Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1982, Blaðsíða 4
4 DV. LAUGARDAGUR11. SEPTEMBER1982. Nyjar og spennandi • Valdar kjúklingauppskriftir. • Leiðbeíningar um undirbúning og matreiðslu kjúklinga. • Dr. Jón Óttar Ragnarsson matvælafræðingu ritar inngang. • Margar skýringamyndir. • Þessi bækÚngur er sá fyrsti í röð bæklinga sem koma munu út mánaðarlega með völdum uppskriftum og leið- beiningum um matargerð. Fæst í flestum matvöruverslunum og bóka- verslunum landsins. DREIFING ARSÍMI: 1—10—60 fSFOGL VIUA BANNA ÖLL STRÍÐS- LEIKFÖNG í VERSLUNUM Menningar- og friöarsamtök íslenskra kvenna fagna því frumkvæði kirkjunnar aö gera 12. september aö almennum friöardegi. 1 málefnum afvopnunar og friðar hljóta allir aö vera kallaöir til ábyrgöar. Svo segir m.a. ífrétt samtakanna. Þar kemur einnig fram aö Menning- ar- og friöarsamtök íslenskra kvenna hafi barist fyrir þessum málum í þrjá- tíu ár. Eitt af baráttumálum samtakanna hefur veriö aö fá bönnuö stríðsleikföng í búöum. Samtökin hafa leitaö samstarfs viö önnur samtök og einnig viö íslensku þjóökirkjuna sem hefur tilnefnt samstarfsaöila til aö vinna að framgangi þessa máls. Samtökin hvetja allar félagskonur og foreldra um land allt aö sækja kirkju á morgun og taka þátt í friðar- starfi kirkjunnar. Siðasti áfangi byggingarstarfsins við Áskirkju er nú hafinn. DV-mynd GVA FJÁRSÖFNUN TIL BYGGINGAR ÁSKIRKJU Dagana 12. til 19. september vel hefur unnist, ber mikiili fómfýsi gengst Safnaöarfélag Áskirkju í safnaöarins vott, sem og áhuga. Er Reykjavík fyrir fjársöfnun til kirkju- því ekki að efa að vel verður brugðist byggingar safnaðarins. Verður leit- viö nú, er leitað verður eftir stuön- astviöaöheilsauppááöllumheimil- ingi til að gera myndarlegt átak um sóknarinnar og beöið um fjár- innandyra í kirkjunni. stuðning til byggingarinnar eða fyrirheitumframlagsíöar. Á næsta ári eru liðin 20 ár frá Tilefni þessarar fjársöfnunar er stofnun Ásprestakalls og standa þau tímamót aö síöasti áfangi vonir til aö á þeim tímamótum veröi byggingarstarfsins er hafinn. Tekiö unnt aö taka hluta kirkjubyggingar- er til við múrhúöun kirkjunnar að innarínotkun. innan, jafnframt því aö vinnupallar Sunnudaginn 19. september verður utanhúss hva verið teknir niður, guösþjónusta í Askirkju og gefst enda ytra frágangi hússins lokið. sóknarbörnum og velunnurum kirkj- Þær framkvæmdir, sem nú eru aö unnar þá kostur á aö skoða húsiö og baki, hafa verið dýrar og þaö, hve væntanlega aöstöðu safnaðarins. SÖLUSKRIFSTOFA FLUGLEIÐA í BREIÐHOLTI Flugleiöir hafa opnaö söluskrifstofu að Álfabakka 10 í Breiðholti. Skrif- stofan er til húsa í hinu nýja útibúi Landsbankans í Mjóddinni. Söluskrifstofan veitir margs konar feröaþjónustu og þaö sparar viðskipta- vinum tíma og fyrirhöfn aö geta keypt erlendan gjaldeyri á sama staö og far- seðlana. Þessi nýja söluskrifstofa Flugleiða er ekki síst til hagsbóta fyrir íbúa Breiöholtshverfa og Kópavogs. Fyrir skömmu var söluskrifstofan aö Hótel Esju færð til á jarðhæð hótels- ins og er nú í stóru og rúmgóöu húsnæöi. I vor var lokið umfangsmikl- Gerflur Gunnarsdóttir forstöflumaður söluskrifstofunnar afgreiflir um endurbótum á söluskrífstofu Flug- viðskiptavin. leiöa í Lækjargötu. Þurfum aö gafa silungsveiðinni meiri gaum, segir Páii DV-mynd G.S/Ak. svæðiö í fremsta hluta Svartár og Fossá í Svartárdal. Þar höfum við verið með hjólhýsi og njóta þessar fjölskylduveiðiferð- ir mikilla vinsælda meðal félags- manna. Þarna er oft góð veiði og yngri