Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1982, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1982, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR14. ÁGUST1982. tækur um orðmyndanir” og kvæði hans séu á stundum „ákaflega stirð og samanrekin” Og hann kennir þetta aðstæðum sínum: „Þegar ég nefni annríki mitt, er það í því skyni, að ég er aö afsaka vansmiðar á því, sem ég vinn,” segir hann á einum stað. Stephani var skáldskapurinn meira en listin ein: honum var svo mikiö niðri fyrir, að barátta efnis og forms var óhjákvæmileg. Við það bættist svo annríkið, sem léöi honum stopular þreytustundir til að yrkja. Ef andinn var yfir honum, „mæltu ljóðin sig fram”. En þess á milli varð hann að tjalda því, sem hann orkaði: ,,Ég kveð þáenyrkiekki.” Leið hans lá frá efagirni til þess að „trúa engu" Stephani „lagðist aldrei neitt til” i þessu lífi, og hann trúði því ekki, að meiri náð yrði sýnd honum við hinn hinzta dóm, ef til slíks kæmi. Leið hans lá gegnum efagirni til þess aö „trúa engu”, eins og hann segir i einni vísiTsinni, Framþróun, ort í kringum 1875. Samt tók hann þátt í stofnun Kirkufélagsins í Winnipeg árið 1885. Líklega hefur honum fundizt hann hafa kastað trúnni fyrr en hann hefur gert í raun og veru. Stephan segir til dæmis um viöskipti sín við séra Pál Þorláks- son (á Wisconsin-árunum): „Hann vissi víst vel vantrú mína, ég var þá strákur um tvítugt og auðvitað ekki eins hreinvantrúaður og nú.” En leiðir Stephans og kirkjunnar skildust brátt eftir fyrsta kirkjuþingið og síðan var hann utansafnaðarmaöur. Einyrkinn og bóndinn sem fann æskulyfið Stephan var bóndi, einyrki, sinn eig- inn kennari og kóngur, leitaði frjáls- ræðis síns í óbyggðinni og landrýminu, þar sem hvorki var nauðsyn né tæki- færi til meiri háttar skipulagsbundinna átaka, segir Sigurður Nordal um Stephan. Og hann segir, að ef Stephan hefði verið verkamaður í iðjuveri eða Frá vinstri: Sigurdur Jónsson frá Vtdimýri, Gestur Stephansson og Stephan G. Stephansson. stórborg, mætti gera ráð fyrir því að hann hefði þroskast öðruvísi og leitað annarra úrræða. Það getur verið, að hann heföi þá orðiö mikill leiötogi, sinnt skáldskapnum minna og aö minnsta kosti hefði hann verið ótrauð- ur liösmaður i baráttu sinnar stéttar. Enda manninum tamt aö bíta á jaxlinn þegar að honum svarf. En Stephan var lifsglaöur maöur, á því er enginn vafi og hvaðan kom hon- um sú lífsgleði, lúnum og vansvefta? Fyrst og fremst af trúmennsku við all- ar skyldur sínar við sjálfan sig og aðra. Hann fann æskulyfið, sem lætur „hug þinn aldrei eldast eða hjartað.” Og við gefum Stephani sjálfum siðasta orðiö í þessum pistii: „Eg er bara hversdagsmaður í öllu, en hef aðeins reynt að lifa ofurlitlu andlegu lífi eftir bestu föngum.” Fjarstæða og uppgerðarhæverska, eða hverju orði sannara? Það er les- andans að dæma. -KÞ tók saman upp úr S.G.S. — Maðurinn og skáldlð eftir Slgurð Nordal og Bréf og rit- gerðlr S.G.S. I.—VI. bindl. ÓSKOG ÁÆTLUN Ég vildi ég yrði ungur um alla mína daga, á göngu um grjót og klungur og græna slétta haga. — Að hlæja hjartanlega og hindranirnar lækka og titra á víxl af trega er tími manna að stækka. Ég ætla að vera ungur um alla mína daga, en aldrei elli-þungur — það er svo létt með Braga, svo létt að lesa og skrifa og líka að spyrja og efa, og alltaf létt að lifa og létt að fyrirgefa. ÍTIÆGÐDí Ég á orðið einhvern veginn ekkert föðurland, þó að fastar hafi um hjartað hnýtzt það ræktar band, minn sem tengdan huga hefur hauðri, mig sem ól, þar sem æsku brautir birti björtust vonar sól. Fóstran gekk mér aldrei alveg í þess móður-stað, það var eitthvað á sem skorti — ekki veitéghvað! Og því hef ég arfi hennar aldrei vera sagzt. Þó hefur einhver óviðkynning okkar milli lagzt. Eins eru ei dalir, firðir, f jöllin fósturjarðar góð, byggi héruð, hlíðar, strendur hálf-ókunnug þjóð. Muntu eins og feginn faðma að þér frænda og vina lið, . getirðu andans ættarsvip þinn ekki kannazt við? Enn um vornótt velli græna vermir sólskin ljóst, ennþá lækir hverfast kringum hvelfdra hlíða brjóst, báran kveður eins og áður út við fjörusand — en ég á orðið einhvern veginn ekkert föðurland. HANN ER KOMINN AFTUR Á GREIÐSLUKJÖRUM SEM EKKI HAFA ÞEKKST HÉR Á LANDI Verðið er lægra, en á nokkrum öðrum bíl t>EIH SEM HUGSA KAUPA TRABANT TRABANT/WARTBURG UMBOÐIÐ H Ingvar Helgason Sýningarsalurinn v/Rauöageröi Sími 33560 wmmam

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.