR • FITTINGS O.FL., O.FL. mánudaga — fimmtudaga kl. 8—18. Föstudaga kl. 8—19. Lokað laugardaga. WTll BYGGINGAVÖRURl iP ™ Hringbraut 120 — sími 28600 (aðkeyrsla frá Sólvallagötu). u i-*\

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.