Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1982, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1982, Blaðsíða 17
DV. LAUGARDAGUR14. ÁGOST1982. 17 Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Ástralskar kvikmyndir eiga sér stöðugt fleiri aðdáendur. Þær eru ekki mjög margar áströlsku kvikmyndirnar sem sýnd- ar hafa verið hérlendis en nú er ein þeirra væntan- leg til sýningar í Regn- boganum. Hún heitir My Brilliant Career og grein- ir frá lífi ungrar stúlku seint á síðustu öld. Kvik- myndin er byggð á samnefndri sjálfsævisögu Miles Franklin. Bókin var skrifuð árið 1897 og höfundurinn var þá aðeins 16 ára. Bókin olli miklu fjaðrafoki í heimalandi Franklin, Ástralíu, og það var ekki sízt fjölskyldu hennar sem þótti nokkuð langt gengið með útgáfu bókarinnar. Franklin setti blátt bann við því að bókin yrði gefin út öðru sinni fyrr en eftir sinn dag og það var ekki fyrr en 1965 að ný útgáfa kom fyrir almenningssjónir. Margaret Fink kvikmyndaframleiðandi var meöal þeirra sem hrifust af bókinni. Fink tókst að vekja áhuga kvikmynda- leikstjórans Gillian Armstrong á bókinni og konurnar tvær komu sér saman um að vert væri að gera kvik- mynd eftir henni. Eleanor Witcombe tók að sér að skrifa handrítið. Heimur glæsileikans Þaö eru sem sagt konur sem hafa skrifað handritið, leikstýrt og fram- leitt My Briíliant Career. 1 myndinni greinir frá ungri konu sem sættir sig ekki við stöðu kvenna á 19. öldinni og gerir uppreisn. Nafnið á myndinni er kaldhæöið. Aðalpersónan, Sybylla, er fátæk en dreymir um frábæran frama. I draumum sínum gleymir hún raun- veruleikanum; skrælþurru land- inu, sandstormunum, drykkjuskap f öður síns og móður sinni sem á f ullt í fangi með aö fæða og klæöa Sybyllu og systkini hennar. Og Sybylla skrif- ar: „Ég reyni ekki að afsaka þaö að ég skuli vera síhugsandi um sjálfa mig, það geri ég — en ég hef alltaf haldiö að ég ætti heima í heimi list- anna, tónlistarinnar og bókmennt- anna og heimi glæsileikans." Foreldrar Sybyllu hafa ekki efni á að hafa hana heima öllu lengur og reyna að útvega henni vinnu við þjónustustörf. En stúlkunni lizt ekki á slíka vinnu, — hún hefur þörf fyrir að ræða listir og bókmenntir og hún vill gjarnan verða píanóleikari. Móð- ir Sybyllu veit ekki sitt rjúkandi ráð og kallar hana „ljóta, ómögulega og guðlausa". En amma Sybyllu er ekki á flæði- skeri stödd og gamla konan býður henni að dveljast á óðalssetri sínu. Nú fær Sybylla tækifæri til að sinna áhugamálum sínum og umgangast betri borgara. Hvar sem hún kemur þykir hún ólík sinni ágætu f jölskyldu. Sybyllu leiðist þetta að vonum en hún er orðheppin og fljót að svara fyrir sig. Fjör Sybyllu hrífur Július frænda hennar en amma gamla læt- ur sér fátt um finnast. Gamla konan ætlar sér nefnilega að gifta Sybyllu og hefur i þvi sambandi augastað á Frank nokkrum. Hann er ríkur og úr „fínni" fjölskyldu. Þegar Frankber upp bónorðið svarar Sybylla með því að velta honum ofaní kró fulla af sauðfé. Amma reiðist og krefur Sybyllu um skýringar og sú stutta svarar því til aö hún skuli aldrei gift- ast neinum semhún elski ekki. — JWtj Brilliant Career9 tevihmynd umlíf ungrar stúlUu íÁstralíu furir hundrað drum Hjónabandið og virðíngarstaðan Frænka Sybyllu reynir að koma vitinu fyrir hana: „Þú verður að skilja að hjónabandiö veitir okkur virðingarstöðu." Og Sybylla lætur ekki standa á svari: „Það er nú bara eitthvað sem karlmenn vilja að við trúum." Á meöan á vistinni hjá ömmu stendur kynnist Sybylla Harry Beecham og gamalli frænku hans, Agústu. Þau búa ekki fjarri ömmunni, á setrinu „Five Bob". Harry er rólegur náungi og Sybyllu finnst það eins og áskorun. Hún vill hleypa lifi í þennan ágætismann og smám saman tekst henni það. Ágústa frænka fylgist spennt með því hvernig ástin grípur unglingana og hún biður Harry að rasa ekki um ráð fram. Sybylla er enn staðráðin í því að binda sig ekki og reynir að láta Harry ekki komast að því hvern- ig henni er innanbrjósts. Harry þarf að bregða sér burt af búinu nokkra daga og á meðan situr Sybylla heima og lætur sig dreyma. Hún vonast