Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1982, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1982, Blaðsíða 14
14 DV. LAUGARDAGUR14. ÁGUST1982. FETAÐIFOTSPOR GRETTIS: Allir \ ildii þeir sundið þreytt hafa Býsk Grettir nú til sunds ok haföi] spluváðarkufl ok gyrðr í brækr; hann lét fitja saman fingrna. Veðr var gott. Hann fór at áliðnum degi ór eyjunni; allóvænligt þótti Illuga um hans ferð. Grettir iagöisk nú inn á fjprðinn, ok var straumr með honum, en kyrrt með pllu. Hann sótti fast sundit ok kom inn til Reykja- ness, þá er sett var sólu. Hann gekk til bæjar at Fteykjum ok fór í laug, því at honum var kalt orðit nokkut svá, ok bakaoi.sk hann lengi í laug- inni um nóttina ok fór síðan í stofu. Hann var móðr mjpk ok sofnaði fast; lá hann þar allt á dag f ram. Mikil þrekraun Drangeyjarsund Grettis er hin mesta þrekraun þegar allra aö- stæðna er gætt, vegalengdar, sjávar- kulda, frumstæðs útbúnaðar og svo i þess að hann var einn síns liös alla leið. En þrátt fyrir það virðist engin ástæða til þess að efast um að frá- sögnin af sundi Grettis sé sönn enda má minna á það að mörg dæmi eru kunn um miklu lengri sund nú á tím- um, til dæmis Ermarsund, þótt þar! sé að öðru leyti óliku saman að jafna. Benedikt Waage skrifar grein í Iþróttablaðið árið 1927 þar sem hann fjallar dálítiö um sund Grettis. Þar segir hann að sennilega hafi Grettir synt bringusund. Einkum vegna þess hversu fáar sundaðferðir hafi þá verið þekktar og eins af því að bringusund er venjulega talið ein allra Öruggasta sundaðferðin, að minnsta kosti fyrir þolsund. Það má þó vera að Grettir hafi hvilt sig með því að synda til dæmis baksund. Þá telur hann sennilegt að Grettir hafi komið í land í víkinni skammt frá Reykjadiski fyrir neðan Grettislaug. Þar sé landtaka sæmileg en aftur á móti stórgrýti mikið á sjálfum Reykjadiski. Þá leiðir Benedikt líkum aö því að aðeins hafi tekið Gretti þrjár og hálfa klukkustund aö synda sjö og hálfan kílómetra þar sem svo mikill aflraunamaöur hafi verið á f erð. Af Karli og Kerlingu Drangey liggur nær miðjum Skagafirði. Þar sem skemmst er til lands úr eyjunni að Reykjadiski er um3,7sjómflur. 3:::::::!:::::::::;; iiHHíl mm :i:::::::::::KttH:í- ^HÍ::::j::nn:U!H 111 Axel Kvaran synti Drangeyjar- sund 1961. Hann synti frá Reykjadiski á Reykjaströnd út í Drangey. Allir adrir sem synt hafa þessa leid hafa hins vegar synt frá Drangey til lands. Drangey rís snarbrött og hrikaleg úr hafi. Þegar nær kemur er hún klofin að sjá og heitir Lambhöfði nyrðri hluti eyjarinnar en Lundhöfði sá syðri. Beit er í eyjunni á sumrum enda er hún mjög grösug uppi. Tveir i drangar hafa lengi staðið við Drang- ey, sem nefndir voru Karl og Kerl- ing. Karlinn er fyrir löngu fallinn í sjó en Kerling stendur enn; en búizt er viö að hún fari sömu leið og Karl- inn! — Þá hafa menn og getið sér til að Drangey muni líka „hrynja í hafið", ef dæma má eftir þvílive eyj- an hefir klofnað siðasta mannsaldur og mikið f allið úr henni. Um upptök Drangeyjar segir svo í þjóösögunum að i fornöld