Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1982, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1982, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1982. 3 99Skll ekkl þá áráttu Séðlabankans að klessa byggingunni þarna niöur” f/ c j i_y c j — segir Svava Jakobsdðttír 9 etnn mötmælenda byggingarf ramkvæmdanna „Eg er fyrst og fremst að mótmæla því að byggt verði á þessu svæði. Ég vil það óhreyft og því verði komið í upprunalegt horf,” segir Svava Jakobsdóttir, en hún er ein þeirra sem skrifað hafa nafn sitt undir lista þar sem þess er fariö á leit að borgarstjórn taki nú þegar upp samninga við stjórn Seðlabankans um að hætt verði við framkvæmdir bankans á svæðinu norðan Arnar- hóls. Það skal tekið fram að hér er um persónulegar skoðanir Svövu á þessumáliaðræða. „Ég skil einfaldlega ekki þá áráttu Seðlabankans aö klessa þessari byggingu niður á þennan stað,” held- ur hún áfram. „Bygging þessi mun ekki hið einasta skemma það sér- stæða útsýni sem nú er frá miðbæn- um yfir sundin og eyjamar, heldur einnig sjálfan Arnarhól, sem ég raunar hélt að væri eitt af stoltum borgarinnar. Það er skoðun mín að Reykvíking- ar hafi ekki gætt þess sem skyldi að „Reyndum ad haf a hdsid ein§ lágt og hægt var” — segja arkitektar Sedlabankans „Þegar hús eru reist hljóta þau alltaf að eyðileggja útsýni fyrir ein- hverjum,” segja arkitektar Seðla- bankabyggingarinnar, þeir Guð- mundur Kr. Guðmundsson og Olafur Sigurðsson. „Við verðum einnig að hafa það í huga að þaö eru allir pólitíkusar, hvar sem þeir eru í flokki, sammála um að láta byggja hús á lóö Sænska frystihússins. Og fyrst það á að byggja þarna stórhýsi, þá er ekki annað framkvæmanlegt en það hús skyggi eitthvaö á útsýnið.” — Arkitektarnir eru spurðir hvort þeir hafi tekið eitthvert tillit í teikn- ingum sínum til legu Arnarhóls og þess útsýnis sem nú er af honum? „Við reyndum það vissulega. Fyrir þaö fyrsta reyndum við að hafa bygginguna eins lága og frekast var unnt. 1 því augnamiði var brugðið á þaö ráð aö grafa stærstan hluta húss- ins ofan í jörðina.Arangurinn er sá að af þessum tólf þúsund fermetrum, sem Seðlabankahúsið mun verða, eru sjö þúsund og fimm hundruð fer- metrar grafnir í jörðu. Það verða einungis þrjú þúsund fermetrar af byggingunni sem koma til með að- skyggja á útsýnið en það er sú kista sem óhjákvæmilegt er að reisa upp í loftið þegar um skrifstofuhúsnæöi er að ræða. Þessi kista var teiknuö eins nálægt Ingólfsstræti og hægt reynd- ist og mun sem slík byrgja útsýnið yfir sundin blá langtum minna en Sænska frystihúsið gerði áður. Frá Amarhóli mun því Seðlabankabygg- ingin einungis koma til með að líta út sem einnar hæðar hús. Hinsvegar mun sjást frá hólnum yfir mestan hluta byggingarinnar þar sem lág- reistar byggingar með skáþökum verða.” — En er Seölabankanum aö ykkar mati nauðsynlegt að byggja einmitt á þessari lóð. Gat hann ekki, og getur enn, byggt einhvers staðar annars staðar? „Okkur finnst þessi lóð mjög ákjósanleg fyrír Seölabankann eða raunar hvaöa ríkisstofnun sem er. Liggja einkum til þess tvær ástæður. Annars vegar er þetta í grennd viö núverandi og væntanlegt embættis- mannahverfi þar sem flest ráðuneyt- in em. Það er öllum ljóst að það er hagkvæmt að hafa Seðlabankann í nálægð þessara rikisstofnana. Hins vegar finnst okkur mjög heppilegt að þaö sé ríkisstofnun sem Byggi á þessari lóð, vegna þess að hún er eini aðilinn sem hefur fjár- magn til að ljúka verkinu á skömm- um tíma. Og það hljóta ailir að vera sammála því að framkvæmdir í mið- borg Reykjavíkur þurfi að ganga fljótt og vel fyrir sig, hvað f rágangi á byggingunni viðvíkur svo og á lóð. Það þarf ekki að líta nema til húss Framkvæmdastofnunarinnar til að sjá hagkvæmnina í þessum efnum. Sú bygging reis fljótt og örugglega og er til fyrirmyndar hvað frágang snertir. Það vita raunar allir að þaö er ekki nema ríkið sem getur byggt á svona skömmum tíma.” — Hvað viljið þið segja um það að bygging þessa háhýsis undir Seðla- bankann kalli hreinlega á önnur há- hýsi meðfram Skúlagötunni og jafn- vel Lækjargötunni? „Það er alveg augljóst, að Seðla- bankabyggingin veit á röð háhýsa að minnsta kosti meðfram Skúlagöt- unni til samræmingar á skipulagi þeirrar götu. Hins vegar er erfiðara að