Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1982, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1982, Blaðsíða 17
DV. LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1982. 17 Bækur og bókmenntir V. Jón Borgflrdmgur — frumhrrji bókfræósuina — felensk prentsaga Nú er tekið til að nýju við greina- flokk þennan, sem hófst hinn 15. maí sl. Þótti vel við eiga að gera hlé yfir hásumarið, þegar flestum fellur annað betur en að leiöa hugann að bókfræðilegum efnum. Með haustinu breytast viöhorfin aftur og hin ýmsu áhugaefni komast á ný á dagskrá, hvort sem þau eru á þessu sviði eða öðrum, sem ekki skiptir öllu máli. I fyrri þáttum var skýrt frá nokkrum helstu almennum bókaskrám, en sumra þeirra er erfitt að vera án við söfnun bóka eöa könnun á marg- breytilegu lestrarefni. Skrár Landsbókasafns Ekki var þó allt upp talið, sem vert er að geta og því enn bíöur umsagnar, en þar ber hæst: Ritaukaskrár Landsbókasafnsins 1887— 1943. Reykjavík 1888—1944, og síöan. Landsbókasafn Islands. Árbók 1944— 1974.1,—31. ár. Reykjavík 1945-1975. Bæði þessi rit hafa að geyma geysi- mikinn fróðleik um íslenska bókaút- gáfu og um Island eða íslenskar bók- menntir á erlendum málum. Raunar er þar að finna mestan hluta slíks prentaös efnis á þeim árum, er þau komu út. Augljóst er þó, að þau eru ekki jafn aðgengileg og venjulegar bókaskrár að því leyti, að útgáfur hvers árs eru saman í bók eða bókar- kafla og fæst því ekki heildaryfirlit yfir höfunda eða bókaflokka nema vinna slíkt efni úr fleiri árgöngum. Slíkt venst þó fljótt og veldur ekki erfiðleikum þeim, sem áhuga hafa og þolinmæði. Um þetta verður ekki nánar rætt að sinni, en reynt að gera því betri skil síöar. Hinsvegar er áformað að hefja nú umræðu um prentun bóka á tslandi frá upphafi og þá, sem þar komu mest við sögu, og ekki síðurheimild- ir, sem um þau efni fjalla. Er enn á ný vakin athygli á, að tilgangur þessara þátta er fyrst og fremst að reyna að draga fram slíkar upplýs- ingar lesendum til nánari umhugs- unar og til sjálfstæðra athugana þeirra, en þeir munu fljótlega komast að raun um, að verkefnin eru næg framundan. Fyrsta yfíríitid Með þetta í huga verður fyrst getið um almenn yfirlit yfir prentsögu okkar, en síðan hinar ýmsu sérskrár yfir prentstaðina og útgáfutímabil. Söguágrip um prentsmiöjur og prentara á Islandi. Höfundur og útgefari: Jón Jóns- son Borgfirðingur. Reykjavík 1867.68. s. Þetta er fyrsta almenna yfirlitið yfir þróun og framgang prentunar á Islandi frá upphafi og til þess tíma, er ritið kom út, og getur höfundur því talist brautryðjandi á þessu sviði og vert að minnast hans sérstaklega. Jón Borgfírðingur Eins og honum var sjálfum ljóst, er þetta aðeins ágrip, en hefur þó tekist að draga fram flest veiga- mestu atriðin. Er því skýrt frá upp- hafi prentunar á Hólum um árið 1530 og allt til 1799 með viðkomu á Breiða- bólsstað og Núpufelli, en síðar um tíma í Skálholti. Ennfremur rakin starfsemi Hrappseyjarprentsmiðju 1773—1794 og framhald hennar í Leirárgörðum, Beitistööum og Viðey 1795—1844 eða allt til þess tíma er prentsmiðjan að lokum var flutt til Reykjavíkur. Einnig prentun á Akur- eyri frá 1852. Þá er ekki síður áhuga- vert, aö höfundur getur margra helstu rita, sem prentuð voru í,hverri prentsmiðju um sig og ýmsan annan fróðleik er þar að finna. Miöað við allar aðstæður, sem nánar verður komið að hér á eftir, er kver þetta hið merkilegasta, enda eftirsótt af bóka- mönnum. Veröur nú nánar greint frá höfundinum, og þá að mestu stuöst við æviágrip um hann eftir Jón J. Aðils. 