Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1982, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1982, Blaðsíða 11
DV. LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1982. 11 ad eignast barn" rnan, rilmn ári eftir að allt uppistandið var ð, karitara hennar fyrrverandi, Marilyn Barnett hefði allt verið einfaldara, ef ég til- heyrði næstu kynslóð á eftir. Sjáöu Chris Lloyd eða Tracy Austin (tennis- leikarar báðar). Þær hafa ekki þurft að berjast á sama hátt og ég.” Undangengin ár hafa verið erfið hjá var þá að ná svo góðum tökum á tennisboltanum.” Ári síðar hófst sambandið við Marilyn. Draumurinn sem brast „Eg er stundum hrædd við sjálfa mig. Eg vissi ekki að ég ætti þaö til aö sleppa mér svona eins og ég gerði í réttinum,” segir hún, en enginn veit Larry King, eiginmaður hennar, stóð sem klettur við hlið Billie Jean í hneykslinu. „Við eigum svo margt sameiginlegt og höfum alltaf stutt hvort annað með ráðum og dáð,” segir Billie Jean. Billie Jean. Tennisleikurinn hefur verið henni eitt og allt. Larry hefur verið í öðru sæti. Eldlegur áhugi hennar og sjúkleg ástriða til að verða sú besta, hefur sett sín spor á hana. „Eg hef verið haldin lungnasjúkdómi alveg síðan ég var barn og hef oft átt erfitt með andardrátt. Eg hef alveg frá því ég var barn verið staðráðin í að láta það ekki aftra mér frá að verða sú besta á tennisvellinum. Þess vegna hef ég ekki farið í öllu aö ráði lækna. 1 dag finnst mér ég vera niðurbrotin líkamlega, en ég skal samt...” Billie Jean hefur alla tíð verið álitin hörkukvendi, sem svífst einskis til aö ná settu marki. Samt er hún mjög feimin að eðlisfari. Henni líður ekki réttvelífjölmenni. Einu sinni ióthún eyða fóstri „Larry er vinnuþræll. Hann þarf að ferðast mikið í sínu starfi, jafnvel enn meira en ég, þess vegna erum við oft aöskilin.” Þau hafa verið gift í 17 ár núna í haust. „Fólki hefur alltaf þótt samband okkar hálf undarlegt ekki, síst eftir að holskef lan reið y fir. ” Þau hafa aldrei eignast böm. Billie Jean varð barnshafandi árið 1971, en hún lét eyða fóstrinu. „Mér fannst þetta einhvem veginn ekki rétti tíminn til að eignast barn, ekki síst þar sem ég sína ævina fyrr en öll er.” Þegar við svo göngum saman út af Wimbledon leikvanginum gengum við fram á starfsmann vallarins. „Gangi þér vel, frú King,” segir hann. „Verður þú annars ekki með í ár?” „Auðvitað verð ég með,” svarar hún. Hún staldrar við og það er eins og hún hugsi: Bara að þeir væru allir svona. „Veistu,” segir Billie Jean við blaöamanninn. „Eg er svo hrædd um aö þegar fólk heyrir nafniö, Billie Jean King, detti þeim fyrst og fremst hneykslið í hug. Tennisstjaman Billie Jean King komi svo þará eftir.” Þar sem hún stendur við innganginn á Wimbledon minnir hún einna helst á litla skólastelpu, sem enginn vill vera með. „En það þýðir víst ekki að gefast upp,” segir hún og það er angurværð í svip hennar. „Og ég ætla heldur ekki að gera þaö,” bætir hún við. Þótt Billie Jean sé í anda hugrökk og staðráðin í að láta hvergi deigan síga hefur maður einhvern veginn á tilfinn- ingunni, að frægðardraumurinn sem hana dreymdi í æsku og varð að veru- leika, hafi brostið.... -KÞ sneri. VERKSTÆÐI - VERSLUN Sprautum alla bíla — önnumst réttingar. Seljum allt til sprautunar cg þrifa bílsins. Erum með alla liti á míkrófilmum bæði cellulosa og olíu-acryl. 7-9-13 FYRIR VÍNIL-ÁKLÆÐI OG GÚMMÍLISTA ALTI EEN AUTOVOKS 100% árangur með þessu fræga danska bóni — sparar tíma og peninga — mikil og góð reynsla hérlendis. BÍLAMÁLUN —VERSLUN FUNAHÖFÐA 8. SÍMI 85930. Stórkostlegt úrval afveggsamstœdum og hornsófum. Gréídsíúí^ör pú k.p.mur 09 semur_ Opið í dag til kl. 5. og a morgun sunnudag frá kl. 2-5 Y F O EDEZ3 Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirdi, sími 54100.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.