hafi tvö nátttröll átt heima í Hegranesi; karl og kerling. Einu sinni fóru þau með kú sina, sem var yxna, áleiöis yfir f jörðinn úr Hegranesi út á Skaga- fjörö. Karl teymdi en kerling rak. Þegar þau eru komin töluvert út á fjörðinn ljómaði dagur og urðu þau bæði að steini, og eru þau drangamir sem hjá Drangey hafa staðið en Drangey á að vera kýrin sjálf. — Þó þessi þjóðsaga sé að mörgu leyti merkileg þá er það ekki hún sem haldiö hefur mest og bezt sögu Drangeyjar á lofti heldur miklu frek- ar dvöl kappans Grettis og félaga hans Illuga í eyjunni. Hefur mörgu skáldinu orðið það að yrkisefni, eins og Stephani G. Stephanssyni í vís- unniViðDrangey: Mörg er sagt, að sigling glæst sjást frá Drangey mundi. Þó ber Grettis höf uð hæst úr hafi á Reyk jasundi. ¦• X %*§ y.^^i> pj : M | ?l UCJELjh Erlingur Pálsson sannadi sund Grettis árid 1927. Var í þremur sundbolum, haf ði tvær sundhettur og fingravettlinga á höndum Það vár í júlílok árið 1927 að Erlingur Pálsson, sundkappi og yfirlögregluþjónn, synti úr Drangey til lands. Það var 14 stiga lofthiti þennan dag og sjávarhiti aöeins minni. Erlingur var þannig búinn að hann var í þremur sundbolum; sá yzti var gerður úr dúnheldu lérefti en hinir voru venjulegir ullarsundbolir. Sundhettur hafði hann tvær og Grettir á leið til lands úr Drangey. Þeir hafa þreytt Drangeyjarsund Sjö fræknlr íslendingar hafa þreytt Drangeyjarsund í gegnum Árið 1936 Pétur Eiríksson. tíolna: Ario 1939 Haukur Einarsson. Ariö 1030 Grettir Ásmundarson. Arið 1957 og '59 Eyjólfur Jónsson. Arið 1927 ErlingurPálsson. Arið 1961 AxelKvaran. fingravettlinga á höndum úr dúnheldu efni. Allur útbúnaður var hinn ágætasti að öðru leyti en því að engin haföi hann sjógleraugu. Hann var vel smurður feitiefnum, sem sér- staklega voru búin til til varnar sjávarkulda, bæði undir sundklæðin og eins borið í þau. Undirbúningur undir sundraunina tók tæpa klukkustund. Erlingur synti aðallega þolskriö- Haukur Einarsson frá Miðdal synti frá Drangey til lands árið 1939. sund, sem er fjögra takta, og hvíldi sig með því að synda bringusund við og við. Erlingur var heppinn með veður þótt hvessti nokkuð og straumur yrði harðari um þriðjung leiðarinnar. Ferðin gekk því vel og náði Eriingur landi á Hrossavikurnefi, sem er innan viö Reykjaá í Reykja- landi. Hafði hann þá verið 4 klukku- stundir og 25 mínútur á leiðinni. •Vegalengdin sem hann synti var um sjö og hálfur kílómetri. Það er ná- lega einum kílómetra lengra en beinasta ieiðin frá Drangey til lands. Eins og nærri má geta var Erlingur nokkuö þrekaður eftir þessa miklu sundraun, mest vegna sjávarkulda. Gekk við hækjur sem ungur drengur en synti samt... Næstur til að þreyta hið frækna Grettissund var Pétur Eiriksson, kunnur reykviskur sundmaður. Það var áriö 1936, líka í júlímánuði. Hann var 5 klukkustundir og 19 mínútur á sundinu og var hitastig sjávar 11 gráður. Hann kom upp að Reykjum á Reykjaströnd. Þetta sund Péturs þótti glæsilegt af rek. Hann var aðeins 18 ára gamall þegar þetta var og er enn yngstur þeirra semþreytt hafa