Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1982, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1982, Blaðsíða 23
DV. LAUGARDAGUR14. ÁGUST1982. Helgarvisur 23 Helgarvísur Helgarvísur w—~ 20. þáttur Vegna óska lesenda veröa Helgarvísur tólusettar eftlrleiöis, og er þessi þáttur sá tutt- ugasti. Dósóþeus Timóteusson sagöi mér nýlega, að Stefán frá Móskógum hefði ort þessa vísu um kvenskörunginn Guðrúnu Björnsdóttur á Siglu- firöi: Þú ert ennþá ung og kát, og eldar fornir skína. Ellin leikur ekki ímát mskufegurð þítia. Brynjólfur Sigurðsson í Keflavík sótti um kauphækkun hjá vinnuveitanda sinum og rök- studdiþaðsvo: Æru minni og aurum rúinn, allra banka Uxstar dyr; barnid grœtur, bölvarfrúin, berja mig kröfuhafarnir. Steingrimur Baidvinsson i Nesi kvað: Meydómurinn mesta þykir hnoss. medan hann erþetla kringum tritugi. En verður mörgum kvalakross, efkemst hann nokkud teljandi' yfirþritugl. Sigurgeir Þorvaldsson í Keflavik sendi mér bréf og bók, sem hann lánar mér. Bókin ber Meira virdi auðsœld er innri ró og friður, Sett er hœrra sýnist mér silfrið, —þvtermiður. Og Margrét Tómasdóttir biður Sigurgeir að botna: Vanur Dóri orðinn ýmsu Oshlíð fór með brotinn óxul. Magnús Björnsson, Birkimel 6, botnar: Sjaldan skoriir yrkiaefni, ailtafbotna má. Bullar oft hinn beturgefni, svo Bragi skundar hjá. Ég taldi mig haf a týnt bréf i frá einum lesanda og gat ekki greint nafn hans i síðustu þáttum. Nú fann ég loks nafn hans, og var þaö bara aftan á blaöinu er ég hafði undir höndum. Undir bréf- inustendur: Friðrik Sigfússon, Keflavik. Og hér er botn, sem hann segir, að sé að nokkru stolinn frá mér. Það er sléttubandavisan: Landíð sólin kyssir kát, kemur tíðin bjarta. Vandið bólin yúðtt. gát gefið bliðu hjarta. N.N. sendir vísu, sem hann segir, að Sigur- laugur Jónsson frá Brjánsstöðum á Skeiðum haf i ort (tilef ni af opnum endum hjá Framsókn: Og flcstum þessum fbgru sprundum finnstþað vera sjálfsagt enn. Sigurgeir Þorvaldsson hef ur bréf sitt svo: Þakka enn og einu sinni atla góða þœttina. Varla líður mér úr minni Margi um bragarhœttina, Og Sigurgeir botnar: Halda velii herrar enn, horn þótt skelli á nösum. Veikir á svelli verða menn, vini' er hella úr glösum. Sigurgeir segist enn fegnari því meiri skamm- ir sem hann fái frá mér. Og ég vil benda honum á, að ég breyti þarna botni hans, set er i stað sem. Þá má setja úrfellingarmerki á eftir víni. Ég hef ekki fleiri orð um þetta. Og Sigurgeir botnar enn: Yfir fjöllin fagurblá fljiíya hvitir svanir. Þeir á haesta tindi tá að l t/lla eru vanir. Og Sigurgeir botnar og segist svara fyrríparti Friðriks Sigfussonar yfirtollþjóns á Keflavíkur- flugvelli: Enn er Bakkus ýmsum kœr. Um er spurt íþetta sinn; Hvor mun standa honum naer Halldár eða Skúli m inn ? Ég held, að flestir, sem þekkja okkur Halldór, verði ekki seinir til svara. Og Guömundur Ingi botnar: Járnfrú Breta'cr fagurt fljóð, frijr ,henni' enginn hugar, sýnir kraft og mikinn móð, meðan herinn dugar. Ekki' er allt gull, sem gláir. Gœllu'aðþví, vinurminn, hinirþóti horfi sljóir í háskabikarinn sinn. Guðmundur Ingi botnar sama fyrripart, gerir vísuna að langhendu. Þá hefur hann engin úr- fellingarmerki, kveðurnar (bragliðirnir) verða tvíkvæðar: Ekki er alli gull sem glóir. Gwttuaðþví, vinur minn. þó að hinirhelli sljóir háskadrykkíhikarsinn. Og Guðmundur Ingi botnar enn: Júðarnir í ísrael ýmsu virðast gleyma. En Islendingar — að ég tel allt i minni geyma. llir knldi f lær og lýs nafnið: „Vísnakver Daníels Ben". Af hennihafa verið prentuö aðeins 50 tölusett eintök. Ekki veit Sigurgeir önnur deili á höfundi en að hann hafi verið búsettur í Hafnarfirði siðustu ár sín, en látinn fyrir 10—15 árum. I visnabók þessari er visa, sem Daniel orti, þegar maður kvartaði um kulda á salerni: Fellirkuldi fker og lýs, fötþó góð