1). Uppruni og æskuár Jón Jónsson Borgfirðingur (1826— 1912) fæddist að Hvanneyri í Borgar- firði, en var á bamsaldri komiö í fóstur á nálægum bæ, Svíra, hjá fátækum hjónum er þar bjuggu. Er Jón hafði náð 17 ára aldri andaðist fóstra hans og réðst hann nokkru síðar í vinnumennsku að Hvanneyri og víðar. Stóð svo fram til 1852, er hann 26 ára ákvað að flytjast til Reykjavíkur. Á unga aldri hafði hann tekið miklu ástfóstri viö bækur og bóklestur og lesið allar þær bækur íslenskar, sem hann gat tii náð, og fór sá áhugi sifellt vaxandi. Mun það því hafa ráðið fyrrnefndri ákvörðun hans, þar sem til Reykjavíkur stóð allur hugurinn i bækurnar og menntunina. Vonir um menntun bregðast Jón mun í fyrstu hafa gert sér vonir um að geta komist „í skóla”, en brátt orðið ljóst, að til þess hafði hann litla sem enga möguleika, orðinn 27 ára, bláfátækur og átti engan að. Um þetta leyti hafði hann kynnst Jóni Ámasyni stúdent (1819— 88), er seinna varð landsbókavörður, en þekktastur fyrir þjóðsagnasö&iun sína og útgáfur á þeim ritum. Naut Jón Borgfirðingur nokkurrar til- sagnar hans einn vetur, og er það talin hafa verið eina kennslan, er hann fékk um ævina. Starfað að mörgu Farið verður nú fljótt yfir sögu. Jón réðst til starfa hjá Einari Þórðarsyni, forstöðumanni Lands- prentsmiðjunnar gömlu, og tókst m.a. á hendur fyrir hann og Egil bók- bindara Jónsson bóksöluferðir um landið, fluttist síðan til Akureyrar, en þaöan aö Kaupangi í Eyjafirði, er hann lærði bókband hjá Erlendi Ölafssyni, bónda og bókbindara. Var hann þar í 2 ár og tók sveinspróf, en hvarf síðan að nýju til Akureyrar. Þar kvæntist hann árið 1856 Önnu Guðrúnu Eiríksdóttur, bónda á Vöglum og í Botni í Eyjafirði. Bóksöluferðir Jón var nú búsettur á Akureyri um skeið eða til 1865, er hann fluttist að nýju til Reykjavíkur. Á Akureyri hafði hann framfleytt sér og fjöl- skyldu sinni með bókbandsiöninni, en auk þess stundað nokkuð bókaút- gáfu og sölu bóka. A þessum árum var mest von um sölu bóka til bænda, og þvi farið í langar söluferðir um sveitir í þeim tilgangi. Ekki höfðu menn þó ávallt erindi sem erfiði. Um og eftir 1860 tók mjög að harðna í ári norðanlands vegna óblíðrar veðráttu og ekki síður vegna fjárkláöans 1) Jón Borgfirðingur 1826—1912. Höf. Jón Jónsson (Aðils). Skímir, 87 árg., 1913, bls.5-23. Jón Borgfirðingur, fræöimaður eftir Jón Aðils.Samagrein. Merkir Islendingar. Nýr flokkur I. Reykjavík 1962, bls. 199-219. mikla og afleiðinga hans, sem léku bændur grátt. Varð af þessum sökum minna um bókakaup en áður, og kemst Jón Aðils þannig að orði: ,,en svo illa sem bækur seldust, greiddist þó andvirði þeirra enn verr.” Mun þetta hafa ráðið miklu um búflutning Jóns Borgfirðings suður. Lögregluþjónn í Reykjavík Stuttu eftir að til Reykjavíkur kom losnaði þar staða lögregluþjóns með 150 rd. launum, sem Jón sótti um og hlaut, en erfitt mun hafa verið að láta endana ná saman á stóru heimili með þeim rýru tekjum. Jóni mun jafnframt ekki hafa fallið starf þetta sem best, svo mjög sem hugur hans stóð til bókfræðUegra viðfangsefna, en á því sviði var ekki margra kosta völ. Fór því svo, að hann gegndi starfinu samf eUt í 23 ár eða til 1888. ötull áhugamaður Þrátt fyrir þetta var Jón sívinn- andi að hugöarefnum sinum, hvenær sem því varð við komið, safnaði bókum og handritum eftir því sem efni leyfðu og stundaði ritstörf, þótt tími tU slUts væri einkum árla dags eða á síðkvöldum og nóttum. Þá komst hann í kynni við ýmsa merka bóka- og fræðimenn, sem tU hans leituöu vegna þekkingar hans á íslenskum bókum og bókmenntum, og vann hann margt fyrir slíka aðUa, sem þeir kunnu að meta. Fer velá að lokum að tekinn sé upp kafli úr