Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1982, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1982, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR4. SEPTEMBER 1982. Eftir um þaö bil þrjár vikur kemur út bókin „0 það er dýrölegt aö drottna — kennslubók fyrir verka- lýösforingja meö verkefnum”. Höfundur er Guömundur Sæmundsson fyrrverandi öskukarl á Akureyri. Bókaforlagiö örn og örlygur gefur hana út. Guðmundur hefur á undanfómum árum gagnrýnt opinberlega starfs- hætti og skipulag verkalýöshreyfing- arinnar hér á landi. Telur hann aö ýmsu sé þar ábótavant. Hann bauð sig fram til formanns í verkalýðs- félaginu Einingu á Akureyri, en náöi ekki kjöri. Auk þess bauö hann sig fram til forseta ASI á siðasta þingi sambandsins. Itarlegar upplýsingar um efni og uppbyggingu ritsins liggja ekki á lausu. En áreiöanlegar heimildir herma aö hún sé á margan hátt frá- brugöin þvi heföbundna. Mikið sé um notkun skýringannynda um skipu- lag stéttarfélaga hér á landi og einnig sé þar f jallaö um áhrif stjórn- málaflokkanna á einstök félög — innan verkalýðshreyfingarinnar og utan hennar. Bókin er skrifuö — eins og segir í titli hennar — sem kennslubók fyrir Væntanleg er kennslubók fyrlr valdagiruga verkalýðsforingja. Höfundur er Guömundur Sæmunds- son fyrrverandi öskukarl á Akureyri. þá sem sækjast eftir völdum og frama í stéttarfélagi sínu. Er hún skrifuð í háðskum tón, en er jafn- framt hin bitrasta ádeila. En hvers vegna skrifaöi Guömundur bók þessa? Viöslógum á þráðinntilhans: Lýðræðinu stórlega misboðið „Mér blöskraði starfsemi verka- lýöshreyfingarinnar og hvernig lýö- ræðinu er þar stórlega misboöið. Eg þekki þetta af eigin raun þar sem ég hef setið í stjóm stéttarfélags og setiö ASl-þing. Þaö er rétt aö ég set mig í vissar stellingar þegar ég skrifa bókina. Hún er samin sem kennslubók fyrir metnaöarsjúka verkalýösforingja. Eg reyni að lifa mig inn í hlutverk slíkramanna.” Ertu flokksbundinn? „Nei, ég er ekki skráöur í neinn stjórnmálaflokk. Eg hef þó starfað í ýmsum pólitískum félögum. Fyrir tíu árum var ég í Samtökum frjáls- lyndra og vinstri manna. Einnig starfaöí ég í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis. Ég var félags- maöur í Eik-ML sem lögð hafa verið niður (Einingarsamtök kommúnista — Marxistar, Lenínistar). Auk þess starfaöi ég í samtökum herstöðva- andstæðinga hér áður fyrr, og er sennilega enn félagsmaöur í þeim samtökum, þó ekki starfi ég neitt þar lengur.” Þú hefur háskólapróf ? Ég útskrifaöist með BA-próf i íslensku og norsku frá Háskóla Islands. Síöan fór ég til Noregs og lauk cand. mag. prófum í íslensku,, norsku ogalmennummálvísindum.” .dlvers vegna geröist þú öskukarl á Akureyri? — Nú er mjög sjaldgæft að menntamenn gangi í slík störf.” „Það er óvenjulegt nú til dags að menntamenn starfi í verkalýöshreyf- ingunni og vinni verkamannavinnu, en svo var ekki hér áöur fyrr. Ég get nefnt sem dæmi þá Hannibal Valdimarsson og Bjöm Jónsson, sem báðir geta talist til menntamanna. En til þess lágu tvær ástæður, aö ég hóf störf sem öskukarl. Annars vegar pólitiskur áhugi minn á störfum verkalýöshreyfingarinnar og baráttu hennar. Hins vegar bauð menntun mín ekki upp á annað en kennslu. Eg prófaöi reyndar kennsluna, en .leiddist hún óskaplega. Eg var einmitt öskukarl þegar ég fór á ASI