Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1982, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1982, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR14. ÁGUST1982. ,Eg hef þurft að greiða það dýru verði að vera kyntákn," segir Birgitta Bardotsem orðin er47áragömul. — Þú hættir aö leika í kvikmyndum þegar þú varst 39 ára gömul. Hvernig myndir þú lýsa lífi þínu núna? „Loksins lifi ég. ÉG LIFI. Loksins lif i ég og f inn að líf iö hefur einhvern til- gang. Ég hugsa um heimiliö og vinn- una mina og lifi ákaflega svipuðu lífi og ég gerði þegar ég var 17 ára, áður en ég fór út í kvikmyndaleik. Ef fólk þekkir mig út á gö'tu þá er það vegna þess að ég berst fyrir málstað dýranna, ekki af því að eitt sinn var litið á mig sem eitthvert kyntákn. Nú elta ljós- myndarar mig ekki lengur á röndum. Eg hef sjálf ákveðið hvernig ég vil lifa og þess vegna held ég heimilisfangi mínu leyndu. Ég hef þurft að þjást mikið fyrir það líf sem aðrir létu mig lifa. Eg hef þurft að borga likama minndýruverði. Mikill mathákur jaf nvel þótt ég sé grænmetisæta — Hvernig ferð þú aö því að halda þér svona grannri? „Ég geri ekkert — mér þykir allur matur góður. Eg er mikill mathákur jafnvel þótt ég sé grænmetisæta. Mér finnst nautakjöt algert lostæti en þegar ég sé hvernig dýrum er slátr- að þá get ég ekki lengur borðað kjöt. Ef ég sé kjötstykki á disknum mínum þá verður mér óglatt. Þetta eru dýr eins og við." — Þú Iætur þér Iika annt um gamalt fólk? „Já, ég hef alltaf aðstoðað gamalt fólk fjárhagslega eða með öðru móti. Amma mín, sem dó í fyrra, var búin að búa hjá mér í 20 ár. Gömul kona sendi mér eitt sinn trúlofunarhring sinn og bækur sem '..maður hennar hefur skrif- að og með lét hún fylgja þá beiðni að ég sæi um kettina hennar er hún dæi." — Hvernig finnst þér að eldast? Er það í þinum augum eitthvað sem er hræðilegt eða tekur þú því bara með ró? Ætla mér aldrei að fá andlitslyftingul „Aldurinn færist bara yfir mig. Það er allt og sumt. Eg hef ekki og ætla mér aldreiaðfámérandlitslyftingu. Eg vil vera eins gömul og ég er. Eg fer aldrei á neinar fegrunarstof ur og ég nota lítið af snyrtivörum. Auðvitað er ekkert gaman að fá hrukkur en þær skipta mig engumáli lengur." — De Gaulle sagði eitt sinn um þig: „Þessi unga stúlka hefur yfii- sér lát- laust yf irbragð og þetta látieysi virðist vera henni eðlislægt." Er látleysi þinn stærsti kostur? „Ja, hvers vegna aö flækja alla skapaða hluti? Eg hef aldrei miklast af frama minum. Því ég hef alltaf séð í gegnum falsið sem kvikmyndaiðnaðin- um fylgir. Ég hef alltaf litið gagnrýn- um augum á lífið og það er kannski þess vegna sem ég get aldrei orðið hamingjusöm." — Hver er þinn stærsti galli? „Öþolinmæðin. Eg missi allt of oft og allt of fljótt þolinmæðina." — Nú er móðir þín nýdáin. Ert þú hrædd við dauðann? Dauðinn er óhuggulegur en mig hefur stundum langað til að deyja , JJauði móður minnar var mér mik- ið áfall. Um leið og hún dó, þá dó eitt- hvað inni i mér. Þegar að hún dó var ég alein með henni á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum. Banamein hennar var blóðtappi. Eg, sem alltaf berst, sat hjá henni og gat ekkert gert. Eg sat þarna gjörsamlega máttlaus, það var hræðilegt. Dauðinn er óhuggulegur og ennþá verra er að einhverjar utanað- komandi manneskjur sjá um ifkams- leifarmanns." — Þú hefur oftsinnis reynt að fremja sjálfsmorð. Gerðir þú það aðeins til þess að vekja athygli á þér eða hefur þig virkilega langað til þess að deyja? „Það hafa komið timabil sem hafa verið svo hræðileg að mig hef ur langað til þess að deyja. Þá var ég ekki eins hrædd við dauðann og ég er nú. Fyrir mér var dauðinn eins konar ástarsam- band. Eg ímyndaöi mér að ég gæti f Iúið til dauöans, þar fengi ég frið því í dauðanum þekkti mann enginn. En hvernig átti ég að fremja sjálfs- morð? Ekki gat ég hent mér ofan af 14. hæð því þá myndu ljósmyndarar um- svifalaust veröa mættir á staöinn. Þess vegna hef ég reynt það með því að taka inn svefntöflur. Og í dag finnst mér þetta alveg fáránlegt en ég skil samt af hverju ég reyndi að fyrirfara mér. Það var flóttatilraun min, sem mistókst." —Hvað með framtiðina? „Eg held mínu striki. Eg ætla mér að halda áf ram að berjast fyrir málstaðn- um. Ef mér tekst að gera líf dýranna bærilegra þá hef ég ekki lifað til einskis." -EGsneri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.