sundið. Sund Péturs þótti ekki sízt glæsilegt fyrir það að í æsku varð hann fyrir þvT óláni að fá berkla í fót og lá þá í tvö ár, ýmist heima hjá sér eða á Vífils- stöðum. Þegar hann komst á fætur varð hann að ganga viö tvær hækjur. Siðar tók hann að iðka sund og taldi hann það öðru fremur hafa hjálpaö sértilaðnáheilsu. Prentarinn sem lagðist til sunds Haukur Einarsson prentari lagðist næst til Grettissunds. Það var í ágústmánuði 1939. Synti hann vega- lengdina á 3 klukkustundum og 20 mínútum.Var sjávarhiti 8 gráður og kom hann að landi á Reykjum á Reykjaströnd. Haukur synti bringusund alla leiöina, nam aldrei staðar, neytti einskis og kom aldrei við bátinn sem fylgdi honum! Þegar hann kom að landi, gekk hann óstuddur til laugar og þvoði sér. Virtist hann með öllu óþjakaður eftir sundraunina. Lögregluþjónninn sem tvisvar þreytti Grettissund! Og þá var komiö að Eyjólfi Jóns- syni lögregluþjóni og stofnanda Knattspyrnufélagsins Þróttar að standast eldraunina. Gerði hann gott betur en fyrirrennarar hans, því ekki s jaldnar en tvisvar þreytti hann sundið! Það var fyrst i júlímánuði árið 1957 að Eyjólfur lagðist til Drang- eyjarsunds. Synti hann alveg ósmurður og neytti einskis á leiðinni. Aftur synti hann sömu leið tveimur árum síðar og þá í norðangarra og sjávarhiti þá ekki nema rúm 7 stig en hafði það samt. Síðara Drangeyjar- sundið var nokkurs konar æfing hjá Eyjólfi fyrir Vestmannaeyjasund sem hann þreytti sama ár. Þá synti hann úr Eyjum til lands, um 13 kílómetra leið, á 5 klukkustundum og 26mínútum. Eyjólfur var mikill sundgarpur hér á árum áður og þreytti hann hvert sundafrekiö á fætur öðru. Meðal annars synti hann yfirSkerja- f jörðinn, út í Viðey, yfir Hafnarfjörð, upp á Skaga og úr K j alarnest anga að Loftsbryggju í Reykjavíkurhöfn. Þá reyndi hann tvisvar að freista þess _ að synda yfir Ermarsund. Þóttu sundafrek Eyjólfs og þykja enn ævintýri líkust. Fram að tólf ára aldri tók hann ekki á heilum sér og lá langlegur á sjúkrahúsum meö berkla. Og aö synda lærði hann ekki fyrr en 25 ára gamall. Og enn er þreytt Drangeyjarsund__ Arið 1961 lagðist enn einn kappinn til sunds yfir Skagafjöröinn og í þetta sinn Axel nokkur Kvaran. Var sund hans ólíkt fyrri sundgörpum að því leyti að hann synti frá landi út í Drangey. En allt gekk það eins og í sögu. Eyjólfur Jónsson er áreidanlega einn frœknaati sundkappi okkar. Hann synti tvisvar Drangeyjarsund tíu sinn- um Viðeyjarsund. Þá synti hann eitt sinn frá Reykjavík og upp á Skaga, Skerjafjarðarsund, Hafnarfjarðar- sund, frá Vestmannaeyjum til lands og úr Kjalarnestanga að Loftsbryggju t '• Reykjavikurhöfn. Einnig freistaði' » hann þess tvisvar að synda yfir Ermar- sund. Þurfti hann að gefast upp l bœði skiplm vegna sjóveiki og dimmviðris. Og enn á að feta í fótspor Grettis gamla. Næstur ætlar Kristinn Einarsson, sundgarpur af Skaganum að synda og sjálfsagt verður hann ekki sá síðasti til að takast á við þrekraunina þá... -KÞ. Texti: Kristín Þorsteinsdóttir mmmmmm?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.