kynslóðin getur tekið þátt í veiðiskapnum. Ég held að það sé full ástæða til að huga að ótæmandi mögu- leikum í silungsveiði hér á landi, sem er um margt ekki ómerkari veiöi en laxveiðin,” sagði Páll Svavarsson í lok samtalsins. -GS/Akureyri „ Við Blönduósingar þurfum ekki að kvída framtíðinni" — Rætt við Pál Svavarsson, mjólkursamlagsstjóra á Blönduósi „Ég er fæddur og uppalinn á Blönduósi og hér hef ég unað mér vel. Blönduós er staður á uppleið og ef við nýtum okkur þau tækifæri sem Blönduvirkjun skapar okkur, samhliða því að gera átak í atvinnuuppbyggingu til frambúðar, þá þurfum við ekki að kvíða framtíðinni,” sagði Páll Svavarsson, nýráðinn mjólkursamlagsstjóri á Blöndu- ósi, í samtali við DV. Páll tók við samlagsstjóra- starfinu 1. júní sl., af Sveini Ellertssyni frá Holtsmúla í Skagafirði, en hann hafði verið samlagsstjóri frá 1954. Mjólkur- samlag Sölufélags Austur- Húnvetninga, eins og það heitir fullu nafni, var sett á stofn 1947. Fyrsti samlagsstjórinn var Odd- ur Magnússon, sem nú er mjólkurstöðvarstjóri í Reykja- vík. Páll Svavarsson er mjólkur- fræðingur að mennt. Hann lærði fræðin í Þrándheimi í Noregi, eins og margir aðrir starfsbræður hans hafa gert. Tók námið 4 ár; 2 ár bókleg og eitt verklegt í Noregi, en annað verklega árið fékk Páll að taka hér heima. Nú er það nær liðin tíð, að verðandi mjólkurfræðing- ar haldi til Noregs, að sögn Páls, en þess í stað fara þeir til Dan- merkur. Þar er námið 4 ár, 2 ár verkleg og 2 ár bókleg. Hugsan- legt er þó, að hægt sé að taka hluta af verklega náminu hér- lendis. A sl. ári tók Mjólkursamlag SAH á Blönduósi á móti 3 milljón 899 þúsund og 278 lítrum af mjólk frá 86 framleiðendum í Austur-Húnavatnssýslu. Var það 1.76% minna en 1980, en þaö ár minnkaði mjólkurmagnið um 16.28% frá árinu 1979.1 ár hefur mjólkurframleiðendum fækkað um 3 á svæðinu, en þrátt fyrir það er útlit fyrir að mjólkur- magnið verði svipað og það var á sl. ári. Úr mjólkinni eru framleiddar neysluvörur á heimamarkað, en auk þess er framleitt smjör, nýmjólkurduft og undanrennu- duft, sem Osta- og smjörsalan sér um dreifingu á. „Við erum þeir einu hér á landi, sem framleiða valsa- þurrkað mjólkurduft úr nýmjólk og undanrennu,” sagði Páll. ,,Þá er vatninu gufað upp úr mjólk- inni á völsum við mikinn hita, en síðan eru þurrefnin völsuð og Ioks möluð og sigtuð. Með þess- ari aðferð verður duftið gróf- gerðara heldur en með svo- nefndri úðunaraðferð, sem notuð er við hliöstæða framleiðslu á Selfossi. Þar að auki kemur ein- hvers konar seyðingarbragö af mjölinu við hitann, en slíku bragði sækjast sælgætisfram- leiðendur eftir. Kaupa þeir því mikiö af okkar m jöli og einnig er það notað í ýmiskonar matvæla- gerð,”sagði Páll. — Nú eigið þið góða granna, þar sem er mjólkursamlagiö á Hvammstanga. Er samstarf á milli þessara samlaga? „Já, já, það hefur verið ágæt samvinna. Við höfum séð þeim fyrir nýmjólk og undanrennu, sem þeir nota í brauðostinn vin- sæla því aö mjólkin sem þeir fá frá bændum dugir engan veginn til að anna eftirspurn eftir þess- um vinsæla osti. Á móti fram- leiðum við fyrir þá ýmsar neysluvörur, t.d. skyr, súrmjólk o.fl.” — Hvað gerir samlagsstjór- inn í frístundum? „Ætli aðaláhugamálið sé ekki lax- og silungsveiöi,” svaraði Páll, meö veiðiglampa í augum. „Ég er formaður Stangaveiði- félags Austur-Húnvetninga, sem hefur haft Blöndu á leigu, ásamt Stangaveiöifélagi Sauðárkróks. Auk þess höfum við haft silunga-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.