Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1982, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1982, Blaðsíða 21
DV. LAUGARDAGUR14. ÁGUST1982. 21 sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál Lík Raymonds Duerr borid út úr húsinu. Goerler hafi ekki tekið á sig sökina vegna ástar á stúlkunni. „Ég mun þurrka út fjölskylduna" Stuttu síöar kom Carol Duerr í vitna- stúkuna til aö bera fram vörn. Hún sagöi við kviðdóminn að Goerler hafi sagt við sig eftir að hafa myrt eigin- mann hennar: „Ef ég næst mun ég taka þig og Catherine með mér. Það væri bezt fyrir ykkur að halda fast við þá sögu sem ég hef sagt. Ef þið gerið það ekki mun ég þurrka út það sem eftir er af fjölskyldunni." Carol sagði að Goerler hafi byrjað þessar hótanir þegar þau voru á leið til yfirheyrslu í þriðja sinn k völdið 20. maí. Það byrjaði á þá leið að hann sagöi: „Eg skaut Raymond," sagði Carol í réttinum. „Ég sagði þá: Þú hvað? og þá endurtók hann þetta aftur." Carol segist þá hafa orðið svo skelkuð aö hún hafi snöggbremsað bilnum og síðan ekið að næsta bílastæði og stanzað. Hún sagðist hafa sagt við Goerler að þetta væri ekki rétti tíminn til að segja brandara. Þá hafi Catherine Sue sagt: „Þetta er enginn brandari. Hlustaðu á hvaðhann hefuraðsegja." Carol sagðist þá hafa hlustað á Goerler en varla vitað hvort hún ætti að trúa honum eða ekki. Hún haf i spurt Catherine hvers vegna hún hafi ekki sagt lögreglunni þetta eða þá sér, en hun hafi þá svarað að hún hafi ekki þorað það. Carol sagði síðan með tárin i augunum að hún heföi einnig þagað um játningu Goerlers vegna þess að hún var í óvissu um öryggi foreldra sinna og tveggja dætra vegna hótunar- innar. „Eg hafði nýverið misst eigin- mann minn, sem ég elskaði heitt. Eg vissi ekki hvort Goerler gæti fram- kvæmt hótun sína en ég tók enga áhættu með að láta þurrka fjölskyldu mínaút,"sagðihún. Við réttarhöldin yfir Goerler bentu verjendur hans á það, að skjólstæð- ingur þeirra hafi sagzt hafa skotiö þriðja skotinu i þann mund sem Duerr var að standa upp, en likskoðun hafi sannað að annað skotið hafi valdið dauða fórnarlambsins. Goerler sagöist hafa verið um metra frá fórnarlamb- inu þegar hann skaut öðru skotinu og að Duerr hafi andað i 15 mínútur áður en hann var skotinn í þriðja sinn. „Hvernig stendur á því að Goerler vissi ekki að fórnarlambið lézt þegar það féll við annað skotið?" spurðu verjendurnir. „Astæðan er sú að Goerler var ekki á staðnum og hann myrti ekki Duerr." Verjendurnir töldu að Goerler væri að taka á sig sök ein- hvers og önnur kvennanna hlyti að bera ábyrgð á morðinu. Eiginkonan sek, að mati kviðdóms Á fimmtudegi þann 4. september komst kviðdómur að þeirri niðurstöðu að Carol Duerr væri sek um aðild að morði eiginmanns síns. Hún var dæmd i lifstiðarfangelsi. Klukkustund siðar komst annar kviðdómur að þeirri niðurstöðu að Dennis Goerler væri sekur um sama morð. Hann fékk einnig lifstiðar fangelsisdóm. Sam- kvæmt lögum Ohio-rikis geta þau sótt um náðun eftir 15 ár. Réttarhöld yfir Catherine Sue Duerr hófust 14. september. Saksóknari benti Carol Duerr, kona hins myrta kemur út úr réttarsalnum. Hótaöi Goerler fjölskyldu hennar lífláti? réttinum á að hún hefði aöstoðað Goerler við að finna