segja nokkuö um framtíð Lækjar- götu. Um hana hafa staöið pólitískar þreifingar margt lengi og munu ef- laust vera um ókomna framtíð.” — Þið eruð sem sagt algjörlega á öndveröum meiði við það fólk sem mótmælt hefur byggingu Seðlabank- ans á umræddri lóð og þeim tillögum sem í þeim mótmælum felast? „Já. Okkur hefur virst á þessum mótmælum fólks að það sé andsnúið þvi einu að SeöLabankinn fái að byggja þak yfir starfsemi sína. Þetta sést á því að þeir hinir sömu og mót- mæla fyrirhugaöri byggingu Seðla- bankans eru samt sem áður á þeirri skoðun aö á þessari lóð skuli hús risa og þar með veröi útsýnið yfir sundin byrgt í einhverri mynd. ’ ’ -SER. varðveita strandlengjuna og það út- sýni sem þaöan er að fá. Með áfram- haldandi slóöaskap í þessum efnum, mun ánægja okkar af því sem nátt- úran býður upp á í nágrenni borgar- innar smám saman hverfa.” — Nú hefur því verið haldið á lofti sem rökum fyrir því að reisa Seðla- bankann á þessum stað, að mjög hagkvæmt sé að hafa þessa stofnun þetta náiægt ráðuneytunum. Hver er skoðun þínáþessu? „Ég get ekki fallist á þessi rök. Ég tel víst að bæði seðlabankastjóri og ráðherramir hafi bilstjóra til um- ráða sem hæglega geta ekið þeim á milli stofnana — og ef það eru nokkr- ir sem ekki eiga við hilastæða vanda mál að glíma í Reykjavik þá . eru það þeir. Almenningur hefur ekki mikið við að ganga á milli þessara staða, þann- ig að nálægð þessara stofnana er ekki hagkvæm í hans augum. Hins vegar hefur almenningur ánægju af því að skoöa útsýnið yfir til fjalla- hringsins, og sú ánægja held ég aö sé honum langtum mikilsverðari helduren hitt.” Arkitektar bankabyggingarinnar hafa bent á þaö að þeir hafi teiknað hana í því augnamiði að hún yrði eins lágreist og frekast yrði unnt. Útsýnið frá Amarhóli myndi þannig byrgjast mjög lítið. Þessi viðleitni þeirra næg- ir þér ekki? „Nei, enda spillist útsýniö hvort eð er. Þetta er ekki spuming um það hvort útsýnið hverfi að litlum eða miklum hluta. Ég er algjörlega á móti byggingu á þessu svæði, í hvaða mynd sem er. Þetta svæði á að vera fyrir almenning, en ekki steinsteypu. Það er meö öllu ástæðulaust að reisa hús á þessum stað. Það er til nóg af hagkvæmari lóöum hér í borg undir háhýsi en einmitt í hjarta hennar. ” — Það er orðið nokkum veginn ljóst að af byggingarframkvæmdum verður á umræddri lóð. Munt þú og þínir jábræður herða baráttuna gegn Seðlabanka by gg ingunni ? „Hvað mér viðvíkur, þá er ég til í að gera meira, og það held ég aö allir viiji sem á annað borð eru á móti þessum framkvæmdum. Mér finnst það yfirgengilegt að viðleitni við að bæg ja þessu frá reyn- ist árangurslaus. Þetta er vissulega spuming um vald og áhrif fólksins, og það má draga af þessu margar vafasamar ályktanir um lýðræðið innan borgarinnar.” — Telurðu að skoðanabræður þíntr séu margir í þessu máli? „Þeir eru margir, en hversu marg- ir, veit ég ekki. Hreyfingin sem reis upp gegn þessu hér áður fyrr var bæði sterk og einhuga, og hún hafði það þó alla vega í gegn að húsið fékkst lækkað, þó það hafi vitanlega ekki veriö nægur árangur. Það þarf því greinilega stærra átak og meiri einhug meðal borgar- búa til að hreinsa til að gera strand- lengjuna og útsýnið þaðan skemmti- legt, í stað þess að múrar verði reist- ir allt í kringum okkur.” -SER. LANDSMENN ALLIR 60 ÁRA OG ELDRI Mallorkaferð 28. sept. - 26. október (29 dagar) Enn á ný hefur feröaskrifstofan Atlantik í boöi Mallorkaferð fyrir landsmenn 60 ára og eldri. Feröin er kjörin fyrir þá er vilja lengja sumarið og njóta veöurblíðu síö- sumarsins við Miðjaröarhafsströnd. Atlantik býöur upp á gistingu á nýju og mjög vistlegu íbúöahóteli sem stendur við hina hreinu Pálmaströnd. Öllum íbúöum fylgja eldhús, baðherbergi og svalir er vísa út að ströndinni. Viö hótelið er sérlega glæsilegt útivistarsvæöi með skemmtilegri sundlaug og góðum legu- og hvíldarbekkjum. Öll aöstaða er hin ákjósanlegasta til að njóta hvíldar og hressingar. Verö miðað við 2 í stúdíó eða 3 í íbúð er kr. 13.900,- Innifalið í veröinu er hálft fæði og flugvallarskattur. (Verð miðað við gengi 24. ágúst). Fararstjóri verður Bryndís Jónsdóttir. mfxvm Ferðaskrifstofa, Iðnaðarhúsinu Hallveigarstig 1, símar 28388 og 28580.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.