eftir heimsókn Harrys en þarf að bíða lengi. Frank hefur nefnilega séð hvers kyns er og sagt Harry misjafnar sögur af Sybyllu. Hún á í erfiðri klípu. Henni er fjarri skapi að ganga í hjónaband en þrátt fyrir það á Harry hug hennar svo til allan. Sybyllu þykir mikið í húfi þeg- ar frami hennar er annars vegar. Þegar Harry ber loks upp bónorðið er henni ljóst að þó hún vilji deila líf- inu með honum þá er hún ekki tilbúin til að fórna sjálfri sér á altari hjóna- bandsins. „Einmanaleikinn er óhóflegt verð fyrir fáránlegan Frelsið ofar ©llu draum," segir Agusta frænka og reynir að vara Sybyllu við. „Hann er ekki fáránlegur," er eina svarið. Sybylla neitar enn Sybylla biður Harry um tveggja ára frest en á þeim tíma hyggst hún finna sjálfa sig. örlögin haga því þannig að þessum tveim árum þarf hún að eyða við kennslustörf. Vinnan er erf ið en Sybylla á af miklu að taka og reynir að gera það bezta úr erfið- um aðstæðum viö kennsluna. Heppnin er með Sybyllu og vegna misskilnings snýr hún aftur heim á leið frá kennslunni fyrr en til stóð. Harry er ekki seinn á vettvang en Sybylla er hrædd við að enda eins og móðir hennar, með nýtt barn á hand- leggnum á hverju ári. Sybylla er nú ákveðin í að gerast rithöfundur. Hún segir Harry hvernig komið er og seg- ist þurfa að vera ein við iðju sína, ella myndi hún eyðileggja líf hans. Henni þykir of vænt um hann til að vilja fremja slíkt ódæði. Snemma morguns, þegar sólin er í þann veginn aö koma upp, pakkar Sybylla handritinu sínu inn í pappír. Hún bíður síðan eftir póstinum sem ætlar að færa heiminum ritverkið. My Brillant Career er indæl kvik- mynd og í henni er aö finna mörg stórskemmtileg atriði. Lýsing myndarinnar á aldarfarinu rétt fyrir síðustu aldamót er líka ákaflega sannfærandi. My Brilliant Career er lýsing á því hvernig Sybylla breytist úr draum- lyndum krakka í hugrakka konu sem horf ist í augu við óvissa framtíö. Hún hefur valið sér stefnu í lífinu og hyggst fylgja henni þó hún gangi í berhögg við venjur samtímans. Sybylla semur sig ekki að tíöarand- anum og hún neitar af þeim sökum að giftast manninum sem hún elskar og sem elskar hana. Nú á dögum þætti uppreisn Sybyllu Sybyi>,*MM" Zrmöum^ »«**"• Foreldrar Sybylla reyna að ræöa málin við hana. harla eðlileg. En í gamla daga þegar æðsti draumur hverrar konu var góð- ur maður og fjöldi barna kann saga Sybyllu að hafa virzt beinlínis hættu- leg fyrir þjóðfélagið. Já, hugsið ykk- ur ef konur hefðu verið farnar að hugsa um eigin frama strax um síð- ustualdamót! Leikkonan Judy Davis fer með hlutverk Sybyllu. Hún er afar f jörug og nærfærin í túlkun sinni og það r erfitt aö skilja hvers vegna alltai cr verið aö tala um ófríðleika Sybyllu í myndinni. Hún er ef til vill ekki bein- línis fíngerð og hún hefur mikið og snarkrullað hár. Fyrir bragðið er hún ólik hinum stúlkunum. En eftir því sem kjarkur hennar og þor eykst verður hún stöðugt laglegri. Ágústa frænka segir líka: „Við hliðina á þér verða þessar snyrtilegu ungfrúr eins og hópur af gæsum! — og það eru þær líka." Ágústa var heldur ekki nein venjuleg stúlka á yngri árum og þaö er Patricia Kennedy sem leikur hana af mikilli hlýju. Gömul saga enern Nýsjálenzki leikarinn Sam Neill leikur Harry Beecham. Honum tekst vel að túlka þennan ágætis mann, svo vel að flestir hljóta að finna til með aumingja Harry þegar Sybylla hryggbrýtur hann í annað sinn. My Brilliant Career fjallar um atburði sem gerðust fyrir nærri hundrað árum. Engu að síður hefur sagan haldið fullu gildi sinu. Boö- skapur hennar á enn þann dag i dag erindi til nútímakvenna; Auðvitað fáum við ekki alltaf það sem við kjós- um sjálf helzt af öllu. En ef vilja- styrkurinn er nægur er næsta öruggt að unnt er að snúa þróun einstakl- ingsins í þá átt sem óskað er. En slíkt og þvílíkt kostar jafnan fórnir sem ýmsir eru ragir við að f æra. My Brilliant Career var gerð árið 1979 og hefur síðan verið sýnd víða um heim. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma verður hún sýnd hér í Reykjavfk innanskamms. -SKJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.