Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1982, Blaðsíða 4
DV.LAUGARDAGUR4.SEPTEMBER 1982. Félagslegnm veru- leika lýst í ljóðum og med ádeiluriti — emi um nýjar bækur Ohætt er aö spá því, að einhver nýstárlegasta bókin á jólamark- aðnum verði 0, það er dýrðlegt að drottna eftir Guðmund Sæmundsson, fyrrverandi öskukarl, á Akureyri. Bókin er háðsk ádeila á verkalýðs- hreyfinguna, gefin út af Erni og örlygi. Það er alltof lítið skrif að um verka- lýðsmál og verklýðshreyfingu hér á landi, og því fengur að slíkri bók. Væntanlega vekur hún umtal og deil- ur, því höfundur mun vera óvæginn. Fari hann með rangt mál verður það sjálfsagt rekið hraustlega ofan í hann aftur, og landslýður verður fróðari af umræðunni. Við birtum hér stutt spjall viö Guömund. Okkur er enn ekki kunnugt um aðrar bækur, þar sem reynt er að gera allsherjar úttekt á einstökum þáttum í þjóöfélaginu. Það hefði ann- ars verið gaman að fá skilgreiningu á því hvernig sjávarútvegurinn er rekinn, eða t.d. vinnuveitendasam- bandið. Kannski verður það einhvern tíma. En því hefur verið haldið fram að í raun séu ljóð skilgreiningar á f élags- legum veruleika og engar athuganir á tilverunni séu skarpari. Því lítum við aöeins á ljóöavertíöina þetta haustið. Það veröa fyrst fyrir okkur endurútgáfur á einu helsta „atóm- skáldinu", sumsé Hannesi Sigfús- syni. Það var enginn smáviðburöur þegar Dymbilvaka hans kom út árið 1949, og vildu margir kveöið hafa. Ljóöasafn Hannesar kemur nú út hjá Iðunni. Þá verða endurprentuð ljóð Indriða G. Þorsteinssonar, Dagbók um veginn. Nýja útgáfan verður aukin með seinni kvæðum (Almenna bókafélagið). Ýmis af þekktari ljóöskáldum okk- ar gefa út nýjar ljóðabækur. Má þar nefna Þorstein frá Hamri með Spjótalög á spegil og Sigurð Pálsson með Ljóð vega gerð, sem er fram- hald af Ljóö vega salt og Ljóö vega menn. Spjótalög á spegil og Ljóð vega gerð koma út hjá Iðunni, en Almenna bókafélagið gefur einnig út talsvert af ljóðabókum þetta árið. Þar á meðal er verðlaunabókin Þriggja oröa nafn eftir Isak Harðarson. (Við sögðum í síðasta helgarblaði að þetta væri skáldsaga, en það leiðréttist hér meö.) Isak er rúmlega tvítugur Reykvíkingur, og er þetta hans fyrsta bók. Hann hefur unnið ýmsa almenna vinnu, t.d. verið starfsmað- ur á Kleppspítala. Ljóö hans eru sögð býsna góð. Hann fékk þriðju verð- laun í samkeppni AB, en önnur verð- laun hlaut sr. Bolli Gústavsson í Laufási f yrir verk sem okkur er sagt að sé á mörkum Ijóðs og sögu. Meira umþaösíðar. Hjá Almenna bókafélaginu koma einnig ljóöabækurnar Heitu árin eftir Erlend Jónsson og Sofendadans eftir Hjört Pálsson. Mál og menning verður með fyrstu Ijóðabók Normu E. Samúelsdóttur, Tréð fyrir utan gluggann minn. Eins mun ljóðabók eftir Nínu Björk vera væntanleg f rá f orlaginu. Helgafell gefur út ljóð eftir hús- freyju í Dölum, Hjördísi Einarsdótt- ur. Hjá Letri koma ævinlega nokkrar ljóðabækur árlega. Okkur hefur bor- ist sú fyrsta, Heimsmyndir eftir Jón frá Pálmholti, en fleiri munu fylgja í kjölfarið. Við ræðum loks við Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur sem nú gefur út sína fyrstu ljóðabók (hjá Iðunni). Hún lýsir félagslegum veruleika, sem margir þekkja: skilnaði eftir langa sambúö. ihh. 99 Þegar þú ert ekki..J 99 ljóðabók Gudriinar Svövu Góölátlegkimni þín sýsl þitt við skrif og kött á kvöldin. Hvaðégsaknaþín. Þetta er eitt af smákvæðunum í ljóðabók, sem út kemur hjá Iðunni í haust og ber nafnið Þegar þú ert ekki... Höfundurinn er Guðrún Svava Svavarsdóttir, myndlistarkona. Hún hefur starfað fyrir leikhúsin, mynd- skreytt bækur og tekið þátt í sýning- um, en þetta er hennar fyrsta rit- verk. Yrkisefnið er skilnaöur hennar og Þorsteins skálds frá Hamri eftir sextán ára sambúð. Kvæðin tjá söknuð og eftirsjá. Það er sigilt að harma glataða ást og hefur skapað margar bókmennta- perlur. Við munum strax eftir vísum Vatnsenda-Rósu og ljóðum Jónasar Hallgrímssonar. Og ekki láta sér allir nægja hið knappa f orm 1 jóðsins til að lýsa trega sínum. Tove