ég beri. Karls við enda kúkurfrýs, kali er IFaxaverL Eftirfarandi frásögn hef ég eftir Sigurði Brynjólfssyni. Jón Jónsson í Hlið i Vestmanna- eyjum var frá Borgarholti í Landeyjum. Jón var góður hagyrðingur og reyndar skáld. Eitt sinn, er hann var við skál, gekk hann að vörubil og gaf sig á tal við bílst jórann. Þegar minnst varði, meig Jón upp við einn h jólbarðann og sagði: Éy leetþað bara lekaþar, sem lífið býðttr stundum. En bílstjórinn bætti við samstundis -. Þetta mrga þúfurnar þola flestum hundum. Sigurður er líka heimildarmaður minn að eft- irfarandi frásögn. Teitur Hartmann bjó um tima á Eskifirði. Arspræna rennur gegnum þorpið og brú á. Eitt sinn, er Teitur átti leið yfir ána, kóf- drukkinn, hitti hann ekki á brúna, álpaðist út í ána og óð yfir. Þá heyrðist hann tauta fyrir munnisér: Þetia höfuðþungl sem blý þrasðir krókacegi; maður dettur ekki i ána á hverjum degi. Valdemar K. Benónýsson orti eitt sinn vorvis- ur. Ein vísnanna endaði á þessari ljóðlínu: „og bleikjan undir hylnum". Eitt sinn sat Valdemar ásamt fleirum yfir kaffibolla á Syðri-Þverá í Vesturhópt. Þá bárust þessar vísur ttal, og maö- ur, Eggert að nafni, sagöist ekki sjá bleikjurnar undir hylnum, heldur i honum og fór háðulegum orðum um kveðskap Valdemars. Þá orti Vatde- mar samstundis: Ég við kynnin sérhvert sinn safna minninyunum, en alllaffinn ég Eggeri minn uppi' á grynningunum. ------------0------------ Þá er komið aö aðsendu efni. Margrét Tómas- dóttir, sú er kallar sig J.M., sendi hotna: Ekki' er allt yull, sem glóir, gœttu'aðþví, vinurminn. Efvarasamt vínið flóir, vœnkast ei hagurþinn, Járnfrú Breia' er fagurt fljóð, fryr henni' enginn huyar; viljasterk i riyamóð Vestrid yfírbugar. Opinn í báðiy enda stöð einn í djúpu svaði. Hvað er að tarna? Heyr mín þjóð'. Hver er sá forlapaði ? Guðrún Sigurðar skrifar mér og segist nýlega hafa fengið bréf frá Andrési, Valberg, sem staddur er í Sviþjóð. Andrés sendir henni visur og gaf henni leyfi til aö koma þeim á framfæri í Helgarvisum. Fyrst botnar Andrés fyrripart Guörúnar: Ennþá víða vísnasmíð veitir lýðum gaman; frúin biður, brosir frtb, botninn skriður saman. Og svo er oddhenda frá Andrési til Guðrúnar: Nú hjá þjóð erfáttum fljóð með friskum óðar liititm. Oddhend Ijóðin, Guðrúngóð, gefðu afsjóðiþínum. Og svo yrkir Andrés um gamlan mann, er hann sá sitjandi í sólinni í Tívoli, þreyttan og hrörlegan: Áfram ruggar œvibraut oftar skugga megin. Sálur huyyun sjaldan hlaul sólar gtugga feginn. Og svo visa, sem Andrés yrkir vegna snyrti- legu vísnanna hér i þættinum, og sendir Guðrúnu: l'o að mín sé riiddin rám, að rími finnst mérgaman. Afkvœmið er ekkert klám, efvið leggjum saman. Sófus Bertelsen sendir mér bréf og er staddur i Hvítadal i Dó'lum, Sófus sendir langt kvæði um lax- og silungsveiði sina noröur á Melrakka- sléttu. EnSÓfus botnar: Ártðandi öllum slundum eru konum frískir menn, að leiia eftir fðgrum fundum flestar reyndar gera enn. Bagnar Böðvarsson f Kópavogi botnar: VfírfíöUinfagurblá fljúga hvítir svanir, hlýða iífsins Ijúfuþrá liinyum ferðum vanir. Blóm í haga blá og raud berast mérað vitum. Þar má fínna terínn auð ( óteljandi litum. Þarfanauíin þóttu góð þar til neinni árin. Kfirin híður bljúg og hljóð, byrgir inni tárin. Áríðandi altum stundum eru Aofiiiin frískír me.in. Aríðandi bllum slundum eru konum friskir menn. Ennþá ég á ástarfundum ttndarlega mikið brenn; Páll Jóhannsson rafvirki, sem kom mjög við sögu í Helgarvísum 30. júlí, botnar: Ljúfra stunda tiðin kynni — Ijóma vefja ævidaga. Einkum þœr mér eru iminni, erátl hefég ísölum Braga. Vísnasóðinn verðurœ vondur Ijóðasmiður. Áþeim slóðuin enn ég fa- ekki hljóð. þvi miður. Guðmundur Ingi Kristjánsson skáld á Kirkju- bóli sendir mér ágætt bréf. Eg var nær búinn að ganga frá þessum þætti, þegar bréf hans barst mér í