þiiigiö og þótti þaö einkennilegt að maöur úr þeirri starfsgrein sæti þá samkomu. Bók fyrir metnaðar- sjnka verkalýðsf oringja — bðk Guðmnndar Sæmundssonar væntanleg - er einnig' að skrifa bðk um Kvennaframboðin Eg er nú hættur í öskunni og er að mestu leyti heima, viö skriftir og barnagæslu. Auk þess hef ég tekið aö mér kvöld- og forfallakennslu við unglingaskóla á Akureyri.” Er að skrifa bók um Kvennaframboðin Er bókin um verkalýöshreyf- inguna þín fyrsta bók? „Þetta er fyrsta bókin sem ég skrifa. En ég hef þýtt nokkrar aðrar. Meöal annars bamabækur eftir Nils Holberg, um Pétur útlaga.Jám- krossinn eftir Jon Michelet þýddi ég ásamt öörum. Einnig þýddi ég ljóð Maós.” Má búast við fleiri bókum frá þér? „Eg er nú að skrifa fréttabók um Kvennaframboðin í Reykjavík og á Akureyri. Er henni ætlað aö koma út á næstu mánuöum. Síðan mun ég halda áfram að skrifa á meðan ég tel mig hafa eitthvað aðsegja.” Hver helduröu að viöbrögðin verði viö bók þinni um verkalýöshreyf- inguna? „Eg mundi veröa fýrir miklum vonbrigöum ef hún vekti ekki harkaleg viöbrögð verkalýðsfor- ystunnar. En aö öðru leyti vonast ég til að hún hljóti góöar viðtökur og veki umræður um starfsemi hreyf- ingarinnar. Ég vænti þess að upp- setning og frágangur bókarinnar auöveldi leiöina til almennings og þá sérstaklega hins almenna félags- manns í verkalýðsfélögunum.” Líkarvelá Akureyri Ertu Akureyringur? ,j£g er fæddur og uppalinn Reyk- víkingur. Olst upp i Kleppsholtinu. Pabbi var verkamaður hér áöur fyrr en rekur nú fornbókaverslun. Móðir mín hefur aö mestu starfaö sem húsmóöir. Mér líkar mjög vel hér á Akureyri. Mannlifið er hér rólegra en í höfuö- borginni. Maður þarf ekki aö óttast eins um líf sitt á götum hér vegna umferöarinnar, eins og í Reykjavík. Ég held aö þjóðsögumar um Akur- eyringa hljóti aöstafa af einhverjum misskilningi. Maöur hefur heyrt sögur um að erfitt sé fyrir aðkomu- menn að kynnast þeim. Eg hef allt aöra sögu aö segja. Þaö er auövelt ef menn hafa áhuga á því. En staðreyndin er sennilega , sú aö aðkomumenn eru gjarnir á aö halda sig saman í hópum og þaö er þvi þeirra sök ef þeir ná ekki félagsskap heimamanna.” Ertu kvæntur? Ég er kvæntur Nönnu Mjöll Atladóttur, félagsráögjafa. Viö eigum saman tvo stráka. Annar er á fyrsta ári og hinn á þvi þriöja. Auk þess á ég tvö önnur böm,” sagði Guðmundur Sæmundsson að lokum. -GSG. IIANBLOCK LOCKHEED Bremsuhlutir. Bremsuborðar, * bremsuklossar \ og viðgerðarsett. £5 Wopon "*5tK ----^ J rgn 3*2* » Resin i noro* • P.38 P.40 P.77 Body- fyllir, trefja- plast. Bón og hreinsi- efni. SOGINCO FLASHd PLUG Eilíf öarkerti. Það nýjasta á markaðnum. Eykur kraft, sparar bensín. Farangursgrindur og teygjur í úrvali Einnig yfirbreiðslur. Pústkerfi. íslensk framleiðsla I @p| LOCKHEED Stýrishlutir. Stýrisendar, spindilkúlur. .1 V® ® ^Tr; <•) VHLLEY FORGE PRODLICTS jQ ’ jj^j.l Allt í kveikjuna og rafkerfið. Viðhaldsfríir rafgeymar í flesta bíla, vinnuvélar og báta. Rimlagrindur á ýmsa bíla. Tjakkar, 2 tii 100 tonn. Hjólatjakkar, IV2 til 10 tonn. tooís/ Mikið úrval verkfæra. ¥MONROE¥ Höggdeyfar fyrir alia bíla. SRðRKOMATIC Three-way“ hátalarar. Original kúplingar. -. Grand Prix Performance indutches. BOSCH Aðalljós, rafhlutir, luktir, perur, rofar, Ijós og margt fleira.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.