fyrr- nefndu riti Jóns AöUs, þar sem rætt er um, JSöguágripið”, 2) en það hlaut í upphafi daufar undirtektir og seldistdræmt. Hróður Jóns berst víða „Blöðin höfðu heldur ekki látið svo lítið að minnast á bæklinginn, og varð dr. Möbius fyrstur til þess í þýsku tímariti. Yfir höfuð veittu erlendir fræðimenn og bókavinir ritinu miklu meiri eftirtekt en Islend- ingar sjálfir og varð „Prentsmiðju- sagan” þess valdandi, að hann komst í kynni við Thomas Lidder- dale, bókavörð við British Museum í Lundúnum. Skrifaði hann Jóni 1869 og bað hann gefa sér titla á öUum þeim bókum og bækUngum, er prent- 2) Aðrarbækur J.B.voru: a) Stutt æviminning Sigurðar Breið- fjarðar skálds. Reykjavík. 1884. b) Stutt rithöfundatal á Islandi 1400— 1882. Reykjavík 1884. aðar höfðu verið í Reykjavík og Akureyri frá því er prentsmiðjumar tóku tU starfa. Við þetta verk sat Jón í frístundum sínum veturinn 1869— 70, og uröu titlamir um 600 meö öUu smáu og stóm, en 16 sk. setti hann upp fyrir hvern titil. Lidderdale var ánægður með verkiö og bað hann Jón enn á ný að skrifa upp fyrir sig bóka- titla frá Hrappsey, Beitistöðum, Leirárgörðum og Viöey, og sat hann við það veturinn og vorið 1871. Starfað fyrir erlend bókasöfn Þeir voru fleiri, útlendingamir, sem snera sér til Jóns í þessu efni, t.d. Hedlund, bókavörður í Gauta- borg, sem ritaði honum 1878 og bað hann um skrá yfir aUar íslenskar bsdcur frá upphafi, og sat Jón við það lengi vel, hvenær sem tími vannst tU frá daglegum störfum. Arið eftir voru þeir Vesturheimsmennirnir dr. Fiske og Arthur Reeves 3) hér á ferð, og var Fiske sem kunnugt er bóka- vinur mikUl og þá löngu tekinn að leggja grundvöUinn undir hið mikla íslenska bókasafn sitt. Færðu þeir í tal við Jón, að hann semdi íslenska bókaskrá í tveim hlutum; skyldi í fyrri hlutanum vera skrá yfir allar bækur og blöö, er prentuð hefðu verið á Islandi, en í seinni hlutanum yfir íslenskar bækur prentaðar erlendis og öll rit um fsland á erlendum málum. Ætluðu þeir síðan að gefa skrána út. Jón tók heldur dauflega í þetta, einkum að því er snerti erlendu bækumar, því þar var hann ekki jafnsterkur á sveUinu, en þó ætlaði hann að reyna. Ekkert varð samt af þessu, er til kom, því Reeves vildi ekki kaupa af honum handritiö að bókaskránni, en aðeins kosta út- gáfuna og láta Jón hafa nokkur eintök prentuð í ritlaun; að því þóttist Jón ekki geta gengið, sem varla var von, fátækur barnamaður. — Það mun víst mega telja einsdæmi í bókmenntasögu heimsins, að erlendir fræðimenn snúi sér tU fátæks almúgamanns um úrlausn á bókfræðimálefnum, en þar er því til að svara, að Jón Borgfirðingur var óefað aUra manna best að sér hér á landiíþeirrigrein.” Frumherji bókfræðanna Skemmra hefur miðað við aö koma á framfæri upplýsingum um hina íslensku prentsögu en ætlað var hér í upphafi, en vonandi rætist úr í þeim efnum á næstunni. Hinsvegar þótti mér óhjákvæmUegt að gera Jóni Borgfirðingi nokkuð ítarlegri skil en almennt mun gefast kostur á í þáttum þessum vegna sérstöðu hans sem framherja í bókfræöum og þess eldlega' áhuga, sem hann hafði á þessum málum frá unga aldri tU hárrar eUi, þrátt fyrir erfið kjör alla tíð. Það hefði þó reynst þyngri þraut, ef ekki hefði notið upplýsinga hins þjóðkunna fræðimanns og sagn- fræðings Jóns AðUs, er var honum vel kunnugur, og eigin æviágripi J. B., sem veitir rnikinn fróðleik. 4). Böðvar Kvaran. 3) Sjá: FiskeL.bls. 484—85. 4) Æfiágrip Jóns Borgfirðings tU 1860, rit- að af honum sjálfum. Menn og minjar. Islenskur fróðleikur og skemmtun I. Or blöðum Jóns Borgfirðings. Reykjavik 1946.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.