Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1982, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1982, Blaðsíða 16
16 DV. LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1982. .,Madur veit aldrei hverjir oru \inir niamis" — segir Paolo Ros§i, knattspyrnulietjan fræga sem sakaður var um fjársvik Enginn veit sína ævina... Þetta sannaðist á Paolo Rossi, fótbolta- hetjunni, þeirri einu og sönnu, sem kom, sá og sigraöi í heimsmeistara- keppninni á Spáni á dögunum. 1 gær fyrirlitinn vegna fjársvikamáls, í dag lofaöur sem hin eina sanna hetja. Hann var dæmdur úr leik um þriggja ára skeið. Þaö bann rann út aöeins tveimur mánuöum fyrir HM á Spáni. En hvaö var þaö sem gerö- ist? Dæmdur á líkum Þaö var fyrir þremur árum, að ítalska knattspymusambandiö fékk veður af, aö eitthvað ólöglegt heföi átt sér staö í fyrstu deildinni á Italiu. Þaö var einkum Avellino, lítið og frekar lítt þekkt fótboltafélag, sem athyglin beindist að. Var forystan þar sökuö um aö greiöa fótbolta- mönnum frá öörum félögum álitleg- ar summur til að þeirra félag fengi ekki of slæma útreiö í ieikjum. Og einmitt þar kom Rossi inn í myndina. Atti hann aö hafa þegiö af félaginu um 20 þúsund krónur fyrir leik. Máliö fór fyrir hæstarétt. Þar var Rossi aö visu sýknaður. Hins vegar þótti ítalska knattspymusamband- inu ekki þurfa frekar vitnanna við og dæmdi Rossi í þriggja ára keppnis- bann. Aðrir ítalskir leikmenn fengu enn verri útreið hjá knatt- spyrnusambandinu, tii dæmis var ítalir líta í dag á Rossi sem sanna þjóðhetju. landsliðsmaðurinn Albertosi frá AC Milan dæmdur í leikbann fyrir lífstíð. Var þetta réttlátt gagnvart Rossi? Sjálfur heldur hann statt og stööugt fram sakleysi sínu. Leikurinn, sem hér um ræöir, var milii Avellino og Perugia, sem Rossi spilaði meö á þessum tíma. Lyktaði leiknum meö jafntefli 2—2 og skoraði Rossi bæði mörkin fyrir sitt lið. Tuttugu þúsundirnar, sem Rossi á aö hafa þegið fyrir vikiö, vora á þeim tíma minna en vikulaun Rossi hjá Peragia. „FÖrnardýr réttarmorðs" „Ég var aðeins fómardýr réttar- morðs,” hefur Rossi sagt. „Mér tmnst þaö svo tilgangslaust, að ég skyldi þurfa að fóma mér fyrir þetta smáræöi.” Mál þetta stóö hæst vorið 1980 og eins og aö líkum lætur, vakti þaö geysimikla athygli á Italíu. Rossi var þá þegar þjóöhetja á Italíu. Hann stóð í eldlínunni í heimsmeistara- uppgötvuöu hann. 200 þúsund krónur voru þeir tilbúnir að greiöa til að fá Rossi í sínar ráðir og samningur var undirritaöur. Rossi var þrjú ár hjá Juventus, en Paulo Rossi átti stórieik gegn Brasiiiu á Spáni á dögunum, þar sem hann skoraði þrjú mörk. Italir áttu og eiga enn bágt meö að trúa að Rossi ætti hlut að máli í fjársvikamálinu. keppninni í Argentínu tveimur áram áöur og hafði þá látið mikiö að sér kveða. Italska þjóöin trúöi ekki sínum eigin eyrum og augum. Vel gat verið einhver spiliing í ítalska boltanum, en aö Paolo Rossi ætti þar hlutaömáli. Þaögatekkiverið. En þaö gagnaöi Rossi lítið aö hafa fólkiö á sinu bandi, skaöinn var skeður. Ef Rossi var saklaus, eins og hann hefur haldiö fram, hefur þá einhver viljað finna hann i f jöra? „Það gerist svo margt í íþróttaheiminum, sérstaklega þegar máliö snýst um peninga,” segir Rossi. „Maður veit aldrei hverjir eru vinirmanns.” Enginn bjóst við að sjá Rossi aftur á vellinum Ferill Paolo Rossi á fótboltaveliin- um hefur veriö mjög litríkur. Rossi er fæddur í smábænum Prato, skammt fyrir utan Flórens. Hann var tíu ára gamall, þegar faðir hans innritaöi hann í fótboltafélag bæjarins. Þar var hann um nokkurra ára skeið og þótti efnilegur. 