Ditlevsen skrifaði langa skáldsögu um f jórða eiginmann sinn. Hann yfirgaf hana eftir sautján ára hjónaband. Bókin heitir Vilhelms værelse, er skrifuð á undurfagurri dönsku og hefur veriö kölluð „kveðjuöskurhelsærðrarljónynju". Forsmáðar tilfinningar eru einnig kveikjan að Astarsögu aldarinnar eftir Mörtu Tikkanen. Þar er þó fremur lýst átökum inrian hjóna- bands en upplausn þess. Eíns og martraðardraumur Ljóðabók Guörúnar er ekki stór en einlæg og hlý. „Fyrstu kvæðin voru beisk " játar hún „ en ég lagði þau til hliðar. Mér finnst yrkingarnar hafa hjálpað mér mikiö. Þær losuöu ein- hvern veginn um og nú er ég rétt að taka gleði mína aftur eftir tveggja áraþunglyndi." Það er sá tími, sem liðinn er síðan hún uppgötvaði að maðurinn hennar var í tygjum við aðra konu og yngri. „Eg fékk hreinlega taugaáfall. Mér fannst ég alls ekki eiga þetta skilið. Og þegar hann flutti til hennar fékk ég aftur taugaáfall. Þó vissi ég það fyrir. Eins og þegar náinn ættingi liggur fyrir dauðanum — þó að þú «C GuðrúnSvava. vitir að hver ju dregur þá er það samt sárt þegar það skeður. Fyrir utan allt annað þá höf um við verið góðir félagar, unnið saman að útvarpsþáttum, bókaútgáfu og fleiru. Okkar heimur var sameigin- legur, fannst mér, meðan mörg önn- ur hjón virtust vera. algjörlega að- skilinístarfi." „Lengi, lengi fannst mér þetta eins og martraðarkenndur draumur. Þorsteinn gæti ekki verið fluttur burt, hann hlyti að vera heima eins og venjulega þegar ég kæmi inn í húsið." Allt sem maður gerir kemur til manns aftur „Þetta geturðu ekki gefið út, þetta er alltof persónulegt," sögðu sumir við mig, eftir að hafa lesið ljóðin. Og fyrst þegar svona nokkuð kemur upp á, þá heldur maður að þetta sé ein- stæð reynsla og enginn hafi fundiö til eins og maður sjálfur. En ég komst aö þvi hægt og rólega að ámóta hlutir voru að gerast allt um kring. Ein þrenn hjón sem ég þekkti til voru að skilja, af svipuðum ástæðum, þessa sömudaga. Og ég er smátt og smátt að vinna að því með sjálfri mér að horfast í augu við staðreyndir. Eg reyni að hugsa jákvætt. Það er oft erfitt en það skilar árangri. En ég held að allt sem maöur gerir komi einhvern veg- inn til manns aftur. Ef maður sýnir hlýju fær maður hlýju — ef maður gerir illt f ær maður illt til baka. Það skiptir mig líka miklu máli hvernig farið er með töluð orð. Ég held það sé niðurbrjótandi, ef hjón tala með óvirðingu hvort til annars." Lrfið er ekki rökrétt Eitt af því sem skeður við svona breytingar er að maður kynnist s jálf- um sér: „Það rann upp fyrir mér að ég hafði aldrei á ævinni búiö ein. Eg hafði farið beint úr foreldrahúsum í sambúð, sem stóö í þrjú ár og síðan beint í aðra sambúð sem stóð í sextán ár, svo þetta er í fyrsta sinn á ævinni, sem ég bý ein, ekki með Það er nauðsynlegt að vera sjálf- stæður en við að elska verður maður háður öðrum og þó er það eitthvað það yndislegasta sem getur komið fyrir mann. Þannig er lífið fullt af mótsögnum! DV-myndS. manni eða foreldrum, aðeins 14 ára gömlum syni. Mér finnst það óskaplega mikil- vægt atriði að fólk, bæði karlar og konur, haf i lært að standa á eigin fót- um, vera sjálf u sér nægt áður en það fer í sambúð með öðrum. Eg held líka, að í sambúö sé fólki hollt að setj- ast niður að stokka upp sjálft sig af og til. Spyrja: hver er ég, hvað er ég að gera í dag? Hvert vil ég halda? Mér f innst nauðsynlegt fyrir konu að líta fyrst og fremst á sjálfa sig sem einstakling, númer tvö og þrjú sem eiginkonu og móöur, - en mér finnst sorglega algengt. aö konan hafi sína eigin persónu einhvers staöar mjög aftarlega á listanum. Skrýtið að ég skuli segja þetta - ég sem hef alltaf talið mér trú um að ég væri ákaflega sjálfstæð kona og hef verið það aö mörgu Ieyti. En við það að elska aðra manneskju verður maður tilfinningalega háður, - og þó er það eitthvað það yndislegasta sem getur komið fyrir mann í lífinu. Þetta eru auðvitað miklar mót- sagnir - en lífið er ekki rökrétt!! IHH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.