Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1982, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1982, Blaðsíða 8
Birgitta Bardot: DV. LAUGARDAGUR14. AGUST1982. Birgitta Bardot var kyntákn 5. og 6. áratugarins. Karlmenn dýrkuöu hana, kvenmenn geröu þaö yfirleitt ekki. Hún haföi allt sem konu gat dreymt um, fegurö, ríkidæmi, frægö. En í dag fer hún huldu höföi. Það sýndi sig aö þessi ímynd, sem karlmenn bjuggu til af henni, veitti henni enga gleöi eða lífsfyllingu. Hún hafði ekki allt sem hún óskaði sér heldur aðeins það sem karlmenn vildu aö hún hefði. Hún var búin tii fyrir kvikmyndaiðnaðinn. Rétt eins og barbídúkka. Birgitta sneri baki við þessu „lífi" fyrir tíu árum. Nú kemur hún aðeins fram opinberlega þegar hún berst fyrir málefnum dýr- anna. Hér á eftir segir Birgitta frá því af hverju hún lifir eins og hún gerir. Hún talar um sérstaklega erf ið tímabil í lífi sínu og hvers vegna hún hef ur ekki öðlazt hamingjuna. Og hvers vegna hún margsinnis hefur ekki fundiö neina aðra leið til þess aö öölast frið en í gegnum dauðann. Indælt að hafa karlmann nálægt sér en... — Þú hefur löngum haldið mikið upp á dýr og verið mikill dýravinur. En þó lifir sú goðsögn ennþá um þig aö þú sért karlmannssjúk. Hver er þín skoö- un á þessu og hvaða sess skipa karl- menn í þínu lífi í dag? „Næstum engan. Það er ekkert pláss fyrir þá. Og ég veit svei mér ekki hvort karlmenn hafa nokkurn tíma skipt mig miklu máli. Eg bý ein og er búin að gera mér grein fyrir því að þó það sé indælt að hafa einhvern karlmann ná- lægt sér þarf það ekki um leið að þýða að hann eigi a ö stjórna öllu." — Eitt sinn sagðir þú að karlmenn vissu ekki hvernig þeir ættu að um- gangast þig. Þú sagðir aö það væri eins og þeir karlmenn sem þú þekktir vissu ekki eða skildu ekki aö þú yröir miklu glaöari ef þeir færðu þér lítinn rósa- vönd sem gefinn væri af heilum hug en risavöndur sem þú fengir frá karl- lifi ég! mönnum sem gæfu hann aðeins til þess að ganga í augun á þér? „Að Gunther Sachs undanskildum hafa flestir þeir karlmenn sem ég hef kynnzt verið ákaflega yfirborðskennd- ir. Þeir hafa allir reynt aö kaupa sér ást." Hef leitað ástar, f undið hana, gripið og misst — Trúir þú enn á hina einu sönnu ást? „Eg býst við því að allir trúi því aö einhvern tímann á lifsleiðinni kynnist þeir hinni einu sönnu ást. Ég hef leitað ástar, fundið hana og gripið — og síðan missthana." — Hvaða karlmaöur hefur skipt þig mestu máli á lif sleiðinni? „Afi minn. Hann hefur kennt mér aö sjá hlutina i nýju ljósi, aðmeta lifiö á annan hátt en ég hef hingað til gert. Hann er svo fátækur að hann hefur ekki efni á að ferðast og sjá sig um í heiminum. Samt er hann ekkert að kvarta. I staðinn fyrir ferðalögin sem hann langar til að fara í lokar hann sig inni og les t.d. allt um Mexikó. Kemur síðan til mín og lýsir öllu þar rétt eins og hann væri nýkominn þaðan." — Þú hefur veriö gift þrisvar sinn- um. Fyrst Roger Vadim, síðan Jacques Charrier og loks Gunther Sachs. Heldur þú að þú komir til með að giftast aftur? Hjónaband á enga stoð í raunveruleikanum „Hví skyldi ég gera það? Hjónabönd enda öll á einn veg — með skilnaöi eða þá að mann langar til þess að skilja. Hugmyndin á bak viö hjónabandið er ákaflega falleg — en á sér því miður enga stoð i raiinveruleikanum. Mig langar alltaf til þess að gifta mig þegar ég verö ástfangin. Þvi ætti ég með réttu að hafa gift mig tíu sinnum en ekki bara þrisvar." Birgitta erhór stödd iNoregiað mótmæla seladrápi. — Hvað