Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1982, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1982, Side 32
Frjáist, óháð dagblað Fékk Grace slag undir stýri? Hin sautján ára gamla Stefanía prinsessa, sem ekki hefur ökuleyfi (aldursins vegna), mun hafa gert örvæntingarfulla tilraun til þess að taka við stjórn á bifreið fjölskyld- unnar þegar móðir hennar, Grace furstafrú, sem sat undir stýri, fékk slag. Nýjar skýringar eru nú að koma fram á tildrögum slyssins og þeim orðrómi að Stefanía hafi ekið bifreiö- inni. Hún mun hafa reynt að draga úr hraða bílsins, þegar móðir hennar var ekki lengur við stjórnina, með þ ví aö taka í handbremsuna. Talsmenn fjölskyldunnar höfðu áður sagt að bílslysiö hefði orðið vegna þess að hemlar bifreiðarinnar hafi bilaö. Þeir vilja ekki staðfesta, að furstafrúin hafi fengið slag undir stýri. Löggan samþykkti tilboð ríkisins Um 300 lögreglumenn víðs vegar af landinu komu saman á Hótel Sögu síðdegis í gær til að ræða tilboö sem ríkið haföi lagt fram í yfirstandandi samningaviðræðum um sérkjara- samning lögreglumanna. A fundin- um var samninganefnd lögreglu- manna gefin heimild til aö taka til- boðinu. I tilboöi ríkisins, sem kom fram á samningafundi í gærmorgun, er meðal annars gert ráð fyrir að allir lögreglumenn hækki um einn launa- flokk til viðbótar þeirri launahækkun sem fékkst í nýgerðum kjarasamn- ingi BSRB. Auk þess felur tilboðið í Lögreg/umenn fjölmenntu á fund- inn i gær tilað ræða kjaramái sin og þeir sem voru i vinnu lótu það ekki aftra sór fró mætingu. Þessir stóðu i viðbragðsstöðu úti við dyr. DV-mynd: EÓ. sér nokkrar frekari flokkatilfærslur og örari aldurshækkanir. Lögreglu- menn féllu því frá því að grípa til rót- tækra aðgerða í kjarabaráttu sinni en rætt hafði verið um að þeir beittu fjöldauppsögnum. Að mati samn- inganefndar lögreglumanna hafa þeir dregist verulega aftur úr öðrum opinberum starfsmönnum í launum á síðustu árum. Að sögn Einars Bjamasonar, for- manns Lögreglufélags Reykjavíkur, kom f ram meiri samstaöa meðal lög- reglumanna á fundinum en búist hafði verið við og hafði ekkert mótat- kvæði komið gegn þeirri tillögu að taka tilboði rikisins enda þótt það væri langt frá því sem allflestir hefðu viljað sætta sig við. Sagði hann að í tilboðinu fælist þó smávægileg leiðrétting og góðar líkur á að samn- ingar tækjust innan skamms. Enginn samningafundur hefur enn verið boðaður. ÓEF —segir Albert um Lands- virkjunar- samninginn Fró borgarstjórnarfundinum i gær. Davið Oddsson borgarstjóri til vinstri, Albert Guðmundsson, forseti borgarstjórnar, og i ræðustól er Sigurjón Pétursson. Á minni myndinni er Ingibjörg Sólrún Gisladóttir, annar af fulltrúum Kvennaframboðs. Hún prjónaði um leið og hún fylgdist með umræðum. DV-mynd: GVA. Q Æ Æ RITSTJÓRN 1 SÍÐUMÚLA12- AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR SKRIFSTOFA AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11 27022 — Sprungið basalt tefur borunina Borun rannsóknarholunnar á Flatey á Skjálfanda gengur heldur hægt, enn sem komið er, samkvæmt upplýsingum Guðmundar Sigurös- sonarhjá Jarðborunum ríkisins. Borun holunnar hófst á föstudag- inn, eins og sagt var frá í DV á mánu- daginn. Á þriðjudaginn var borinn kominn á um 30 m dýpi en sprungið basalt hefur gert borunina tafsama. Að öllu eðlilegu á borinn að bora um 20 m á dag, með núverandi vinnu- fyrirkomulagi, en fyrirhugað er að taka upp vaktavinnu viö borunina eftir næsta helgarfrí. Veröi þaö úr ætti jarðborinn Drifandi að bora um 30 m á sólarhring ef allt gengur vel. Bormennimir halda í helgarfrí á föstudaginn. -GS/Akureyri Innbrotíbíl á Brávallagötu Rannsóknarlögreglunni var til- kynnt um innbrot i Mazdabíl við Brá- vallagötu klukkan sjö i gærkvöldi. Ekki er vitaö nákvæmlega hvenær brotist var inn í bílinn en segulbands- tæki og nokkrum kassettum var stolið úr bilnum. Ekki var það látið duga þvi megnið af því bensíni sem var á bilnum var einnig tekið. Málið er óupplýst. -JGH. „Þetta er andstætt öllu því sem ég hef haldiö Sjálfstæðisflokkinn stefna að,” sagði Albert Guðmundsson, borgarfulltrúi og þingmaður Reyk- víkinga, um Landsvirkjunarsamn- inginn svokallaða sem samþykktur var í borgarst jórn í gær. Albert var sá eini sem greiddi at- kvæði gegn samningnum en átján fulltrúar samþykktu. Tveir sátu hjá, fulltrúar K vennaf ramboðs. „Ástæðan er sú að það er verið að setja yfir á herðar Reykvíkinga ábyrgð á því að reisa og reka virkj- anir, ábyrgð á erlendum Iánum sem tekin eru til aðstandaundirþessum framkvæmdum. Einnig koma inn í þetta byggðalínur og fleira,” sagði Albert um andstööu sína. Albert sagði að Reykvíkingar, sem beinir eignaraöilar og óbeinir í gegn- um rflcið, bæru um 70 prósent ábyrgð á Landsvirkjun. Albert sagði enn- fremur að sú miðstýring, sem fælist í Landsvirkjun, væri andstæð stefnu Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði aö allir borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins hefðu á sínum tíma verið sammála um landshlutaorkufyrir- tæki. „Nú hefur þetta eitthvað snú- ist,” sagði Albert. -KMU. NÝJA AGFAFILMAN ÓTRÚLEGA SKÖRP OGNÆMFYRIR LITUM ÓDÝRARI FILMA SEM FÆST ALLS STAÐAR „Olíuleitin” íFlatey gengur hægt LOKI Nú vill íhaldið Lands- virkjunarsamninginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.