16 ára gamali lék hann með félaginu sinu vinaleik viö annaö lítt þekkt fótbolta- félag og það var í þeim leik, sem útsendarar Juventus í Torino, eins stærsta knattspymufélags Italíu, strax á ööru ári f óru erfiðleikamir aö hiaðast upp. Liðþófarnir í hnjám hans létu sig einn af öðrum. Hann þurfti í þrjá uppskurði og upp stóö hann meö aðeins einn iiöþófa í hægra hné. „Eg var sannfærður um, aö hér með væri knattspymuferli mínum lokiö,” erhafteftirRossi. .plnfátter svo meö öllu iilt aö ekki boði nokkuð gott. Eg lagöi hart að mér við aö ljúka mínu námi sem bókhaldari og tókst þaö.” En þaö voru fleiri, sem álitu að ferli Rossi sem knattspymumanns væri lokiö. Forystan hjá Juventus var á því. Hann fékk ekki aö leika einn einasta leik meö þeim. Þess í stað var hann „lánaður” tii smá- félags. Og ekki gekk honum betur þar. Hann fékk aö vera meö í einum tíu leikjum, en þá „skiluöu” þeir honum aftur til Juventus. „Mér fannst ég búinn að vera,” segir Rossi. „Þó trúöi pabbi því, að minn tími ætti eftir aö koma. En hann var líka sá eini. ” En hvernig brást Juventus viö því aö taka aftur viö Rossi? Saia á knatt- spymumönnum getur veriö með ýmsu móti. Juventus ákvað að selja „helminginn” af Rossi til annarrar deildar félagsins Lanerossi. Og þaö var gæfa Paolo Rossi. „Þjálfari þeirra gaf mér trúna á sjálfan mig aftur. Frama minn má ég því þakka honum og pabba,” segir Rossi. Enginn skoraði eins mörg mörk og Rossi Rossi varö vinsælasti leikmaður Lanerossi. Enginn skoraði eins mörg mörk og hann. Og það var auðvitað þá, sem Juventus viidi fá hann til baka. En félögin tvö áttu sitt hvom helminginn í Rossi og Lanerossi viidi ekki fyrir nokkurn mun sleppa honum. Því var gripiö til þess ráðs, aö bæði félögin geröu tilboð í Rossi. Skyldu þau skila þeim í lokuðum umslögum. Og þar sem Rossi var nú orðinn býsna frægur á Italíu, fylgdist ítalska þjóðin með þessu af athygli. Því var ákveðið aö umslögin skyldu opnuð í íþróttaþætti sjónvarps í beinni útsendingu! Sá sem byði hæst skyldi svo hreppa Rossi. Juventus bjóst ekki viö aö Lanerossi gæti boöiö neitt að ráði í Rossi og iét því sex milljónir nægja. En þar misreiknaði það sig því Lanerossi bauö hvorki meira né minna en 14 milijónir. Juventus sat því eftir meö sárt ennið, en Lanerossi naut krafta hans um eins árs skeið eöa þar til 27 miiijóna boökomfráPerugia. Vinsæ/i markaskorarinn Paolo Rossi hefur makalausa gáfu tii aö gera þaö rétta á réttu augna- bliki. Stjarna hans skein skært á HM í Argentínu ’78. Þá haföi hann í lang- an tima ekki spiiaö einn einasta leik fyrir Italíu, þar til æfingaleik mánuði áöur en keppnin hófst. Hann geröi stormandi lukku og fékk fast sæti í ítalska landsliðinu, Rossi þótti standa sig meö miklum ágætum í Argentínu, þrátt fyrir, aö Italir næðu ekki nema fjórða sæti, en þeir töpuöu fyrir Brasilíu 2:1 í úrslitaleik um þriöja og fjóröa sætiö. Sams konar staða var uppi hjá Rossi fyrir heimsmeistarakeppnina í sumar. Vegna fjársvikamálsins var hann í banni, þar til tveimur mánuö- um fyrir HM. Enginn andstæðinga hans náöi því aö njósna um hæfni hans á fótboltavellinum, eins og uppí varö á teningnum hjá Argentínu- manninum Maradonna. Rossi var því sá sem kom, sá og sigraði á Spáni og einmitt hann átti öðrum fremur þátt í að Italir fóru heim með bikarinn. Margir hafa iátiö þau orö falla, að Rossi sé ekki beint íþróttamannsieg- ur i útliti. Breskur blaöamaöur sagði um hann: ,,Ef þú hittir Rossi á götu- homi í Torino, langar þig mest af öllu aö rétta aö honum nokkrar lirur fyrir mat!” Og annar sagöi: „Hann minnir mann einna helst á fátækan tónlistarmann, sem þ jáist af svefnleysi og hungri.” Með liöþófalaus hné, dæmdur fyrir fjársvik og í útliti eins og betlari. Ja, fari aðrir í fötin hans!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.