Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1982, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1982, Blaðsíða 2
2 DV. FIMMTUDAGUR14. Oi,'.TOBER 1982. Slökkviliðsmenn úr slökkviliði Reykjavikur brugðu sér bæjarieið um daginn og heimsóttu krakkana sem dvelja að Tjaldanesi í Mosfellssveit. Ekki fór þó allt liðið upp eftir heldur var aðeins farið á einum bíl og krökkunum kennt að slökkva eld og sitthvað gertþeim tii skemmtunar. DV-mynd S. Sendiherra f Mongólíu Haraldur Kröyer sendiherra afhenti sitt sem sendiherra Islands í Mongólíu 8. þ.m. forseta Mongólíu trúnaöarbréf meöaöseturíMoskvu. „Forseti hefur brugðist trausti” — sagðí Vilmundur Gylfason á þingi í gærf harðri rimmu um fyrirspurn hans sem haf nað var „Forseti hefur brugðist trausti sem mikill meirihluti þingmanna sýndi honum meö því aö kjósa hann í embætti,” sagöi Vilmundur Gylfason á fundi sameinaös Alþingis í gær. Forseti, Jón Helgason, haföi hafnað fyrirspum sem Vilmundur vildi leggja fram. Eftir kröfu Vilmundar bar forseti úrskurö sinn undir þingheim sem staöfesti hann meö 41 atkvæöi gegn 16 en þrír þingmenn greiddu ekki atkvæði. Fyrirspum þingmannsins var á þá leið hvort dómsmálaráðherra heföi séö ástæöu til þess að gera athugasemdir viö embættisfærslu sýslumannsins á Höfn í Homafirði þann 18. september í haust. Forseti skaut málinu til þing- heims í lok fundar sameinaös Alþingis og var máliö ekki á dag- skrá. Kom þetta greinilega flatt upp á þingmenn og að beiðni var gert 10 mínútna fundarhlé á meðan þing- flokkar fjölluöu um máliö. Að því búnu hófst atkvæðagreiöslan og var viðhaft nafnakall. Nokkrir þingmenn geröu grein fyrir atkvæði sínu, þar á meðal Vilmundur Gylfason sem var harðorður í garð þingforseta og þeirra sem vildu meina honum aö koma fyrirspurninni á dagskrá. Friörik Sophusson skýrði frá því aö forseti hefði boðiö Vilmundi aö umoröa fyrirspurnina og aö taka hana þar meö til greina. Vilmundur staöfesti þaö en kvaðst hafa sagt for- seta aö handrit þaö aö fyrirspum sem f orseti hefði s jálfur lagt f yrir sig væri um allt annað mál sem forseti gæti fengiö Þórarin Sigurjónsson til þess aö bera f ram f yrir sig. Aö úrskuröi forseta staðfestum urðu enn umræður og nú um þing- sköp. Endurtók Vilmundurþarþung- orðar aðfinnslur sínar og bætti því viö aö forseti hefði við atkvæða- greiðslunamisbeitt valdisínu. Olafur Ragnar Grímsson taldi aö meirihluti þingsins heföi brugöist skyldumsínum. -HERB. Fargjaldastríð blossar upp á Atlantshafinu: Veturínn gæti orð/ð erfiður —segir Sigfús Erlingsson hjá Flugleiðum Fargjaldastríð viröist nú hafa blossað upp á ný á flugleiðinni yfir Norður-Atlantshaf. Á undanförnum þrem til f jórum vikum hafa flugfélög veriö aö bjóða lægri fargjöld hvert í kapp viö annað. Þýska flugfélagið Lufthansa byrjaði meö lækkun á far- gjöldum milli Bandaríkjanna og Vestur-Þýskalands. Bandarísk flug- félög svöruöu meö Iækkunum og betri skilmálum. Trans World Airlines hefur upp á sitt eindæmi og í trássi við sam- þykktir IATA, alþjóöasamtaka flug- félaga, boðað lækkuö fargjöld næsta sumar. Er um aö ræöa allt upp í 22 prósent lækkun. Vegna þessara mála hefur IATA boöaö forráöamenn flug- félaga saman á fund næstkomandi föstudag. En hvaöa áhrif kemur þetta nýja fargjaldastríö til meö aö hafa á Flugleiðir? „Þetta hefur augljóslega einhver áhrif. En sem stendur er erfitt aö meta hver þau veröa,” sagöi Sigfús Erlingsson, forstööumaöur Flug- leiöa í Bandaríkjunum, í samtali viö DV. „Hætt er við aö okkur takist ekki aö ná fram þeim fargjalda- hækkunum sem viö höföum vonast eftir. Veturinn gæti oröiö okkur mjög erfiður,” sagöi Sigfús. Aöspuröur sagöi hann hugsanlegt aö Flugleiðir neyddust til aö lækka fargjöld sín á þessari leiö í vetur. Hvað varðar næsta sumar kvaöst Sigfús Erlingsson vera bjartsýnn. „Eg hef trú á því að viö ættum aö geta staðist sumarsamkeppnina,” sagði hann. Sigfús taldi að lækkanir næsta sumar myndu fyrst bitna á leiguflugfélögum. Ferðaskrifstofur hikuðu viö að gera stóra samninga um leiguflug þegar áætlunarflug- félög lækkuöu fargjöld sín. -KMU. r- r MIÐNÆ TURHA TIÐ I léttum dúr- og moll í Háskólabíói föstudaginn 15. október kl. 23:30 VJnö\r\e»Kan- Guðfún ?■ KrisIinsdoW'r Miðasala í Háskólabíói frá kl. 4 fimmtudag °g föstudag. Lyftum okkur upp í skammdegisbyrjun!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.