heitir elskhugi þinn? „Það kemur þér ekki við. En ég get sagt þér að við elskum hvort annað og okkur þykir báðum vænt um dýr." — Hvað meö vini. Átt þú marga vini? „Þeim fækkar óðum — það er dálitið sorglegt. En orsökin er það f ábrotna líf sem ég lifi. Ég lif i ákaQega einföldu líf i og fer sjaldan að heiman. Þá sem ég get kallað sanna vini get ég talið á fingrum annarrar handar." Finnst mikilvægt að segja opinskátt frá Iff i mínu — Þú ert að skrifa ævisögu þína, er henni lokið? Þú sagðir og eitt sinn afl þú ætlaöir aö segja opinskátt frá öllu sem þig hefur hent á líf sleiðinni? „Já, ég hef gert það upp við mig að annaðhvort segði ég frá öllu eöa þá afl ég sleppti því að skrifa endurminning- arnar. Það er mér mjög mikilvægt að segja opinskátt frá lífi minu, hvernig það í raun og veru var. Þetta er eins og að gera stórhreingerningu, ákveðin reikningsskil. Þaðhafa komiðhræðileg timabil en líf mitt hefur einnig verið fullt af hamingju og gleði. Frá þessu öllu ætla ég að segja. Eg byrjaði að skrif a bðkina mina er ég varð f ertug og ég býst við að ljúka henni er ég verð fimmtug." — Færö þú ennþá bréf frá aðdáend- umþínum? „Já, en þau eru eins og smáfiskar í þeirri torfu af bréfum sem ég fæ. Flest bréfin sem ég fav eru frá fólki sem er að hvetja mig til dáöa í þágu dýranna. Þau bréf er ég þakklát fyrir, í gegnum þessi bréf fæ ég hvatningu og öölast þrek til þess að berjast áfram." Ég vil fá að vera einogífriði — Leiðist þér stundum? „Nei, aldrei, en stundum verð ég þunglynd. Mér finnst gott að vera ein. og vil fá að vera í friði. Eg hef misst trúna á manneskjurnar. Mér finnst flest allir vera heimskir, með upp- skafningshátt, grófir og ruddalegir. Ég verð þungiynd þegar ég hugsa um þetta og þá sérstaklega er ég íhuga stöðu dýranna í heiminum. Stundum finnst mér sem enginn f ái því breytt og þá finnst mér erfitt að lifa." — Trúir þú á hamingjuna? „Hamingjuna færðu alltaf í smá- skömmtum. Maður getur ekki sagt , Jig er hamingjusöm" á sama hátt og maður getur fullyrt að maður sé ljós- hærður. Eg er sífellt að leit að ham- ingju eins og allir aðrir en ég held að ég sé orðin það lífsreynd að ég geti aldrei öðlazt hamingjuna fullkomlega." Mér barzt nýlega tilboð um hlutverk með Brando — Streyma ennþá til þín tilboð um að leika? „Mér hef ur nýlega borizt eitt. Það er kvikmynd með Marlon Brando, það er eiginlega það eina sem ég veit um myndina. Umboðsmaður minn veit að ég kem aldrei til meö að leika í kvik- mynd aftur. Sá tími er liðinn." — Hvernig líður þér er þú sérð gamla kvikmynd þar sem þú leikur aðalhlut- verkið? ,j2g hef ákafléga gaman af því. Samt finnst mér alltaf sem þessi Birgitta sem ég horfi á sé ekki ég. Kannski dóttir min. Mér finnst hún svolítiö aumkunarleg." — Þegar sonur þinn, Nicolas, varð 17 ára gamall sendir þú hann til föður síns. Þú vildir ekki og hélst því jafn- f ramt fram að það gæti haf t slæm áhrif á hann að alast upp hjá konu sem eitt sinn var kyntákn. Hvernig er ykkar sambandi háttað í dag? Kaliar hann þig mömmu eða Birgittu? Ert þú ströngviðhann? Hann klfpur mig aldreiírassinn! „Nei, ég er ekki ströng og ég hef aldrei verið það. Hann kallar mig ekki Birgittu. Hann klípur mig aldrei í rass- inn. Hann kallar mig mömmu og kem- ur fram við mig sem mömmu sína. Þegar hann var lítill átti ég erfitt með að gera mér grein fyrir því að hann væri barnið mitt. En nú er samband okkar mjög náið. Hann er stoð min og stytta."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.