Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1982, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1982, Blaðsíða 21
DV. LAUGARDAGUR11. SEPTEMBER1982. 21 Janis Kounellis og hefur ákveðinn súr- reah'skan blæ fyllni og tómleika. Þaö minnir á heilagleika ikonamyndar og jafnframt burthvarf, ef til vill fráhvarf frá efnisheiminum. A næsta vegg, í nánu samhengi viö Kounellis, getur að líta tvö málverk eftir eitt uppáhald Fuchs, Baselitz, þar eru innréttingar, h jólreiöamenn og tré, allt á hvolfi, ef til vill einnig fráhvarf eöa umturnun raunveruleikans. Hvergi var aö finna höggmynd þá sem listamaðurinn vann sérstaklega aö fyrir sýninguna, kannski af þvi hún stóö ekki á haus? Gullinsniðssnkjillaga glerborð Á fyrstu hæö eru allar stærstu stjöm- urnar saman komnar. Pissuverk, myndir geröar meö ætingu málm- platna viö þvaglát listamannsins Wariiol, landslag eftir Klefer. Hér og þar rekst listskoðandinn á sundur- skoma steinhnullunga eftir Þjóöverj- ann Ulrich Riickriem. Tveir þeirra eru settir upp sem súluinngangur á leið að verki Metz, sem er gullinsniössnigil- laga glerborö umsett steinplötum og hríslum og í góðu samræmi við mál- Hans Jfirgen Syberberg kvikmynda- gerðarmaður stillir upp hlutum úr Parsifal-kvikmynd sinni f kjallara sýningarhailarinnar. Riim af þeim er brúöa í liki Adolfs Hitlers. Fatahengi rftir Grikkjann Janis Kounellis. A bakvið er veggnr þakfam blaögulli. Ariö 1975 gerði Kounellis sams konar verk nema hvað þá vorn dyr til hliðar við fatahengið. „Hvaö varö af dyranum?” er spuming list- verk Amulf Rainers. Gerð spennu milii listamanna og verka þeirra innbyrðis og það að sleppa allri stilniðurrööun gefur sýningunni í heild skemmtilegan og líf- legan blæ. Sú tilfinning að andstæðir persónuleikar og stilar geti þrifist saman, veitir nokkra fróun í kerfis- heimi þeim sem við lifum í. Hinir „ungu villtu” Þýskalands, nýjasta stíl-óstíl-fyrirbærið, hljóta sinn sess jafnt sem gamalgrónir listampnn. _ ItaLskur nýmanierismi jafnt sem blóðsúthellingalistaverk gjöminga- mannsins, Hermanns Nitsch, frá Austurríki. Parsifal Syberbergs Eitt athyglisveröasta verk sýningar- innar er uppsetning Hans Júrgen Syberbergs á eigin útfærslu óperu Wagners „Parzifal” í kjallara Fredericianum. í hálfmyrkri mætir áhorfandinn þýskri sögu á súrrealísk- an hátt. Likt og í katakombu sögunnar liggur leiöin milli fána og skjalda Jörg Immendorf frá Dfisseldorf túlkar Brandenborgarhliðið á þennan hátt. Hliðið er samsett úr ýmsum táknum eins og ríkisemi, fjóreyki í fánalitunum i viöureign við Rósu Luxemburg, austurþýskum hermanni, mynd höfundar og vina hans. Forvitlnn áborfandi virðir fyrir sér biáar og svartar rendur eftir New Yorkbú- ann Sol Lewitt. Ulrich Rfickriem frá Köln sýnir sundurskoma stclna. „Hviti og svarti konungurinn” eftir Mflanóbúann Memmo Paladino. þýsku riddarareglimnar inn í grátt herbergi til móts við andans- og efnis- ins menn þýskrar sögu. Þarna eru Nitzsche og Wagner, Marx og Lúövik 11, sem fulltrúa ólíkra og andstæðra þjóöfélagshópa, tómur stóll Karls mikla í Aachen og Hitler í dúkkustærö á Irmin sul. Rotnunarlykt af laufi og kvistum magnar enn þá tilfinningu aö vera staddur í grafhýsi eða heilögum lundi innan um Ieifar liöinnar sögu sem enn er raunveruleg og ólgandi, líkt og neöanjaröarhof í biö eftir nýjum safnhlutum. Tvö önnur sýningarhúsnæöi rúma Documenta, Orangerie og Neue Galerie. Paolini, Reiss, Leitner og Mariani eru þar helstu fuUtrúar mynd- Ustarinnar. Mesta nautn siöustu sýningar „Documenta 1977 var að taka sér vænan göngutúr milU trjánna, á gras- inu, i rigningu eöa sól og geta reikaö milU Ustaverka, kannað og reynt þau. Nú ero heldur skorin við nögl útiverkin og af þeim vekja aðeins „Iglu” Mario Merz og steinar Anatols athygU mina. Frumöflin Merz hefur lengi byggt, Jglus”, hálf- kúlulöguð hús úr ýmsum efnum. Að þessu sinni er byggingarefniö sand- steinsplötur og húsiö svo veikbyggt aö þeir sem á þvi þreifa gera slíkt með varfæmi. Húsiö er byggt yfir læk og hefur blæ upprunaleika blandaðan helgi. FuUkomiö form úr forgengilegu efni, himinhvolf yfir jörö og vatn, óraunverulegt öryggi. Anatól, fyrrver- andi nemandi Beuys, veitir áhorfanda álíka innsæi i samband náttúru og myndsköpunar. Ljósir suður-sænskir granítsteinar bomir af skriöjöklum ísaldar tU N-Þýskalands, dökkur Serpentin frá ölpunum, norrænt og suörænt borið saman, steinamir merktir rúnum, táknum, myndum. Án umformunar öðlast steinninn mál og segir hvaö í honum býr, og miöillinn er Anatol. Frumöfl og dulræna þessarra verka hæfa vel þeirri helgi sem Fuchs ætlar sýningaruppsetningu sinni og þeirri ætlan hans aö veita Ustinni aftur virð- ingu sína. Á einn steinninn ristir Anatólmynds refs (á þýsku: Fuchs), vitandi aö refurinn er ekki aðeins slægur, heldur einnigí margri sið- menningu heUagt og tilbeðiö dýr. „Ég spyr verkið spurningar" Er Ust helg og duUn, eða er um aö ræöa tvítal og áskomn einnar persónu á aðra? Einn sýningargesta breytti staðsetningu steins i steinahringrööun Ustamannsins Long. Við ávitur eftir- litsmanna varöi hann sig svo: „Long spyr mig sem áhorfanda. Ef hann vill ræða við mig verður hann einnig að leyfa mér að spyrja, þar sem ég hreyfði stein af hinum ákveðna stað, spurði ég verkið spumingar. Hver óregluleiki er spuming eftir reglunni”. Uppsetning þessa árs Documenta er . athyglisverö og telja má aö margir eigi eftir aö metta Usthungur sitt fram tU 29. sept., þeir sem eru of seinir, veröa aö bíða 4 ár eftir ööm eins tæki- færi. .. Texti og myndir: B. Gylfi Snorrason Listaverk ttalans Mario Merz era gjaraa Igluslaga. Verkið er gert úr sand- steinsflögum, trjágreinum og hálmi. eflingar trjárckt i Kassel, Listin getur stundum verið þreytandi. Verk eftir Englendínginn Richard Long, rauöir hringir á hvitum vegg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.