skotfæri í morð- vopnið og aö hún hafi einnig verið í fylgd með móður sinni þegar hún keypti gúmmihanzka til aö ekki fynd- ust púðuragnir á höndum hans. Þann 15. september var frásögn hennar lesin upp f yrir kviðdóminn, en þar lýsti hún viðræðum sinum og móður hennar við Goerler, þar sem umræðuefnið var möguleikinn á að myrða stjúpföður hennar. Hvorug þeirra mæögnanna hafi þó beðið Goerler um að sjá um verknaöinn, en hann hafi hins vegar boðið sig sjálfur f ram til starfans. Að sögn Catherine Sue átti Goerler skotvopn og þann 16. maí hafi hann farið til að kaupa skotfæri. Hún hafi farið með honum í margar verzlanir, en þá hafi þau ekki fundið rétta kúlu- stærð. Goerler hafi síðan einn keypt skotin daginn eftir. Næstu dagar hafi síðan fariö í að skipuleggja morðið nákvæmlega með hliösjón af daglegum venjum föður hennar. Á endanum hafi verið ákveðið að Goerler f eldi sig í her- bergi á annarri hæð hússins og skyti Duerr þegar hann kæmi upp stigann. Catherine sagði að Goerler hafi hringt til heimilis afa hennar og ömmu þar sem þær mæðgur voru staddar, meðan verknaðurinn var framinn og sagt að nú væri þvi lokið. Siðan hafi þau öll þrjú farið að Ohio-ánni þar sem Goerler losaði sig við skotvopnið, ónotaðar kúlur og gúmmihanzkana. Lét vonbrigðin bitna á stjúpdótturinni Catherine sagði viö yfirheyrslur að henni þætti mjög leitt að stjúpfaöir hennar væri látinn og að hún sæi mjög eftir því sem gerzt hefði. Þegar hún var spurð hvers vegna hún hafi tekið þátt i samsærinu svaraði hún að hann hefði komið mjög illa fram við hana. „Hann kom heim frá vinnu með öll þau vonbrigði sem hann hafði orðið fyrir og lét þau bitna á mér. Stundum var hann nærri búinn að öskra af mér höfuðið," sagðihún. Saksóknari lagði ríka áherzlu á að Catherine Sue ætti fulla aöild aö morðinu. Hann benti k viðdómnum á að taka eftir þvi hvernig hún hefði notað orðið „við" i framburði sínum. Aðstoðarsaksóknarinn sagði: „Ef þessi stúlka hefði ekki þekkt Dennis Goerler þá hefði Carol Duerr ekki þekkt hann heldur og þá hefði Raymond Duerr verið enn á líf i." Seint sama kvöld, eftir sex klukku- stunda umfjöllun, komst kviðdómur sem skipaður var sjö konum og fimm karlmnnnum aö þeirri niðurstöðu að Catherine Duerr væri sek um aðild að morði stjúpföður síns. Dómarinn dsmdi hana umsvifalaust í lifstiðar- fangelsi. Lögmaður hennar sagði síðar í við- tali við fréttamenn. „Allt þetta mál var eitt samsæri. Þegar ég hugsa um að einhver skyldi hafa samúð með henni þá hugsa ég um Raymond Duerr. Enginn hafði samúð með honum." HUSBYGGJENDUR Að halda aö ykkur hita er sérgrein okkar: Afgreiðum einangfunarplast á Stór-Reykjavíkursvæðið frá mánudegi til föstudags. Afhendum vöruna á bygging- ' arstað yiðskiptamönnurn að kostnaðarlausu. i Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar við flestra hæfi. ! Aðrar söluvörur: Glerull — Steinull — Múrhúðunarnet — Útloftunar-: pappi — Þakpappi — Plastfolía — Álpappír — Spóna- plötur: venjulegar/rakaþolnar — Pípueinangrun: frauð- plast/glerull. JORGARPLASTHF Borgarrtesi simi93-737Ö~ll Kvöldsimi ög helgarslmi 93—7355 erstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð saka Draumurinn SÍMI 22873 KIRKJUHVOLI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.