Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1982, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1982, Qupperneq 10
10 DV. LAUGARDAGUR14. ÁGUST1982. I Hallbjarnarstaðakambi er að finna: iÆtfar sjúnardýra uppi í miðjum hlíðum! Tjörneslögin hafa verið lærðum sem leik- um umhugsunarefni um margar aldir. Þau er einkum að finna á strandlengjunni norð- ur af Húsavík, allt frá Héðinshöfða í suðri til V aladalstor fu, ness austur af Breiðavík á Tjörnesi. Jarðlagaskipun þess- arar spildu er fyrir margt merkileg og þó ekki enn til fulln- ustu könnuð. Ganga þar víðast háir bakkar í sjó fram. Þeir eru að mestu leyti úr mola- bergi er í öndverðu hefur myndazt undir sjávarborðinu eða á ströndinni. Það sýna steingerðar og hálf- steingerðar sæskeljar er í jarðlögunum liggja. Þetta eru elztu sjávarjarðlög sem þekkjast úr jarðlaga- . skipun landsins. Sums staðar er þó gosgrjót í bökkunum, og enn fleiri jarðlög er hægt að greina þar, ólík að uppruna og að myndunarhætti, eins og til dæmis surtar- brand og aðrar gróður- leifar. I grein þeirri sem hér fer á eftir, verður lítillega tæpt á jarð- sögu og sérkennum þessara sæskelja sem nú finnast uppi í miðj- um hlíðum Tjörness og er þá að mestu stuðzt við heimildir fræði- manna sem um þessi mál hafa fjallað. Er þeirra getið aftast. -SER. Bakkarnir umhverfis Barminn (sem er allstórt vik inn i vestanvert Tjörnes) eru viðast um sjötiu til áttatiu metra háir og snarbrattir. Meginhluti þeirra er úr hörðnuðu, lagskiptu molabergi. Molabergið sjðlft skiptist svo i sandsteinslög. — hln sérstæðn jar ðlög á vesturbökkum TJÖRNESS skoðuö '0% Nyrzti hluti Barmsins eða viksins sem hafaldan hefur sorfið inn i Tjörnes á milli harðra basattnesanna. Handan rafíinustauranna á myndinni er Hallbjarnarstaðakamb að finna, en um þá spildu og þau merki- legu jarðlög sem þar er að finna fjallar greinin hérá siðunum. Þegar litiö er á kortið hér á síöunni, sést að stórt vik er að sverfast inn í Tjörnes. Þetta vik nefnist Barmur og markast af Stökkum í norðri og Héöinshöföa í suðri. Milli þessara nesa er að finna mjög miklar sjávarmynd- anir og verður einkum haldið sig við þetta svæði hér á eftir, þó vitanlega sé að finna leifar sjávardýra og -gróð- urs víðar um Tjörnes. Inn undir Skjálfandafljót Bakkamir umhverfis Barminn eru víðast um sjötiu til áttatíu metra háir Yfirlitskort yfir það svæði þar sem skeljalög er að finna á Tjörnesi. Hallbjarnarstaðakambur er fyrír miðri mynd. og snarbrattir. Meginhluti þeirra er úr hörðnuðu, lagskiptu molabergi. : Meginefni molabergsins er lag- skiptur sandsteinn. Honum hallar til noröurs og norðvesturs inn undir Skjálfandaflóa. Af þessum halla jarð- laganna leiðir að lag sem skoðaö er einhvers staðar ofan til í bökkunum er nokkru norðar horfið niður í fjöru og allt undir sjávarborð. Ströndin milli Stakka og Héðins- höfða sýnir á skemmtilegan máta hið ólíka viönám bergtegundanna gegn ágangi úthafsins. Andnesin og oddarn- ir eru alls staðar úr hörðu basalti, er býður briminu birginn, en milli þess- ara nesa er svo að finna molabergið sem í eðli sínu er mýkra og linara og lætur því fyrr undan haföldunni. Af þessum orsökum hefur vikiö myndazt, sem eins og áður segir heitir Barmur. Gn nóg um það. Jurta-og sædýraleifar Víkjum að sjálfum sjávarlögunum og þeim jurta- og sædýraleifum sem þau geyma og ætla má helzta náttúru- undrið á Tjörnesi í jarðsögulegum skilningi. Á þessum leifum byggist dómur okkar um aldur jarðlaganna og um lífsskilyrðin í hafinu við strendur landsins á þeim tíma er lögin mynduð- ust. Til þess að skoða þessar dýra- og jurtaleifar skulum við koma okkur fyrir í Hallbjamarstaöakambi, sem er að finna nokkuð norðarlega í Barmin- um. Þessa kambs mun nefnilega oftast

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.