Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1982, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1982, Síða 18
18 DV. LAUGARDAGUR14. ÁGUST1982. Popp — Popp — Popp — Popp — Popp — Popp — Popp — Popp — Popp — Popp ABRACADABRA vm&wmm Steve Miller með íromp á hendi / : 4 K ’ 4 , SennUega vita fæstir unglingar i dag nokkur deUi á Steve MUler þó svo þeir séu yfir sig hrifnir af laginu „Abracadabra” og heyrist raula það fyrir munni sér i tima og ótima. En Steve MUler er enginn skyndipoppari kominn fast að fert- ugu og má muna timana tvenna i dægurlagatónUstinni. Síöustu sjö árin hefur lítiö borið á Steve MiUer ef undan er skiliö lagið „Fly Like An Eagle” af sam- nefndri plötu áriö 1976. Steve MUler stofnaöi sína fyrstu hljómsveit tólf vetra, The Marksmen og meðal Uösmanna í þeirri sveit var Boz Scaggs. Síðar eða áriö 1961 hófu Steve Miller og Boz Scaggs aö leika saman í hljómsveitinni ArdeUs sem hafði þaö á stefnuskrá sinni aö leika „hvíta” sóltónUst. Áriö 1968 var Steve Miller kominn til San Francisco sem þá var eins konar höfuöborg í hippadómi og poppi, stofnaöi þar eigin hljómsveit, Steve Miller Band, sem hann hefur rekið aUar götur síöan. Hljómsveitin lék mestanpart „soft” rokk aö hætti síns tíma, mannaskipti voru ákaf- lega tíö og þegar sjöunda útgáfa hljómsveitarinnar var við lýöi kom hún lagi á topp bandaríska vin- sældaUstans: „The Joker”, áriö 1974. Um tíma var Boz Scaggs í Steve MUler Band eftir aö hafa stundað þjóölagasöng á Noröurlöndum um skeið — og þykja plötur Steve MUler Band, þar sem hann var meö, fágætar í dag en þær eru tvær: „ChUdren Of The Future” og „SaUor”. Eftir hinar miklu vinsældir „The Joker” ákvaö Steve Miller aö taka sér launalaust leyfi frá störfum um ársskeiö eftir aö hafa veriö nánast á samfeUdu hljómleUca- ferðalagi í átta ár! Hann hvíldi sig þó lengur en fyrirhugaö var og þaö var ekki fyrr en í upphafi árs 1976 sem hann lét aftur í sér heyra og þá með eina af sínum eftirminnUeg- ustu plötum, „Fly Like An Eagle”. Og þá hófust hljómleikaferðir á nýjan leik, ný plata aö ári liðnu, „Book Of Dreams” og þannig koU af koUi uns viö erum stödd í nútím- anum og raulum fyrir munni létt- rokkaða sönginn „Abracadabra” meö Steve MUler Band. -Gsál. I næstu viku kemur hingaö til lands breska hljómsveitin Eyeless in Gaza og leikur á tvennum hljómleikum; íyrri hljómleikarnir veröa á ísafirði 19. eða 20. ágúst og síðari hljómleik- arnir í Tjarnarbíói annan sunnudag, 22. ágúst. Hljómsveitin er skipuð þeim Peter Becker og Martyn Bates og var stofnuð árið 1980 í þorpi einu í grennd við Coventry, Nuneaton að nafni. Nafn sveitarinnar er fengið að láni frá rithöfundinum Aldous Huxley sem gaf út skáldsöguna „Eyeless in Gaza” áriö 1936. Bókin byrjar á þessum orðum: Photographs became as hazy as memories... ” og fyrsta breiöskífa Eyeless in Gaza heitir einmitt „Photo- graphs as Memories”. Síðan hafa komiö út tvær breiðskífur í viðbót, „Caught in Flux” haustið 1981 og „Pale Hands” sem kom út ekki alls fyrirlöngu. Tónlist Eyeless in Gaza verður trauðla skilgreind en þess má geta að þýskur gagnrýnandi kallaði tónlistina „avant folk” og margir þykjast kenna áhrif frá Velvet Underground og Can, aörir hafa sagt að tónlistin sé á ystu brún allra tónlistarstefna! þannig að vfsasta leiöin til þess að komast aö kjarna málsins er að sækja hljómleik- ana. -Gsal. Morgun* Jói er engum líkur eins og myndin sýnir. En það er ekki barasta að Joe Jackson stingi í stúf við aðrar poppstjömur hvað útlitið áhrærir (sem er hreint ekki samkvæmt forskriftinni) heldur er tónlistin hans dulitið „spes”. Jói hefur gefið út fimm breiðskífur og alltaf verið að leita að rétta tóninum uns hann virðist hafa fundið þann rétta í New York þar sem hann hljóðritaði nýútkomna plötu sína „Night And Day”. Þrjú ár era liðin frá því Joe Jacksons var fyrst getið í poppfréttum en þá kom út fyrsta breiðskífa hans, „Look Sharp” og þótti einhver besta plata þess árs. Sama haust kom út platan „I’m The Man”, fékk heldur lakari dóma en hafði þó að geyma perluna „Different For Girls”, eitthvert eftirminnilegasta lag síðustu ára. Þá kom „Beat Crazy” haustið 1980 og menn hristu höf- uðið. Þar ægði saman stíltcgundum og platan féll ekki í góðan jarðveg. Vonbrigðin leiddu tii þess að hljómsveit Joe Jacksons leystist upp og það veitti honum um leið tækifæri til þess að spreyta sig á einhverju enn nýju. Gamla sveiflan varð fýrir valinu. Upphaflega hóaöi Jói í nokkra vaska swingara til þess að leika á nokkrum hljómleikum og ef til vill hljóðrita smáskífu, en hljóm- sveitin fékk svo mikið lof þegar hún byrjaði að leika að stór plata varð fyrir valinu. Hún kom út i fyrrasumar, hét „ Jumpin ’Jive” og hljómsveitin fór í þrjár hljóm- leikaferðir. En þá fannst Jóa tímabært að stokka spilin á nýjan leik, leysti upp hljómsveitina og settist að í New York um jólaleytið í fyrra. Þar samdi hann lögin á „Night And Day” og hljóðritaði plötuna í vor, — plötu sem allir gagnrýnendur eru sammála um að sé hans langbesta verk til þessa. -Gsal. líkur þegar fréttist var hún í 38. sæti bandaríska popplistans! Ef til vUl færi vel á þvi að Valdimar öraólfs- son tæki upp samstarf við Þú & ég í morgunleikfiminni næsta vetur — og gæfi lelkfimm á hljómplötu HeUbrigð sál í hraustum likama er mottó þeirra sem stunda líkamsrækt og þeir eru ófáir sem hafa komlð auga á gUdiþess að temja kroppinn. I röðum popptónUstarmanna hefur einnig orðið vart vakningar á þessu sviði og er skemmst að minnast laga á borö við „Physical” með OUviu Newton-John og „Work That Body” með Diönu Ross. Á plötumörkuðum i útlöndum hafa á síðustu vikum komið út plötur að nafni „Keep Fit” þar sem boðið er upp á likamsrækt við dynjandi diskó- takt. Meðal þeirra sem sent hafa frá sér leikfimiplötur er leikkonan Jane Fonda, heitir plata hennar „Jane Fonda’s Workout Record” og síðast Eyeless in Gaza kemnr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.