hendur, svo að ég get ekki gert þvi nægileg skil að sinni. Guðmundur gagnrýnir mig fyrir það, að ég fleygí aðalsetningu með tilvísunar- setningu á einum stað i þættinum, þar sem þaö sé alger óþarfi: „Mest fyrir Guðs náð get ég komið leiðrétlingum á því, sem rangt var farið með í síðustu „Helgarvisum",í þetta blaö." Hér hefur Guðmundur rétt að mæla. En Guúmundur Ingi segir og: „Sumir fyrri partarnir eru lika aumir og ófimlegir. Dæmi: „Júðarnir í Israel" og „frýr 'henni' enginn hugar." Þama er ég skáldinu mjög ósammála. Ég skil ekki, hvað Guðmundur Ingi hefur við fyrra visuorðið að athuga, enda rökstyður hann ekki mál sitt. Hann á kannski við stuðiasetning- una. Þá er þvi til að svara, aö el í orðinu israel er áherzluatkvæði og sérhljóði fer á undan þvi. Öðru máli gæti gegnt, ef samhljóði færi á undan sliku atkvæði, þó ekki alltaf. Athugum ljóðlín- una: „Þarna sá ég Islending." Að vísu er ing þarna áherzluatkvæöi (þriðja atkvæði þrikvæðs orðs i islenzku hefur aukaáherzlu). Én d-ið á undan -ing gerir það að verkum, aö sérhljóðinn „nýtur sín ekki". Hvað viðvfkur seinni ljóðlínunni, þá er ég steinhissa á staðhæfingu skáldsins. Eg hélt, að það vissi. að úrfelling sérhljóða i enda orðs, þeg- ar næsta orð hefst á sérhljóða, er algeng i kveð- skap og einnig i eðlilegu talmáli. Hiö sama er að segja um bókstafinn h, hann er einatl fclldur niður bæði i bundnu máli, þegar lesið er, og einnig i eðlilegu tabnáli. Tökum dæmi: ,,Eg sá hana." Þetta er yfirleitt ekki borið fram eftir stafsetningunni heldur: „6g sá 'ana." En þarna verður merkingarmunur eftir því, hvernig f ram er boriö. Annars botna ég ekkert i því, hvað skáldið er að fara með þessum slegg judómum. En það er vandi aö gera góða fyrriparta. Þeir þurfa að gefa góða möguieika á snjöllum botni og svo þarf að hyggja að rlminu, að það hái ekki lesendum, sem ráðast i að botna. Eg hef fengið fyrriparta f rá lesendum, en þeir fyrripartar eru lítt betri en mínir. En vonandi bætir Guðmundur Ingi úr þessu og sendir þættinum hressilega og lipra fyrriparta. Guðmundur Ingi segir, að eftirfarandi staka hafi hrotíð sér af vörum, er talaö var um vin- fengi Halidórs á Kirkjubóii við Bakkus i Helgar- vísuml7.júlí: Eg birti síðar meira frá Guðmundi Inga og þakka honum ágætt bréf. Og mér barst bréf frá ööru skáldi, vini minum Hannesi Péturssyni. Hann brást skjótt við, er ég bað hann að senda mér vísur, helzt þær er væru á fárra manna viti. Læt ég Hannes nú hafa orð- ið: Magnús Teitsson á Eyrarbakka kvað eftir drykkju: f morgun ég vaknaði t'iðitr eitt voða/egt tunburbrak. En idaghefég drukkið mig niður. í dag er ég fyrirtak. Barði Friðriksson lögfræðingur kvaö: Þeyar á corin vakna strá og vatnið klgfttr sporðttr og iliniiin finna úr moldu má, mig ferað langa norður. Maður einn á Siglufirði bað yfirmaíÉ sinn um kauphækkun sökum þess, að hann ætti von á enn einu barni. Þá kvað Steingrimur Einarsson læknir: Ólán henti mœtan mann, matarstritið harðnaði, þvíað alveg óvart hann sína eiginkonu barnaði. Búmsins vegna verð ég að geyma til nassta þúttar nokkrar visur, sem Hannes sendi mér. Rannveig Sigurðardóttir botnar: Aríðandi öllum stundum eru konum friskir menn. Ekki hafna halir sprundum, ég held séjafnt á komið enn. Þá er komiö að fyrripörtum. Hinn fyrsti er svona: Margl eraumt og ófimlega ort ifyrripörtunum. Er ég hafði gert þennan ófimlega fyrripart, datt mér i hug seinni partur, og ekki sakar, þótt ég riði á vaðið með að botna: Ekki'erkynþóttallavega yfír rigni kvðrtunum. Þá er hér annar fyrripartur; athugið innrím- ið: Enn þótt hart í ári sé, eiskal kvarta. vinir. Og einn auðveldari: óðum fyrnast fornir siðir, fetlur ryk á sðguspjöld. Svo hvet ég lesendur enn til aö senda botna og vísur. SkúIiBen Helgarvisur, PósthóliCT.zSOKeflavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.